Morgunblaðið - 29.03.1987, Page 26

Morgunblaðið - 29.03.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 Blústöfrar Blús Árni Matthíasson Einhvern veginn er að svo að menn fínna alltaf sérstaklega til með þeim biúsmönnum sem deyja eða hætta að geta spilað í þá mund sem þeir eru að ná til almennings, oft eftir margra ára streð. Reyndar finnst manni oft sem slík örlög séu sérlega ætluð blúsmönnum. Einn þeirra sem þannig fór fyr- ir var Sam Maghett, sem kallaður var „Magjp" Sam. Magic Sam fæddist í Missisippi 1937 og lærði að spila blús af plötum með Muddy Waters og Little Walter. Er hann var þrettán ára flutti flölskyldan til Chicago og þegar hann var nítján fór hann að spila opinberlega með Shakey Jake. 1957 kom fyrsta plata Magic út á vegum Cobra, sem Otis Rush tók hvað mest upp hjá á þessum árum. Fyrir þá útgáfu var ákveð- ið að Sam þyrfti að fá sér nýtt listamannsnafn, en alt fram að því hafði hann notað Good Rock- ing Sam. Útgefandinn vildi nota Sad Sam, en því var hafnað á þeirri forsendu að það væri of gamaldags, hinir ungu blúsmenn sem voru að hasla sér völl á árun- um eftir stríð vildu enga uppgjöf. Eftir miklar vangaveltur varð til Magic úr Maghett og Sam Mag- hett varð að Magic Sam. Á fyrstu plötunni var lagið AU Your Love, sem náði töluverðum vinsældum. Hver platan rak aðra og Magic virtist fær í flestan sjó. 1959 var hann hinsvegar kallaður í herinn og er hann sneri aftur eftir mán- aðar herþjónustu og sex mánaða fangelsi fyrir strok, átti hann í erfíðleikum með að taka upp þráð- inn þar sem frá var horfíð. Hann komst þó á samning hjá Mel Lon- don, en úr því varð lítið, enda var Mel mjög áfram um að breyta þeim listamönnum sem voru á hans snærum f poppara. Ekki gekk það vel með Magic og hann var í lægð allt þar til hann gaf út West Side Soul og Black Magic hjá Delmark á seinni hluta sjötta áratugarins. Árið 1969 þegar Magic lést óvænt úr hjartaáfalli var hann á góðri leið með að endurheimta vinsældimar frá sjötta áratugnum og víst er að hefði hann ekki fall- ið frá, þá 32 ára, þá væri hann eflaust á meðal fremstu Chicago blúsara í dag. Charly gaf nýlega út saman- safn af Cobra upptökum Magic Sam. Platan, sem ber heitið Easy Babe, hefur verið fáanleg hérlend- is og verður að teh'ast góð kynning á Magic Sam. Oskandi væri þó að fáanlegar væru Delmarkplöt- umar hans (svo og aðrar Delmark plötur). Á Easy Babe sýnir Magic góðan gítarleik í anda Chicago- blúsins og er með góða menn með sér. Má þar nefna Willie Dixon, Otis Spann og Syl Johnson. Sér- lega er gaman að heyra All Your Love og Easy Babe. Góð eru einn- ig lögin 21 Days in Jail og keyrslublúslögin All My Lotta Life og Look Watcha Done. jakkafötum «g stökum jökkum FRA BELGIU Ferðafélag íslands: Reglur verði settar um notkun fjór- hjóla FERÐAFÉLAG íslands hélt aðal- fund sinn fyrir skömmu. Á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis að setja beri reglur um notkun „fjórhjóla" f umferð- arlög og beinir fundurinn um það tillögu til Alþingis. Ennfremur hvetur fundurinn þau samtök seni vinna að náttúruvernd og ferðamálum og samtök drykkjar- vöruframleiðenda til að taka höndum saman um að berjast gegn mengun af völdum drykkj- arvöruumbúða. í frétt frá Ferðafélagi íslands segir að aðalfundur félagsins telji biýna þörf á að vekja athygli eig- enda ijórhjóla á viðkvæmri náttúru íslands, ljóst sé að þau faratæki skilji eftir sig svöðusár í náttúrunni ef ekki sé sýnd fyllsta aðgæsla í akstri þeirra utan vega. Bent er á að víð a erlendis séu fjórhjól bönn- uð, vegna fyrirbyggjandi starfs í náttúruvemd. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til menntamálaráðherra að hann hafí forgöngu um að vakin verði athygli nemenda á gildi ósp- illtrar náttúru. Telur fundurinn að vel fari á því að nú í vor verði a.m. k. einni kennslustund í hverri bekkjardeild varið til slíkrar fræðslu. Sauma- dagar um allt land VIKUNA 23.- 31. mars eru svokallaðir Saumadagar um land allt. Vefnaðarvöruverslanir bjóða upp á afslátt á vörum sínum, víða er heitt kaffi á könn- unni fyrir viðskiptavini, glaðn- ingur fyrir ungviðið og i sumum tilfellum veitt ráðgjöf varðandi saumaskap. Að sögn Hjördísar Sigurðardótt- ur sem hefur setið í undirbúnings- nefnd vegna saumadaganna ásamt þeim Ragnheiði Valdimarsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur, er tilgang- urinn að hvetja fólk til að sauma sinn eigin klæðnað í auknum mæli. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkir dagar eru haldnir og sagði Hjördís að vefnaðarvörukaupmenn hefðu hug á að gera þetta að árlegum viðburði. „Við völdum þennan tíma þar sem við erum að taka upp sum- arefnin auk þess sem fermingar eru framundan. Móttökur hafa verið mjög góðar, margir hafa komið í vefnaðarvöruverslanir nú að und- anförnu og mikið bollalagt. Það má segja að saumaskapur sé nú í tísku og jafnvel unglingsdrengir setjast við saumavélina." Mikil þorskgengd við SV-Grænland KAupmannahBfn. Frá Nils JBrgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL þorskgengd er nú á Dana- banka úti fyrir Fredriksháb í Suðvestur-Grænlandi, að sögn Grænlenska útvarpsins. Þetta hefur haft í för með sér, að grænlenska landstjómin hefur orðið að samþykkja tilslakanir á reglunum um, að aðeins 10% af þorski megi vera í karfaafla Einn af togurum landstjómarinn- ar, Maniitsok, fékk nýlega 1000 tonna afla. Þar af vom 950 tonn þorskUr. Þrátt fyrir þessar tilslakanir er ekki ætlunin að leyfa, að farið verði fram úr 5800 tonna heildarþorsk- kvótanum við vesturströndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.