Morgunblaðið - 29.03.1987, Side 40

Morgunblaðið - 29.03.1987, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 4Í> Fjárhagsbókhald Viðskiptamenn — skuldunautar Viðskiptamenn — lánadrottnar___ Birgðabókhald Söluaðilar EinarJ. Skúlason hí., Grensásvegi 10, Reykjavík, s.: 686933 Rafreiknir hf.r Ármúla 40, Reykjavík, s.: 681011 Skrifstofuvélar hf., Hverfisgötu 33, Reykjavík, s.: 20560 Atlantis, Skúlagötu 51, Reykjavík, s.: 621163 Heildi - Níels Karlsson, Steinbergi, Akureyri, s:. 96-25527 Skólavörðustíg 42, 101 Reykjavík, símar 91-22243 og 26282. [I Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR GRAFARVOGUR Þingholtsstræti o.fl. Sóleyjargata Laufásvegur 2-57 Hverfisgata 4-62 o.fl. Gerðhamrar Dverghamrar Krosshamrar Hesthamrar Áhorfendur með hvatningarspjöld fylgjast með mælskukeppninni. Frá mælskukeppninni milli Seljaskóla og Austurbæjar- skóla. Ræðumaður frá Selja- skóla er í pontu. Úrslit í ræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur í Breiðholtsskóla UNDANFARNAR vikur hefur staðið yfir keppni í mælskulist meðal unglinga i grunnskólum borgarinnar. Ellefu skólar tóku þátt í keppninni sem er skipu- lögð og stjórnað af íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Það vakti athygli að í keppn- inni milli Seljaskóla og Austur- bæjarskóla var aðeins einn piltur í sveitunum tveimur. Það var Austurbæjarskóli sem sigraði og mætir því sveit Hagaskóla í úrslit- um miðvikudaginn 1. apríl nk. kl. 20.30 í samkomusal Breiðholts- skóla. Ræðuefnið verður „Reyk- laust ísland árið 2000“. Verðlaunaafhending fer fram sama kvöld, en verðlaunin gefur íþrótta- og tómstundaráð. Joseph Allard flytur fyrirlestur JOSEPH Allard, lektor í bók- menntum við háskólann ■' Essex, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands mánudaginn 30. mars nk. kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Emily Dickinson: The Regulation of Belief" og verður fluttur á ensku. Joseph Allard hefur ritað um bók- menntir, m.a. um Nathaniel Hawthome, Emily Dickinson, Thom- as Smith, West og Copley. Einnig er hann ljóðskáld sjálfur. AUard kemur hingað til lands á vegum British Council, m.a. til að halda málstofu með enskunemum í heim- spekideild. Fyrirlesturinn er opinn öllum. Morgunblaðið/Gunnar Þátttakendurnir á námskeiðinu ásamt leiðbeinanda. Kvenmaðurinn á námskeiðinu var fjarverandi þegar myndin var tekin. Matreiðslunámskeið eftirsótt hjá karlmönnum í Bolungarvík Bolungarvík. AUK ÞESS að færa eiginkonum sínum blóm á konudaginn bregða eiginmennirnir á sig svuntum og glíma við eldamennskuna þann daginn. Þetta á að minnsta kosti við um marga eiginmenn sem þess- ari vinnu geta við komið og á sig bætt. Hvort að eitthvað hafi farið úrskeiðis í eldamennskunni hjá þeim átta karlmönnum sem nú stunda nám í matreiðslu á kvöldnámskeiðum við grunnskólann í Bolung- arvík fæst sennilega ekki upplýst. Á námskeiði þessu eru eins og áður sagði átta karlmenn og einn kvenmaður, leiðbeinandi er Björg Kristjánsdóttir matreiðslukennari grunnskólans. Undirritaður hefur sjálfur verið þátitakandi á þessu námskeiði og mun hann ekki láta uppi ástæður þess að hann sótti slíkt nám. Sú fræðsla sem þarna fer fram er þörf öllum því einhverstaðar stendur að matur sé mannsins megin. Á námskeiðunum, sem eru einu sinni í viku tvo tíma í senn, eru eldaðir listaréttir, gerðir forréttir og eftirréttir auk þess sem bakkelsi er skellt í ofninn. í lok hvers tíma er sest að matarborði og útkoma kennslustundarinnar étin og það bókstaflega upp til agna því þarna eru einföldustu réttir gerðir að veislumat. Sem dæmi skal hér í lokin gefið upp það sem var á borð- um er meðfylgjandi mynd var tekin. Forréttur: Júlíönnusúpa borin fram með bökuðum ostastöngum. Aðalréttur: Karrýsteiktar kótilettur með hrísgijónum og iceberg-salati. Eftirréttur: Sérrýís með' sveskjum og sótkaka með súkkulaði. Þá er loksins komin á markaöinn sann- kölluð draumableia. Bleia sem situr vel og er þægileg, og um leið svo auðveld í meðförum að afi gamli fer létt með bleiu- skiptin. Minsten bleian er þannig úr garði gerð að hún dregur í sig mjög mikinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.