Morgunblaðið - 22.02.1987, Síða 6
6 B
M0RGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR- 22. FBBRÚAR 1987
Glerpíramídi
a Louvresafnið
Píramídinn í gagnið í árslok
Parísarbúar, og aðrir unnendur eins elsta og stærsta
listasafns í heimi, bíða nú eftir að sjá rísa úr jörðu í
Napóleonsgarðinum milli Louvrebygginganna píramída
úr glæru gleri. Þessi umdeildi glerpíramídi erverk
kínverska arkitektsins Ming Pei, þess hins sama sem
teiknaði marmaraálmuna til stækkunar á National Gall-
ery í Washingon. Hann er þó aðeins hluti af geysimikilli
stækkun safnsins. Þarna er nú að rætast aratuga gam-
all draumur við að fjármálaráðuneytið franska flytur
loks úr byggingunni og um leið verða teknar í notkun
nýjar neðanjarðarhvelfingar undir margvíslega þjónustu
undir nefndum píramída, með tengingu við umferðaræð-
ar borgarinnar.
raman við safnið
er nú geysimikil
| gryfja og þar í
byggingarfram-
kvæmdir, svo að
loka hefur þurft
aðalinnganginum
gamla og vísa
gestum inn í hliðarálmuna frá
Signubakkanum. En í desember-
mánuði á þessu ári á öllu þessu
raski að vera lokið og einu sýnilegu
merkin um það að utan að vera
glerpíramídinn umtalaði, sem þegar
grannt er skoðað virðist ekki ætla
að rísa hátt eða raska að teljandi
sé gamla fræga skipulaginu, sem
opnar auganu sýn frá stórbygging-
um Louvre safnsins gegn um
Tuileriesgarðana með gosbrunnum
sínum, yfir Concordetorgið með
egypsku Luxomálinni, eftir endi-
langri breiðgötunni Champs Elysé-
es og að Sigurboganum, gnæfandi
íýrir endanum andspænis Louvre-
safninu. Saint-Gobain fyrirtækið
hefur þó lent í einhverjum erfiðleik-
um með að ná „hinu fullkomna og
glampafría gegnsæi", sem krafíst
er í hvíta glerið í píramídanum, þar
sem þjálfun og kunnátta gömlu
glermeistar anna er horfín. Vegna
Signu var ekki tæknilega mögulegt
að fara dýpra niður en 8 metra og
talið að minnst fari fyrir píramída-
forminu á því sem upp úr jörðu
stendur, einkum ef hægt er að sjá
í gegn um það. Stækkunin á safn-
inu verður mikil og veitir tækifæri
tii að draga nú fram þau kynstur
af sýningargripum, sem liggja
vegna plássleysis í geymslum. Gera
Frakkar sér vonir um að gamla
„Grand Louvre“ verði nú aftur
mesta safn í heimi, eftir að hafa
um skeið hvílt makindalega á lárvið-
arkransinum.
Ekki ætti stækkunin á Louvre-
safninu að koma áhugafólki á óvart,
því í allt sumar var opin þar á bygg-
ingarstaðnum sýning á líkönum og
teikningum með viðeigandi skýring-
um. Aherslubreytingar nútímans
hafa gert gömlu söfnunum erfítt
fyrir. I gamla Louvre var aðeins
5% rýmisins nýtt undir þjónustu en
80% voru sýningarsalir, þar sem
nútímasöfn reikna með því að rý-
mið skiptist til helminga milli
sýninga og ýmissra þjónustuþátta
við gesti, viðgerðarstofa og vinnu-
aðstöðu vegna listaverkanna og
undir tæknibúnað. Af stækkuninni
munu nú 15 þúsund fermetrar fara
undir sýningargripi, en 22 þúsund
fyrir alls konar tæknilegar þjón-
ustuúrlausnir. Sýningarrýmið eitt
stækkar úr 30 þúsund í 55 þúsund
fermetra eða um 82% við að franska
§ármálaráðuneytið flytur úr höll-
inni í nýja byggingu, sem verið er
að reisa undir það í Bercy. Þykir
Undir píramídanum verður
skemmtilegt anddyri með
margvíslegri þjónustu, en
þaðan er haldið innandyra
beint upp í safnið
það út af fyrir sig stórafrek að
hafa komið þessu valdamikla ráðu-
neyti úr gömlu byggingunni, enda
höfðu ófáir forsetar og ríkisstjómir
haft á stefnuskrá sinni að fjarlægja
það en orðið að láta í minni pok-
ann. Sjá menn nú fram á að unnt
verði að víkka út og opna deildir
fyrir ítalskar höggmyndir,fomminj-
ar frá Austurlöndum fjær, egypskar
grafir og listaverk Forngrikkja og
Rómveija, sem vandræði hafa verið
með. En á annarri hæð í álmu fjár-
málaráðuneytisins verða málverka-
sýningar og í kjallara vinnustofur.
Inn í þessa álmu verður beint innan-
gengt úr píramídaskálanum, og
álmumar tengdar þar um neðan-
jarðar. En undir safninu eiga gestir
nú að fínna öll nútímaþægindi, sem
söfn geta boðið upp á.
Undir píramídanum verður mót-
tökusalur Louvresafnsins, sem
nefnist Acceul Napoleon. í raun eru
píramídamir fjórir, sem standa upp
úr jörðinni og veita um glerhvolfið
dagsbirtu í móttökuskálann, einn
stór og þrír litlir til hliðar við hann.
Þar uppi fá Parísarbúar nú fallega
upplýst stórt torg með höggmynd-
um milli álma safnsins og opið
móti Concordtorginu og borginni.
Verður þaðan aðkoma fótgangandi
gesta, sem fara niður í lyftum og
rúllustigum.
Þriggja alda gömul höll
Elsti hluti Louvre er höll, sem
Philippe August lét reisa á síðari
hluta 17. aldar. Síðan héldu allir
stjómendur Frankaríkis áfram að
bæta steini í þessa glæsilegu hallar-
samstæðu, allt fram á 20. öld.
Hallimar komu framan af að
margvíslegum notum, voru virki,
fangelsi, dvalarstaður konunga,
stjómarskrifstofur og söfn. Og nú
Ioks verður Louvresafnið kóngur í
ríki sínu í allri þessari hallasam-
'\ V.\ > | i l ■
V \ .V ,. 1 \ í-: l
t \ A ■ i--' I •
Vi k \ .1 1 A
J
í A M)■*p\
A 'x < ú
M .Av-'.\-Ai.>L;U
iíi,7; . Kl
jki :
Mikið rými losnar þegar fjármálaráðuneytið flytur úr
byggingunni og verður þá komið fyrir höggmyndum í
lækkuðum húsagarðinum.
stæðu, þar sem það kom tánni inn
fyrir þröskuldinn á árinu 1793. Um
miðja öldina hafði Lúðvík 14. gert
tilraun til stofna þar til vísis að
safni, sem ekki varð þó af fyrr en
á stjómarárum Lúðvíks 16. Allir
þeir sem á eftir komu — stjómar-
byltingamenn, Napóleon, konungs-
sinnar og lýðveldissinnar — héldu
áfram að bæta við þetta mikla safn
og auka hróður þess. Síðast færði
það út kvíamar 1968 þegar fjár-
málaráðuneytið rýmdi Pavillion de
Flore. En aukin aðsókn hefur enn
verið að spengja þetta stóra safn
utan af sér. Vaxið úr 500 þúsund
gestum á ári fyrir stríð og upp í 3
milljónir nú eða um 70%.
Jafnframt því sem Louvre safnið
fær nú nútímalegri aðbúnað verður
áfram hægt að kynnast þar sögu
safnsins og byggingu þess frá hin-
um ýmsu tímaskeiðum. En röskunin
gaf að auki tilefni til umfangsmik-
illa fomleifarannsókna á staðnum,
þar sem kynslóðir Parísarbúa
Menmngarstofnanir
rjúka upp í París
í Parísarborg er nú mikil gróska
í uppbyggingu safna og annarra
menningarstofnana. Ekki eru
nema rétt 10 ár síðan hið um-
deilda Pompidousafn tók til starfa
með nútímalistasafninu innan
sinna vébanda og er þegar sótt
af 9 milljónum gesta á ári. Og
aðeins tvö ár síðan Picassosafnið
var opnað í hinni glæsilegu gömlu
og uppgerðu Hotel Salé byggingu.
Og stutt er stórra högga á milli.
Hið mikla og nýtískulega Vísinda-
safn í Villette hefur þegar verið
opnað og þar verður haldið áfram
framkvæmdum með hljómleika-
húsi Sinfóníunnar og miðstöð
tónlistarkennslu. Mörg önnur
stórvirki eru í gangi, svo sem
mikil stækkun á Louvresafninu
með neðanjarðaraðkomu og
glerpíramida. Við Bastillutorgið
er unnið í stórum grunni, þar sem
brátt mun rísa nýja operuhúsið
sem sagt er frá hér á síðunni og
skammt frá, handan árinnar, er
verið að reisa mikinn marmara-
tening yfir list og menningu
arabaþjóða.
Nýjasti stóráfanginn var opnun
gríðarmikils listasafns yfír tíma-
bilið frá 1848 til 1914, þar á
meðal myndlist impressionist-
anna, í gömlu Orseyjámbrautar-
stöðinni á vinstri bakka Signu,
rétt á móti Louvresafninu. Hefur
þegar verið sagt frá því í sér-
stakri grein. Og era uppbyggingin
í Louvresafninu, sem sagt er frá
f blaðinu núna, svo og Orseylista-
safnið gífurlegt átak og stórkost-
legt tilboð til listunnenda. Þeir fá
þama samhengið í allri listasög-
unni og svo nútímamyndlistina
sérstaklega í Pompidousafninu,
auk hins mikla nýja safns með
verkum Picassos, sem spannaði í
list sinni nær alla listbyltinguna
á okkar öld.
Hafa vaknað spumingar um
það hversu lengi modemisminn
geti haldið að vera list nútímans
og hvort ekki verði fyrr eða síðar
að skera eitthvert tímabil framan
af henni, svo sem árin milli heims-
styijaldanna og koma verkunum
frá þeim tima fyrir í Orseysafn-
inu, til að rýma fyrir framtíðarlist-
inni í Pompidousafninu.