Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 Landsfundur Sjalfstæðisflokksins Við börðumst fyrir þessu frelsi o g við verðum að kunna að lifa með því — sagði Kjartan Guni Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, flutti yfirlitsræðu um starfsemi flokksins á landsfundi hans í fyrradag. Morgunblaðið birtir hér á eftir kafla úr ræðu Kjartans Gunnarssonar: Á síðustu árum höfum við séð að mikil aukning hefur orðið á framboði hvers kyns námskeiða og fræðsluefnis á mörgum sviðum. Margir aðilar reka nú margvíslega fræðslustarfsemi fyrir fólk sem vill auka við þekkingu sína, annað hvort til að bæta starfshæfni sína eða einvörðungu þekkingarleitarinnar sjálfrar vegna. Fræðslustarf stjóm- málaflokks verður að taka mið af þessu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt að halda uppi nokkuð öflugu fræðslustarfi. Það starf hef- ur fyrst og fremst verið fólgið í margvíslegum námskeiðum, fyrst og fremst um efni sem tengjast stjómmálum. Elstu námskeiðin eru námskeið um ræðumennsku og fundarsköp og um sjálfstæðisstefn- una. Úr þessu hefur síðan þróast margvíslegt námsefni og ber þar stjórnmálaskóla flokksins hæst. Hann er eins og flestir vita haldinn einu sinni á ári og sækja hann gjarnan 30—50 nemendur hveiju sinni. Stjómmálaskólinn er ávaílt fullsetinn. Þar er reynt að gera sem gleggsta grein fyrir helstu atriðum í stjórnmálum og hveiju því öðru sem koma má þeim að gagni sem hafa áhuga á að taka þátt í þjóð- málaumræðu og hafa afskipti af þeim. Það er líka athyglisvert fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá hvemig aðrir flokkar hafa á síðustu ámm stofnað sína eigin stjómmálaskóla eða stjómmálanámskeið sem hafa verið hreinar eftirmyndir stjórn- málaskóla Sjálfstæðisflokksins en algjörir eftirbátar okkar skóla. Allt þetta fræðslustarf er unnið í sjálf- boðavinnu. Engir leiðbeinendur fá borgað fyrir störf sín og námskeið- in em þeim sem sækja þau nánast að kostnaðarlausu. í fræðslustarfi sínu í framtíðinni þarf Sjálfstæðis- flokkurinn að taka upp nýtískulegri vinnubrögð, auka þarf við fræðslu um aðra hluti heldur en stjómmál beinlíns og nota þarf nýtískulegri aðferðir við sjálft námskeiðahaldið. Það sama má segja um útbreiðslu- mál flokksins. Á því sviði þarf hann að laga sig að breyttum aðstæðum í Qölmiðlun, ekki síst nýfengnu út- varpsfrelsi. Breyttar aðstæður í fjölmiðlun Það er oft haft á orði að of lítið efni sjáist frá sjálfstæðismönnum í blöðum og erfitt sé að fá þá til þess að skrifa greinar og láta álit sitt í ljós. Ég skal ekki dæma um hvort það sé rétt eða ekki en hins- vegar get ég fullyrt að nú á tímum annast enginn úti í bæ stjórnmála- áróðurinn fyrir stjómmálaflokkinn. Stjómmálaflokkurinn og það fólk sem hann skipar verður sjálft að hafa frumkvæði, það verður að láta heyra til sín, það verður að skrifa um hugðarefni sín, það verður að vera óþreytandi við að koma skoð- unum sínum á framfæri. Ég geri ekki ráð fyrir að nýir Ijósvakaljölmiðlar muni hafa í för með sér neina byRingu í stjóm- málaumræðunni á Islandi, en þeir munu áreiðanlega breyta ýmsu. Umfjöllunin í þeim verður vonandi hvort tveggja í senn fijálsleg og hlutlæg. Ef svo fer þá eiga sjónar- mið þess stjómmálaflokks þar greiðastan aðgang sem er heiðar- legur í málflutningi sínum, sem reynir ekki að blekkja, en segir sannleikann. Það er Sjálfstæðis- flokknum auðvelt. En sjálfstæðis- menn verða að skilja og skynja að með þeim breytingum sem orðið hafa á fjölmiðlun er ekki lengur til nein sjálfkrafa vemd fyrir viðhorf fyrir flokka og menn. Menn verða dæmdir af verkum sínum, verða að standa eða falla með verkum sínum og málstað. Vond mál verða sem betur fer ekki þöguð í hel, en því miður munu lítilfjörleg og ómerki- leg mál oft verða blásin upp, úlfaldi verður gerður úr mýflugu. Ég er þeirrar skoðunar að sjálfstæðimenn og forystusveit Sjálfstæðisflokksins eigi að eiga auðvelt með að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Við börðumst fyrir þessu frelsi og við verðum að kunna að lifa með því. Upplýsingamiðlun Hin mikla breyting í fjölmiðlun gerir einnig þá kröfu til flokksins að hann bæti samband sitt við hinn almenna flokksmann og trúnaðar- menn flokksins. Með aukinni fjölmiðlun, þar sem áhersla kann oft að verða lögð á yfirborð hlut- anna, er nauðsynlegt að flokkurinn geti komið réttum og ítarlegum upplýsingum á framfæri við flokks- menn sína. Við höfum verið að fikra okkur svolítið áfram með þetta síðastliðin tvö ár með útgáfu Flokksfrétta sem er sameiginlegt fréttabréf miðstjómar og þing- flokks. Ritstjóm Flokksfrétta annast Sigurbjöm Magnússon, framkvæmdastjóri þingflokksins, og þær eru sendar um 4.000 trúnað- armönnum flokksins um land allt. í þessu snotra riti er reynt að gera grein fyrir helstu málum sem Sjálf- stæðisflokkurin fylgir fram á þingi með nokkuð öðmm og ítarlegri hætti en oft er gert í fjölmiðlum almennt. Jafnframt er með þessu fréttabréfi unnt að koma ýmsum skilaboðum á skjótan og öruggan hátt til flokksfólks. Ég geri ráð fyrir að á næstunni muni útgáfa þessa fréttabréfs eflast enn og dafna. Og ég vil nota þetta tæki- færi til að minna landsfundarfull- trúa á að forsenda Flokksfrétta eru viðtökur flokksmanna, vel er þegið að fá ábendingar og hugmyndir um hvað þetta blað geti fjallað um, og ekki er síður vel þegið að menn greiði áskriftargjaldið að þeim. Útbreiðslumálin leiða mig með eðlilegum hætti að Qármálum flokksins. Hætt er við að lítið verði úr útbreiðslu og fræðslustarfi eða raunar nokkru flokksstarfi sé ekki sæmilega búið að flokknum fjár- hagslega. Hjá Sj'álfstæðisflokknum eru nú á skrifstofunni í Reykjavík 9 heilsdags stöðugildi. Það er aug- ljóst þegar af þeirri ástæðu að umtalsvert fé þarf til þess að reka Sjálfstæðisflokkinn. Tíundi starfs- maður flokksins er síðan fram- kvæmdastjóri þingflokksins. Fé til reksturs flokksins getur ekki komið frá öðrum en flokksmönnum. Þeir sem að fjáröflunarstarfmu vinna verða því að geta treyst á stuðning flokksmanna í starfi sínu. Árviss happdrætti flokksins hafa lengi ver- ið drýgsta tekjulind hans, en samkeppnin á því sviði hefur aukist mjög á undanfömum árum. Ég tel að ekki verði unnt í sama mæli og áður að treysta í framtíðinni á happ- drættin sem fjáröflunarleið. Hlutur Sjálfstæðisflokksins á happdrættis- markaðnum hefur minnkað mjög áberandi síðustu ár. Að sama skapi hefur orðið að efla aðra fjáröflun. Það hefur sem betur fer gengið sæmilega vel og á flokkurinn ekki beinlínis yið fjárhagsvanda að etja þó hann sé hins vegar ekki aflögu- fær. Við rólum þetta í kringum núllið en höldum okkur frá mínusin- um. Fé til flokksstarfsins kemur ekki af himnum ofan heldur þarf að hafa fyrir hverri krónu sem afl- jon Sjálfstæðisflokksi ast og tryggja verður að fyrir hana fáist jafnvirði 2, 3 eða 4 króna. Fjármál stjórn- málaflokka Nokkrar umræður urðu á síðast- liðnu ári um fjármál stjómmála- flokkanna í tengslum við mál sem þá komu upp. Það var skoðun mín þá og hefur verið raunar lengi að það sé ekki vansalaust að stjóm- málaflokkarnir geti ekki tekið höndum saman um að beita sér fyrir því að einhverskonar lág- marksreglur verði settar í sambandi við fjáröflun til flokkanna. Auðveld- lega má til dæmis hugsa sér að framlög til stjórnmálaflokka verði með eðlilegum hætti, rétt eins og framlög til svo ótal margra málefna eru, gerð frádráttarbær frá skatti og fjáröflunin þannig gerð hreinni og eðlilegri aðgöngu fyrir flokkana. Það er hinsvegar að mínum dómi jafn óeðlilegt að hið opinbera hafi einhver afskipti af fjáröflun stjóm- málaflokkanna eða einhverskonar eftirlit með henni, með því móti væri ávallt ýtt undir þá hættu að þeir sem í valdastólnum sætu hveiju sinni neyttu slíkra aðferða til þess að hafa óeðlileg áhrif á starfsemi andstæðingaflokka sinna. Það er vitað mál að vinstri flokkamir hafa allir mikinn hug á því að starfsemi stjórnmálaflokka verði alfarið eða að mestu leyti kostuð af almann- afé. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andvígur slíkum hugmyndum og er það, geri ég ráð fyrir, enn. Þessi þróun hefur hinsvegar orðið í öllum nágrannalöndum okkar og sýnist mér að Island sé um þessar mundir eina lýðræðisríkið á véstur- löndum þar sem stjómmálastarf- semi er ekki styrkt verulega af almannafé. Rökin fyrir þeim stuðn- ingi eru hvarvetna þau að nauðsyn- legt sé að gera stjómmálaflokkana óháða fjármagni hvort heldur er frá atvinnurekstri eða verkalýðssam- tökum. Ég teldi ekki óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði eitt- hvert fmmkvæði í því að loknum næstu kosningum að þessi mál yrðu tekin til umræðu milli stjómmála- flokkanna. Undirbúningur kosninga Við sjálfstæðismenn höldum þennan landsfund í aðdraganda Alþingiskosninga. Við höldum þennan landsfund undir vígorðinu Á réttri leið — X-D. Við erum sann- færðir um að bæði séum við á rétti leið og að okkar leið sé rétta leiðin fyrir kjósendur. Margvíslegur und- irbúningur er auðvitað löngu hafinn vegna Alþingiskosninganna og þeirrar kosningabaráttu sem þá verður háð og það má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hleypi henni af stað með fallbyssuskoti, því auð- vitað er landsfundur Sjálfstæðis- flokksins fallbyssuskot í íslenskum stjómmálum. Sá mikli kraftur sem frá fundinum stafar og það ótví- ræða forystuafl í þjóðfélagsmálum sem í fundarmönnum býr hræðir andstæðinga okkar. I flestum kjördæmum byijuðum við snemma að undirbúa kosning- amar, fyrst og fremst með því að stilla upp framboðslistum. Allar aðferðir voru þar viðhafðar, próf- kjör, skoðanakannanir og uppstill- ingar uppstillinganefnda. Enn einu sinni urðu miklar umræður um próf- kjörin í kjölfar uppstillingar framboðslistanna. Ég held að það sé brýnt fyrir okkur sjálfstæðis- menn að fíkra okkur smám saman að einhverri niðurstöðu varðandi fyrirkomulag á vali frambjóðenda okkar, niðurstöðu sem verður nokk- um veginn eins fyrir öll kjördæmi í ræðu á landsfundi Kjartan Gunnarsson í ræðustól á landsfundi. „Þegar þær eru skoðað- ar nánar og brotnar til mergjar segja þær okk- ur heilmikið um það hveijir það eru sem í hverju tilviki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, um þetta hef ég nefnt tvö dæmi í þessari ræðu, annars vegar að yfir- gnæfandi meirihluti yngstu kjósendanna virðist kjósa Sjálfstæð- isflokkinn og hins vegar að konur kjósa Sjáifstæðisflokkinn ekki í sama mæli og karlar.“ og sem menn geta sætt sig við án átaka og án mikilla breytinga um nokkurra ára skeið. Það er flokkn- um ekki heppilegt að í hvert skipti sem velja þarf frambjóðendur rísi upp deilur og úlfúð með mönnum um það hvaða aðferð skuli beita og síðan haldi deilumar áfram, jafn- vel af enn meiri krafti þegar vali frambjóðendanna er lokið. Við eig- um of mörg dæmi þess að sár sem myndast í slíkum átökum gróa seint og sum jafnvel aldrei. Þetta er verk- efni sem flokksfélög og kjördæmis- ráð á hverjum stað verða fyrst og fremst að bera ábyrgð á og mjög erfítt er og óheppilegt að setja nein- ar þvingunarreglur um. Skoðanakannanir Formaður flokksins gerði í ræðu sinni í gær glögga grein fyrir mál- efnastöðu Sjálfstæðisflokksins við upphaf kosningabaráttunnar. Það fer ekki milli mála að málefnastaða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk. Hæst ber hinn glæsilegi árangur sem náðst hefur á sviði efnahags- mála, en góður árangur í þeim og jafnvægi er auðvitað forsenda framfara og velmegunar. Þessi góði árangur er að þakka öflugri forystu sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Það er hinsvegar ekki sjálfgefíð að kjós- endur meti þetta allir með sama hætti og við sjálfstæðismenn ger- um. Það er því miður oftar þannig að menn minnast þess lítt sem vel er gert en eru fljótari til höggs þegar þeim fínnst eitthvað miður fara. Við þurfum því, sjálfstæðis- menn, á öllu okkar að halda til þess að kynna stefnu okkar, til þess að kynna þau verk sem við höfum vel unnið, til þess að fá fólk- ið með okkur á rétta leið. Á síðustu árum hafa skoðana- kannanir færst mjög í vöxt á íslandi. A.m.k. fjórir aðilar fram- kvæma nú reglulega skoðanakann- anir um stjórnmálaskoðanir og stundum afstöðu til einstakra mála. Ég hef kannað skoðanakannanir þær sem gerðar hafa verið það kjörtímabil sem nú er að líða. Enda þótt að það fylgi sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið sagður eiga í þeim hafi verið nokkuð misjafnt má þó segja að í heild hafi fylgi flokksins verið mjög gott og það hefur verið stöðugt. Stundum hefur það farið langt yfir meðalfylgi hans í raunverulegum kosningum og stundum töluvert undir, en þegar þetta er skoðað í heild og allar kannanirnar bornar saman kemur í ljós að það fylgi sem flokkurinn virðist geta átt von á, miðað við skoðanakannanirnar, er í góðu lagi. En skoðanakannanir segja okkur margt annað en eingöngu hvert fylgi flokksins er á hveijum tíma. Þegar þær eru skoðaðar nánar og brotnar til mergjar segja þær okkur heilmikið um það hvetjir það eru sem í hverju tilviki kjósa Sjálfstæð- isflokkinn, um þetta hef ég nefnt tvö dæmi í þessari ræðu, annars vegar að yfirgnæfandi meirihluti yngstu kjósendanna virðist kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar að konur kjósa Sjálfstæðisflokkinn ekki í sama mæli og karlar. Kann- anirnar geta einnig sagt okkur það í hvaða starfsgreinar flokkarnir sækja helst fylgi sitt til, þær geta sagt okkur fyrir um það á hvaða aldursbilum flokkarnir eiga mest fylgi og þær geta sagt okkur til um það hvernig stöugleiki fylgis flokkanna er. Það kemur til dæmis í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur áberandi minnst fylgi meðal opin- berra starfsmanna og starfsfólks í heilbrigðisstéttum. Hann hefur fylgi langt yfír meðalfylgi sínu hjá ellilífeyrisþegum, skrifstofufólki og atvinnurekendum, meðal bænda er fylgi hans hinsvegar aðeins helm- ingur meðalfylgisins. Þegar litið er til þess hvernig fylgishreyfingar eru milli flokka í skoðanakönnunum kemur í ljós að um 90% þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn hafa einnig gert það í síðustu kosningum. Hjá Sjálfstæð- isflokknum er þetta hlutfall miklu hærra en hjá nokkrum öðrum flokki, sem sýnir hversu stöðugu og föstu fylgi flokkurinn á að fagna. Það þýðir hinsvegar líka það að flokkurinn tekur þá tiltölulega lítið fylgi frá öðrum flokkum en það er auðvitað eftirsóknarvert að gera. Margt fleira má lesa út úr skoðana- könnunum ef þær eru skoðaðar í smáatriðum, en í heild held ég að Sjálfstæðisflokkurinn geti dregið þann lærdóm af skoðanakönnunum að hann hefur á kjörtímabilinu ver- ið á réttri leið, skoðanir hans hafa náð eyrum almennings og viðhorf hans og leiðir og lausnir á vanda- málum falla kjósendum í geð. Því miður liggja ekki fyrir jafn ítarlegar og nákvæmar kannanir á ýmsum þáttum varðandi stjómmál hér á landi og erlendis. Þetta er þó það svið sem félagsvísindin hljóta að einbeita sér að því að kanna og það er mjög mikilvægt fyrir starf stjórnmálaflokkanna að sem bestar og ítarlegastar kannan- ir séu gerðar um hvað eina sem snertir afstöðu manna til stjórn- mála, hvað það er sem ræður afstöðu manna, hvernig hún breyt- ist og hversu mikinn áhuga menn hafa á stjórnmálum. Ef hinsvegar er litið til erlendra kannana um þessi efni, sem sjálfsagt er ekki hægt að heimfæra alfarið upp á Island, kemur í ljós að raunveruleg- ur áhugi á stjómmálum er harla lítill. I könnun sem nýlega var gerð í einu af nágrannalöndum okkar kom í ljós að aðeins um 5% að- spurðra töldu sig hafa mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Flestir töldu sig hafa lítinn eða nokkurn áhuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.