Morgunblaðið - 29.03.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987
63
Hljómleikar Leo
Smith & N’DA
eftir Órn Þórisson
Bandaríski trompetleikarinn Leo
Smith og hljómsveit hans, N’DA,
hafa verið á tónleikaferð um Evrópu
að undanfömu og lýkur þeirri ferð
með þrennum tónleikum hér á landi.
Hljómsveitin hefur haldið tónleika
í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki,
Ungveijalandi og Júgóslavíu.
Leo Smith er ættaður frá Miss-
issippi og hóf feril sinn með því að
leika með blúshljómsveitum á þeim
slóðum. Smith vakti athygli á sjötta
áratugnum sem einn af forystu-
mönnum tónlistarhópsins AACM
(Association for Advancement of
Creative Musicians) sem stóð fyrir
miklum músíktilraunum í Chicago.
Meðlimir AACM þóttu mynda ljóð-
rænt mótvægi við hinn hijúfa hljóm
fijálsjazzspilara í New York. Þama
komu fram tónlistarmenn eins og
Anthonyu Braxton, Muhal Richard
Abrams, og heimsþekktar hljóm-
sveitir á borð við Art Ensemble of
Chicago.
Margir hafa rætt 'og ritað um
áhrif þessa félagsskapar á
samtímajazztímaritinu Down Beat
árið 1980.
Smith er nú í fararbroddi þeirrar
stefnu sem veitt hefur nýjum
straumum úr funk- og reggae-
tónlist inn í jazzmúsíkina. í
marshefti Down Beat er ítarleg
grein um Leo Smith og þá nýju
strauma sem hann veitir nú inn í
jazzinn, sérstaklega er lögð áhersla
Leo Smith hefur heimsótt ísland
þrívegis og haldið hér tónleika og
námskeið, m.a. í boði Jazzvakning-
ar og Grammsins.
Hljómsveitina N’DA skipa auk
Smiths: Wes Brown bassagítar-
leikari. Hann hefur leikið með Leo
Smith um árabil auk Qölda annarra
þekktra jazzleikara.
Kamal Sabir trommuleikari er
af yngri kynslóð jazzleikara í
Bandaríkjunum og hefur m.a. leikið
með Leroy Jenkins og Ornette Cole-
man.
Þorsteinn Magnússon (Stanya)
gítarleikari. Hann hefur leikið með
§ölda þekktra íslenskra hljómsveita
og spilað inn á yfir 50 íslenskar
hljómplötur. Hann hefur verið helsti
samstarfsmaður Leos Smith hér á
landi og leikur stórt hlutverk á
nýjustu plötu hans, „Human
Rights“.
Hljómleikamir hér á landi verða
31. mars á Akuréyri, 1. apríl á
Hótel Akranesi og fimmtudags-
kvöldið 2. apríl á Hótel Borg í
Reykjavík og þar lýkur Evrópuför
Leo Smith & N’DA að þessu sinni.
Flugleiðir hafa veitt ferðastyrk
vegna þessa hljómleikaferðalags.
Höfundur erjazzáhugamaður.
Leo Smith
á uppgötvun bandarískra jazzleik-
ara á Rastafari-trúarbrögðum.
Trúin hefur reyndar ávallt gegnt
miklu hlutverki í lífi svartra jazz-
leikara, skemmst er að minnast
bahaítrúar be-bopparans Dizzy Gil-
lespie og múhammeðstrúar framúr-
stefnujazzara sjötta áratugarins.
Til dæmis má segja að saxafónleik-
arinn frægi, John Coltrane, hafi
fyrst þroskast sem tónlistarmaður
eftir að hann fékk guðlega vitrun.
Trúin á Ras Tafari, Haile Selassie
I, er hins vegar ekki eins útbreidd
og kunn venjulegu fólki eins og
áður nefndar trúarstefnur.
Trú Smiths á Afríska sæluríkið,
sem einnig hefur verið átrúnaður
reggae-listamanna eins og Bob
Marley og Peter Tosh, nær níu ár
aftur í tímann og hefur tónlist hans
breyst gífurlega vegna þess. I stað
þungrar framúrstefnu er komin létt
og aðgengileg tónlist þar sem Leo
sýnir á sér nýja hlið sem söngvari
og textasmiður. Mannkærleikur og
„Rasta“-speki er meginuppistaða
textanna sem Leo syngur á ekki
ósvipaðan hátt og gamlir blúsarar,
t.d._ Jesse Fuller.
Á síðasta ári gaf hljómplötuút-
gáfan Gramm út plötu Smiths,
Human Rights, sem dreift hefur
verið víða um lönd. Þessi plata inni-
heldur sýnishom af nýjustu tónlist
Smiths og einnig dæmi um þá tón-
list sem hann var frægari fyrir á
árum áður. Gagnrýnendur á Bret-
landi og Bandaríkjunum hafa tekið
plötunni mjög vel.
FYRIR FERMINGUNA
sm og m
Saumið fermingarfötin sjálf og verið þannig persónulega klœdd
Hjá okkur fást fjölmörg snið og efni jafnt fyrir stráka sem stelpur
Munið nýju búðina í Mjóddinni
Nœg bílastœði. Sími 72222
'á*mi ’5«tV;íY- - - *
m0m
Ijljlfí
Eróbikk-stúdíó
Jónínu og Ágústu
V iðurkenningarskj al
Námskeið fyrir þá sem vilja læra að verða eróbikk-leiðbeinendur.
Námskeiðið hefst 4. apríl og því lýkur 12. apríl.
Eróbikk stúdíó Jónínu og Ágústu er með réttindi frá IDEA (International Dance and Exercise Association)
og sækir námskeið erlendis, minnst 5 á ári, til þess að öryggi nemendanna sé tryggt. Sem dæmi þá eru
ótal nýjungar hvað varðar þol-, styrk- og liðleikaþjálfun í gangi, til þess að draga úr meiðslum. Meiðsli koma
oft ekki í Ijós fyrr en löngu eftir að hætt er að æfa.
Varist ofálag, hættulegar teyjuæfingar, varasamar bak- og magaæfingar og kennara sem hafa ekki þekk-
ingu. Það eru til tvenns konar eróbikk-leiðbeinendur, þeir sem hafa sótt námskeið og þeir sem ættu að
gera það.
Námsefni: Vöðvafræði, hreyfingarfræði, lífeðlisfræði, forvarnir, öryggi, líkamsbeiting, öndun, næringar-
fræði, fyrsta hjálp (réttindaskjal Rauða kross íslands), stjórnun, tónlistarval, eróbikk-æfingar,
réttar teygjuæfingar, styrktaræfingar, íþróttasálarfræði, verkleg æfingakennsla, eróbikk með
þyngingum, eróbikk með teygjuböndum, eróbikk með félaga.
Viðurkenning: í lok námskeiðs gangast þátttakendur undir bóklegt próf. Þeir sem ná prófinu fá viðurkenn-
ingarskjal útgefið af Eróbikk-stúdíóinu, undirritað af Jóninu Ben. íþróttakennara og Ágústu
Johnson eróbikk-leiðbeinanda (International Dance & Exercise Association).
Kennarar: Jónína Benediktsdóttir — íþróttafræði Mc-Gill University, meðlimur í IDEA.
Ágústa Johnson — eróbikk-réttindi frá IDEA Recreation, Colorado University.
Stefán Einar Matthíasson læknir, læknadeild Háskóla íslands.
Sigrún Arnar — kennari í Eróbikk stúdíóinu, læknanemi, Háskóla íslands.
Mark Wilson — eróbikk-kennari í Eróbikk-stúdíóinu, námskeið frá Body Work í Winnipeg.
Jónína Vaagfjörð — sjúkraþjálfari, Háskóla íslands.
Síðast komust færri að en vildu. Tryggið ykkur sæti í tíma.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 29191 eða í Borgartúni 31.