Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 VEGAAÆTLUN 1987-1990 Framkvæmdafé 3,7 milljarðar króna 60% til almennra verkefna og bundins slitlags 14% til Þjóöbrauta: Brúargerð, girðingar, uppgræðsla o.fl. 26% til sérstakra verkefna, sem eru: Ó-vegur. Jarðgöng um OlafsfjarðarmúlaJ J Eyrarbakkavegur um Ölfusárós Suðurlandsvegur | um Markarfljót | Morgunblaðið/ GÓI Framkvæmdir ráðgerðar við jarðgöng um Olafsfjarðarmúla Vestfjarðavegur um Dýrafjörð og tenging Djúpvegar við Inn-Djúp Á síðastliðnu ári vóru lagðir 280 km. af nýju, bundnu slitlagi í þjóðvegakerfinu. Á síðastliðn- um fjórum árum hafa verið lagðir að meðaltali tæpir 200 km. á ári. Á öðru tímabili langtímaá- ætlunar í vegagerð, 1987-1990, koma 3,7 milljarðar króna til nýrra framkvæmda. Matthías Bjamason, samgöngu- ráðherra, sagði fyrir nokkru í framsögu fyrir vegaáætlun 1987-1990, að stofnbrautir fengju sem fyrr mest fjármagn í sinn hlut. Af því fjármagni fara um 60% til almennra verkefna og bundins slit- lags. Því fjármagni skiptir fjárveit- inganefnd þingsins milli kjördæma, að venju, og þingmenn hvers kjör- dæmis skipta síðan „kjördæmis- Jjármagni" á verkefni, í samráði við Vegagerð ríkisins. Til sérstakra verkefna fara um 26% af stofnbrautarfé. Vegagerðin hefur lagt fram hugmyndir um fimmtán verkefni. Þar af eru níu þegar í gildandi vegaáætlun en sex verkefni eru ný. Fjárveitinganefnd tekur þessar hugmyndir síðan til skoðunar. Ráðherra nefndi eftirtal- in verkenfí. Suðurlandsvegur um Markar- fljót. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist um árið 1990. Eyrarbakkavegur um Ölfusá- rós. Gert er ráð fyrir ljárveitingu á þessu ári og þrjú þau næstu, sam- tals 170 m.kr. Brú á ósinn, ásamt fyllingum og görðum næst henni, hefur þegar verið boðin út. Brúin verður 360 m. löng með tveimur akreinum. Smíði hennar á að ljúka 1988. Vegur vestan brúar verður lagður 1989. ! Þingvallavegur. Gert er ráð fyr- > ir fjárvetingum 1987,1988 og 1989, samtals 28 m.kr. og ætti endur- byggingu vegar yfír Mosfellsheiði þá að vera lokið. Vesturlandsvegur um Hval- fjörð. Þetta er nýtt verkefni. Lögð er til 15 m.kr. fjárveiting 1989 og 20 m.kr. 1990. Reykjanesbraut (Reykjavík- Hafnarfjörður). Ráðgerð 28 m.kr. fjárveiting 1987. Eftir það verður ^'árveiting til þessa vegar undir framkvæmdaliðnum: vegir á Stór- Reykjavíkursvæði. Vesturlandsvegur um Holta- vörðuheiði. Tillaga um fjárveit- ingu: 19 m.kr. 1987, 21 m.kr. 1988, 30 m.kr. 1989 og 30 m.kr. 1980. Þessar fjárveitingar eiga að duga til að Ijúka uppbyggingu vegarins frá Norðurárdalsvegi að Brú í Hrútafírði. Fjármagn vantar þá enn til að ljúka slitlagslögn. Vestfjarðavegur um Dýra- fjörð. Fjárveitingar 1988, 1989 og 1990, samtals 42 m.kr. (áætlaður heildarkostnaður 120 m.kr.). Djúpvegur og tenging Inn- Djúps. Tillaga um fjárveitingu: 23 m.kr. 1987, 10 m.kr. 1988 og 20 m.kr. 1989. Lokið yrði vegagerð um Lágadal, byggð brú á Langa- dalsá og nýr rúmlega 2 km. vegur um hana. Norðurlandsvegur (sýslumörk Skagafjarðar). Haldið verður áfram framkvæmdum á Vatns- skarði á þessu ári og því næsta og er stefnt að því að ljúka endurbygg- ingu vegarins nema um Bólstaðar- hlíðarbrekku. Norðurlandsvegur (Miðhús- sýslumörku). Lagt er til að hefja nýtt sérverkefni í Blönduhlíð 1989. Þar með verður hafist handa um að koma veginum milli Skagafjarð- ar og Eyjafjarðar í viðunandi horf. Fjárveitingar verða sömu ár til sama verkefnis, Eyjafjarðarmegin. Norðurlandsvegur um Eyja- fjarðarleirur (Vaðla). Fjárveiting- artillaga: 24 m.kr. 1987 og28 m.kr. 1988. Verklok endurbyggingar veg- ar milli Akureyrar og Húsavíkur með slitlagi. Austurlandsvegur um Hval- nesskriður : Kaflinn Hof-Össurá lýkur væntanlega á þessu ári. Nýtt verkefni: Norðfjarðarvegur frá Eskifírði að Oddsskarði. Verklok áætluð 1990. O-vegir fá í sinn hlut um 8% af heildarstofnbrautafé. Fýrsta verk- efni: Ólafsvíkurenni, er lokið. Næsta verkefni: Oshlíð fær 28 m.kr. 1987 og gert er ráð fyrir ijárveit- ingum 1989 og 1990. Undir Ó-vegi falla og jarðgöng um Ólafsfjarð- armúla, en framkvæmdir við jarðgöngin hefjast á þessu vegaá- ætlunartímabili, 1987-1990,. Er lagt til að fjárveiting í ár verði 10 m.kr. og síðan 45 m.kr. á ári. Heild- arkostnaður er áætluar allt að 600 m.kr. Fjármögnunarleiðir eru í könnun. Til þjóðbrauta fara 543 m.kr. á tímabilinu, þar af til girðinga og KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til Schönbergkvölds í Ás- kirkju fimmtudaginn 12. mars og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Á þessum tónleikum munu tvö kammerverka Schönbergs verða flutt í fyrsta sinn á íslandi. Seren- aða op. 24 var samin á árunum 1921 til 1923 og er fyrir mandólín, gítar, klarinett, bassaklarinett, fíðlu, lágfiðlu, selló og bassarödd. Einsöngvari í Serenöðunni verður uppgræðslu 56 m.kr. og til brúar- gerða 269 m.kr. í brúargerð eru nokkur stór verkefni framundan: Kúðafljót, Múlakvísl, Markarfljót, Laxá í Kjós, vesturós Héraðsvatna, Hamralónsá í Þistilfirði, Jökulsá á Brú, Eyvindará hjá Egilsstöðum og Breiðdalsá í Breiðdal. John Speight og stjórnandi verður Paul Zukofsky. Blásarakvintett op. 26 var saminn á árunum 1923 til 1924 og verður hann fluttur af Blásarakvintett Reykjavíkur. Kammersveit Reykjavíkur hefur á undanförnum árum kynnt mörg af kammerverkum Arnold Schön- bergs fyrir íslenskum tónleikagest- um. Má þar nefna Kammersinfóníu nr. 1, Strengjakvartett nr. 2 og Pierrot Lunaire op. 21, hans þekkt- Utf lutningur á ferskum fiski; LÍÚ á ekki að hafa stjórnvöld sem bakhjarl -segir Matthías Bjarnason, við- skiptaráðherra „MER finnst það sjálfsagður hlutur, að þeir sem standa að fiskútflutningi fylgist betur með markaðsmálum. Hins vegar er ég ekki þeirrar skoðunar, að sér- hagsmunasamtök eins og LIU eigi að hafa þann bakhjarl hjá stórnvöldum, að þau geti svipt einhvern útflutningsleyfi," sagði Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra, er Morgunblaðið innti hann álits á tillögum LIU um upplýsingaskyldu við útflutning á ísuðum fiski. Matthías sagðist telja að aðhald og eftirlit með markaðsmálum, hvort sem væri í Bretlandi, Vestur- Þýzkalandi, Bandaríkjunum eða annars staðar, væri af hinu góða og raunar sjálfsagður hlutur af hálfu þeirra, sem stæðu í útflutn- ingi. „Það er í mínum auga bara af því góða, að LÍÚ ætlar að fylgj- ast betur með markaðsmálum og auka aðhald fyrir hönd félaga sinna, en ég tel ekki að stjórnvöld eigi að koma þar við sögu,“ sagði Matthías Bjarnason. Leiðrétting Umfjöllun um Þórskabarett í þættinum „Fólk í fréttum" í Morgunblaðinu í gær er skrifuð af Fríðu Proppé blaðamanni. Átti þessi frásögn að birtast und- ir heitinu „Skemmtanir", en þar hafa blaðamenn Morgunblaðsins undanfarið sagt frá og gagnrýnt skemmtanir á veitingastöðum í höfuðborginni. asta verk, sem frumflutt var á íslandi á Listahátíð árið 1980 af félögum úr kammersveitinni undir stjórn Paul Zukofsky. Kammerverk Schönbergs eru kröfuhörð í flutningi og er það ástæðan fyrir hve sjaldan þau eru flutt, en Kammersveitin hefur nú sem oft áður notið leiðsagnar Paul Zukofsky við undirbúning þessara tónleika. (Ur fréttatilkynningu) Frá æfingn Kammersveitar Reykjavíkur, frá vinstri Paul Zukofsky, stjórnandi sveitarinnar á tónleikun- um, Martin Smith mandólínleikari, Þórarinn Sigurbergsson gitarleikari, Sigurður Snorrason klarínett- leikari, Arnþór Jónsson sellóleikari, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari. Á myndina vantar John Speight einsöngvara á tónleikunum og Einar Jóhannesson klarinett- leikarar. Kammersveit Reykjavíkur: Schönbergkvöld í Askirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.