Morgunblaðið - 29.03.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987
37
Einar Birkir Guð-
bergsson - Kveðja
Fæddur 17. júlí 1983
Dáinn 23. mars 1987
Jesús sagði: Leyfið bömunum að
koma til mín og bannið þeim það
ekki, því að slíkra er Guðsríkið.
Bömin brjóta ísinn og þannig
kynntist ég litla vini mínum, Einari
Birki. Hann kom inn í búðina til
mín og sagði: „Mig langar í ís.“
Og smám saman urðum við svolitl-
ir vinir. Og þegar lítil böm era kát
og lífsglöð verðum við fullorðna
fólkið það líka. Um helgar þegar
von var á honum þá gerði ekkert
til þótt úti væri hríð. Það kom allt-
af sólarljós þegar hann kom inn í
búðina.
Ég þakka elsku Einari mínum
fyrir komumar, það dregur úr sár-
asta harminum að vita að hann er
á besta stað í heimi, hjá Guði.
Kæra Anna, Guðbergur og fjöl-
skyldur, megi minningin um yndis-
legan drenghnokka hjálpa ykkur.
Ég og fjölskylda mín sendum
ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
í Guðs friði.
Jenný Grettisdóttir
Astarfaðir himinhæða
heyr þú bama þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Hann Einar Birkir er horfínn frá
okkur yfír móðuna miklu, þessi fal-
legi dugnaðardrengur og allt skeður
þetta fljótt og hljótt, því slysin gera
ekki boð á undan sér. Þegar þessar
sorgarfréttir bárast okkur, gátum
við vart talað saman, grátkökkurinn
sat í hálsi okkar. Svona er lífíð, að
heilsast og kveðjast.
Elsku litli langömmu og -afa-
drengur með augun sín skæra og
bláu hefur kvatt þennan heim, að-
eins á fjórða árinu. Þegar hann kom
í heimsókn á Brávallagötuna með
mömmu og pabba var líf og fjör.
Það var spennandi að fara í felu-
leik bak við sófa og undir borð og
stóla. Hann geislaði af .lífsgleði og
krafti en minningin um hann lifír.
Já, sefist sorg og tregi
þér saknendur við gröf,
því týnd er yður eigi
hin yndislega gjðf.
Hún hvarf frá synd og heimi til himins,
fagnið því,
og hana guð þar geymi og gefi fegri á ný.
(Bjöm Halldórsson frá Laufási.)
Langamma og langafi
Asta H. Hermanns-
dóttir — Minning
Fædd 30. ágúst 1925
Dáin 17. mars 1987
Asta Hermína var fædd og uppal-
in á Flatey á Skjálfanda, S-Þingeyj-
arsýslu. Foreldrar hennar vora:
Sigurveig Ólafsdóttir ljósmóðir og
Ingjaldur Hermann Jónsson útvegs-
bóndi. Hún var fjórða af sjö systkin-
um og era nú 5 þeirra á lífi.
Kynni okkar af Ástu hófust í
október 1951, þegar við hófum nám
í Ljósmæðraskóla íslands.
Þar bjuggum við í heimavist og
kynntumst því í námi, starfí og
frístundum.
Ásta var dagfarsprúð og traust-
vekjandi í hvívetna, hafði gott
skopskyn og gat verið hrókur alls
fagnaðar þegar svo bar undir.
Hún var tiygglynd og vinföst og
hafa kynni okkar haldist ætíð síðan.
Við munum því sakna hennar og
þeirrar hlýju sem frá henni stafaði.
Nær óslitið, síðan við útskrifuð-
umst úr Ljósmæðraskólanum,
starfaði Ásta við ljósmæðrastörf.
Fyrst 3 ár á fæðingardeild Lands-
pítalans, síðan 4 ár á Sjúkrahúsi
Keflavíkur, en frá 1960 starfaði hún
nær óslitið á Fæðingarheimili
Reykjavíkur þar til kraftar þratu.
Hún var vel látin af skjólstæðingum
sínum og samstarfsfólki.
Fyrir 5 áram kom í ljos að Ásta
var með ólæknandi sjúkdóm. Nú
hefur hún orðið að lúta í lægra
haldi eftir langa og stranga baráttu.
leysi og sálarstyrk gegnum öll þessi
veikindi.
„Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni
að eigi geti syrt eins sviplega og nú
og aldrei er svo svart yfir sorgarranni
að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“
Við vottum eftiríifandi systkinum
og öðram skyldmennum samúð
okkar.
Megi hún hljóta blessun og frið.
Skólasystur
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúö
og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar,
tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Bala á Miönesi.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkranarfólks á Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Guömundsson,
Krístmann Guðmundsson, Snjólaug Sigfúsdóttir,
Siguröur B. Guðmundsson, Marta Baldvinsdóttir,
Sigurbjörg Guömundsdóttir, Haraldur Sveinsson,
Guðlaug H. Guömundsdóttir, Kjartan Björnsson,
Sigrún G. Guömundsdóttir,
Guðmundur L. Guömundsson,
Sólmundur Rúnar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR BETÚELSSON,
Langholtsvegi 156,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miöviðkudaginn 1. apríl
kl. 15.00.
Guðrún Auðunsdóttir,
Andrés B. Sigurðsson, Erla Hafliðadóttir,
Svandfs Sigurðardóttir,
Marta Sigurðardóttir,
Auðun Svavar Sigurðsson,
Anna María Sigurðardóttir,
Esther Sigurðardóttir,
Elfsa Sigurðardóttir,
Elías Sigurðsson,
Jón Eiríksson,
Lárus Einarsson,
Karl. S Thorlacius,
Guðrún Guðmundsdóttir
og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa,
HJALTA KRISTJÁNSSONAR,
Gyðufelli 4, Reykjavfk,
áður bóndi Stóru-Brekku, Fljótum,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð frú Karolínu
Kristjánsdóttur.
Þorbjörg Pálsdóttir,
Óskar Hjaltason, Anna Gréta Arngrímsdóttir,
Trausti Hjaltason, Lilja Sigurðardóttir,
Gurí Lfv Stefánsdóttir, Gunnar Vilmundarson,
Ásta Hjaltadóttir, Kjartan Þorbergsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir, afi og bróðir,
GÍSLIODDSSON,
Ljósheimum 20, Reykjavfk,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. mars kl.
15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagiö.
Lára Sæmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og systur.
t Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐNÝ RÓSA JÓNASDÓTTIR
frá Bakka f Hnffsdal,
verður jarösungin frá Dómkirkjunni 30. þriðjudaginn 31. mars kl. 13.
Jónas Elfasson, Ásthildur Erlingsdóttir,
Halldór I. Elfasson, Björg Cortes Stefánsdóttir,
Þorvarður Elíasson, Elías B. Elíasson, Margrét Elíasdóttir. Inga Rósa Sigursteinsdóttir, Rannveig Lind Egilsdóttir,
t
Hún hefur sýnt einstakt æðru- +
Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 i Einlægar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, GUÐBJARGAR SANDHOLTS, Reynimel 31. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki á deild 3-B á Landakotsspítala. Guð blessi ykkur öll.
Opið öll kvöld Þórhildur Maggf Sandholt, Gfsll Sigurbjörnsson.
ti! kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. BBT .
LEGSTEINAR
. I MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 681960
Útför mannsins míns, •
SIGURÐAR SVEINSSONAR
frá Sleggjulæk,
sem andaðist 23. mars sl., fer fram frá Stafholtskirkju þriöjudag-
inn 31. mars kl. 14.00.
Bílferö verðurfrá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.00 sama dag.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð.
Halldóra Gfsladóttir.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
ÓLAFUR S. KRISTJÁNSSON,
Hvassaleiti 155,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 13.30.
Anna Ólafsdóttir,
Einar Ólafsson,
Tryggvi Ólafsson.
Pálmi Gunnarsson,
Solveig Vignisdóttir,
t
Sonur okkar, bróðir og mágur,
TÓMAS KOLBEINN HAUKSSON,
Birtingakvfsl 15,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriöjudaginn 31. mars kl.
15.00.
Haukur Tómasson, Karitas Jónsdóttir,
Sigrún Hauksdóttir, Loftur Atli Eirfksson,
Georg Guðni Hauksson, Sigrún Jónasdóttir.