Morgunblaðið - 29.03.1987, Side 44

Morgunblaðið - 29.03.1987, Side 44
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 44 Séra Svavar A. Jónsson Betra fyrirkomulag- sjáum við ekki enn Rætt við herra Pétur Signrgeirsson biskup um afnám prestskosninga „Þetta fyrirkomulag, sem er á prestskosningum, hefur marga agnúa í för með sér og þó einkum þann, að frambjóðendur skuli þurfa að heyja kosningabaráttu eins og í almennum pólitískum kosningum. Prestskapur er ann- ars eðlis en stjórnmál, sem snúast um ólík viðhorf til þjóðmála. Reynslan hefur sýnt að prests- kosningar verða mjög persónuleg- ar. Inn í þær blandast óæskileg togstreita og deilur um hlutaðeig- andi persónur. Það skilur eftir sár, sem gróa seint eða aldrei. Seint verður hægt að fínna þá aðferð við prestskosningar, sem getur komið í veg fyrir alla ókosti þeirra. En núverandi fyrirkomu- lag er að mínu áliti til stórskaða fyrir kitjuna. Alþingi má ekki Hr. Pétur Sigurgeirsson draga lengur að breyta þessum lögum." Þannig skrifar herra Pétur Sig- urgeirsson biskup í hirðisbréfí sínu, Kirkjan öllum opin, sem hann sendi prestum og söfnuðum á síðastliðnu ári. Og hann heldur áfram í samtali, sem við áttum við hann á biskupsstofu í tilefni hinna nýju laga um veitingu prest- sembætta: „Nú er lögunum breytt og ég hlýt fyrst og fremst að fagna því að frumvarpið skuli hafa verið tekið upp að nýju eftir um áratug- ar biðstöðu, en það var síðast lagt fyrir Alþingi árið 1978. Ég er Jóni Helgasyni mjög þakklátur fyrir að hafa tekið frumvarpið til umræðu og honum og öllum þeim, sem studdu það á Alþingi, er ég þakklátur. Stundum hefur orðið tregða í því að frumvörp, sem Hvað finnst þeim um lögin um afnám prestskosninga? Magdalena Búadóttir hjúk- runarfræðingur, ritari sóknar- nefndar Grensáskirkju: Ég fagna þessum nýju lögum og tel þau vera til mikilla bóta. A undanfömum árum hef ég ekki komizt hjá því að verða vör við hið leiðinlega andrúmsloft og þá úlfúð sem oft hefur skapast innan safnaðar við prestskosningar. Ég vona að hið nýja fyrirkomulag geti orðið til þess að breyta þessu. Aðalsteinn Thorarensen kenn- ari: Ég fagna því að prestar skuli ekki lengur þurfa að leggja á sig baráttu í kosningum eins og verið hefur. Þeir hafa oft þurft að bera mikinn kostnað og svo fallið í kosningunni. Ég fagna því líka ef þau átök, sem oft hafa orðið um prestinn eftir kosningar, séu búin. Það hefur viljað verða svo að þau, sem ekki fengu kosinn þann frambjóðanda, sem þau studdu, hafa snúizt gegn prestin- um, sem hlaut kosningu. Það verður vandi að sitja í sóknar- nefnd eftir að henni er falið að velja söfnuðinum prest. En það verður að reyna á hvort þær beri ekki gæfu til að standa sig. Magdalena Búadóttir Kirkjuþing senda Alþingi, væru afgreidd þar. Því fagna ég því að þetta frumvarp, sem kirkjan hefur löngu sent til Alþingis, skyldi fá umfjöllun og afgreiðslu." — Hvað telur þú að hafi helzt orðið til þess að þetta frumvarp var samþykkt núna? „Ég held að einn þátturinn hafí verið að þingmenn hafa séð að prófkjör flokkanna voru ekki heillavænleg. Þau sundruðu en sameinuðu ekki og langan tíma tekur að lagfæra það, sem tap- ast. Það sama má einmitt segja um þann „flokk“, sem er Þjóð- kirlqan. Prestskosningar hafa oft orðið til mikillar sundrungar og það hefur verið sárt að þurfa að láta þessa aðferð ganga áfram og sjá vandræðin, sem hafa hlo- tizt af. Þá er líka annað, sem mjög varð til hins betra í þessu máli. Fyrir 5 árum, árið 1982, setti Alþingi á laggimar Sam- starfsnefnd Alþingis og Þjóðkirkj- unnar. Það var fyrir frumkvæði Benedikts Gröndal, sem þá var þingmaður. Þessi nefnd ræddi prestskosningafrumvarpið núna og ég varð var við mikinn skilning fulltrúa þingflokkanna á þessum vanda kirkjunnar enda þótt þeir væru ekki allir á sömu skoðun. — Hvaða verkefni hefur Samstarfsnefnd Alþingis og Þjóðkirkjunnar? „Tilgangur hennar er að vinna að auknum skilningi í löggjafar- starfí á vandamálum og verkefn- um kirkjunnar. Frá hendi Alþingis er þar fulltrúi frá hveijum þing- flokki en Kirkjuráð er þar af hálfu kirkjunnar. Þessi nefnd hefur rætt þau mál, sem Kirkjuþing hefur afgreitt og Alþingi fengið til meðferðar frá því.“ — Það heyrist gagnrýnt að fámennar sóknarnefndir eigi að ráða vali prestsins og sum- um sóknarnefndarmönnum finnst þetta of þung ábyrgð? „Það eru ekki aðeins þrír eða fímm menn, sem sitja í sóknar- nefnd, sem hafa þetta ábyrgðar- mikla starf á hendi. Strax í menntamálanefnd efri deildar var tala kjörmanna tvöfölduð með því að varamenn sóknamefndanna skulu líka taka þátt í kjörinu. Þannig geta það orðið 14 til 18 manns að meðaltali, en ekki færri en 10, sem kjósa prestinn. Sókn- amefndir fá með þessu bæði ábyrgð og verkefni, sem ég tel mjög af hinu góða. Þetta er for- ystulið af hendi leikmanna og æskilegt að það fái ábyrgð gagn- vart stjóm kirkjunnar. Hins vegar gerir frumvarpið ráð fyrir því að ekki þurfí að fara fram kosning ef kjörmenn em sammála um að kalla til sín prest án þess að pre- stakallinu sé slegið upp. Prestur- inn er þá ráðinn til ákv. tíma. Það getur verið góð leið að kalla presta til starfa. Staða prestsins og þjón- usta hans í prestakallinu er þannig að æskilegt er að ekki sé farið að bítast um hann eftir að hann er kominn til starfa og það er nauðsynlegt að hann hafi fólk- ið með sér en ekki á móti sér.“ — Hvaða ókosti telurðu líklegasta til að verða á hinu nýja fyrirkomulagi? „Ég geri mér vel grein fyrir því að þótt við höfum breytt frá því fyrirkomulagi, sem var ófært, er ekki strax fundið fyrirkomulag, sem girðir fyrir vandræði. En annað betra fyrirkomulag sjáum við ekki enn. Enda er þetta al- gengasta formið í kirkjum, sem við þekkjum bezt til.“ Ný 1 ög um veit- ingu prestakalla Aðfaranótt 18. mars samþykkti Alþingi ný lög um veitingu presta- kalla. Jón Helgason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var flutn- ingsmaður frumvarpsins. Með afgreiðslu þess samþykkti Alþingi loks ítrekaðar óskir frá kirkjunni um að prestkosningar yrðu lagðar niður. Þau lög um prestkosning- ar, sem voru felld niður, voru sett árið 1915. Sóknarnefndir kjósa presta Samkvæmt hinum nýju lögum munu sóknamefndir, bæði aðal- menn og varamenn, kjósa sóknar- presta. Tveir aðrir möguleikar eru fyrir hendi. Sá fyrri er að sóknar- nefnd kalli prest til starfa og ráði hann til ákveðins tíma, hinn síðari að ijórðungur atkvæðisbærra sóknarbama óski eftir almennri kosningu í prestakallinu. Óskin þarf þá að berast skriflega innan viku frá því að sóknamefnd valdi sóknarprestinn. Úrslitaatkvæði um frumvarpið Við endanlega afgreiðslu frum- varpsins í neðri deild greiddu 20 þingmenn atkvæði með því, 6 á móti og 8 sátu hjá. Atkvæði gegn frumvarpinu greiddu Sverrir Her- mannsson, menntamálaráðherra, Eggert Haukdal, Guðmundur Ein- arsson, Guðmundur J. Guðmunds- son og Karvel Pálmason. Kveðjuorð: * * Oskar Kr. Oskars son frá Firði Fæddur 25. júlí 1957 Dáinn 15. mars 1987 Látinn er ungur vinur minn, Óskar Kr. Óskarsson frá Firði. Hann hefði orðið þrítugur í blóma sumarsins í júlímánuði. Okkar fyrstu kynni voru fyrir 10 árum eða þar um bil. Var ég nýkominn hing- að til Grindavíkur og þekkti hér því fáa. Settist ég hér að þar eð ég kynntist núverandi eiginkonu minni. Hún átti sér æskuvinkonu, hana Sjöfn Ágústsdóttur. Tókst því mikil vinátta milli okkar, sem óx með hverju ári, því þær vinkonum- ar voru saman í saumaklúbb og saman vorum við öll meðlimir í unghjónaklúbbi Grindavíkur. Var jafnan mikill fögnuður og gleði er við áttum stundir saman með þeim Kidda og Sjöfn. Þau áttu yndislegt heimili og var alltaf gaman að koma þangað, því þar ríkti mikil lífsgleði og mikið hlegið með tilheyrandi glensi og gamni. Var enda oft fjöl- menni á heimili þeirra. Kiddi var lærður rafvirki, en sjómennskan var rík í lífi hans og hana stundaði hann fram á síðasta dag. Kiddi var sú manngerð, sem allt vildi fyrir alla gera væri hann beðinn um ein- hverja aðstoð. Greiðviknari mann hef ég ekki þekkt. Það er sárt þegar vinir kveðja. Við skiljum ekki alltaf gerðir hans sem öllu stjómar. Hvers vegna kveður dauðinn svo miskunnarlaust dyra hjá hinni ungu íjölskyldu? Hvers vegna kallar sá sem öllu stjómar ungan mann í blóma lífsins svo skyndilega til sín? Eflaust hefur þetta allt sinn tilgang. Og við hjón- in sem söknum vinar okkar huggum okkur við að þeir deyja ungir, sem guðimir elska. Kiddu og Sjöfn varð tveggja bama auðið, sonanna Vignis 9 ára og Arons 3ja ára. Veröldin virtist brosa við hinu glæsilega unga pari. En fljótt skipast veður í lofti. Sjöfn mín. Við sendum þér og sonum þínum innilegar samúðar- kveðjjur og vonum að Guð styrki ykkur í hinni miklu sorg. Foreldmm, systkinum, tengda- foreldrum og öðrum aðstandendum vottum við dýpstu samúð. „Sofna mátt þú sæll í þínum varpa, sólskinið er búið, vinur minn, uppi á uglu hangir vorsins harpa. Hún er köld og strengjalaus um sinn, áður hóf hún söngvaseið í blænum sunnanundir kálgarðsveggnum grænum, ó, þið tvö, sem lögðuð kinn við kinn, hunangsflugan þar í hunangsbolla blóma hunang, rækti vel sitt bú, randaði út og inn, átti stefnumót við bikar þinn. Margs er góðs að minnast, vinur minn luktur knappur, blóm og biðukolla, þetta allt varst þú þó að fijósi nú, og þú veist að einhver þinna róta upp mun sprota skjóta, vaxa á ný og verða stærri en þú.“ (Guðm. Böðvarsson) Guðmundur, Eva og börnin. Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ !b s.helgason hf ISTEINSMIÐJA I SKEMMJVEGI48 SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.