Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 B 5 Sifjaspell Umræðuhópur um sameiginlega reynslu Á SL. HAUSTI var stofnaður sjálfboðahópur til þess að vinna gegn sifjaspellum gegn bðrnum. Hópurinn kom á símavakt í des. sl. þar sem allir þeir er orðið hafa fyr- ir sifjaspellum voru hvattir til að láta í sér heyra. 27 einstaklingar, eingöngu konur hringdu og sögðu frá rejmslu sinni. Á grundvelli þessa var komið á fót hópstarfi fyrir kon- ur sem orðið hafa fyrir sifjaspellum og er hópstarfi fyrsta hópsins nú að ljúka. Það er mat þáttakenda að hópstarfíð hafi gagnast þeim vel til þess að geta rætt sameiginlega reynslu sína. Ákveðið hefur verið að halda slíku hópstarfí áfram og eru allar konur sem orðið hafa fyr- ir sifjaspellum hvattar til að láta skrá sig í næstu hópa. Ekkert gjald er fyrir þáttöku og með allar upplýs- ingar er farið sem trúnaðarmál. Skráningarsíminn er 21500. Vinnuhópur um sifjaspell. Nígerískum skreiðarsala stefnt vegna mikilla vanskila SAMLAG skreiðarframleiðenda og íslenzka umboðssalan hafa nú stefnt nígeriskum skreiðar- sala Naidoo að nafni vegna vanskila. Honum voru seldir 30.000 pakkar af skreið á síðasta ári. Engar greiðslur hafa enn borizt þrátt fyrir að þrír víxlar að upphæð um 24 milfjónir króna séu gjaldfallnir. Heildarskuldin er hins vegar um 140 milljónir króna. Ólafur Bjömsson, stjómarform- aður Skreiðarsamlagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að skreiðin hefði á sínum tíma verið seld á víxlum. Naidoo hefði síðan ekki staðið við greiðslur á réttum tíma, en í upphafi hefði hann greitt flutningskostnað. Síðastliðið haust hefði verið samið við hann um verð- lækkun, sem hann hefði farið ffam á vegna þess, að f ljós hefði komið, að bæði íslenzka umboðssalan og Skreiðardeild Sambandsins, hefðu á þeim tíma verið að selja og bjóða skreið á mun lægra verði en hann keypti á. Þá þegar hefðu útflytjend- ur hér ráðið sér lögfræðing í London, þar sem málið væri rekið, til að þrýsta á um greiðslur, en það kæmi fyrir rétt 2. marz. Ólafur sagði ennfremur, að Nai- doo hefði boðið greiðslu í nairam, nígerískum gjaldmiðli. Því boði hefði enn ekki verið tekið. Verið væri að leita leiða til að skipta nair- um í dali og niðurstaða þeirrar leitar réði því hvort greiðsla yrði þegin í nairam eða ekki. ER HÚN TILBÍJIN UNDIR TRÉVERK EBA ER HÚN BARA FOKHELD? Jafnframt bjóðum við mikið úrval af hug- búnaði sem hentar verkefnum þínum. ☆ DOS-stýrikerfi ☆ Valmyndakerfi ☆ Wang ritvinnsla ☆ Alíslenskt lyklaborð Þegar borið er saman verð á PC-tölvum þá er margs að gæta: er hún tilbúin undir tréverk eða er hún bara fokheld? (WANG ) PC-tölvan er rúmlega tilbúin undir tréverk því með Wang PC-tölvuni fylgir ( wang ) Heimilistæki hf ( Wang ) TÖLVUDEILD-SÆTÚNI8-SÍMI27500 V_ / Honda Accord hefurhlotið ein- róma lof bílasér- fræðinga um víða veröld. Honda Ac- cord varvalinn bíll ársins 1985 — 1986 íJapanog „Car and Driver" völdu Honda Accord og Honda Prelude meðal 10 bestu bíla ársins í Bandaríkjunum fimmta árið í röð. á Islandi, Vatnagörðum 24, sími 38772. .Civic 3d frá 390.400..- Civic 3d Sport frá 464.100.- Civic 4d Sedan frá 458.900.- .Civic Shuttle 4WD frá 557.500.- Prelude EXS frá 662.900.- Accord Sedan frá 669.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.