Morgunblaðið - 22.02.1987, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987
SIFJASPELL Á ÍSLANDI
Hvað er sifjaspell? Það er t.d. þegar fullorðinn
maður, skyldur eða nákominn barni notar sér það
til þess að fullnægja kynþörfum sínum. Hvort sem
hann sýnir sig beran, þuklar á barninu eða hefur
við það samræði.
Þú, sem hefur lent í sliku, þú getur hringt í síma
21500. Þar svarar fólk sem getur komið þér í
samband við þá sem um þessi mál geta fjallað.
Einn frostgráan mánu-
dagsmorgun hringdi til
mín Guðrún Jónsdóttir
félagsráðgjafi og
spurði mig umbúða-
laust hvort ég vildi skrifa um
sifjaspellsmál. Mér vafðist tunga
um tönn, fann rísa upp í mér
áleitna löngun til að að vera laus
við að hugsa um og standa and:
spænis svo ógeðfelldu máli. í
þögninni sem á eftir fylgdi hvíslaði
að mér innri rödd sem sagði: Þú
getur ekki hugsað þér að heyra
um þessi mál, hvað þá með hina
sem orðið hafa fómarlömb í sifja-
spellsmálum og mátt bera sárs-
aukafulla byrði á grönnum herðum
allt til fullorðinsára og jafnvel
miklu lengur. Er ekki byrði þeirra
nægilega þung þó ekki komi til
hugleysi og tómlæti þeirra sem í
kring eru og geta ef til vill rétt
hjálparhönd. í krafti þessara hug-
renninga ákvað ég að hitta
Guðrúnu Jónsdóttur og heyra um
það sem komið hefði fram þegar
hún og samverkafólk hennar
reyndi að nálgast það fólk sem í
slíkum ógöngum hafði lent á
barnsaldri.
Á leiðinni til fundar við Guðrúnu
Iét ég hugann reika, hvað hafði
ég heyrt um siíjaspellsmál frá fólki
sem ég þekkti. Þegar að var gætt
mundi ég eftir ýmsum frásögnum
kunningja og vina í þessa veru.
Stúlku veit ég um sem lenti í því
ellefu ára gömul að maður sem bjó
í sama húsi og hún og hún þekkti
vel, kallaði eitt sinn á hana í síma
á sunnudagsmorgni. Hún trítlaði
niður og rak í rogastans þegar hún
sá að maðurinn var á stjákli um
íbúðina allsber en hins vegar
reyndist enginn vera í símanum.
Maðurinn bað hana að koma til sín
en hún neitaði þverlega. Þegar
hann ítrekaði ósk sína sagði hún
við hann: „Þú ættir ekki að vera
að striplast svona, þú gætir fengið
lungnabólgu.“ Maðurinn lét sér
þetta að kenningu verða og
skreiddist undir sæng en telpan
hljóp á meðan sína leið. Ég veit
til þess að hún sagði ömmu sinni
frá þessu atviki en sú bað guð
fyrir sér og sagði henni að hafa
ekki orð á þessu við nokkum mann.
Eg minnist oft þessa atviks og við-
horfs ömmunnar. Hún var hin
ágætasta kona en það getur jafn-
vel hent slíkt fólk að taka ekki
nægilega mikið mark á því sem
börn eru að segja.
Aðra stúlku kannaðist ég við
sem bjó um tíma sem unglingur á
heimili frænda síns. Ekki leið á
löngu þar til frændinn tók að gera
hosur sínar gi ænar fyrir henni og
trúði hún mér fyrir þessu og var
gráti nær. Frændanum, sem kom-
inn var hátt á fertugsaldur, tókst
að smella nokkrum kossum á þessa
frænku sína sem honum hafði ver-
ið trúað fyrir af skyldfólki en hún
hafði vit á að koma sér sem skjót-
ast í burtu svo hún slapp með
skrekkinn líkt og ég. Eina konu
veit ég um sem týndi fermingarúr-
inu sínu þannig að ókunnugur
maður tók að þukla á henni í mann-
þröng á íþróttavelli. Hún reyndi
að komast í burtu og í þeim troðn-
ingum týndi hún úrinu og þorði
ekki að segja mömmu sinni hvem-
ig á þeirri óheppni hefði staðið.
Það er mikill misskilningur að
þegja yfir slíkum hlutum. Eg held
að fólk geri hvorki sjálfu sér né
öðrum greiða með því. Þetta eru
hlutir sem þarf að ræða en ekki
þegja yfir.
Það hafa því miður ekki allar
stúlkur verið jafn heppnar og þær
voru í sögunum sem á undan grein-
ir. Það sannfærðist ég um þegar
fundum mínum og Guðrúnar Jóns-
dóttur bar saman. Hún og sam-
verkakona hennar, Sveinbjörg
Svavarsdóttir, sögðu mér undan
og ofan af því sem þær höfðu heyrt
ofan í fólk um þessi mál. Það var
auðheyrt að það hafði fengið mikið
á þær að heyra um þá niðurlæg-
ingu og þann sársauka sem orðið
hefur hlutskipti barna sem orðið
hafa fórnarlömb í sifjaspellsmálum
hér á landi. Ekki sögðu þær mér
þó sögumar sem slíkar utan eina
sem hér fylgir á eftir töluvert
breytt og ætluð er fólki til um-
hugsunar.
Saga um sifjaspell
Lítil stúlka fór í sveit til afa síns
og ömmu sumarið sem hún var
fimm ára. Einn daginn var hún úti
í hlöðu með afa sínum. Allt í einu
fór afí að klæða hana úr buxunum
og þukla á henni að neðan. Hún
varð skelfingu lostin og vissi ekki
hvað hún átti að gera. En afi
sagði: „Þetta er allt í lagi, við segj-
um bara engum frá þessu.“
Litla stúlkan þorði hvorki að
segja ömmu sinni eða mömmu frá
þessu. Henni þótti vænt um afa
sinn og vissi að þær gætu orðið
Því miður eru menn sem gera svona
hluti yfirleitt ekki veikir heldur er
þeim sama um allt nema það sem þá langar
til að gera. Þeir hagnýta sér það að fá
að vera einir með barni sem þeim er trúað
fyrir og treystir þeim og nota það á
svívirðilegan hátt.
reiðar, svo hún þagði. En eftir
þetta var hún hrædd við afa sinn
og treysti honum ekki og reyr.di
að forðast að vera ein með honum.
Hvað rekur menn til að gera slíka
hluti? Þessi maður var vel metinn
maður í sinni sveit, hreppstjóri og
hvað eina.
Hvernig geta menn lagst svona
lágt mundu sumir segja. Hvemig
geta menn misnotað svo illilega
traust bama sem horfa til þeirra
í einlægni sem hins sterka oggóða?
Sumir læknar segja að menn
sem geri slíkt séu veikir. Séu af-
brigðilegir, ekki eins og venjulegt
fólk.
Var þessi afi þá veikur? Hann
hafði ekki sýnt þess merki fram
að þessu. Hann hafði unnið öll sín
störf mjög sómasamlega og hann
var góður við konu sína.
Það eru ekki allir tilbúnir til að
trúa veikingaskýringunni. Vissu-
lega fyndist okkur öllum gott ef
við gætum trúað því að menn sem
gera svo ljóta hluti séu veikir. Þá
gætum við verið óhrædd og þyrft-
um ekki að taka ábyrgð á þessu
vandamáli sem er til í ótrúlega
mörgum fjöldskyldum og kemur
okkur öllum við. En við getum
ekki verið róleg og ætlað sérfræð-
ingum að leysa svona mál.
Því miður eru menn sem gera
svona hluti yfirleitt ekki veikir
heldur er þeim sama um allt nema
það sem þá langar til að gera.
Þeir hagnýta sér það að fá að vera
einir með barni sem þeim er trúað
fyrir og treystir þeim og nota það
á svívirðilegan hátt.
Karlmenn hafa lengi haft mikið
vald á lífi kvenna og bama vegna
þess að það voru og em þeir sem
fyrst og fremst vinna fyrir þeim
peningum sem fjöldskyldan þarf.
Mörgum fínnst því líklegri skýring
að menn misnoti sér vald sitt held-
ur en að þeir séu veikir. Næstum
allir sem fremja siíjaspell eru karl-
menn og oftast eru það litlar telpur
sem fyrir því verða.
Flestir afar, feður, bræður og
frændur láta sér sem betur fer
aldrei til hugar koma svona fram-
ferði við stúlkur. Hversu margir
eru afbrotamenn á þessu sviði?
Kannski tíu menn af hverjum
hundrað - þannig er það í Svíþjóð
og Noregi, ef til vill hér líka.
Hvemig famaðist þeim stúlkum
sem þannig eru misnotaðar sem
böm? Hvemig fór fyrir stúlkunni
sem fór í sveit til afa síns?
Mamma hennar og pabbi héldu
að heiíni liði vel hjá afa sínum og
ömmu og sendu hana til þeirra í
sveit sumar eftir sumar. Hún gat
ekki neitað vegna þess að hún
hafði enga ástæðu nema þá að hún
var hrædd við afa sinn og þorði
engum lifandi manni að segja frá
hvemig hann hagaði sér við hana.
Hún hræddist það hvað hann
myndi gera ef hún segði frá og
hvað fólkið í kring myndi segja.
Hún fór því í sveitina og reyndi