Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
63
og umhverfi. Kannanir hennar á
söguefninu eru mislangar en „ég
virðist alltaf vita“ segir hún, „hve-
nær tími er kominn til að setjast
við skriftir". Stundum handskrifar
hún, stundum vélritar hún og á
endanum les hún allt saman inn á
segulband.
Uppáhaldshöfundar hennar eru
Jane Austen (hún skírði dóttur sína
eftir henni), sem hún endurles á
hvetju ári, og Trollope og George
Eliot svo einhverjir séu nefndir. Hún
hefur nýlega sökkt sér niður í Henry
James en hún heldur ekkert sér-
staklega upp á Dickens. „Ég býst
við að ég sé klassíker en ekki róm-
antíker. Ég kann ekki við það
hvemig hann ýkir persónur sínar.
Af nútímahöfundum er ég hrifin
af Penelope Lively, Margaret
Drabble og Anita Brookner. Mér
fínnst The Masters eftir C.P. Snow
góð skáldsaga. Ég er hrifín af Gra-
ham Greene og Evelyn Waugh.
Waugh er dásamlegur stílisti."
P.D. James er 67 ára og segir
af glaðlegri skynsemi að hún eigi
í mesta lagi eftir að skrifa frjórar
bækur. Hinar miklu vinsældir henn-
ar komu ekki fyrr en á síðasta
áratug með útgáfu á Vitni deyr
1977 og Innocent Blood þremur
.árum seinna, sem varð metsölubók
í Bandaríkjunum. Áður hafði hún
svo sem selst bærilega en ekki svo
að hún væri tilbúin til að hætta
sínu krefjandi en skemmtilega
starfi við glæparannsóknardeild
innanríkisráðuneytisins.
En lífíð hefur síður en svo alltaf
verið eins og dans á rósum. Hún
er fædd árið 1920 elst þriggja
systkina í fjölskyldu sem, eins og
hún segir, var ekki mjög samheldin.
Hún minnist bernskuáranna ekki
af neinni sérstakri hamingju eða
hlýju. Faðir hennar var eirðarlaus
maður sem hún var stundum hrædd
Arthur Conan Doyle
við þótt hún í endurminningunum
hrífíst af hugrekki hans og sjálf-
stæði. Og hún minnist með gleði
sumarleyfanna þegar hann tjaldaði
hermannatjaldin sínu á hæðunum
fyrir ofan fískibæinn Lowestoft í
Austur- Anglíu og fjölskyldan
kannaði umhverfíð ýmist fótgang-
andi eða í almenningsvögnum.
Peningar voru ekki miklir og Phyll-
is hætti námi 16 ára.
Hún var 19 ára þegar seinni
heimsstyijöldin braust út og tæp-
lega 21 þegar hún giftist Dr.
Connor Bantry White, sem starfaði
í læknadeild hersins í stríðinu. Hún
sat heima með dætur sínar tvær,
fæddar 1942 og 1944, og beið eftir
að eiginmaðurinn sneri aftur.
En White var ekki samur maður
eftir stríðið. Hann var andlega van-
heill, haldinn ofsóknarbijálæði.
Hann var á hveiju geðsjúkrahúsinu
á fætur öðru þar til hann lést árið
1964. Stundum strauk hann og
þurfti þá að sækja hann með valdi
og eins og margir sem þjást af sjúk-
dómnum gerðist hann stundum
ofbeldisfullur.
P.D. James talar um hann af
innileik. Hann, sem hrifinn var af
Dickens og hvers uppáhaldsbók var
Ulysses, lifði nógu lengi til að sjá
útkomu tveggja fyrstu bóka kon-
unnar sinnar og hann var ánægður
með þær og hreykinn af henni.
Seinni hluti fímmta áratugarins
er tími sem James vill helst ekki
tala um. Maðurinn hennar hlaut
engin eftirlaun frá hernum og fjöl-
skyldan var afar fátæk. Phyllis sótti
kvöldskóla, nam stjórnsýslu sjúkra-
húsa og var í illa launuðu starfi.
Dæturnar, fimm og þriggja ára,
voru sendar í heimavistarskóla. Um
tíma bjó hún hjá tengdaforeldrum
sínum og á sumrin höfðu þeir börn-
in hjá sér. Þetta voru erfiðir og
raunalegir tímar. Einhvern tímanri
sagði James að frami sinn hefði
komið 30 árum of seint.
Hún var í fjölda ára skrifstofu-
maður hjá því opinbera og það kom
henni sérlega vel á rithöfundaferlin-
um því hún hafði umsjón með
stöðuveitingum vísindamanna og
sjúkdómafræðinga allra glæpa-
rannsóknarstofnana á Englandi.
Þannig var hún í sambandi við lög-
regluyfírvöld um allt land.
Hún hóf að skrifa snemma á sjö-
unda ártugnum þegar fór að
hægjast um heima fyrir. Hún byij-
aði á glæpasögu vegna þess að
henni fannst það gæti orðið góð
æfing fyrir skáldsöguna sem hún
ætlaði að skrifa næst. Árið 1962
var Cover Her Face samþykkt til
útgáfu af fyrsta útgefandanum sem
las hana. Og þegar hún hafði lokið
tveimur sakamálasögum enn hafði
hún komist að því að rammi glæpa-
söguformsins (nauðsyn fléttunnar,
gátunnar og lausnarinnar) agaði
hana sem rithöfund.
Fyrstu bækurnar voru vel skrif-
aðar og skemmtilegar en, eins og
hún sjálf segir, gerðar eftir upp-
skrift. Með fjórðu bókinni Shroud
for a Nightingale hafði hún nægi-
legt sjálfsöryggi til að nota til
fullnustu bakgrunn sinn og þá teg-
und fólks sem hún gjörþekkti.
Þótt James voni að litið verði á
bækur hennar sem eitthvað meira
en léttmeti til afþreyingar er hún
ekkert sérstaklega fræðileg hvað
varðar spurninguna um hvort saka-
málasaga eigi að teljast til alvar-
legra bókmennta eða afþreyingar-
bókmennta.
„Ég held ekki að hún eigi að
vera eitt eða annað. Ef sagan á að
fullnægja lesandanum sínum verður
hún að vera frábær innan sinnar
tegundar og það eru til margar teg-
undir. Ég hef mjög gaman af
Edmund Crispin, sem er afar létt-
lyndur og með kómískt innsæi. Ég
kann vel við Sayers þrátt fyrir
snobbið í henni. Hún skrifaði mjög
vel. Agatha Christie skrifaði_ illa en
ég virði færleik hennar. Ég hef
mjög gaman af Dick Francis. Ég
hef ekki gaman af bókum Patricia
Highsmith um geðsjúklinginn Tom
Ripley sem er gerður að hetjunni.
Mér fínnst að sakamálasaga eigi
að hafa í heiðri heilbrigða skyn-
semi. Um það snýst þetta sögu-
form.“
Á meðal amerískra sakamálahöf-
unda hefur James dálæti á
Raymond Chandler, Ross Macdon-
ald og sérstaklega Dashiell
Hammett sem var „þegar hann var
upp á sitt besta mjög góður skáld-
sagnahöfundur". segir hún. „Ég hef
ekki lesið Elmore Leonard. Og auð-
vitað gæti ég ekki skrifað eins og
Ameríkani, eða eins og hver annar
sem er, ef út í það er farið. Bækur
okkar spegla persónuleikann. Ég
skrifa sakamálasögur, ég vona að
það séu alvarlegar bókmenntir líka
og ég sé ekki neinar andstæður í
því. En ef ég fyndi fyrir togstreitu,
ef glæpasöguformið yrði í vegi fyr-
ir skáldskapnum og égyrði að fórna
öðru hvoru, yrði glæpasagan að
fjúka. Ég vona að ég eigi ekki eft-
ir að þurfa að velja. Ég trúi því að
maður skrifi eins og maður þarf
að skrifa og að maður noti þann
hæfileika sem manni er gefinn til
hins ýtrasta. Maður er nógu hepp-
inn að vera fæddur með hæfileika,
og maður ætti að vera því þakklát-
ur.“
Byggt á The New York Times
Magazine. - ai.
Hraðlestrar-
námskeið
Á síðasta ári þrefölduðu
nemendur Hraðlestrar-
skólans að meðaltali
lestrarhraða sinn. Viljir
þú skipa þér í flokk með
þessum duglegu nem-
endum, skaltu drífa þig
á síðasta hraðlestrar-
námskeið vetrarins,
sem hefst miðvikudag-
inn 11. mars nk.
Skráning öll kvöld kl.
20.00-22.00 í síma
611096.
Hraðlestrar-
skólinn.
AUKA SJONVARP
14" GoldStar CBS-4341
litsjónvarp og
veröiö er aöeins
22.900,-kr stgr.
eöa
24.976,- kr afb.
útborgun 8.000,-kr og
eftirstöövará 6 mán.
eöa
Eurokredit 0 kr. útborgun
og eftirstöövar á 11
mán.
GoldStcir
T
SÍMI 29800 SKIPHOLTI 19
ABENDING TIL
LAUNAGREIÐENDA
UM SKYLDUSPARNAÐ
UNGMENNA
Um þessar mundir er veriö aö taka í notkun nýtt
tölvukerfi skyldusparnaöar. Meö því veröur hert eftirlit
meö skilum launagreiöenda á skyldusparnaöarfé ung-^
menna. Brýnt er, aö þeir geri rétt lögboöin skil og veröur
fylgst meö aö svo veröi gert.
Launagreiöendum skal hér meö bent á eftirtalin atriöi:
1.
Launagreiöanda er skylt aö draga 15% skyldusparn-
aö af launum allra starfsmanna sinna á aldrinum 16 til
26 ára, nema starfsmaöur framvísi undanþáguheimild
frá Húsnæöisstofnun ríkisins.
2. ^
Launagreiöandi á aö gera skil á frádregnum skyldu-
sparnaöi til veödeildar Landsbanka íslands,
Laugavegi 77, 101 Reykjavík, um leiöog lokiöervinnslu
launaseöla og eigi síöar en 5 dögum eftir gjalddaga
launa.
Fullir dráttarvextir greiöast fyrir þann tíma, sem um-
fram er.
3-
Launagreiöanda og launþega er óheimilt aö semja
sín á milli um greiöslu sparnaöarfjár eöa undanþágu frá
skyldusparnaöi.
4.
Vanskil og brot á reglum um skyldusparnaö sæta
kæru og varöa refsingu, auk kostnaöar fyrir launagreiö-
anda
Reykjavík, 4. mars 1987.
# Húsnæðisstofnun ríkisins