Morgunblaðið - 29.03.1987, Side 36

Morgunblaðið - 29.03.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 Valgerður Þórðar- dóttir — Minning Fædd 4. desember 1904 Dáin 20. mars 1987 Föðursystir mín, Valgerður Þórð- ardóttir, andaðist þann 20. mars síðastliðinn, 83 ára að aldri. Hún Valla frænka var mér afar kær og því er mér ljúft að minnast hennar fáeinum orðum. Öll sín æsku- og uppvaxtarár heima í Hlíð í Þorskafírði naut ég samvista við þessa frænku mína. En í Hlíð flutti hún með foreldrum sínum, er hófu þar búskap ásamt foreldrum mínum árið 1932. Og þar átti hún heimili sitt í næstum 30 ár. Eftir að Þórður, afí minn, féll frá, hélt Ingibjörg, amma, áfram að búa í Hlíð ásamt bömum sínum, sem flest hurfu þó að heiman ung að árum, nema Valla, sem ávallt fylgdi ömmu minni á meðan hún lifði. En hún lézt í Reykjavík árið 1966. Árið 1958 fluttu þær mæðgur til Reykjavíkur. Og þangað fluttu for- eldrar mínir ári síðar, er þau brugðu búi. Þær amma og Valla bjuggu á svonefndu Baðstofulofti í Hlíðar- bænum öll sín uppvaxtarár og þar fengum við, ég og systkini mín, að vera eins og við vildum. Þar áttum við góðar og glaðar stundir. Valla giftist aldrei, en helgaði líf sitt þjónustu og ræktarsemi við for- eldra og systkini og fjölskyldur þeirra. Með tímanum hefur sá frænd- garður orðið stór, sem hún lét sig varða og bar óþrjótandi umhyggju fyrir allt til hinztu stundar. Valla frænka var mikill dýravinur og náttúruunnandi. Öll útivera og sveitastörf voru henni því mjög að skapi. Margar á ég minningar um gönguferðir með frænku, minning- ar um beijamó, skeljaleit, steinaöfl- un og blómaskoðun. Áreiðanlega átti hún ríkan þátt í að opna augu okkar systkinabama sinna fyrir undrum og dásemdum náttúrunnar. Og enn man ég sumarvísumar og bamagælumar, sem hún raulaði og kenndi mér, auk svo margs annars. Góð áhrif hennar á okkur systkina- bömin verða aldrei rakin eða metin að fullu. En þakklæti á hún skilið hörpusilki er vatnsþynnt. grunnun Skúlagötu 42 125 Reykjavík Pósthólf 5056, S (91) 11547 HARPA gefur lífinu lit! ÞÖRHILDUR/SlA hörpusilki þekur atburöa vel og eru 2 umteröir yfirleitt fullnægjandi. HÖRPUSILKI er Ijósekta, gefur jafna og fallega áferð. PUSILKI ög góða viðloðun við nálningu og er sérstök því óþörf : HÖRPUSILKI e, létt i meöförum og laust við óþægilega lykt. DRPUSILKI •neð innþyggðum herði og er einstaklega heppilegt þar n krafist er mikillar þvottheldm. fyrir alla samvemna og tryggðina við okkur. Eins og fyrr getur fluttust þær amma og Valla til Reykjavíkur árið 1958 og bjuggu þar síðan hjá Ara Þórðarsyni, bróður Völlu. Þau ár, sem fóm í hönd, starfaði Valla hjá kexverksmiðjunni Frón, eða fram til ársins 1966, er hún fékk fótar- mein, sem olli því að taka varð af henni fótinn, og varð hún öryrki eftir það. Af þeim sökum þurfti hún að dvelja á Vífilsstöðum til ársins 1970, er hún fluttist aftur til Ara bróður síns á Grettisgötu 39 og bjó þar unz hún vistaðist á Droplaugar- stöðum við Snorrabraut þar sem hún dvaldi síðustu æviárin. Veikindi sín bar Valla frænka af undraverðu þolgæði og dugnaði, og þá kom skýrt í ljós sá kjarkur og sjálfsbjargarvilji, sem henni var í blóð borinn. í starfí mínu sem hjúkmnarfræðingur hef ég lengst af fylgst með hennar löngu og ströngu veikindabaráttu og veit því öðmm fremur um hetjuskap hennar og æðmleysi í því stríði. Ég vil geta þess, að Valla frænka naut hinnar beztu hjúkmnar á Droplaug- arstöðum, og bað hún mig ítrekað að skila „þakklæti til allra, sem hjúkmðu henni þar, og er það hér með gert. Að leiðarlokum þakka ég svo frænku minni vináttu og elskulega samfylgd. Guð blessi minningu hennar. Þóra Ásdís Arnf innsdóttir Draumur í dós 'r" PEPSI fHttgnn* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.