Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 39 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjörnuspekingur. Ég er fædd 28.7. 1947 kl. um 8 að morgni í Reykjavík. Mig langar að vita hvaða stjömu- merki á best við mig, um persónuleika minn og hæfi- leika. Með kæru þakklæti." Svar: Þú hefur Sól í Ljóni, Tungl í Bogmanni, Merkúr og Ven- us í Krabba, Mars í Tvíbura, Meyju Rísandi og Naut á Miðhimni. Einlceg Sól í Ljóni táknar að þú ert í grunneðli þínu hlý og einlæg manneskja. Heiðarleiki skipt- ir þig miklu, svo og trygg- lyndi og trúmennska. Til að viðhalda lífsorku þinni þarft þú að fást við lifandi og skap- andi málefni. Hjálpsemi og greiðvikni eru einkennandi. Þú hefur tónlistarhæfileika sem þú þarft eigi að síður að þroska með þér. JákvœÖ Tungl í Bomanni táknar að þú ert tilfinningalega jákvæð og hress. Þú ert létt í lund í daglegu lífí og lítið fyrir að velta þér upp úr vandamálun- um. Eirðarleysi er áberandi einkenni fyrir persónuleika þinn. Til að þér líði vel þarft þú að geta hreyft þig, ferð- ast og almennt búið við sveigjanlegt hegðunarmunst- ur Draumlynd Merkúr í Krabba táknar að hugsun þín er næm og draumlynd. Þú hefur gott minni, en hins vegar er hugs- un þín háð tilfinningalegri líðan hverju sinni. Hún er því sveiflukennd. Varkámi og viss hlédrægni einkenna hana. Nœm Venus í Krabba táknar að þú ert næm á annað fólk, umhyggjusöm og greiðvikin. Þú fmnur til með öðrum og átt til að vorkenna fólki. íhaldssemi og þörf fyrir ör- yggi í samskiptum og vináttu eru einkennandi. Togstreita Vegna þess að Tungl er í Bogmanni og Venus í Krabba getur myndast ákveðin til- finningaleg togstreita. Annars vegar er þörf fyrir frelsi og fjölbreytileika, en hins vegar öryggi og varan- leika. Því er hætt við að þú sveiflist eftir tímabilum. Það æskilegasta er hins vegar að finna jafnvægi, að búa í ör- uggu sambandi en geta samt sem áður ferðast og hreyft þig- HröÖ Mars í Tvíbura táknar að þú ert flölhæf í framkvæmdum. Þér leiðist að vinna einungis við eitt verk í einu, vilt frek- ar hlaupa úr einu í annað. Samviskusöm Meyja Rísandi táknar að þú ert varkár og hógvær í fram- komu, ert nákvæm, sam- viskusöm en einnig smámunasöm. Þú hefur ákveðna þörf fyrir að hafa umhverfí þitt í röð og reglu. Meyjunni fylgir oft fullkomn- unarþörf og gagnrýni sem getur haft heldur neikvæðar afleiðingar, eða þær að þú verður aldrei fullkomlega ánægð með sjálfa þig. Það getur síðan leitt til minni- máttarkenndar, sjálfs- óánægju og vantrúar. Þetta getur dregið úr Ljóninu, gert þig hlédrægari og óákveðnari en gengur og gerist með Ljón. Lausn þessa máls er hins vegar í þínum eigin höndum. Þú þarft einungis að slá af kröfum þínum, var- ast smámunasemi og full- komnunarþörf, og leyfa þér að framkvæma án þess að gagnrýna. ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: GRETTIR TOMMI OG JENNI KRICK 1//ÐERO'M í MEGBUN, 06 SEKSRR \%r~Sí£&' þ/£>HAF'& iite TOW' LVSriKlOl/, UÓSKA SMÁFÓLK Nei, ég get það ekki Bróðir minn þarf að fara Af hveiju þarf ég að vera Ég verð á hundavaktinni! út síðdegis heima? Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Nokkur pör keyrðu í alslemmu í spilinu hér að neðan, sem kom upp sl. miðvikudag í fyrstu um- ferð aðaltvimenningskeppni Bridsfélags Reykjavíkur. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ D1032 ¥75 ♦ 10983 ♦ 753 Norður ♦ G96 ¥ ÁKG10643 ♦ 7 ♦ ÁG Austur ♦ ÁK8754 ¥ D8 ♦ D42 ♦ 86 Suður ♦ - ¥92 ♦ ÁKG65 ♦ KD10942 Sjö hjörtu velta á því hvort sagnhafi finnur trompdrottning- una. Það þykir ekki góð pólitík að fara í alslemmu með drottn- inguna fyórðu í trompi úti, en í tvímenningi taka menn oft áhættu fyrir toppinn. Besti samningurinn er hins vegar sjö lauf. I þeim samningi er ekki víst að þörf sé á fleiri en tveimur slögum á hjarta. Ef vömin spilar einhveiju öðru ýt . en trompi — og vissulega er spaðaútspil líklegt — má nota ÁG í lauf til að stinga tvo tígla. Og þá vinnst spilið ef tígul- drottningin fellur önnur, þriðja eða fjórða. En finni vömin trompútskotið er enn hægt að spila upp á drottninguna þriðju í tígli. Og dugi það ekki, má alltaf treysta á hjartalitinn. En hvemig á að ná sjö lauf- um? Það er ekki auðvelt, en eftir eðlilegu kerfi koma þessar sagn- ir til greina: ^ Vestur Norður Austur Suður — — — 1 lauf Pass 2hjörtu Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 tíg-lar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 6lauf Pass 71auf Pass Pass Pass Þegar sagnir eru komnar upp í flóra tígla hefur suður sýnt 6—5 í lágiitunum og norður geimkröfu með langan hjartalit. Fjórir spaðar er fyrirstöðusögn og líklega gerir norður ekkert betra en stinga upp á sex lauf- um. Og þá er bara spumingin hvort suður breytir í sex hjörtu eða kýlir í sig hörku og lyftir í sjö lauf. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á bandaríska meistaramótinu í haust kom þessi staða upp í skák stórmeistarans Lev Alburt, sem hafði hvítt og átti leik, og alþjóð- lega meistarans Michael Rohde. Hvltur er manni yfir en staða hans virðist þó hættuleg, því svartur hefur sóknarfæri ogöflugt frípeð. Alburt tókst hins vegar að verða á undan að blása til sóknar: 23. Bh6! og svartur gafst upp, . þvi 23. .. .gxh6 er auðvitað svar- að með 24. De5+ og svartur Iifír ekki af eftir 23. .. .Hg8, 24. Bxg7+! Seirawan sigraði örugglega á mótinu, en þeir Alburt og Benja- min unnu sér rétt til þátttöku á millisvæðamóti. Kavalek og Christiansen verða að tefla einvígi um þriðja sætið. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.