Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 64
ffgtmftbifetfc
STERKTKORT
SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
VERÐ I LAUSASOLU 50 KR.
Vetrargolf í sumarveðri
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Kylfingar víða um land hafa getað iðkað íþrótt sína I vetur nánast eins og á sumardegi. Mót hafa verið haldin flest-
ar helgar og reyndar var fyrsta golfmót ársins haldið í Vestmannaeyjum í ársbyijun. A golfvellinum á Seltjarnarnesi
hefur hópur manna mætt um hverja einustu helgi og þeir hörðustu einnig virka daga eftir að dag fór að lengja.
Myndin er tekin á Suðurnesi á Seltjarnarnesi í átt til Reykjavíkur þar sem Hallgrímskirkja gnæfir yfir.
Nýrnaveikismit er í
fimm til sjö laxveiðiám
11 klaklaxar úr Laxá í Leirár-
sveit reyndust smitaðir
Orkustofn-
unfær
verkefni
Tíbet
ORKUSTOFNUN mun ann-
ast ráðgjöf við hitaveitu-
framkvæmdir í Tíbet og
rannsaka möguleika á
stækkun gufuaflsvirkjunar
þar. Einnig annast fyrirtæk-
ið ýmis smærri verkefni við
nýtingu á jarðhita.
Sendinefnd frá Orkustofnun
fór til Tíbet í fyrra og var þá
undirrituð viljayfirlýsing um að
Orkustofnun tæki að sér ráðgjaf-
_ ^arverkefni þar og var sú yfirlýs-
ing síðan staðfest af stjómvöld-
um í báðum löndum. Að sögn
Jakobs Bjömssonar orkumála-
stjóra hefur 13 megawatta
gufuaflsstöð verið reist í Jang-
bajin í Tíbet og er fyrirhugað
að stækka hana í 25 MW fyrir
árið 1990. Ekki er Ijóst hvort
jarðhitasvæðið stendur undir
þeirri stækkun og hefur Orku-
stofnun fengið verkefni við að
/^gjkanna það. Einnig mun orku-
stofnun annast rannsóknir
vegna hitaveituframkvæmda í
Nagqu, en þar em vandamál
vegna útfellinga í vatninu, sem
er kísilríkt.
Ýmis minni verkefni em í far-
vatninu, eins og ráðgjöf við
kyndingu ullarþvottarstöðva
með jarðhita og ráðgjöf við nýt-
ingu jarðhita í gróðurhúsum.
Iðnaðarráðherra, Albert Guð-
mundsson, hefur boðið Tíbet-
mönnum að senda nefnd til
íslands næsta sumar og nemend-
um þaðan í Jarðhitaskóla
Sameinuðu þjóðanna hér.
^ Tíbet er mjög stijálbýlt land
og vanþróað á margan hátt.
Landið er sjálfstjómarsvæði í
Kína. Hafa Kínveijar mikinn hug
á að efla efnahag landsins og
koma því á braut framþróunar.
Þar er talsverður háhiti í jörðu
og er það vænlegasti kostur til
orkuframleiðslu að sögn Jakobs
Bjömssonar. Því taldi hann að
um frekari verkefni gæti orðið
að ræða þar.
Kærur þessar bárust embættinu
í desember. Mál Sláturfélagsins er
nú til rannsóknar, en hjá embættinu
fengust þær upplýsingar að kæran
á hendur Artik hafi ekki hlotið
umfjöllun.
Jón Gísiason matvælafræðingur
NÝRNAVEIKISMIT fannst í ör-
fáum löxum í 5—7 laxveiðiám við
rannsókn á klaklaxi frá því í
haust úr 67 ám. Flestir voru í
Laxá í Leirársveit, 11 fiskar, en
Hollustuverndar sagði að Sláturfé-
lagið hefði, að því er virtist, notað
súlfíð við gerð hainborga um langt
skeið. Súlfíðið er hluti af krydd-
blöndu og þjónar þeim tilgangi að
gefa kjötinu rauðan lit. Jón sagði
að efni þetta væri talið valda of-
einn smitaður lax fannst í Elliða-
ánum, Kiðafellsá í Kjós, Hauka-
dalsá í Dölum og Svalbarðsá í
Þistilfirði. Einnig fannst smit í
einum laxi úr Soginu og öðrum
næmi og virtist sérstaklega hættu-
legt astmasjúklingum. Sláturfélag-
ið hefur nú skipt um kryddblöndu.
Hexa, eða hexametylentetramin,
er sama efnið og fyrirtækið K. Jóns-
son varð uppvíst að hafa notað í
niðursoðnar rækjur á síðasta ári.
Efnið er bannað hér á landi en leyft'
víða erlendis, einkanlega í suðræn-
um löndum. Jón sagði að Artik
hefði aðeins dreift broti af fram-
leiðslu sinni hér innanlands. Þessar
birgðir hafa verið gerðar upptækar.
Ekkert liggur fyrir um að kavíarinn
hafí verið fluttur til landa þar sem
notkun hexa er bönnuð.
úr Haffjarðará, en ekki er útlok-
að að klaklaxarnir hafi fengið
smitið við flutning eða geymslu.
Rannsóknadeild fisksjúkdóma á
Keldum hefur unnið úr rannsóknun-
um og kynnti Sigurður Helgason
fisksjúkdómafræðingur niðurstöð-
urnar á ráðstefnu Rannsóknaráðs
ríkisins og Landssambands fiskeld-
is- og hafbeitarstöðva, sem haldin
var á föstudag.
Rannsakaðir voru nær allir villtir
fiskar og fiskar úr hafbeit, sem
valdir voru til undaneldis síðastliðið
haust. Einnig úrtak úr eldisklak-
fiskum. Samtals voru rannsakaðir
tæplega 7.100 laxar, úr um 67 ám,
8 hafbeitarstöðvum og 5 öðrum eld-
isstöðvum. Nýrnaveikismit fannst í
4 hafbeitarstöðvum, en ekki í öðrum
eldisstöðvum.
Sigurður sagði að í tveimur haf-
beitarstöðvum, Laxeldisstöð ríkis-
ins í Kollafirði og Vogalaxi á
Vatnsleysuströnd, sem samtals eru
með 1.090 klakfiska hefði tíðni
nýrnaveikismits verið allhá, eða
5—6%. Frá öðrum stöðum á landinu
voru rannsakaðir samtals 6.196
klakfiskar. Smit fannst í stöku fiski
úr tveimur öðrum hafbeitarstöðvum
og 5—7 ám. Þessar hafbeitarstöðv-
ar eru Pólarlax og Dalalax.
Sigurður sagði að þessar niður-
stöður sýndu að nýmaveikismit
væri lítið í laxveiðiánum, en gæfi
til kynna að það leyndist víða.
Nýmaveikin væri í náttúmnni og
ekki hægt að fullyrða að allar aðrar
ár væm lausar við nýrnaveikismit,
þó það hefði ekki komið fram í
þessari rannsókn. „Þetta em hlutir
sem búast mátti við,“ sagði Sigurð-
ur, og benti á að við rannsóknirnar
hefðu verið notaðar næmari rann-
sóknaraðferðir en áður og væm þær
notaðar annars staðar í heiminum.
Helsti annmarki aðferðarinnar er
hversu langan tíma tekur að fá nið-
urstöður, en á Rannsóknadeild
fisksjúkdóma er nú unnið að þróun
hraðvirkari aðferða.
Fólk veittist
að lögreglu á
Lækjartorgi
MIKIL ölvun var í Reykjavík
aðfaranótt laugardags og lenti
lögreglan meðal annars í útistöð-
um við hóp fólks á Lækjartorgi.
Lögreglan fékk tilkynningu um
að maður hefði uppi tilburði til þess
að bijóta glerið á klukkunni á Lækj-
artorgi. Þegar komið var á vettvang
var stór hópur fólks þar fyrir og
veittist að lögreglu. Atján manns
vom fluttir á stöðina vegna þessa.
Allar fangageymslur lögreglu fyllt-
ust um nóttina og þar að auki
þurfti að vista nokkum hóp manna
í svokölluðum almenningi.
Hollustuvernd:
SS og Artik kærð fyrir
notkun ólöglegra efna
Ofnæmisvaldandi efni í ham-
borgurum og hexa í kavíar
SAKSÓKNARA ríkisins hafa borist tvær kærur frá Hollustuvernd
ríkisins vegua ólöglegra efna í matvælum. Sláturfélag Suðurlands
^■r kært fyrir að hafa notað ofnæmisvaldandi efni við gerð hamborg-
ara og Artik hf. á Akranesi er kært fyrir að hafa notað rotvarnar-
efnið hexa í kavíar.