Morgunblaðið - 29.03.1987, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987
Sjálfstæðisflokkurinn:
Flokksráðið
fundar í dag
FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðisflokks-
ins kemur saman til fundar í
ValhöH klukkan 14 i dag, sunnu-
dag. Á dagskránni er ræða
Þorsteins Pálssonar formanns
Sjálfstæðisflokksins og umræður
um stjórnmálaviðhorfið í ljósi
þeirra atburða sem orðið hafa í
stjórnmálalífinu undanfarna
daga.
Rétt til setu á fiokksráðsfundum
eiga um 250 manns, hvaðanæva
af landinu. Eru það meðal annars
kjömir fulltrúar frá kjördæmisráð-
um og landssamtökum flokksins,
þingmenn og frambjóðendur í aðal-
sætum, miðstjómarmenn og fulltrú-
ar í ýmsum nefndum flokksins.
Flokksráð er æðsta vald í málefn-
um flokksins á milli landsfunda og
kemur saman einu sinni á ári, í
upphafí hvers reglulegs þings. Auk
þess getur formaður flokksins kall-
að það saman til funda þegar
ástæða þykir til, eins og nú.
Flokksráðið markar stefnu flokks-
ins gagnvart öðrum stjómmála-
flokkum, sem þýðir að það tekur
ákvarðanir um aðild Sjálfstæðis-
flokksins að ríkisstjómum.
Vakt yfir eig-
um borgarinnar
SÉRSTAKRI vaktsveit hefur nú
verið komið á fót í Reykjavík til
að koma í veg fyrir skemmdar-
verk á eigum borgarinnar.
Það sem af er árinu hafa mikil
brögð verið að því að ýmiss konar
skemmdarverk hafi verið unnin á
eigum borgarinnar, umferðarspegl-
um stolið og þeir skemmdir og um
80 stöðumælar brotnir upp. Mesta
tjónið er í sambandi við stöðumæl-
ana, en þeir sem sækjast eftir
peningum úr þeim hafa lítið upp
úr krafsinu, því mælamir eru
tæmdir daglega.
Kostnaður við að endurnýja
skemmd og stolin tæki er á bilinu
2-2,5 milljónir króna. Nú hafa borg-
aryfirvöld, í samráði við lögregluna,
komið á fót sérstakri vaktsveit sem
mun sinna þessum málum.
Morgunblaðið/Bjarni
Fótbolti í veðurblíðunni
Börnin hafa kunnað að meta góða veðrið undanfarna daga.
Þessir strákar voru að leika sér í fótbolta við Austurbæjarskól-
ann einn blíðudaginn eftir að skóla lauk og er ekki annað að
sjá en tilburðimir séu atvinnumannslegir.
Stjörnuhrap
villti mönnum sýn
FLUGVÉL frá vamarliðinu til-
kynnti aðfaranótt laugardagsins
að neyðarblys sæist yfir hafinu
um 70 mílur norð-austur af Mel-
rakkasléttu.
Skömmu síðar tilkynnti önnur
flugvél að hún sæi einnig blys, en
þegar málið var kannað nánar þótti
líklegast að ekki gæti verið um blys
að ræða. Hallast menn helst að því
að ljósið hafi verið frá skæru
stjörnuhrapi, enda. voru rúmlega
150 mílur á milli flugvélanna
tveggja. Ekki er mögulegt að sést
hafi til neyðarblyss svo langan veg.
Morgunblaðið/Júlíus
Lóðirnar við Brúarás þar sem búið er að urða grunnanna.
Mokað yfir tíu hús-
grunna í Selásnum
Gmnnarair við Brekkubæ sem enn standa óhreyfðir.
MOKAÐ hefur verið yfir tíu
húsgrunna við Brúarás í Selás-
hverfi. Vinnu við þá lauk fyrir
sex ámm, en framhald hefur
ekki verið á byggingafram-
kvæmdum síðan. Við tvo
grunna við Brekkubæ hefur
vinna sömuleiðis legið niðri í
þennan tíma. Að sögn Hjörleifs
Kvaran skrifstofustjóra borg-
arverkfræðings er það eins-
dæmi i byggingarsögu
Reykjavíkurborgar að gmnnar
standi jafn lengi óhreyfðir.
Hjörleifur sagði að þama væri
um eignarland að ræða og hefði
Björn Traustason húsasmíða-
meistari keypt þessar lóðir af
felagi landeigenda sem stofnað
var af þeim einstaklingum sem
áttu land í Selásnum. Bjöm á því
lóðimar og í slíkum tilvikum gilda
aðrir skilmálar en þegar lóðum
er úthlutað á vegum borgarinnar.
Reykjavíkurborg skipulagði svæð-
ið og bygginganefnd samþykkti
teikningar að fyrirhuguðum bygg-
ingum á sínum tíma.
„Það er ekki hægt að aftur-
kalla eignarlóðir," sagði Hjörleif-
ur. „Bygginganefndin hefur samt
sem áður verið að ýta við Bimi
og það bar þann árangur í vetur
að hann mokaði yfir gmnnana í
Brúarásnum og fyllt þar upp.
Grunnamir verða því ekki hreyfð-
ir í bili.“
í byggingarnefnd hafa teikn-
ingar að raðhúsunum við
Brekkubæ verið til umfjöllunar.
Björn hefúr óskað eftir að breyta
húsunum þannig að þar verði gert
ráð fyrir tveimur íbúðum í hverju
húsi og hefur hann samþykki ná-
grannanna fyrir þessari breyt-
ingu. „Hann hefur lofað
byggingarnefnd og öðmm að drífa
þessi hús upp verði teikningamar
samþykktar,“ sagði Hjörleifur.
Samskonar samþykkt fékkst ekki
hjá íbúum í Brúarási.
„Reyndar vom þarna ákvæði á
sínum tíma um að gefa afslátt
af gatnagerðagjöldum ef menn
kæmu upp botnplötu innan árs frá
því lóðin var byggingarhæf. Þetta
gerði Bjöm, hann kom upp botn-
plötunni, en síðan hefur ekkert
gerst. Við héldum reyndar að þeg-
ar menn væm komnir með jafn
mikla fjárfestingu þá mundu þeir
halda áfram og ljúka við bygging-
una. Þetta er reyndar einsdæmi
í byggingarsögunni í borginni að
menn hætti á þessu bygginga-
stigi,“ sagði Hjörleifur.
Brunaverðir í Reykjavík óánægðír með kjör sín:
Erum verst settir en
berum mesta ábyrgð
- segir Armann Pétursson formað-
ur Brunavarðaf élags Reykjavíkur
MJÖG mikil óánægja ríkir meðal
branavarða í Slökkviliði
Reykjavíkur vegna launa og tvo
daga í síðustu viku höfðu þeir
uppi mótmælaaðgerðir sem fól-
ust í því að tilkynna veikindi og
neita að ganga aukavaktir.
Formaður Bmnavarðafélags
Reykjavíkur segir að aðgerðir
af svipuðu tagi gætu hafist aftur
hvenær sem er en brunaverðir
myndu samt sem áður sinna út-
köllum vegna eldsvoða.
I samtali við Morgunblaðið sagði
Ármann Pétursson formaður
Brunavarðafélags Reykjavíkur að
brunaverðir væru óánægðir með að
krafist skuli iðnmenntunar í starf
brunavarðar en síðan væru launin
ekki í samræmi við það. Samkvæmt
kjarasamningi Alþýðusambands Is-
lands eru byrjunarlaun iðnaðar-
manns 35 þúsund en í samningum
Starfsmannafélags Reykjavíkur við
borgina, sem felldir voru í atkvæða-
greiðslu, voru byrjunarlaun bruna-
varða 29 þúsund fyrir utan
vaktaálag.
Ármann benti á að í nýgerðum
kjarasamningi Starfsmannafélags
Hafnarfjarðar væru byrjunarlaun
brunavarða samkvæmt 66. launa-
flokki eða 33.900 krónur, meðan
byijunarlaun varðstjóra í Reykjavík
eru samkvæmt 64. launaflokki. A
Akureyri væru einnig mun betri
samningar. „Við erum verst settir
en höfum mestu ábyrgðina," sagði
Ármann.
Hrólfur Jónsson varaslökkviliðs-
stjóri í Reykjavík sagði að aðgerðir
brunavarða hefðu tvímælalaust þau
áhrif að öryggi borgarans veiktist.
Þær bitnuðu aðallega á almennri
þjónustu eins og sjúkraflutningum;
neyðarbílnum væri kippt úr sam-
bandi, námskeiðahald og önnur
vinna á stöðinni truflaðist og hugs-
anlega þyrfi að loka Árbæjarstöð-
inni ef mikil forföll verða. Hrólfur
sagði að það væri reynt að taka á
þessu máli eftir Öllum leiðum, sem
væri þó erfítt því brunaverðir viður-
kenndu ekki að um skipulagðar
aðgerðir væri að ræða og það væri
til dæmis erfítt að rengja veikindi.
Hrólfur sagði að á síðustu tveim-
ur árum hefði nánast heil vakt sagt
upp í slökkviliðinu vegna óánægju
með laun. Talsverðan tíma tæki
síðan að þjálfa upp brunavörð þvl’
nýliðar væru látnir taka námskeið
sem væri 103 bóklegar stundir, og
annað eins verklegt námskeið. Að
auki þyrftu þeir að taka námskeið
í meðferð tækja og bíla, reykköfun-
amámskeið og námskeið vegna
neyðarbílsins og ekkert af þessu
væri metið í launum nema nám-
skeiðið á neyðarbílinn. Þess vegna
fyndist brunavörðum þeir hafa ver-
ið lítilsvirtir í síðustu samningum
við borgina því stjóm Starfsmanna-
félags Reykjavíkur neiti að viður-
kenna að brunaverðir eigi að hafa
hærri laun en strætisvagnabílstjór-
ar.