Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
Minning:
Gísli Andrésson
hreppstjóri, Hálsi
Fæddur 14. nóvember
1917
Dáinn 1. mars 1987
Eftir meira en aldarfjórðungs
samstarf kveð ég vin minn Gísla
Andrésson bónda á Neðra-Hálsi í
Kjósarhreppi, sem svo skyndilega
hefur kvatt. Við höfum enn einu
sinni verið minnt á hversu skammt
er milli lífs og dauða.
. í Kjósinni hefur ætíð búið afar
traust og dugmikið fólk. Þar hefur
Neðri-Háls verið eitt af stórbýlun-
um eins og allir þeir sem fram hjá
hafa farið hafa séð.
í forystu sveitarfélagsins hafa
Neðra-Hálsbændur verið um langan
aldur, traustir menn og ósérhlífnir.
Hreppstjórastörfum og sýslu-
nefndarstörfum gegndi Gísli
Andrésson um langa hríð og
bændasamtökin leituðu starfs-
krafta hans til forystu í Sláturfélagi
Suðurlands og Stéttarsambandi
bænda.
Þjóðmálin voru ekki höfð afskipt
og í forystu sjálfstæðismanna í
Kjósinni var Gísli traustur til bar-
áttu fyrir einstaklingsfrelsi og
ævinlega með góð ráð til þeirra sem
hann hafði valið til forystu.
Við Gísli áttum viðræður fyrir
skömmu um áhugamál okkar og
sveitunga hans. Til stóð að spjalla
betur saman þá um hagstæð mála-
lok.
Til þeirra viðræðna kemur Gísli
vinur minn ekki. Hann hefur verið
kallaður á fund Drottins síns og
bið ég honum Guðs blessunar í landi
lifenda.
Eiginkonu Gísla, frú Ingibjörgu
Jónsdóttur, og fjölskyldu sendum
við Sigrún samúðarkveðjur.
Matthías Á. Mathiesen
Gísli fæddist að Bæ í Kjós 14.
nóvember 1917. Hann fórst í bílslysi
1. mars 1987.
Hann var sonur Andrésar Ólafs-
sonar hreppstjóra þar og Ólafar
Gestsdóttur, konu hans. Fimm ára
flutti hann með foreldrum sínum
Bridsdeild Sjálfs-
bjargar
Sveit Péturs Þorsteinssonar sigr-
aði í sveitakeppninni scm lauk sl.
mánudag. 7 sveitir tóku þátt í
keppninni.
Með Pétri spiluðu Páll Siguijóns-
.son, Magnús Sigtryggsson og Rafn
Benediktsson.
Röð sveitanna:
Pétur Þorsteinsson 147
Sigríður Sigurðardóttir 127
Meyvant Meyvantsson 123
Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir 120
Sigurrós Siguijónsdóttir 80
Nk. mánudag hefst þriggja
kvölda tvímenningur. Spilamennska
hefst kl. 19.
Bridsdeild
Skagfirðinga
Þriðjudaginn 3. mars var fram
haldið barometcr-keppni félagsins,
spilaðar voru 6 umferðir.
. Efstu skor kvöldsins hlutu:
Hjálmar Pálsson —
Jörundur Þórðarson 141
Jakob Ragnarsson —
GunnarKarl 140
Bernódus Kristinsson —
Þórður Bjarnason 128
Esther Jakobsdóttir —
Þorfinnur Karlsson 110
Guðmundur Theódórsson —
Óskar Ólafsson 107
Guðmundur Kr. Sigurðsson —
Þorleifur Þórarinsson 99
Brynjólfur Jónsson —
Ingimar Valdimarsson 90
Bragi Björnsson —
Þórður Sigfússon 77
Baldur Ásgeirsson —
Magnús Halldórsson 67
Birgir Þoivaldsson —
Högni Torfason 49
Efstir að stigum eru þá eftir 24
umferðir:
Þórður Sigfússon 295
Guðrún Hinriksdóttir —
Haukur Hannesson 281
Friðgeir Guðnason —
J akob Ragnarsson 278
Kristinn Sölvason —
Victor Björnsson 273
Sigmar Jónsson —
VilhjálmurEinarsson 208
Baldur Ásgeirsson —
Magnús Halldórsson 193
Hjálmar Pálsson —
Jörundur Þórðarson 172
Ármann .1. Lárusson —
Óli M. Andreasson 167
Matthías G. Þorvaldsson —
Ólafur Björnsson 166
Spilað er í Drangey, Síðumúla 35.
Bridsdeild Breiðfirð-
ingafélagsins
Lokið er 31 umferð af 49 í 50
para barometer-tvímenningi og er
staða efstu para þessi:
Stig
Baldur Ásgeirsson —
Magnús Halldórsson 447
Magnús Torfason —
Sigtryggur Sigurðsson 413
Jóhann Jóhannsson —
Kristján Sigurgeirsson 407
Sveinn Þorvaldsson —
Hreinn Hreinsson 381
Cyrus Hjartarson —
Hjörtur Cyrusson 370
Helgi Samúelsson —
Sigurbjörn Samúelsson 342
Ragnar Hermansson —
Hjálmtýr Baldursson 321
Helgi Nielsen —
Marinó Kristinsson 270
Halldór Jóhannesson —
Ingvi Guðjónsson 264
Sigríður Ingibergsdóttir —
Jóhann Guðlaugsson 248
Næstu umferðir verða spilaðar
nk. fímmtudag kl. 19.30 í hinu
nýja húsnæði Bridssambandsins.
að Hálsi og þar átti hann heima
alla tíð eftir það.
Gísli var ungur bráðger, stór og
karlmannlegur. Hann ólst upp í
stórum systkinahópi á menningar-
heimili. Þau systkinin voru þrettán
talsins. Systkinin á Hálsi voru fé-
lagslynd og söngvin. Þau urðu mjög
virk í ungmennafélagsstarfi sveitar-
innar og einnig í söngstarfi strax
á unga aldri. Bræðumir voru radd-
menn góðir og voru lengi virkir
kórfélagar í Karlakór Kjósveija og
síðar Karlakór Kjósarsýslu.
Ungmennafélagið „Drengur“ var
mjög athafnasamt félag. Það stóð
fyrir íþróttamótum fyrr en mörg
önnur ungmennafélög og það var
eitt af fyrstu ungmennafélögunum
til að reisa stórt félagsheimili „Fé-
lagsgarð". Gísli vann mikið í
ungmennafélaginu „Dreng“ strax á
unga aldri og var virkur félagi alla
tíð. Hann hafði ríkan íþróttaáhuga
og það varð til þess að hann fór til
náms í íþróttaskóla Sigurðar
Greipssonar f Haukadal veturinn
1936. Eftir heimkomuna vann hann
mikið í ungmennasambandi Kjalar-
nessþings. Árið 1943 var hann
kosinn í stjóm UMFÍ og átti sæti
í henni í 14 ár, sem varasambands-
stjóri. Fyrir þau störf _var hann
sæmdur gullmerki UMFÍ 1973.
Haustið 1937 fór hann til náms
í búfræði á bændaskólann á Hvann-
eyri. Runólfur Sveinsson var þá
skólastjóri þar. Runólfur hafði eld-
legan áhuga á umbótum í íslenskum
landbúnaði og hafði mikil áhrif á
nemendur sína. Einnig voru þar
aðrir góðir og áhrifaríkir kennarar,
svo sem Guðmundur Jónsson, síðar
skólastjóri, og Haukur Jörundsson
frá Skálholti. Gísli var ágætur
námsmaður og honum nýttist nám-
ið vel. Hann var mjög virkur í
félagsstarfi skólans. M.a. söng hann
í tvöföldum kvartett, sem kom fram
á mörgum skólaskemmtunum og
söng reyndar einnig utan skólans.
Ungur tók Gísli þátt í búskapnum
á Hálsi með móður sinni og systkin-
um. Faðir hans dó á fermingarári
Gísla. Formlega tók hann, ásamt
Oddi bróður sínum, við búi á Hálsi
árið 1948. Þeir ráku búið saman
um mörg ár, en seinna var því skipt
í tvö félagsbú, þegar synir þeirra
komust til þroska. Síðustu árin hafa
þeir Gísli og Jón, sonur hans, átt
saman félagsbú á öðrum hluta jarð-
arinnar, en Kristján Oddsson á
hinum hlutanum.
Búskapur á Hálsi hefur verið
með myndarbrag. Ræktun er mikil
og húsakostur góður. Ferðamenn
hafa oft tekið eftir hve snemma
grös vaxa þar á vorin, heyskapur
er snemma á ferðinni og honum er
fljótt lokið. Þar hefur farið saman
fijósamt land í skjóli sunnan undir
hálsinum og góð ræktun og ná-
kvæmni í umhirðu og umgengni.
Gísli var kosinn í stjórn Sláturfé-
lags Suðurlands árið 1964 og hann
var formaður í 18 ár. Á formanns-
tíma Gísla hefur félagið staðið í
ýmsum stórframkvæmdum svo sem
á Hvolsvelli, hér í Reykjavík og
víðar.
Gísli var kosinn í stjórn Stéttar-
sambands bænda árið 1979 og
Framleiðsluráð landbúnaðarins
sama ár. Einnig var hann þá kosinn
í stjórn Grænmetisverslunar land-
búnaðarins og sat í henni þar til
verslunin var lögð niður haustið
1985.
Gísli átti sæti í mörgum nefndum
á vegum Stéttarsambands bænda
og Framleiðsluráðs. Hann var einn
fulltrúa framleiðenda í sexmanna-
nefnd. Hann var í framkvæmda-
nefnd þess í sex ár og í
búmarksnefndinni frá upphafi.
Gísli var mjög röskur í starfi,
fljótur að átta sig á aðalatriðum
mála og skoðanafastur og taldi
ekki eftir sér að veija miklu af tíma
sínum til félagsstarfanna.
í heimasveit var hann hreppstjóri
og lengi sýslunefndarmaður.
Hér að framan hefur ýmislegt
verið talið upp af félagsmálastörf-
um Gísla en það er þó engan veginn
tæmandi upptalning og munu aðrir
bæta þar um.
Ég kynntist Gísla er við vorum
saman við nám á Hvanneyri og alla
tíð síðan höfum við átt samstarf
um fjölmörg málefni landbúnaðar-
ins. Það samstarf hefur einkennst
af einlægni og trausti og góðum
vilja til að gera hlut landbúnaðarins
og bændastéttarinnar sem mestan
og bestan. Aldrei hefur borið neinn
skugga á það samstarf. Gísli var
hinn hollráði og trausti maður, sem
alltaf lagði gott til lausnar í máli
hveiju.
Gísli átti um skeið við mikla van-
heilsu að stríða og var oft langdvöl-
um í sjúkrahúsum. Merkilegt er hve
miklu hann gat afkastað á ævinni
miðað við þær aðstæður. Gísla var
veittur riddarakross Fálkaorðunnar
í viðurkenningarskyni fyrir félags-
málastörfin.
Gísli kvæntist árið 1950 Ingi-
björgu Jónsdóttur, ljósmóður, frá
Gemlufalli við Dýrafjörð. Ingibjörg
er mjög myndarleg húsmóðir og bjó
manni sínum gott heimili.
Börn þeirra eru: Guðmundur, f.
1950, starfar hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins, kvæntur Nínu
Bjömsdóttur, hjúkrunarfræðingi;
Jón, f. 1951, bóndi á Hálsi í Kjós,
kvæntur Sólrúnu Þórarinsdóttur;
Halldór, f. 1954, bóndi á Ketilsstöð-
um í Hjaltastaðaþinghá, kvæntur
Vilborgu Sigurðardóttur; Guðrún,
f. 1956, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík, gift Sigurði Runólfssyni;
Ágústa, f. 1958, matvælafræðing-
ur, starfar hjá Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins; Sigríður Kristín, f.
1959, fóstra á ísafirði; Gísli Örn,
f. 1961, búfræðingur á Hálsi í Kjós,
Andrés, f. 1962, húsasmiður í
Reykjavík, kvæntur Ingu Gunnars-
dóttur; Hjörtur, f. 1964, rafvirki í
Reykjavík, kvæntur Guðrúnu
Ingadóttur.
Á heimilinu dvöldust mörg sumur
systurnar Hrafnhildur og Kolbrún
Guðmundsdætur, frænkur Ingi-
bjargar. Þorvaldur Gestsson, f.
1943, bóndi að Krossi í Ós-
landshlíð, Skagafirði, var og til
heimilis á Neðra-Hálsi til 18 ára
aldurs, frá því að foreldrar hans
dmkknuðu í Meðalfellsvatni 1947.
Með Gísla er fallinn einn af at-
kvæðamestu félagsmálamönnum
sem starfað hefur fyrir bændastétt-
ina síðustu áratugina.
Hann hvarf snöggt af sviðinu og
skarð hans er vandfyllt.
Margir sakna vinar í stað. Tveim-
ur kvöldum fyrir slysið hringdi hann
til mín og bað afsökunar á að hafa
ekki kvatt mig er hann þá skildi
við mig. Þá fannst mér eins og fyrir-
boði væri í kveðju hans og gmnur
minn er sá að hann hafi fundið á
sér að hvetju drægi. Þetta var okk-
ar síðasta samtal.
Ég þakka þessum einlæga vini
mínum drengileg samskipti og
margar ánægjulegar stundir fyrr
og síðar.
Bændur munu kveðja hann með
þakklæti.
Jafnframt votta ég Ingibjörgu
og börnum hennar, sem og öllum
vandamönnum, innilega samúð
okkar hjóna.
Gunnar Guðbjartsson
Á skammri stundu skipast veður
í lofti, er þekkt íslenskt orðalag og
getur átt við fleira en veðrið ein-
göngu. Gísli Andrésson, hreppstjóri
Kjósarhrepps, gekk úr húsi sínu á
miðjum degi þann 1. mars sl. og
skömmu seinna var hann allur.
Þessi tíðipdi vom snögg og mis-
kunnarlaus en úr engu varð bætt.
Maðurinn með ljáinn brá honum
skyndilega að þessu sinni.
Gísli Andrésson var fæddur að
Bæ í Kjós, sonur hjónanna Ólafar
Gestsdóttur og Andrésar Ólafsson-
ar er þá bjuggu þar. Andrés var
hreppstjóri og bjó frá árinu 1922
að Neðra-Hálsi í Kjós. Þar ólst Gísli
upp frá fimm ára aldri í hópi hinna
mörgu og mannvænlegu systkina.
Sporaslóðir okkar Gísla lágu
saman snemma á fjórða áratugnum
í tengslum við samskipti ung-
mennafélaganna í Kjós og Mosfells-
sveit. Um langt árabil háðu þessi
félög keppni í íþróttum svo sem
frægt er. I félagsmálum og íþrótt-
um höfum við Gísli marga hildi háð
með því kjörorði að enginn er ann-
ars bróðir í leik. En minningamar
em góðar nú um þessi samskipti,
þó hann gæfí hvergi eftir, því ávallt
sýndi hann drengskap í keppni eða
kappræðu, en var hlýr og góður
félagi er leikjum lauk.
Ungur að ámm valdist Gísli til
mannaforráða, og við fráfall Gests
bróður hans var hann kosinn til
þess að gegna hreppstjórastörfum
árið 1948. Á þessari stundu vil ég
þakka Gísla gott samstarf í ung-
mennafélagshrejrfíngunni, í búnað-
arfélagsskapnum og í söngkómm
héraðsins, en hann var jafnvígur á
þessum sviðum. Nú seinni árin, frá
1979, valdist hann til forystu fyrir
héraðið í stóm Stéttarsambands
bænda og í stjóm Sláturfélags Suð-
urlands frá 1964, en formennsku
gegndi hann þar frá 1969 og til
dauðadags. Þegar Gísli tók sæti í
stjóm Stéttarsambandsins árið
1979 hlóðust á hann margvísleg
störf sem fóm vaxandi, því maður-
inn var hygginn og gaumgæfinn
og skilaði öllu með prýði sem honum
var trúað fyrir. Mörg fleiri störf
má nefna, svo sem formennsku
jarðanefndar Kjósarsýslu frá setn-
ingu laganna 1976 og til dauða-
dags. Gísli var sæmdur gullmerki
Ungmennafélags íslands árið 1973
og riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir störf að félagsmál-
um.
Á miðjum aldri átti Gísli nokkuð
við heilsuleysi að stríða en náði
góðri heilsu aftur og gat notið henn-
ar til þess að leysa af hendi hin
margvíslegustu störf fyrir bænda-
stéttina í landinu. Þá gegndi Gísli
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, einkum í búnaðar-
málum, og naut þar mikils trausts
stéttar sinnar og annarra flokks-
manna.
Gísli kvæntist Ingibjörgu Jóns-
dóttur, ljósmóður, árið 1950, en hún
er frá Gemlufalli við Dýrafjörð, og
varð þeim níu barna auðið. Eru þau
öll vel gerð og hið mesta myndar-
og efnisfólk. Elstur er Guðmundur,
fæddur 1950, en kona hans er Nína
Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur;
þá Jón, bóndi á Hálsi, kvæntur
Sólrúnu Þórarinsdóttur; Halldór er
bóndi á Ketilsstöðum í Hjaltastaða-
þinghá, en kona hans er Vilborg
Sigurðardóttir; næst í röðinni er
Guðrún, hjúkrunarfræðingur, en
hennar maki er Sigurður Runólfs-
son; Ágústa, matvælafræðingur,
starfar hjá Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins; og Sigríður Kristín,
fóstra, er búsett á ísafirði; Gísli
Öm, búfræðingur, býr á Hálsi;
Andrés er húsasmiður í Reykjavík,
maki hans er Inga Gunnarsdóttir,
en yngstur er Hjörtur, rafvirki,
fæddur 1964, en kona hans er
Guðrún Ingadóttir.' Þá dvöldust
frænkur húsfreyjunnar meira og
minna á heimilinu, þær Hrafnhildur
og Kolbrún Guðmundsdætur. Þor-
valdur Gestsson fæddur 1943,
bóndi að Krossi í Óslandshlíð í
Skagafirði, var til heimilis að
Neðra-Hálsi eftir að foreldrar hans
létust af slysförum árið 1947, og
til átján ára aldurs.
Frá 1948 var Gísli bóndi að Hálsi
í Kjós og átti gott bú og afburðam-
ikið búfé. Hann naut trausts og
vinsælda heima fyrir og einnig vítt
og breitt um landið, ekki aðeins
meðal stéttarbræðra sinna heldur
einnig meðal fjölda annarra sem
fylgdust með lífsferli hans og fjöl-
skyldu hans. Gísli bar sig ávallt vel
og hafði glæsilega framkomu, var
fjaðurmagnaður og léttur í spori
og bar keim af ströngum íþróttaæf-
ingum fyrri ára.
Við vinir hans og samheijar vilj-
um heiðra minningu hans og þakka
nú að leiðarlokum mikið og fórn-
fúst starf sem hann innti af hendi