Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 37 I Nýreist hús Náttúruverndarráðs f Ásbyrgi. Á myndinni má sjá unnið að gróðursetningu í skjólbelti við tjaldstæði. Helga Ewald sem annast m.a. fræðslumál á vegum Náttúru- verndarráðs. undan með góðu fordæmi. Og fræðsla um þessi mál hlýtur að skipa öndvegissess. Helga Ewald umhverfisfræð- ingur hefur með höndum fræðslu og útgáfustarfsemi á vegum Nátt- úruvemdarráðs. Sú starfsemi er fjöiþætt eins og áður sagði og að sögn Helgu er ýmislegt fleira á döfínni en þar segir frá. Hún var spurð nánar um hvem- ig kennslu væri hagað á fyrr- greindum landvarðanámskeiðum. Sagði hún að störf landvarða hefðu breyst nokkuð á síðustu ámm. Meiri áhersla væri lögð á að þjálfa tilvonandi landverði í að veita fræðslu á þeim stöðum þar sem þeir starfa. Þeim er ætlað að fara með gesti staðarins í skipu- lagðar gönguferðir og skýra frá því markverðasta sem fyrir augu ber. Líka er þeim ætlað að vinna að göngustígagerð, setja upp merkingar og hreinsa msl svo nokkuð sé nefnt. Þeim er svo gert að skila skýrslu um starfíð að hausti og gera tillögur um úrbæt- ur þar sem þörf er á. A hveiju námskeiði em 20 til 30 manns en landverðir á vegum ráðsins á sumrin em 15—20. í þjóðgörðum em þeir eingöngu á vegum ráðsins en þar sem ferðafé- Iög reka skála er um að ræða samstarf ráðsins og viðkomandi félags. Námskeiðunum er skipt í fjóra hluta. í fyrsta hlutanum er leitast við að draga fram einkenni ís- lands, þjálfa fólk í að leita upplýs- inga. Tekin er fyrir jarðfræði, loftslag, lífríki vistfræði, þjóðlíf, atvinnuhættir o.s.frv. Þá er kynnt löggjöf um náttúmvemd, friðun og almannarétt t.d. og sömuleiðis hugmyndafræði náttúmvemdar og starfsemi Náttúmvemdarráðs. Eftir þann hluta er nemendum gert að vinna skrifleg verkefni og þau em síðan rædd í 2. hluta. Þá er m.a. fjallað um náttúmminja- skráningu og friðlýsingu lands og hvemig á að samræma ferða- mennsku og náttúmvemd. En einnig er í þeim hluta farið í um- hverfístúlkun, skipulagningu gönguferða og dagskrárgerð. Ahersla er lögð á fræðsluhlutverk- ið úti í náttúmnni. Landverðir fá þama gullið tækifæri til að fræða almenning um þessi mál. I 3. hlutanum fer fram m.a. kennsla í skyndihjálp og meðferð áttavita svo og ýmis praktísk at- riði í daglegum störfum landvarða tekin fyrir. 4. hluti námskeiðsins fer fram síðar á árinu, í apríl. Þá er dvalist í 4 daga á völdum stað. í fyrra varð Mývatnssveit fyrir valinu en nú þjóðgarðurinn í Skaftafelli. Veittar em upplýsingar um stað- inn, þátttakendum er skipt í hópa, landið skoðað og hópamir búa sig undir umhverfístúlkun og dag- skrárgerð. Síðan skila þeir verk- efnum og halda uppi dagskrá til skiptis. „Þeir sem þessi námskeið sækja em úr ýmsum áttum," segir Helga, „ekki bara fagfólk á sviði náttúmfræða. Þetta er ekki síður fólk sem hefur ferðast töluvert og hjá því hefur vaknað áhugi á nátt- úmvemd. Það hefur hins vegar ekki fengið tækifæri til að fræðast um þessa hluti enda hefur slík fræðsla ekki legið á lausu fyrir almenning." Og Helga heldur áfram. „Nátt- úruvemdarráð gekkst líka fyrir námskeiði í febrúar í fyrra fyrir náttúruvemdamefndir hvaðanæva af landinu í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga en þessar nefndir, tæplega 50 að tölu, em skipaðar samkvæmt náttúm- vemdarlögum. Ráðgert er að halda annað slíkt námskeið nú í mars.“ Helga Ewald heimsækir skóla með erindi um náttúruvemdarmál t.d. lögregluskólann, bændaskól- ann að Hvanneyri, o.fl. og listi yfír útgáfu ráðsins er sendur í skóla landsins. Þess má einnig geta að Helga hefur annast nám- skeið sem er valáfangi um þessi mál í Kennaraháskólanum. Þar er fyrst gerð grein fyrir auðlindum jarðar og náttúruvemd almennt, en síðan er ísland og íslenskar aðstæður teknar sérstaklega fyrir. „Kennaraháskólinn hefur lagt áherslu á umhverfísfræðslu og þar er vissulega rétti vettvangurinn til að koma fræðslunni á framfæri," segir Helga. „Yfírleitt miðast fræðsla um þessi mál við full- orðna. En fræðsla þarf að byija hjá yngri aldurshópum og útgáfu- starfsemi þarf að einhveiju leyti að miðast við forskólaaldur. Það er hins vegar viss vandi að koma slíkri fræðslu til ungra bama. Helst þarf hún að tengjast leik og útivist. Ekki er síður mikilvægt að efla tengsl milli þéttbýlis og sveita. Mörg þéttbýlisböm þekkja ótrú- lega lítið til sveitalífs. En það er líka hægt að benda á góðar útgáf- ur um þessi efni fyrir böm eins og „Húsdýrin okkar" og „Fuglam- ir okkar“. „Náttúruvemdarráð hefur sam- band við ýmsa erlenda aðila sem starfa á líku sviði og ráðið,“ segir Helga, „og sendir fulltrúa á fundi Upplýsingamiðstöðvar Evrópur- áðsins um náttúruvemdarmál. Þar er staðið að fræðslu og upplýs- ingaherferðum. í þessum samtök- um er 21 Evrópuþjóð en við eigum hvað mesta samvinnu þar við hin Norðurlöndin. Evrópuráðið samþykkti að árið 1985 skyldi helgað lífríki í fjörum og á vatnsbökkum. Næst er ætlun- in að tilnefna „Ár landbúnaðar í sátt við náttúruna". Helga segir að nemendur úr skólum landsins komi í auknum mæli á skrifstofu Náttúmvemdar- ráðs. „Við höfum eignast nokkuð gott bókasafn. Fólk getur komið hingað og lesið sér til eða ljósritað upp úr tímaritum ef þess er óskað og nota menn sér það töluvert. Auðvitað er það svo hjá okkur, fámennri þjóð, að brýnustu verk- efnin eru látin ganga fyrir en lengri tlma verkefni, svo sem fræðsla um umhverfísmál, eru lát- in sitja á hakanum. Þó má ekki draga úr mikilvægi fræðslunnar því fræðslan fyrirbyggir að nokkru vandamál morgundagsins. Það er nefnilega ekki nóg að hafa hreint loft og hreint vatn hér á íslandi. Hér stefnir á ýmsan hátt í sama far og hjá öðrum þjóð- um sem eiga við umhverfísvanda- mál að etja þótt hægar fari. En varðandi þau svæði þar sem landverðir eru á sumrum þá hafa orðið breytingar til hins verra á ýmsum fjölsóttum stöðum hér á landi, þótt ekki sé enn um að ræða stórvægileg umhverfísspjöll. Við verðum því að halda vöku okkar, nýta náttúruauðlindir okk- ar af skynsemi. Annars gæti vofað yfír mikið áfall fyrir fámenna þjóð. Margir halda að náttúruvemd felist eingöngu í algerri friðun. Það er misskilningur. Enginn kemst hjá því að eiga samskipti við umhverfí sitt og náttúruvemd í besta skilningi er í raun rétt nýting á umhverfí og auðlindum," sagði Helga Ewald að lokum. H.V. HEILLARÁÐ hugmynd Ef þið eigið pijónahúfu sem hætt er að nota má gera úr henni meiriháttar áklæði á hjólhestasætið. Prófíð bara! Við fáum okkar skammt af rign- ingu, slabbi og aurbleytu, og enginn kærir sig um að láta bera þetta inn á gólf, sérstaklega ekki ef nýbúið er að þrífa þau. Það getur stundum verið erfitt að koma sér úr stígvélunum þegar komið er heim með fangið fullt af innkaupapokum úr búðinni, og jafnvel ætlunin að fara strax út aftur. Þá er heillaráð að hafa í forstofunni plastpoka til að bregða utan yfír skófatnaðinn. Þá má ganga inn án þess að óhreinka, og auðvelt er að sparka af sér pokunum þegar út er farið. Þessi hugmynd kemur sér einn- ig oft mjög vel í sumarbústaðnum. Teygjulök Ef þið viljið koma í veg fyrir að borðdúkurinn renni til á borð- inu er heillaráð að leggja teygjul- ak undir hann. Einnig koma teygjulök að góðu gagni sem rúm- teppi í bamaherberginu. Krítið blettina Auðvelt er að ná burt fitublett- um með venjulegri krít, eins og notuð er í skólum. Ef fitublettur kemur á veggfóður er bara að kríta yfír hann, láta það standa yfír nóttina og þurrka svo krítina burt með þurrum.klút. Fjarlægja má fítubletti af kjólum og blússum með því að kríta yfír þá á röng- unni. Krítin dregur þá í sig fituna. Ef bletturinn hverftir ekki strax má endurtaka aðgerðina þar til hann er horfínn. Gagnlegt a ð v i t a í gömlum matreiðslubókum kemur það oft fyrir að ofnhiti er ekki gefínn upp nákvæmlega, og setning á borð við „Bakist í stutt- an tíma við jafnan hita“ getur orðið til þess að maður missi móðinn og hætti við uppskriftina. Þess vegna datt mér í hug að gefa ykkur upp þetta yfírlit: Mjög vægur hiti = 100-125 gráður Vægur hiti = 125-170 - Jafn hiti = 170-190 - Góður hiti = 190-220 - Mikill hiti = 220-240 - Mjög mikill hiti = 240-300 -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.