Morgunblaðið - 29.03.1987, Page 4

Morgunblaðið - 29.03.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Frá hinnm fjölmenna fundi trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi í Kirkjuhvoli í Garðabæ á laugardagsmorgnn Fjölmennur fundur sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi: Eindreginn stuðningur við flokksforystuna Hafnarfjörður Bruna- y vörðum fjölgað ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjölga brunavörðum í Hafnarfirði úr þremur í ellefu. Alls sækja 38 manns um nýju stöðurnar. Að sögn Guðmundar Áma Stef- ánssonar bæjarstjóra hafa þrír brunaverðir verið á vakt hjá slökkvi- liðinu hveiju sinni, en það þykir ekki nægjanlegt öryggi. Slökkvilið- ið sinnir, ásamt bmnavörslunni, sjúkraflutningum í Hafnarfirði, Garðabæ og í Bessastaðahreppi. „Þegar um sjúkraflutninga er að ræða er einungis einn maður eftir á stöðinni og ef til brunaútkalls kæmi á sama tíma þyrfti að kalla út aukavakt, en það getur tekið tíma,“ sagði Guðmundur. „Með því að fjölga branavörðum um átta er gert ráð fyrir að fimm verði saman á fjórskiptum vöktum." Umsóknarfresturinn rann út 6. mars, en gengið verður frá ráðning- um á bæjarstjómarfundi 31. mars. Reiknað er með að branaverðimir he§i störf um miðjan aprfl. TÆPLEGA 400 manns sóttu fund kjördæmisráðs, fulltrúar- áða, sljórna sjálfstæðisfélaganna í Reykjaneskjördæmi og fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í Kirkjuhvoli í Garðabæ í gærmorgun. Á fundin- um rikti mikil eining og þar var samþykkt ályktun, þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Þor- stein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, og skorað á kjósendur að fylkja liði um lista flokksins. Þorsteinn Pálsson ávarpaði fund- inn og rakti aðdraganda að fram- boði Alberts Guðmundssonar og stuðningsmanna hans. Hann vakti athygli á því, að þetta framboð gæti kallað fram á Alþingi nýjar aðstæður og skapað forsendur fyrir ijölflokkastjóm vinstri manna, sem ekki myndi geta náð neinum tökum á stjóm efnahagsmála. Ef framboð- ið fengi hljómgrann gæti blasað við nýtt upplausnartímabil. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði, að sjálfstæðismenn þyrftu ekki að reiða hátt til höggs gegn framboði Alberts. Þeir ættu að koma fram af festu og rómsemi og leggja áherslu á sterka málefna- stöðu Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn Pálsson sagði, að at- burðir síðustu daga hefðu skyggt á alvarlegri hlut í þjóðfélaginu, sem væri sú staðreynd að skólar hefðu lokast og neyðarástand blasti við á sjúkrahúsum vegna kjaradeilna. Engin framboðsmál, stjómmálaat- burðir eða persónumetnaður ættu að skyggja á þetta og þessi mál Ályktun sjálf- stæðismanna Á fundi sjálfstæðismanna í Garðabæ í gærmorgun var eftir- farandi ályktun samþykkt: „Trúnaðarmenn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi lýsa yfir fyllsta stuðningi við störf form- anns Sjálfstæðisflokksins, Þor- steins Pálssonar, ijármálaráðherra, og telja að hann hafi bragðist rétt við í fyllsta samræmi við skyldur sínar, sem formaður í mjög erfiðu máli sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur átt við að etja. Um leið og sjálfstæðismenn í Reykjaneslqördæmi harma þá at- burði, sem gerst hafa skora þeir á sjálfstæðisfólk og alla kjósendur að standa þétt saman um framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum og tryggja þau úrslit í Reykjaneskjördæmi að Sjálf- stæðisflokkurinn verði eftir kosn- ingar áfram lang stærsti stjórn- málaflokkurinn - flokkur á réttri leið.“ Við upphaf fundarins í Garðabæ í gærmorgun. F.v. Gisli Ólafsson, formaður kjördæmisráðsins, Matthías Á. Matthisen, Ólafur G. Einars- son og Þorsteinn Pálsson. væri knýjandi að leysa. Þorsteinn sagði, að sjálfstæðis- menn yrðu jafnframt að huga að framtíðarverkefnum þjóðarinnar. Staðreyndin væri sú, að Islendingar væra ekki nógu fjölmenn þjóð mið- að við það atvinnulíf og þá fjöl- breyttu þjónustu sem hér hefði verið byggð upp. Hann sagði að þjóðinni þyrfti að fjölga til að renna styrk- ari stoðum undir atvinnulífið og þjóðlífið allt. Að þessu þyrfti að huga í fullri alvöra. „Svo ég tali hreint út,“ sagði Þorsteinn, „þá er ég að tala um það, að bameignum þarf að ijölga." Kanna yrði hvemig haga mætti opinberum aðgerðum til að ná þessu fram. „Við íslendingar þurfum nýja aldamótakynslóð, sem tekur á mál- um og horfir til nýrra tíma af bjartsýni og áræðni," sagði Þor- steinn. Meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs á fundinum vora Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, og Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra. Ólaf- ur gagnrýndi harðlega framboð Alberts og sagði að hann nyti ráða frá óráðvöndum ráðgjöfum. Hann taldi skattamál Alberts sýnu alvar- legra en Albert vildi sjálfur vera láta. Þá sagði hann, að á framboð- listum Borgaraflokksins væri fólk, sem orðið hefði fyrir vonbrigðum í Sjálfstæðisflokknum, þar sem það hefði ekki notið stuðnings til að komast á þing. „Hér hafa verið gerð mikil mi- stök,“ sagði Matthías Á. Mathiesen um framboð Borgarflokksins. Hann lagði hins vegar áherslu á, að menn væra ekki of uppteknir af atburðum gærdagsins og horfðu þess í stað fram á við, og tryggðu Sjálfstæðis- flokknum góða kosningu. 1NNLENT Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Sigurðsson ávarpar fulltrúaráðsmenn í sjálfstæðishúsinu á Selfossi. Suðurland: Óvænt breyting á lista Sjálf stæðisflokksins Selfossi. ALLS bárust sjö framboðslistar til yfirlgörstjómar Suðurlands- kjördæmis. Ovænt breyting varð á framboðslista sjálfstæðis- manna þegar Óli Þ. Guðbjartsson hætti við setu í fimmta sæti list- ans og tók fyrsta sæti Borgara- flokksins. Þetta olli því að aðilar urðu að hafa hraðar hendur við frágang framboðslista og lista yfir meðmælendur. Það var Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri SG-einingahúsa á Selfossi sem tók fimmta sætið á lista sjálfstæðismanna í stað Óla Þ. Guðbjartssonar. Fjölmennur fundur í fulltrúaráði sjálfstæðis- félaganna í Ámessýslu, sem haldinn var með skömmum fyrirvara á föstudagskvöldið, lýsti sig einhuga fylgjandi þeirri ákvörðun að Guð- mundur skipaði þetta sæti. Það vora fulltrúar tveggja flokka, Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks, sem biðu eftir yfirkjör- stjómarmönnum á tröppum sýsluskrifstofu Ámessýslu klukkan hálf níu á föstudagskvöldið 27. mars til að afhenda framboðslista. Nokkra seinna barst kjörstjóminni listi Alþýðubandalagsins og listi Flokks mannsins var næstur og Samtök um kvennalista lögðu fram sinn lista skömmu síðar. Um klukk- an hálf ellefu barst listi Sjálfstæðis- flokksins og um hálftíma síðar komu Borgaraflokksmennimir Óli Þ. Guðbjartsson og Skúli B. Áma- son með fullskipaðan lista flokjisins. Yfirkjörstjómarmenn tóku við listunum, fóra yfir nöfn meðmæl- enda en formlegri ákvörðun um formlegt gildi listanna var frestað til næsta dags. Það var Pálmi Eyjólfsson frá Hvolsvelli sem færði listana inn í sérstaka bók. Pálmi hefur setið lengst í yfirkjörstjóminni og sagðist reyndar ekki muna almennilega hvað hann væri búinn að vera þar lengi. Aðrir í yfirkjörstjóminni era Kristján Torfason, Vestmannaeyj- um, formaður, Magnús Aðalbjam- arson, Selfossi, Jakob Havsteen, Selfossi, og Stefán A. Þórðarson, Selfossi. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.