Morgunblaðið - 29.03.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987
41
Þrennir
hljómleikar
Leo Smith
og N’Da
BANDARÍSKI trompetleikarinn
Leo Smith og hljómsveit hans,
N’Da, hafa verið á tónleikaferð
um Evrópu að undanförnu og
lýkur þeirri ferð með þrennum
tónleikum hér á landi. Hljóm-
sveitin hefur haldið tónleika í
Hollandi, Þýskalandi, Austurríki,
Ungveijalandi og Júgóslavíu.
Hljómleikarnir hér á landi verða
31. mars á Akureyri, 1. apríl á
Hótel Akranesi, og 2. apríl á
Hótel Borg í Reykjavík og lýkur
þar Evrópuför Leo Smith og
N’Da að þessu sinni.
Leo Smith er ættaður frá Miss-
issippi og hóf feril sinn með því að
leika með blúshljómsveitum á þeim
slóðum. Hann hefur síðan öðlast
sess, sem einn af brautryðjendum
nútímajazztónlistar, var t.d. kjörinn
besti trompetleikari af ungu kyn-
slóðinni hjá jazztímaritinu Down
Beat árið 1980. Smith er nú í farar-
broddi þeirrar stefnu, sem veitt
hefur nýjum straumum úr funk- og
reggae-tónlist inn í jazzmúsíkina.
Hann hefur heimsótt Island þríveg-
is og haldið hér tónleika og
námskeið.
Hljómsveitina N’Da skipa auk
Smiths: Wes Brown bassagítarleik-
ari. Hann hefur leikið með Leo
Smith um árabil auk annarra
þekktra jazzleikara. Kamal Sabir
trommuleikari, sem er af yngri kyn-
slóð jazzleikara í Bandaríkjunum
og hefur m.a. leikið með Leroy
Jenkins og Omette Coleman. Þor-
steinn Magnússon (Stanya) gítar-
leikari, en hann hefur leikið með
flölda þekktra íslenskra hljómsveita
og spilað inn á yfir 50 íslenskar
hljómplötur. Hann hefúr verið helsti
samstarfsmaður Leo Smith hér á
landi og leikur stórt hlutverk á
nýjustu plötu hans, „Human
Rights", sem hljómplötuútgáfan
Gramm gaf út á síðasta ári.
Flugleiðir hafa veitt ferðastyrk
vegna þessa hljómleikaferðalags.
að verðmsti 2.000.000 hvor
4 SUBARU 1800 4WD station og 18 SUBARU JUSTY 4WD
Með þátttöku þinni í Happdrætti Slysavamafélagsins átt þú möguieika
á íbúðarvinningi að eigin vali eða lyklunum að nýjum bíl
ÞÁTTTAKA ÞÍN ER LYKILUNN AÐ AUKNUM SLYSAVÖRNUM
WSA 1
a—bbi
SIMCREIÐSL UR
© 91-27600
HAPPDRÆTTI
Slysavamafélags íslands
S 91-27600
raka, en yfirborð hennar við húð barnsins helst þó
þurrt. Bleian fellur vel að lærunum svo að ekkert lekur
út í fötin, og haganlega gerð límrönd sem losa má og
festa aftur
gerir eftirlit
ástandi bleiunnar
auðveldara. Því skildi
engan undra að
ein mest selda bleiugerðin í Evrópu.
Minsten
FYRIR SMÁFÓLKIÐ