Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 14
14 15 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 f Vændið undir verndar- væng embættis- manna ■ ■ Oldum saman hafa Hollending- ar þurft að sætta sig við vændislifnað og litið á hann sem illa nauðsyn. Nú ætla stjómvöld að taka upp eftirlit með vændishúsum og láta þau starfa samkvæmt sér- stöku leyfí þannig að atvinna vændiskvenna verður viðurkennd sem hver önnur starfsemi. Vændi hefur verið löglegt í Hol- landi í rúman áratug. í stærstu borgum landsins eru þau hverfí auðkennd með rauðum ljósum þar sem vændiskonur auglýsa starfsemi sína bak við einskonar sýningar- glugga. Walletjes-svæðið í hinu foma hafnarhverfi Amsterdam býð- ur upp á mörg tækifæri fyrir forvitna sem vilja kynna sér starf- semi vændiskvenna. Starfræktir em einkaklúbbar sem sjá félögum sínum fyrir þekki- legri þjónustu á þessu sviði gegn góðri greiðslu, og sjá á auglýsingar frá þeim í dagblöðum og á auglýs- ingaskiltum. Samkvæmt núverandi sveitarstjómarlögum er óheimilt að útvega húsnæði fyrir vændi og ann- ast milligöngu um það. Nú hyggjast stjómvöld setja fyrir þennan leka, vændiskonum og viðskiptavinum þeirra til hagsbóta. Samkvæmt nýrri löggjöf, sem ríkisstjórnin hefur látið semja, verð- ur vændi viðurkennt sem hver önnur starfsgrein þannig að borg- ar- og bæjaryfirvöldum gefst tækifæri til að efla eftirlit með því. Talsverð umsvif em á þessu sviði og er talið að um tvær þúsundir manna í Amsterdam hafí atvinnu sína af vændi, beint eða óbeint, en í borginni búa alls 680.000 manns. Veltan af þessari atvinnugrein er talin nema hundmðum milljóna. Borgaryfírvöld í Amsterdam hafa ástundað eins konar umburðarlynd- isstefnu gagnvart vændi og ekki amazt við að það væri stundað i auðkenndum hverfum svo framar- lega sem húsin em hreinleg og standast öryggiskröfur. Ef þessum vændishúsum yrði veitt starfsleyfí gætu yfírvöld sett fram „ákveðna staðla um hreinlæti og látið sig varða öryggi og heilsu vændis- kvennanna," að því er Ed Van Thijan, borgarstjóri í Amsterdam, komst að orði í skýrslu til borgar- ráðs, þar sem hann mælti með nýjustu löggjöfínni. í skýrslunni sagði meðal annars: „Þeir sem reka vændisliúsin geta gert sérstaka samninga við vændis- konumar og þar af leiðir að konumar em ekki eins háðar vinnu- veitendum sínum og verið hefur." „Fyrir okkur vakir ekki að eftir- lit með vændiskonunum verði eflt til mikilla muna heldur með vændis- húsunum," segir Jan Visser, talsmaður Graaf-stofnunarinnar, en að henni standa menn sem beijast fyrir réttindum vændiskvenna. Vændiskona nokkur sem kallar sig Hetty segist vera mjög ánægð með þá hugmynd að vændishúsin þurfí sérstök starfsleyfí. „Fyrir mig hefði það í för með sér bætta að- stöðu á borð við betri brunavamir auk þess sem húsin yrðu að vera búin hreinlætistækjum og eldhús- búnaði," sagði hún við fréttamann. Flestar vændiskonurnar í Amst- erdam starfa sjálfstætt en borga daggjöld til eigenda húsanna þar sem þær starfa. Leigan er á bilinu 2000—4000 krónur á dag. Sumar gera sérstaka samninga við einka- klúbbana. Verð það sem vændis- konumar fá fyrir þjónustu sína er mjög mishátt. Þær sem auglýsa sig í „búðargluggum" fá greitt frá 1000 krónum fyrir kynmökin og fer verð- ið hækkandi því gimilegri sem konan er. Þær sem em í þjónustu einkaklúbbanna em yfírleitt miklu dýrkeyptari og hjá þeim getur ánægjustundin kostað allt að 20 þúsund krónur. Samkvæmt nýju löggjöfinni verð- ur embættismönnum einstakra borgarhverfa falið eftirlit með vændishúsum í sínu umdæmi. - PAUL VERSCHUUR BÓKMENNTIR: Rhett á aftur að fá að reyna við Scarlett sína Scarlett leit upp. Hún vissi, að hún gæti fengið Rhett aftur en hún ætlaði að hugsa um það á morgun. Þegar allt kæmi til alls rynni nýr dagur upp á morgun." Þannig lauk „Á hverfanda hveli“, bandarísku Suðurríkjasögunni um heitar ástríður og borgarastyijöld- ina, sögunni, sem ekkert framhald átti að verða á að sögn höfundar- ins, Margaret Mitchell. Nú, 51 ári síðar, virðist þó nýr dagur vera mnninn upp hvað það varðar. William Morris-forlagið í New York er nú að leita að rithöfundi til að skrifa framhald sögunnar og að sjálfsögðu er þegar afráðið að gera „Á hverfanda hveli II“, fram- haldsútgáfu af vinsælustu kvik- mynd allra tima. „Það verður erfítt, mjög erfítt verk,“ sagði T. Hal Clarke, lögfræð- ingur í Atlanta, en hann er í þriggja manna nefnd, sem fer með höfund- arréttarmál og gætir hagsmuna erfíngja Margaret heitinnar Mitc- hell. Bróðir hennar, Stephens Mitchell, sem nú er einnig látinn, hafði gefíð nefndinni leyfi til að semja um gerð framhaldssögunnar. „Enginn veit hvort nýjum höfundi tekst að hræra sömu strengina. Við emm flestir vissir um, að sagan verður vinsæl, en hvort hún kemst í samjöfnuð við fmmverkið er svo annað mál,“ sagði Clarke. Saga Margaret Mitchell um ástir og eyðilegginguna af völdum borg- arastyijaldarinnar var gefín út árið 1936 og hefur selst í 25 milljónum eintaka á 27 tungumálum. í fyrra, þegar 50 ár vom liðin frá útkomu bokarinnar, seldist ný útgáfa henn- ar í 60.000 eintökum. Margaret Mitchell skrifaði aðeins þessa einu bók og var með hana í smíðum í tíu ár. Hún var kvikmynd- uð árið 1939; Clark Cable lék Rhett Butler og Vivien Leigh Scarlett O’Hara, og vann til átta Óskars- verðlauna. Hart var lagt að Margaret að skrifa framhald af sögunni en hún tók það aldrei í mál. Árið 1949 lést hún af slys- fömm í borginni Atlanta. „Viðtökumar við bókinni vom svo góðar og Margaret hafði í svo mörgu að snúast vegna þeirra, að hún hafði aldrei tíma til að hugsa um meiri skrif," sagði Clarke. Stephens Mitchell, bróðir hennar og meðeigandi í lögfræðistofu Clarkes þar til hann dó árið 1983, virti óskir systur sinnar fram til ársins 1980. Einkaréttur erfíngj- anna á sögunni rennur út árið 2011 og Stephens vildi því nýta sér rétt- inn áðuren hann rynni fjölskyldunni úr greipum. „Þegar árin liðu og Stephens elt- ist gerði hann sér smám saman grein fyrir, að sá tími kæmi, að framhaldið yrði fært í letur,“ sagði Clarke. „Þar sem hann réð enn yfír höfundarréttinum væri það betra fyrir hann og minningu systur hans að hafa hönd í bagga með hver skrifaði það og hvemig." „William Morris-forlagið hefur augastað á ákveðnum höfundi til þess að vinna verkið og stendur nú í samningaviðræðum við Stephens en ekkert hefur þó enn verið endan- lega ákveðið. Stephens og synir hans tveir, þeir einu í Mitchell-fjöl- skyldunni, og nefndin, sem áður var minnst á, hafa neitunarvaldið í sfnum höndum og munu að lokum ráða því hver skrifar bókina og hvcmig. — Paul Mindus í HÖFN — Vatn var það fyrsta sem þetta bátafólk bað um þegfar það náði landi. Hópurinn sem hér sést hafði það allt til Filippseyja. ■ örvænting Flóttafólkid hótar að svipta sig lífi Nguyen Duc Vinh segist ekki vera í nokkrum vafa um það hvað hann taki til bragðs ef yfír- völd í Hong Kong sendi hann aftur til Víetnam. „Eg svipti mig lífi og það gemm við öll, áður en þeir framselja okkur til kommún- ista,“ segir hann þýðri röddu. Vihn er einn úr hópi átta þús- und manna sem flúðu á bátum frá Víetnam til Hong Kong. Hann og margir félaga hans eru ugg- andi um að samningaumleitanir stjómvalda í Hong Kong og Lon- don leiði til þess að þeir verði sendir aftur til þess lands sem þeir flúðu frá með því að hætta lífi og limum. Flóttamenn, sem fréttastofa Reuters hafði viðtal við, sögðu að þeir vildu frekar búa í flóttamannabúðum í Hong Kong við þröngan kost en fara heim aftur, því þeir teldu víst að þar yrðu þeir annað hvort sendir í nauðungarvinnu eða teknir af lífí. Flestir þeirra 30, sem rætt var við, sögðust myndu svipta sig Iífí ef sú ákvörðun yrði tekin að senda þá heim. „Við emm í mjög erfíðri að- stöðu," sagði Mark Pinkston, talsmaður stjómarinnar í Hong Kong. „Þess hefur eindregið verið farið á leit við okkur að við úr- skurðum, að sumir flóttamennim- ir séu ólöglegir innflytjendur og þeim verði því vísað heim aftur. Við höfum orðið að taka við báta- fólkinu. Ekki gátum við látið það dmkkna, en það gengur illa að útvega því heimkynni annars staðar vegna þess að víða er það ekki lengur álitið pólitískir flótta- menn." Embættismenn í Lundúnum segja að flóttamennimir verði ekki sendir til baka, stjómin í Hanoi ábyrgist öryggi þeirra. Jafnframt viðurkenna þeir, að heimsending væri algert neyðar- úrræði. Og bátafólkið er ekki ginnkeypt fyrir því neyðarúrræði. „Lífíð er skelfílegt í Víetnam," segir Vihn, sem er 29 ára að aldri og flúði frá heimalandi sínu fyrir fjórum ámm. „Þar em hættur á hveiju strái," bætir hann við. „Maður getur átt á hættu að vera handtekinn hvar sem er og hvenær sem er,“ segir Don An Vi, sem er 42ja ára og fyrrver- andi bflstjóri. Hann kveðst vera uggandi vegna þess að faðir hans hafi verið í nýlenduher Frakka á sínum tíma. „Við yrðum drepin, ef við fæmm heim,“ segir hann. Þeir flóttamenn, sem komið hafa til Hong Kong frá júlímán- uði 1982, hafa verið hýstir í lokuðum búðum. Þeir sem komu fyrir þann tíma dveljast í opnum búðum og geta stundað vinnu og farið ferða sinna. Búðimar sem fréttamenn Reuters heimsóttu heita Hei Ling Chau. í síðasta mánuði tilkynntu stjómvöld að þau myndu hugsan- lega gera einhveijar ráðstafanir gagnvart flóttafólki og til greina kæmi að senda einhvem ijölda þess til síns heima nema brezk yfírvöld gætu gert viðhlítandi ráð- stafanir til þess að útvega fólkinu samastað til frambúðar. Á það var bent að fjórðungur flótta- manna frá Asíu dveldist í Hong Kong og væri það meiri fjöldi en hægt væri að sinna. Stjómvöld í Hong Kong hafa beðið brezk yfírvöld að kanna hvort unnt sé að senda víet- namska flóttamann heim aftur. Og flóttamenn eru sem fyrr segir uggandi. Nguyen Van Mung, 26 ára, sem dvelst í Hei Ling Chau- búðunum, segir: „Ég treysti víetnömsku stjórninni alls ekki. Ég flúði að heiman þegar ég komst að raun um að ég gæti aldrei fengið háskólamenntun né heldur sómasamlega vinnu vegna þess að faðir minn barðist fyrir Frakka." Starfsmenn við flóttamanna- búðimar segja að þeir óttist ólgu og sjálfsvíg meðal flóttamann- anna ef ákveðið verður að senda þá heim. Og þó að til þess komi ekki em framtíðarhorfur þeirra í Hong Kong harla óglæsilegar. Allar aðstæður í flóttamanna- búðunum em næsta ömurlegar, hvort sem um er að ræða opnar búðir eða lokaöar. Fréttamönnum Reuters var ekki leyft að taka myndir í búðunum Argyle þar sem nú hafast við flóttamenn, en þar vom japanskir stríðsfangar vi- staðir fyrmrn. Argyle er að hluta til opnar búðir en starfsmennimir segja að margir íbúanna séu örv- ilnaðir og miður sín. „Það er betra að búa hér en að þurfa að hafast við úti á hrísgijónaekmm eins og margir hafa orðið að láta sér nægja,“ segir Sylvia MaCloud, sem starfar í búðunum. „En hér ríkir þó mik- il örvænting og þjáning," bætir hún við. í Hei Ling Chau vom áður vi- staðir holdsveikisjúklingar, og þangað er klukkutíma bátsferð frá Hong Kong. Þar hafast flótta- mennimir við í steinkumböldum og hver fjölskylda hefur yfír að ráða þriggja fermetra rými með hengi umhverfis. Fjölskyldumar fá ekki einu sinni að elda ofan í sig sjálfar. - WILLAN MacLEAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.