Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 49

Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Útréttingar Fyrirtækið er opinber stofnun í miðbæ Reykjavíkur. Starfið felst í léttum útréttingum og sendi- ferðum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu orðnir 16 ára, bóngóðir og léttir í lund. Við- komandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Vinnutími er frá kl. 8.00-16.15. Umsóknarfrestur til og með 4. mars 1987. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysmga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. W Skólavörðustig la - 707 Reykiavik - Simi 621355 Lager- og verslunarstörf Við leitum eftir áhugasömum og reglusömum starfskrafti til ýmissa verslunarstarfa. Starfið fellst m.a. í afgreiðslu á vörum til verslana og rafverktaka og umsjón með birgðum og tollvörugeymslu. Umsækjandi verður að hafa bílpróf. Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 16.00-18.00 (ekki í síma). Skeifunni 8. Laghentur maður Við óskum að ráða laghentan mann til starfa hjá einum af viðskiptavinum okkar. Við leitum að ábyggilegum og samviskusöm- um starfsmanni, sem getur unnið að almennum framleiðslustörfum. Hér er um að ræða starf hjá rótgrónu fyrir- tæki sem stundar framleiðslu á rafbúnaði. Óskað er eftir manni til framtíðarstarfa. í boði eru góð laun og fyrsta flokks vinnuað- staða. Þeir sem hafa áhuga á þessu starfi, sendi okkur umsókn fyrir 9. mars nk. Algjörum trún- aði heitið. Rekstrarráögjöf Hvati S F Pósthólf 11024 131 Reykjavík sími 91-72066 Kostnaöareftirlit Hönnun — Þróun Útboö — Tilboö Viöhaldskerfi Verkskipulagning LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstrur, þroskaþjálfar eða aðrir með uppeld- isfræðilega menntun og reynslu óskast til stuðnings börnum með sérþarfir á dagvistar- heimilum í vestur- og miðbæ, heil- eða hlutastarf eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson sál- fræðingur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277 eða 22360. Fóstrur eða fólk með uppeldislega menntun vantar á dagh. Bakkaborg v/Blöndubakka, dagh./leiksk. Hraunborg, Hraunbergi 10 og leiksk. Leikfell, Æsufelli 4. Ennfremur vantar aðstoðarfólk á dagh. Valhöll Suðurgötu 39 og dagh./leiksk. Grænuborg Eiríksgötu 2. Upplýsingar gefa umsjónarfóstrur á skrif- stofu Dagvistar barna í síma 27277 og 22360 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Óska eftir að ráða starfsmann til skrifstofustarfa allan daginn með símavörslu hálfan daginn. Upplýsingar á staðnum. Vöruflutningamiðstöðin hf., Borgartúni 21. Heimilishjálp Barngóð kona óskast á heimili í smáíbúða- hverfi. Húsmóðirin er útivinnandi annan hvern mánuð (flugfreyja). Þrjú börn, 12 ára, 6 ára og 1 árs. Upplýsingar í síma 39011. Umbúða- framleiðsla — framtíðarstörf Kassagérð Reykjavíkur hf. óskar eftir starfs- mönnum til stillinga og keyrslu á iðnaðarvélum. Við leitum að traustum og heilsugóðum mönnum sem vilja ráða sig í framtíðarstörf hjá góðu og traustu fyrirtæki. Æskilegur aldur 30-55 ára. Gott mötuneyti er á staðnum. Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum hafi samband við Þóru Magnúsdóttur milli kl. 13.00 og 16.00. Fyrirspurnum ekki svarað í $ sima. Kassagerð Reykjavíkur hf. KLEPPSVEGI 33-105 REYKJAVfK - S. 38383 Verslunarstörf Leitum að hressum manni sem hefur áhuga og helst einhverja þekkingu á bílum. Starfssvið: afgreiðsla, sölumennska og öll almenn verslunarstörf. Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Verslunarstörf — varahluta- verslun — 5887". JÖFUR hf NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SlMI 42600 Borgarspítalinn Aðstoðarræstingastjóri Aðstoðarræstingastjóri óskast á Borgarspít- alann til sumarafleysinga. Upplýsingar um starfið veitir ræstingastjóri í síma 696600 — 516. BORGARSPÍTALINN IAUSAR SXÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Dagvist Starfsfólk óskast í heimilishjálp í heilsdags- og hlutastarf. Einnig unnið í smáhópum. Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk. Vinsamlegast hafið samband við Heimilis- þjónustu Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar, Tjarnargötu 11, í síma 18800. Vanur ritari óskar eftir vinnu. Hefur reynslu í öllum al- mennum skrifstofustörfum og ritvinnslu. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 6. mars nk. merkt: „Ritari — 1798“. Tölvufræðingur með próf frá EDB-tölvuskólanum í Danmörku óskar eftir góðu starfi strax. Svar sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „EDB-5222". Lager - verkstæði Okkur vantar hressa og ábyggilega starfs- menn. 1. Aðstoðarmann á lager. Bílpróf nauðsyn- legt. 2. Vélvirkja eða laghentan mann vanan við- gerðum. Góð vinnuaðstaða, góður andi. Umsóknir óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „B — 300“ fyrir 8. mars. Atvinnurekendur Ég er ungur og hress sölumaður með margra ára reynslu í starfi. Ég leita að vellaunuðu sölustarfi sem fyrst. Uppl. í síma 42298 eftir kl. 17.00 Óskum að ráða iðnaðarmenn og laghenta menn til fram- leiðslu á álgluggum og hurðum í áldeiid okkar að Bíldshöfða 18. Uppl. gefnar á skrifstofunni, Síðumúla 20. Giuggasmiðjan, Síðumúla 20. Útkeyrslustarf — sölumaður Bifreiðastjóri óskast til framtíðarstarfa að keyra út vörur hjá matvælafyrirtæki. Aðeins reglusamur og stundvís einstaklingur kemur til greina. Hér er um líflegt starf að ræða á nýjum bíl. Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyr- irfimmtudaginn 5. mars merkt: „P —710“. Framleiðslustjóri Trésmíðaverkstæði óskar að ráða verkstjóra — framleiðslustjóra til starfa sem fyrst. Starfið er fólgið í stjórnun og skipulagningu verkefna og mannahaldi. Æskilegt er að við- komandi hafi reynslu í verkstæðisvinnu. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „F — 5481“ fyrir 9/3 1987. Lopapeysur Okkur vantar vandvirkar konur til að prjóna peysur eftir pöntunum. Upplýsingar í Skipholti 9, (2. hæð) eða í síma 15858 kl. 2-4 e.h. Húsgangasmiðir Smiðir og aðstoðarmenn óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-17.00. Skeifunni 7, 108 Reykjavík, simar31113 & 83913.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.