Morgunblaðið - 22.02.1987, Side 29

Morgunblaðið - 22.02.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 B 29 Haldið áfram nafn- og myndbirtingum Tímabær breyting á stjórn fræðslumála Guðrún S. Jóhannsdóttir skrifan Það sannaðist í dálkum Vel- vakanda sunnudaginn 15. febrú- ar að „svo margt er sinnið sem skinnið". Þar skrifar Guðríður Magnúsdóttir og hneykslast á því að Stöð 2 og Dagblaðið hafí birt mynd af kynferðisafbrotamanni sem talsvert hefur verið í fréttum undanfarið. Ég er aftur á móti gagnstæðrar skoðunar. Þetta hefði átt að gera í hvert einasta skipti, undantekningarlaust, þeg- ar einhver gerir sig sekan um jafn svívirðilegt afbrot. Alitaf eru einhveijir foreldrar sem geta varað sig frekar á svona glæpamönnum þegar þeim verð- ur aftur sleppt lausum. Einnig á mynd og nafnbirting rétt á sér til að sýna fjn-Mtningu þjóðfé- lagsins á slíkri hegðan. Ég og mínir hafa hingað til sloppið við árásir af þessu tagi, ég vona að það sama eigi við um Guðríði. En ég hélt að enginn væri svo skyni skroppinn, að geta ekki ímyndað sér hvemig svona lagað fer með fómarlömbin og aðstand- endur þeirra sem í þessu lenda. Það þarf ný og hert lög við afbrotum sem þessum og undra- vert að heyra nokkra manneskju sýna slíkum mönnum samúð eftir jafnljóta afbrotasögu og þessi maður á. Ég vil þakka DV og Stöð 2 fyrir þeirra hlut í málinu og ég segi: Afram með nafnbirtingar af nauðgurum og álíka afbrota- mönnum svo að almennir borgar- ar geti frekar varast þá. I snörunni fugl- inn sat fastur 4. FEBRÚAR sl. var fyrirspum frá „Fríðu“ í Velvakanda um það hver væri höfundur og hvert væri fram- hald vísu þeirrar er byrjaði á „í snörunni fuglinn sat fastur". Fjöldi manns hefur haft samband við Velvakanda af þessum sökum og hjálpað honum við að hafa upp á vísunm. Höfundur hennar er Sig- urður Júl. Jóhannesson. Velvakandi þakkar öllum þeim er höfðu sam- band við hann aðstoðina. Hér birtist kvæðið eins og það birtist í kveri frá 1919 sem heitir „Kvæði og leik- ir handa bömum“. í snörunni fuglinn sat fastur, og fóturinn þrútinn og sár, hann titraði’ af angist og ótta, í augunum glitruðu tár. Og tíminn var leiður og langur, hann langaði frelsi að ná, því brúði og böm átti’ hann heima, og best var að dvelja þeim hjá. Hann flaug út að afla þeim fæðu, hann flýtti sér eins og hann gat, því aumingja ungamir litlu þeir æptu og báðu um mat. Að æti hann leitaði lengi og lúinn og þreyttur hann var, í fjörunni’ hann fann það um síðir, og fagnándi settist hann þar. Hann bita með nefinu náði, og nú vildi’ hann flýta sér heim, en snörumar ijötruðu fætur, hann fékk ekki losnað úr þeim. Hann neytti þess afls, sem hann átti, af engum er heimtandi meir, en kraftamir voru svo veikir, æ, vesalings fuglinn hann deyr! Vísan er eftir Leirulækj ar-Fúsa Fyrir nokkmm dögum birtist í Velvakanda byijun á vísu nokkurri sem gamla konu hafði dreymt. Ekki mundi hún eftir að hafa lært vísu þessa í æsku og vildi gjaman fá að vita hvort að einhver annar kannaðist við að hafa heyrt hana. Fj'öldi manns hafði samband við Velvakanda út af þessu máli og virðast flestir vera sammála um að vísa þessi sé eftir Leimlækjar-Fúsa. (Vigfús Jónsson 1648-1728). Segir sagan að Leirulækjar-Fúsi hafi komið á bæ þar sem bam lá í vöggu Franskt unglingablað vill birta bréf Franskt unglingablað, sem gefíð er út á ensku, vill birta bréf frá íslenskum unglingum. Þið megið skrifa um allt sem þið viljið. Fjöl- skyldu ykkar, skólan, áhugamál, hvemig þið lítið á heiminn. Sem sagt hvað sem er. Bréfíð verður birt í blaðinu og þið fáið sent eitt eintak af því. Einn- ig er hægt að gerast áskrifandi að blaðinu ef þið viljið lesa um alla. Nú Fúsi í fjörunni gengur, og fuglinn í lífshættu sér, þá hjarta’ hans af meðaumkun hrærist, hann hníf sinn á snöruna ber. Ó, hugsið hvað fuglinn var feginn, er frelsaður leitaði’ hann heim, og Fúsi með fögnuði starir á ferðir hans langt út í geim. En guð sér af himninum háa hvað hjálpsamur drengurinn er, sem fuglinn úr lífshættu leysti, hann letrar því nafn hans hjá sér. Ástæða er til að fagna fram- komnu fmmvarpi menntamálaráð- herra um nýja skipun á stjóm fræðslumála í landinu. Fjaðrafokið kringum brottvikningu fræðslu- stjórans á Norðurlandi eystra og deilumar um verkaskiptingu í fræðslumálum Reykjavíkur ásamt fleim, sem hér skal ekki talið, em ótvíræðar bendingar um að breyt- inga var orðin þörf. Fýrir daga fræðslustjóranna var skólamálum okkar stjómað af örfáum mönnum í menntamálaráðuneyti. Nú nýverið hefur menntamálaráðherra hins- vegar upplýst í ijölmiðlum, að á 8 fræðsluskrifstofum landsins séu starfandi 78 manns. Sérstaka at- hygli vekur mikið mannahald á fræðsluskrifstofu Reykjanesum- dæmis. Enginn þarf að vera í vafa um, að fjöldinn á fræðsluskrifstof- unni muni, að óbreyttu, aukast á næstu ámm í samræmi við þá al- kunnu reglu, að hver starfsmaður í stjómsýslu skapi verkefni fyrir fleiri. Fræðsluskrifstofur landshlut- anna vom óþarfar frá upphafí, þær em kostnaðarsamar og hafa sjaldan orðið skólunum til hagsbóta. Þannig munu dæmi þess, að Ijármunir, sem ætlaðir vom til sérkennslu, hafí verið notaðir til að mæta síauknum rekstrarkostnaði á fræðsluskrifstof- unum sjálfum. Einn fræðslustjór- anna beitti sér jafnvel fyrir því að leggja niður sérkennslustofnun, sem um árabil hafði getið sér hið besta orð og orðið mörgum bömum að liði. Engin regla virðist á því hvemig raunvemlegum sér- kennslufjármunum er úthlutað. Samkvæmt nýlegri fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu em hlutfallslega mestu fé varið til þeirra mála í Reykjavík og á Norð- urlandi eystra, en til muna minnstu á Reykjanesi. Framkomið fmmvarp mennta- málaráðherra er spor í rétta átt. Þar er m.a. gert ráð fyrir að leggja niður fræðsluráðin og fræðsluskrif- stofumar eiga að verða beinar umboðsskrifstofur ráðuneytisins. Leggja á niður fræðsluskrifstofuna í Reykjavík með þeim rökum, að hennar sé ekki þörf vegna nálægð- ar skólanna þar við ráðuneytið. Á gmndvelli sömu raka væri eðlilegt að leggja líka niður fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis. Með þessu munu sparast fjármunir, sem hægt væri að nota til að auka stuðn- ing við þá nemendur, sem þarfnast sérhjálpar. Stefán Sig. Júl. Jóhannesson og hafi hann þá kveðið yfir vögg- unni: Varastu þegar vits fær gætt, til vonds að brúka hendur. Það er bölvuð þjófaætt, það sem að þér stendur. Faðir og móðir furðu hvinn, frændumir argir bófar. Ömmur báðar og afi þinn, allt vora mmmungs þjófar. Velvakandi þakkar þeim er höfðu samband aðstoðina. Blaðið kemur út 12 sinnum á ári. Það er sífellt stækkandi vegna þess mikla fjölda sem skrifar. Ágætt er að mynd fylgi. Merkið hana með heimilisfangi og landi því hún verð- ur endursend. Skrifíð nú á ensku til: TOE NOM 16190 Montmarcau FRANCE Verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Austurströnd á Seltjarnarnesi •' ; ;■ 1 J ■* V ,''V_._Í...j_ r— -—i— i •' m Allar nánari upplýsingar og teikningar fyrirliggjandi á skrifstofu okkar. Reykjavík Skrifstofa Eiðsgranda. Símar 26697 — 26609

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.