Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 20
talið að um 1% þeirra fæðist með einhverskonar fæðingargalla, sum kannski með mjög litla heila- skemmd, sem þó verður til þess að þau verða seinni til með mál. Höfuðáverkar koma inn í myndina líka og afleiðingar þeirra, en það er gífurlegur fjöldi manna sem hefur einhvemtíma hlotið höfuðáverka sem kunna að leiða til einhvers skaða. í Bandaríkjunum var, árið 1970, talið að sjö og hálf milljón manna hefðu orðið fyrir höfuðáverk- um.“ - Er bati mögulegur í flestum tilvikum sem koma til talmeinafræð- ings? „Pramfaramöguleikar byggja al- gerlega á því hvers kyns skaða er við að eiga og ekki síst á persónu- gerð og hugarfari viðkomandi sjúklings. Viðhorf hans til meðferð- arinnar getur algerlega ráðið ferð- inni. En auðvitað er unnið á allt annan máta með þá sem eru heilbrigðir og eiga von á fullum bata, t.d. böm sem bera rangt fram hljóð, en eru með eðlileg talfæri, heldur en þá sem hafa hlotið varanlegan skaða á mál- svæðum heilans. Þá byggir með- ferðin fyi-st og fremst upp á viðeigandi örvun. Þær heilafrumur sem hafa skaddast endumýjast ekki, en gengið er út frá því að með viðeig- andi örvun geti aðrar frumur að einhveiju leyti tekið yfír starf þeirra fmma sem ekki eru lengur fyrir hendi. Það er ekki svo ýkja langt síðan talmeinafræðingar fóru að vinna með sjúklinga sem hafa skaðast á á hægra heilahveli og eiga ekki beint við talvandamál að stríða, því tal- svæðin eru vinstra megin, heldur eiga í erfíðleikum með að skynja merkingu málsins, meðtaka t.d. ekki látbragð." — Einangrun, er hún algengur fylgifiskur þeirra sem eiga við tal- vandamál að stríða? „Þar komum við aftur að persónu- gerð hvers og eins. Það er þó helst algengt að stamsjúklingar einangrist mikið, tali kannski aldrei í síma. Krökkum sem stama er oft strítt og það getur leitt til einhverrar einang- mnar,“ segir Bryndís og í framhaldi af því vaknar spumingin hvort auð- veldara sé að eiga við talmein yngra fólks en eldra? „Hvað varðar málstol þá hafa rannsóknir sýnt það að,aldurinn er alls ekki það sem skiptir höfuðmáli, heldur líkamlegt ástand þegar möguleikar á framför em annars vegar. Hress maður um sjötugt sem er vel á sig kominn líkamlega og til heilsunnar á jafnvel meiri möguleika en sá fertugi sem er ekki í ýkja góðu líkamlegu ástandi. Rannsóknir hafa líka sýnt að þeir hlutir sem skipta hvað mestu varð- andi líkamlegt ástand em hvort sjúklingurinn sé með sykursýki, of háan blóðþrýsting eða aðra lömun en þá sem orsakar hans vandamál. Og svo enn og aftur persónugerðin." - Auk þess að starfrækja stofuna í Glæsibæ, starfar Bryndís á sínum gömlu „heimaslóðum", við talþjálfun heymarlausra í Heymleysingjaskól- anum. „Mér fínnst mjög spennandi að vera komin heim og starfa á þess- um tveimur stöðum, það gefur starfínu meiri breidd, ef svo má að orði komast. í skólanum vinn ég aðallega með unglinga, en stefni að því að vera á stofunni með fólk á öllum aldri; sem bæði kemur þangað sjálft og er tilvísað af læknum. Það hefur Verið tiltölulega lítil þjónusta af þessu tagi, þó að hér starfi mjög hæft fólk. Ástæðan er einfaldlega sú að það em mjög fáir sem veita hana,“ segir Bryndís og blaðamanni finnst ráðlegast að leyfa næsta við- mælanda hennar að fara að komast að. Spyr að lokum hvort tæki og tól séu mikið notuð í starfi talmeina- fræðinga. „Það þarf að notast við ýmiskonar tækjabúnað til að fylgjast með framförum sjúklinga. Hlutir eins og mál- og framburðarpróf, segulband, spegill, tunguspaðar, og myndir eru mest notaðir. En í raun og veru eru eyrun bestu tæki tal- meinafræðings." Viðtal:Vilborg Einarsdóttir 20 *B MÖRÓUNBLAÐIÐ, SÚNjTObÁGÚR 227FÉÖRÖÁR 1987 Þegar talmeinaf ræði ber á góma kann mörgum að detta stam í hug og er það vissulega rökrétt hugd- - etta, en ýmislegt fleira viðkemur fræðunum og vinnu þeirra sem við þau starfa. Bryndís Guð- mundsdóttir útskrif aðist með Masters- gráðu sem talmeina- fræðingur I nóvember sl. frá háskólanum í Tennessee í Banda- ríkjunum. Talmeinafræðideildin þar hefur hlotið talsverða viður- kenningu sem og próf essorar hennar fyrir rannsóknir sínar, en til gamans má geta þess að þrír þeirra og þar á meðal yf ir- maður deildarinnar þekkja fagið af eigin raun og annarra. Þeir stömuðu nefnilega sjálfir sem ungir menn. En það eru fleiri sem þekkja til mála af eigin reynslu, _ eins og fram kemur í svari Bryndísar við fyrstu spurningu blaðamanns í heimsókn á stofu sem hún hefur nýlega opnað í Glæsibæ. Hvenær vaknaði áhug- inn á talmeinafræði? „Ástæðumar fyrir því að ég fór í talmeinafræðinám eru sjálfsagt margar. Ég á sjálf móður sem hefur verið heymarlaus allt sitt líf, en hún hefur starfað mikið að málefnum heymarlausra. Þegar félagi heymar- lausra var komið á laggimar voru flestir fundir haldnir heima hjá okk- ur og við systkynin fengum að fylgjast með inni í stofu. Þannig vandist ég snemma á að heyra „öðruvísi" raddir og að hlusta á fólk sem tjáir sig á annan hátt en flestir aðrir. Þegar ég hafði lokið mínu kenn- araprófí gerðist ég svo húsmóðir við heymleysingjaskólann og kynntist þannig talsmáta og táknmáli heym- arskertra bama og unglinga, sem getur verið mjög frábmgðið því sem fullorðnir heymleysingjar nota,“ segir Bryndís, en það að gerast hús- móðir í Heymleysingjaskólanum þýðir að viðkomandi gerist húsráð- andi á einu heimilanna sem em í • húsum á lóð skólans og em heima- vistir fyrir nemendur sem koma utan að landi. Slíkt gerði Bryndís ásamt eiginmanni sínum Áma Sigfússyni og dótturinni Aldísi Kristínu og stækkaði þá lítil flölskylda til muna, því auk þeirra þriggja bjuggu í hús- inu átta böm. Meðan á vemnni stóð „Persónugerðin skiptir niiklu máli og viðhorf viðkomandi sjúklings til meðferðarinnar.“ Talmeinafræð- ingurinn að störfum. fæddist svo yngri dóttir þeirra hjóna, Védís Hervör. „Best væri að sjálfsögðu að hvert bam gæti búið hjá foreldmm sínum og stundað nám við sitt hæfí, en það er hiklaust næstbesta lausnin að hafa svona heimavistir við skólann. Krakkamir eiga þá sín heimili og þar er alltaf einhver heima til að hjálpa við námið, hugga og hvað- eina. Þetta var bindandi starf en afskaplega gefandi, en í þessi þijú ár sem við bjuggum þama vomm við með mestmegnis með sömu krakkana, á aldrinum fjögurra ára til sextán ára.“ - Fórst þú í kennaranámið með hliðsjón af talmeinafræði? „Eg hafði alla tíða haft áhuga á kennaranáminu, en ég vildi víkka það útfyrir ramma kennslunnar. Læknisfræði er líka fag sem mér fannst heillandi og hugmyndin um að fara í talmeinafræði varð til í ljósi þessara tveggja áhugasviða. Ég fékk að heimsækja Sigríði Magnúsdóttur, talmeinafræðing og fylgjast með hennar vinnu á Reylq'alundi og upp frá því var stefnan sett á talmeina- fræði og Bandaríkin." Þegar þangað kom settuSt hjónin á sitt hvom skólabekkinn og hjá Bryndísi tóku við tvö og hálft ár af stanslausu námi í talmeinafræði, auk þess sem hún lagði stund á heymar- fræði sem aukafag og sótti námskeið skólans á öllum hugsanlegum svið- um talmeinafræði. „Þetta var talsvert álag allan tímann en á hinn bóginn mjög gef- andi. í verklega hluta námsins vann ég við nánast allar hugsanlegar að- stæður sem upp geta komið, til dæmis varðandi stam, framburð, síðbúinn málþroska, klofínn góm, raddvandamál og heilaskaða, með sjúklinga á öllum aldri og á mismun- andi stofnunum. Tvær annir starfaði ég á spítala og það var einna besta reynslan. Þar vann ég með ólíklegustu tilfelli, enda er allt til í Ameríku eins og sagt er. Fyrsta daginn á spítalanum fékk ég konu með heilaskaða vegna þess að fyrrverandi maðurinn hennar hafði skotið hana í höfuðið og svo ungan mann sem var mikið líkam- lega skaddaður eftur að hafa lent í bílslysi. Þetta var svona frekar ótrú- leg byijun," segir Bryndís brosandi. „En þama vinna talmeinafræð- ingar mikið með læknum, eins og t.d. í tilvikum þar sem bam fæðist með skarð í góm og ákveða þarf hvort frekari aðgerð sé nauðsynleg, eftir að góm hefur verið lokað, til að bamið verði ekki eins nefmælt á hljóðum sem ekki krefjast loft- straums út um nefíð. Námið sjálft er líka byggt upp á sömu grunnfor- sendum og læknisfræðinám, þó á öðru sviði sé.“ - Þetta er sem sé ekki bara spuming um talkennslu? „Nei, það kemur margt annað til. Talmeinafræðingar eru líka famir að vinna í ríkara mæli sem ráðgef- andi aðilar með eldra fólk og aðstandendur þess. Fólk lifír lengur nú en áður tíðkaðist. Það er áætlað að um 1% þeirra sem komnir em yfír 65 ára aldurinn eigi við ákveðin andleg hrömunarvandamál að stríða, sem felast í minnistapi og auknum tjáskiptaörðugleikum. Tíu af hveijum hundrað í þeim hópi eigi við mikil andleg hrömunarvandamál að etja. Þessu sinna talmeinafræð- ingar m.a. með því að komast að vandamálum þessa fólks við að skilja aðra og tjá sig og t.d. með þvi að leiðbeina aðstandendum með hvem- ig best sé að segja hluti og endur- taka. Þessu tengist t.d. sjúkdómur- inn Alzheimer. Eins er með böm. Vegna aukinna tækniframfara í læknisfræði fæðast nú fleiri böm sem áður hefðu ekki lifað af meðgöngutímann. Það er heimavistina sem fjölskyldan bjo i Rætt við Bryndísi Guðmundsdóttur, talmeinafræðing Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur með dæt- urnar Aldísi Kristínu og Védísi Hervöru, fyrir framan Eyrun eru bestu tækin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.