Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 63 Hljómleikar Leo Smith & N’DA eftir Órn Þórisson Bandaríski trompetleikarinn Leo Smith og hljómsveit hans, N’DA, hafa verið á tónleikaferð um Evrópu að undanfömu og lýkur þeirri ferð með þrennum tónleikum hér á landi. Hljómsveitin hefur haldið tónleika í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungveijalandi og Júgóslavíu. Leo Smith er ættaður frá Miss- issippi og hóf feril sinn með því að leika með blúshljómsveitum á þeim slóðum. Smith vakti athygli á sjötta áratugnum sem einn af forystu- mönnum tónlistarhópsins AACM (Association for Advancement of Creative Musicians) sem stóð fyrir miklum músíktilraunum í Chicago. Meðlimir AACM þóttu mynda ljóð- rænt mótvægi við hinn hijúfa hljóm fijálsjazzspilara í New York. Þama komu fram tónlistarmenn eins og Anthonyu Braxton, Muhal Richard Abrams, og heimsþekktar hljóm- sveitir á borð við Art Ensemble of Chicago. Margir hafa rætt 'og ritað um áhrif þessa félagsskapar á samtímajazztímaritinu Down Beat árið 1980. Smith er nú í fararbroddi þeirrar stefnu sem veitt hefur nýjum straumum úr funk- og reggae- tónlist inn í jazzmúsíkina. í marshefti Down Beat er ítarleg grein um Leo Smith og þá nýju strauma sem hann veitir nú inn í jazzinn, sérstaklega er lögð áhersla Leo Smith hefur heimsótt ísland þrívegis og haldið hér tónleika og námskeið, m.a. í boði Jazzvakning- ar og Grammsins. Hljómsveitina N’DA skipa auk Smiths: Wes Brown bassagítar- leikari. Hann hefur leikið með Leo Smith um árabil auk Qölda annarra þekktra jazzleikara. Kamal Sabir trommuleikari er af yngri kynslóð jazzleikara í Bandaríkjunum og hefur m.a. leikið með Leroy Jenkins og Ornette Cole- man. Þorsteinn Magnússon (Stanya) gítarleikari. Hann hefur leikið með §ölda þekktra íslenskra hljómsveita og spilað inn á yfir 50 íslenskar hljómplötur. Hann hefur verið helsti samstarfsmaður Leos Smith hér á landi og leikur stórt hlutverk á nýjustu plötu hans, „Human Rights“. Hljómleikamir hér á landi verða 31. mars á Akuréyri, 1. apríl á Hótel Akranesi og fimmtudags- kvöldið 2. apríl á Hótel Borg í Reykjavík og þar lýkur Evrópuför Leo Smith & N’DA að þessu sinni. Flugleiðir hafa veitt ferðastyrk vegna þessa hljómleikaferðalags. Höfundur erjazzáhugamaður. Leo Smith á uppgötvun bandarískra jazzleik- ara á Rastafari-trúarbrögðum. Trúin hefur reyndar ávallt gegnt miklu hlutverki í lífi svartra jazz- leikara, skemmst er að minnast bahaítrúar be-bopparans Dizzy Gil- lespie og múhammeðstrúar framúr- stefnujazzara sjötta áratugarins. Til dæmis má segja að saxafónleik- arinn frægi, John Coltrane, hafi fyrst þroskast sem tónlistarmaður eftir að hann fékk guðlega vitrun. Trúin á Ras Tafari, Haile Selassie I, er hins vegar ekki eins útbreidd og kunn venjulegu fólki eins og áður nefndar trúarstefnur. Trú Smiths á Afríska sæluríkið, sem einnig hefur verið átrúnaður reggae-listamanna eins og Bob Marley og Peter Tosh, nær níu ár aftur í tímann og hefur tónlist hans breyst gífurlega vegna þess. I stað þungrar framúrstefnu er komin létt og aðgengileg tónlist þar sem Leo sýnir á sér nýja hlið sem söngvari og textasmiður. Mannkærleikur og „Rasta“-speki er meginuppistaða textanna sem Leo syngur á ekki ósvipaðan hátt og gamlir blúsarar, t.d._ Jesse Fuller. Á síðasta ári gaf hljómplötuút- gáfan Gramm út plötu Smiths, Human Rights, sem dreift hefur verið víða um lönd. Þessi plata inni- heldur sýnishom af nýjustu tónlist Smiths og einnig dæmi um þá tón- list sem hann var frægari fyrir á árum áður. Gagnrýnendur á Bret- landi og Bandaríkjunum hafa tekið plötunni mjög vel. FYRIR FERMINGUNA sm og m Saumið fermingarfötin sjálf og verið þannig persónulega klœdd Hjá okkur fást fjölmörg snið og efni jafnt fyrir stráka sem stelpur Munið nýju búðina í Mjóddinni Nœg bílastœði. Sími 72222 'á*mi ’5«tV;íY- - - * m0m Ijljlfí Eróbikk-stúdíó Jónínu og Ágústu V iðurkenningarskj al Námskeið fyrir þá sem vilja læra að verða eróbikk-leiðbeinendur. Námskeiðið hefst 4. apríl og því lýkur 12. apríl. Eróbikk stúdíó Jónínu og Ágústu er með réttindi frá IDEA (International Dance and Exercise Association) og sækir námskeið erlendis, minnst 5 á ári, til þess að öryggi nemendanna sé tryggt. Sem dæmi þá eru ótal nýjungar hvað varðar þol-, styrk- og liðleikaþjálfun í gangi, til þess að draga úr meiðslum. Meiðsli koma oft ekki í Ijós fyrr en löngu eftir að hætt er að æfa. Varist ofálag, hættulegar teyjuæfingar, varasamar bak- og magaæfingar og kennara sem hafa ekki þekk- ingu. Það eru til tvenns konar eróbikk-leiðbeinendur, þeir sem hafa sótt námskeið og þeir sem ættu að gera það. Námsefni: Vöðvafræði, hreyfingarfræði, lífeðlisfræði, forvarnir, öryggi, líkamsbeiting, öndun, næringar- fræði, fyrsta hjálp (réttindaskjal Rauða kross íslands), stjórnun, tónlistarval, eróbikk-æfingar, réttar teygjuæfingar, styrktaræfingar, íþróttasálarfræði, verkleg æfingakennsla, eróbikk með þyngingum, eróbikk með teygjuböndum, eróbikk með félaga. Viðurkenning: í lok námskeiðs gangast þátttakendur undir bóklegt próf. Þeir sem ná prófinu fá viðurkenn- ingarskjal útgefið af Eróbikk-stúdíóinu, undirritað af Jóninu Ben. íþróttakennara og Ágústu Johnson eróbikk-leiðbeinanda (International Dance & Exercise Association). Kennarar: Jónína Benediktsdóttir — íþróttafræði Mc-Gill University, meðlimur í IDEA. Ágústa Johnson — eróbikk-réttindi frá IDEA Recreation, Colorado University. Stefán Einar Matthíasson læknir, læknadeild Háskóla íslands. Sigrún Arnar — kennari í Eróbikk stúdíóinu, læknanemi, Háskóla íslands. Mark Wilson — eróbikk-kennari í Eróbikk-stúdíóinu, námskeið frá Body Work í Winnipeg. Jónína Vaagfjörð — sjúkraþjálfari, Háskóla íslands. Síðast komust færri að en vildu. Tryggið ykkur sæti í tíma. Nánari upplýsingar og skráning í síma 29191 eða í Borgartúni 31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.