Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 34 HREINT OG KLÁRT í/list frummanna, Assýríumanna, Súmera, Grikkja og Rómveija, og í raun byggist öll myndlist og bygg- ingarlist á náskyldum lögmálum og hér hafa hvorki stærðfræði né heim- spéki verið útundan. Eins og nýrri rannsóknir eru til vitnis um, og þar á meðal íslend- ingsins Einars Pálssonar, er hér um mjög djúpa speki að ræða, sem varpar ljósi á margt, sem áður var mönnum hulin ráðgáta í hugsunar- hætti og heimspeki fommanna. Hvað vísindi, heimspeki, stærð- fræði og listir voru samofin sjáum við t.d. ljóslega í verkum Leonardos da Vinci og margra annarra meist- ara endurreisnartímabilsins, og þetta náði jafnvel til herstjómarlist- ar og byggingar vamarmannvirkja, svo sem frægt er í sögunni. Smátt og smátt hefur þetta í æ ríkara mæli greinst í sundur, og það er fyrst á síðustu tímum með tilkomu örtölvunnar, sem menn hafa rekist harkalega á það, hve þessir þættir em samofnir og að vísindi geta ekki án skapandi hugs- unar verið. Og ósjálfrátt hefur þróunin orðið sú um leið, að almenn- ingur sækir meira til lista en nokkru sinni fyrr og sér ekki fyrir endann á því. . — Að vinna út frá hreinu bygg- ingarlegu formi varð að sérstakri grein myndlistar á þessari öld og nefndist stefnan „konstruktivismi" og enn áður „tatlinismi" í höfuðið á einum fmmkvöðlanna, Vladimir Tatlin f. í Kraká í Rússlandi 1885, d. 1958 í Novedevicij nálægt Moskvu. Þessi stórmerkilegi mynd- listarmaður var nánast dýrkaður sem hálfguð af ýmsum fulltrúum hugmyndafræðilegu listarinnar, sem rannsökuðu innihald hlutanna og heimspekilegar forsendur ekki síður en ytri byrði og sérhæfðu sig á því sviði. Við eigum hér ágæta fulltrúa í bræðumnum Kristjáni og Sigurði Guðmundssonum og má vart á milli sjá, hver er hér dýpri í list sinni. Sigurður hefur haslað sér völl í Amsterdam, svo sem alþjóð mun kunnugt, en Kristján fluttist þaðan heim eftir nokkurra ára búsetu og hefur mestan part dvalist á Hjalt- eyri við Eyjafjörð síðan. Telur sig vera þar í útlöndum heima hjá sér og í því er að sjálfsögðu fólgi'n viss hugmyndafræði. Kristján sýnir um þessar mundir og út vikuna nokkur verk sinna í Ásmundarsal við Freyjugötu og er sýningin í sjálfu sér engu ómerkari viðburður en hin vel auglýsta sýning „Sjávarlandslag" í Norræna húsinu. En eitt er að vinna hér heima og annað að koma heim forframað- ur á listamarkaði .útlandsins. Á sýningu Kristjáns er mjög gott sýnishom á því, sem ég var að lýsa hér að framan um byggingar- og hugmyndalistina, ásamt með til- fínningunni fyrir tíma og tými. Hjá Kristjáni er allt hreint og klárt og sver sig til naumhyggjunn- ar í myndlist og segir langtum meira en í fljótu bragði virðist. Sýning sem þessi er fjarri því að vera jafn tormelt og hinum almenna sýningargesti virðist í fyrstu, en það er ekki sök sýnandans heldur tak- markaðrar fræðslu um myndlistir í skólakerfinu og í sterkasta íjölmiðl- inum, sjónvarpinu, til skamms tíma. En með aukinni kynningu og þekkingu á myndlist má heita ör- uggt, að hér verði mikil breyting á í framtíðinni því að listbylgjan mun fyrr eða síðar ná til íslands af full- um krafti. Sýning Kristjáns myndi vafalítið sóma sér hvar sem væri í hinum virtustu alþjóðlegu sýningarsölum erlendis ... Myndlist Bragi Asgeirsson Hið byggingar- og hugmynda- fræðilega hefur aldrei verið langt undan í vinnu myndlistarmanna frá upphafi vega. Þetta sjáum við jafnt Kristján Guðmundsson ásamt hluta verka sinna. sugenae Á tímum harðnandi samkeppni um vöruverð og þjónustu er okkur sérstakt gleði efni að boða þér eftirfarandi tíðindi: Salan á LENI eldhúsrúllum og salernispappír hefur tvöfaldast milli ára og sóknin heldur áfram. Þessi staðreynd heíúr ekkert að gera með heppni eða tilviljanir. Ástæðan er einföld. Leni rúllurnar eru þéttvafnari, endast lengur og því raunverulega ódýrari. Gerðu þinn eigin verðsamanburð. Við vitum að þú verður okkur sammála um niðurstöðuna. —r—f •i 4y i J 1 ^ Y a m 1 W 1 \ A i Sdi ) M rSd HmI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.