Morgunblaðið - 22.02.1987, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987
B 15
Morðin hafa leitt tii einskonar
óeiginlegrar ritskoðunar
sem fáirþora að brjóta
SJÁ: Blaðamennska
■ BLAÐAMENNSKAI
Þar um
slóðir
geta frétt-
irnar
verið ban-
vænar
Rétt fyrir síðustu jól var út-
varpsfréttamaður í Guatemala
skotinn til bana. Fyrir Julio Godoy,
kunnasta rannsóknarblaðamanninn
þar í landi, var morð tímabær við-
vörun og áminning um, að i
Guatemala er fijáls fréttamennska
ennj)á barátta upp á líf og dauða.
A áratugnum fram að 1985 voru
um 60 blaðamenn myrtir í landinu
og flestir fyrir þær sakir að hafa
skýrt frá mannréttindabrotum.
Yfírleitt var um að ræða útvarps-
fréttamenn, sem jafnan eiga mest
á hættu í landi þar sem 85% þjóðar-
innar eru ólæs.
„Þótt undarlegt sé hefur aldrei
verið um opinbera ritskoðun að
ræða í Guatemala," sagði Godoy
fyrir skömmu þegar hann var
staddur í Bretlandi til að taka þátt
í ráðstefnu um málefni Mið-
Ameríku.
Godoy sagði, að engin þörf hefði
verið fyrir eiginlega ritskoðun. Flest
dagblöðin væru í eigu kaupsýslu-
manna og í þeim væru ekki leyfðar
neinar umræður um efnahags- og
stjómmálaástandið í landinu.
Blaðamannafélagið lagði upp laup-
ana eftir að leiðtogar þess hefðu
ýmist verið myrtir eða flúið land.
Morðin hafa svo aftur komið á eins-
konar óeiginlegri ritskoðun, sem
fáir þora að btjóta.
Það á þó ekki við um Godoy,
pólitískan fréttaritara La Hora,
síðdegisblaðs í Guatemala-borg.
„Það er fijálslynt blað, ekki vinstri-
sinnað eins og sumir halda fram,"
segir hann, en blaðið hefur samt
orðið til að ögra valdastéttinni,
einkum hemum, með fréttaskrifum
um mál, sem herforingjamir vilja
að liggi í þagnargildi.
Godoy skýrði til dæmis frá því
hvemig háttsettir stjómmálamenn
og herforingjar hefðu orðið sér úti
um ókeypis síma í nærri 20 ár. Frá
1968 heftir safnast fyrir reikningur
upp á 10 milljónir dollara og þegar
tveir starfsmenn símafélagsins fóm
að rannsaka málið vom þeir myrtir
á dularfullan hátt.
í annarri grein tók hann fyrir
sjálfa meginmeinsemdina í þjóðlíf-
inu, ofurvald og áhrif hersins á
stjóm landsins. Birtist hún í nóv-
ember síðastliðnum og var stíluð
beint til hershöfðingjanna, sem vilja
helst ekki sætta sig við hlutleysis-
yfírlýsingu nýju stjómarinnar.
Hvaða rétt hafíð þið til þess sam-
kvæmt stjómarskránni, spurði
Godoy, að skipta ykkur af hlutleys-
HJÓNASKILNAÐIR
Kaninn kann
á því lagið
(talskir þingmenn em nú orðnir
þess fysandi að auðvelda hjóna-
skilnaði og að hafa þar á svipaðan
hátt og Bandaríkjamenn. Þótt
hjónaskilnaðir hafí verið löglegir á
Ítalíu í 17 ár, fylgir þeim mikið
umstang og vafstur og það getur
tekið 10 ár að slíta hjúskap að lög-
um.
Hópur þingmanna hefur nýlega
lagt fram fmmvarp til laga um að
unnt verði að flýta hjónaskilnuðum
og er nú um fátt meira rætt í sjón-
varpsþáttum eða ritað í blöðin.
Vincenzo Palumbo, þingmaður
Frjálslynda flokksins, er einn þess-
ara manna. Hann sagði fyrir
skömmu: „Við fömm fram á raun-
vemlegar endurbætur. Með öðmm
orðum — við viljum hjónaskilnaði
að bandarískum hætti og engin
undanbrögð."
Það tók 20 ára baráttu að fá
löglegan hjónaskilnað heimilaðan á
Ítalíu. Þegar málið var í höfn árið
1970 dönsuðu borgaramir á götum
isyfírlýsingunni, sem er eingöngu á
valdi forsetans?
Godoy hefur engin bein afskipti
af stjómmálunum. Hann telur sitt
hlutverk vera að starfa sem óháður
fréttamaður og hann var einn
þeirra, sem bundu vonir við, að
myndun borgaralegrar ' stjómar
undir forystu Cerezo Arevali myndi
verða til að draga úr spennunni í
landinu eftir 30 ára herstjóm.
„Sannleikurinn er sá, að fátt
hefiir breyst," segir hann nú. „Á
fyrsta hálfa ári nýju stjómarinnar
vom framin 200 pólitísk morð.
Meðal hinna myrtu er stjómmála-
menn, verkalýðsleiðtoga og bar-
áttumenn fyrir mannréttindum."
Vinsældir stjómarinnar hafa
dvínað mikið vegna efnahagserfið-
leikanna og ef eitthvað er þá er
ástandið jafnvel verra nú en það
var á tímum herstjómarinnar. Þeg-
ar stjómin þarf að veija gerðir sínar
úti. En frá sjónarmiði annarra Vest-
urlandabúa þóttu lög þessi samt
mjög íhaldssöm, því samkvæmt
þeim þurftu hjón að vera skilin að
borði og sæng í fimm ár áður en
þau gátu sótt um lögskilnað. Síðan
gátu þau þurft að bíða í fimm ár í
viðbót þar til dómstóll hafði fjallað
um málið. Þingnefnd mælti nýlega
með því að skilnaður að borði og
sæng tæki aðeins þijðu ár. Frum-
varpið, sem lagt var fram, mælir
jafnframt með því að það teljist
glæpur ef maki skirrist við að greiða
meðlag eftir skilnað.
Ifyrsta misserið eftir að hjóna-
skilnaðir höfði verið lögleiddir sóttu
um 40 þúsund manns um hjúskap-
arslit. Síðan dró talsvert úr ásókn-
inni. Á síðustu fimm árum hafa
30.000—35.000 hjón fengið skilnað
að borði og sæng árlega á Ítalíu.
Lögskilnaðir eru yfírleitt helmingi
færri árlega, en í landinu búa 56
milljónir manna.
Lögfræðingar sem annast hjóna-
skilnaði segja, að það séu einkum
hjón úr millistéttum sem leggja á
sig allt það vafstur sem lögskilnaði
fylgir, en fátæklingar og efnafólk
láti sér yfírleitt nægja skilnað að
er forsetinn hins vegar vanur að
vitna í skrif Godoys og hefur þau
til marks um, að lýðræðið sé virt.
„Þeir þurfa á að halda mönnum
eins og mér. Ég á að vera sönnun
þess, að við búum í lýðræðislegu
þjóðfélagi en ég og aðrir verðum
að gæta þess að ganga ekki of
langt, sjálfra okkar vegna og ást-
vina okkar," segir Godoy.
Godoy: Teflir á tæpasta vaðið.
borði og sæng. Fátæklingarnir hafa
ekki efni á að greiða þær tug-
þúsundir, sem lögskilnaður kostar,
en efnafólkið vill komast hjá deilum
um skiptingu eignanna.
Hinn langi biðtími getur haft í
för með sér erfiðleika fyrir fólk sem
hyggst ættleiða böm eftir að það
gengur í hjónaband. Samkvæmt
ítölskum lögum mega hjón ekki
ættleiða böm fyrr en þremur árum
eftir stofnun hjúskapar.
Þótt margir fagni nýju frumvarpi
um hjónaskilnaði eru samt ýmsir
úrtölumenn sem finna því margt til
foráttu. Til dæmis segja sumir, að
hjón, sem hyggi á skilnað, þurfí að
fá góðan umþóttunartíma til þess
að reyna sættir til fullnustu. Anna
Peschiera er ekki á sama máli. Hún
er ein af 10 dómurum, sem fjalla
um hjónaskilnaði í borgardómi
Milanó og lét af þessu tilefni hafa
eftir sér í viðtali við blaðið
Republica: „Það er mjög sjaldgæft
að sættir takist með hjónum, sem
hafa ákveðið að slíta hjúskap. Og
yfírleitt er það skammgóður verm-
ir, því innan tíðar hafa flestir sótt
um skilnað að nýju.“
- FRANCES D’EMILO
ÖRLAGAÞRÆÐIR |
Maðurinn sem barðist
fyrir lífláti sínu
Allt þar til kúlnahríðin batt
enda á líf Garys Gilmore
fyrir tíu árum hefði hann getað
breytt rás viðburðanna, sögunni,
sem hann skráði sjálfur, með lífí
sínu. Aftakan, sem fór fram 17.
janúar árið 1977 og Gilmore sjálf-
ur neitaði að stoppa, var sú fyrsta
í Bandaríkjunum í áratug og kynti
að nýju undir deilum manna um
dauðarefsinguna.
Gilmore hlaut frægð sína fyrir
að krefjast þess að vera tekinn
af lífí, fyrir að velja heldur aftöku-
sveitina en fangaklefana, sem
höfðu geymt hann í 18 ár. Síðan
hafa 66 menn verið líflátnir í
bandarískum fangelsum en Gil-
more hefur eftir sem áður tákn-
ræna þýðingu jafnt fyrir þá, sem
hlynntir eru dauðarefsingu, og þá,
sem henni eru andvígir.
„Þið dæmduð mig til dauða og
ef þið gerðuð það ekki bara að
gamni ykkar vil ég, að við það
verði staðið," sagði Gilmore, sem
þá var 36 ára gamall, við J. Ro-
bert Bullock dómara þegar hann
neitaði að undirrita bænarskjal,
sem hefði ef til vill haldið í honum
lífínu allt til þessa dags.
Á þeim tíu vikum, sem nú voru
fram að aftökunni, reyndi Gilmore
tvisvar að svipta sig lífi ásamt
einu konunni sem hann hafði
nokkru sinni elskað, hætti að
nærast í 25 daga til að móta-
mæla tilraunum lögfræðinga til
að koma í veg fyrir aftökuna,
seldi einkarétt á ævisögu sinni og
komst á forsíðu tímaritsins News-
week. Að lokum gerði hann að
engu tilraunir alríkisdómara til
að fresta aftökunni á síðustu
stundu, lögfræðingarnir fengu 10.
áfrýjunarréttinn í Denver til að
falla frá frestuninni aðeins
hálftíma áður en aftakan fór
fram.
Þegar Gilmore hafði verið
bundinn við stól í ríkisfangelsinu
í Utah sagði hann, „látið nú hend-
ur standa fram úr ermum", og
fímm manna aftökusveitin lét ekki
segja sér það tvisvar.
Saga Gilmores var vissulega
gott efni í bók og fyrir hana voru
honum greiddir 52.000 dollarar.
Fyrir bókina „Söng böðulsins"
fékk Norman Mailer Pulitzer-
verðlaunin og síðar var gerð eftir
henni sjónvarpskvikmynd.
Gary Gilmore var mikill örlaga-
valdur í lífí margra manna en
stundum var eins og glæpir hans
féllu í skuggann fyrir frægðinni,
sem honum hafði fallið í skaut.
Sumarið 1976, þegar Gilmore
hafði aðeins gengið laus í þijá
mánuði eftir að hafa afplánað 11
ára fangelsi fyrir rán, rændi hann
og myrti bensínsölumanninn Max
Jensen og nóttina eftir hótel-
starfsmanninn Bennie Bushnell.
Skipaði hann þeim báðum að
leggjast niður áður en hann skaut
þá í höfuðið.
Jensen, sem var 24 ára gam-
all, og Bushnell, 25 ára, voru
báðir háskólanemar og létu eftir
sig eiginkonu og ung börn. Debbie
Bushnell, sem hélt um blóðugt
höfuð eiginmanns síns þegar hann
lést, hefur ekki gifst aftur. Mörg
ár liðu áður en henni fannst blóð-
lyktin vera horfín úr vitum sér
og þótt rúmur áratugur sé liðinn
fínnst henni enn sem líf hennar
sjálfrar hafí fjarað út að nokkru
ieyti þessa örlagaríku nótt.
Colleen Jensen Östergaard,
sem er vinkona Debbie Bushnell,
segir, að hlutskipti þeirra sé að
ýmsu leyti ólíkt. „Ég kom ekki
að manni mínum látnum og ég
er því þakklát," segir hún.
Gilmore framdi glæpina í
bræðikasti eftir að slitnað hafði
upp úr sambandi hans og Nicole
Baker, laglegrar tveggja bama
móður, sem átti þijú hjónabönd
að baki. Nicole, sem átti þátt í
að Gilmore var náðaður sumarið
1976 og vitnaði síðar gegn hon-
um, fékk taugaáfall þegar ár var
liðið frá aftökunni. Hún var bar-
stúlka og kvöld eitt kom einn
viðskiptavinanna til hennar og
vildi borga reikninginn sinn með
belti, sem var að hluta búið til
úr ólunum, sem Gilmore var bund-
inn með á dauðastundinni. Það
kvöld reyndi Nicole að svipta sig
lífí.
Vem Damico, frændi Gilmores,
var viðstaddur aftökuna að ósk
Gilmores og ámm saman kom
honum ekki blundur á brá án
þess að dreyma um hann. „Skot-
hríðin hefur glumið í eyrum mér
oftar en nokkur getur ímyndað
sér,“ segir hann.
- VERN ANDERSON
w jt*u Jt "‘'fcý t;-