Morgunblaðið - 29.04.1987, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1987
Atkvæði talin hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur í gærkvöldi.
Morgunblaðið/RAX
Starf smannaf élag Rey kj avíkurborgar:
Kjarasamningar samþykktir
- viðræður við fóstrur á ný
Suðurland:
643 breytingar
á D-listanum
RÚMLEGA 640 kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlands-
kjördæmi gerðu breytingar á
framboðslista flokksins í kosn-
ingunum um helgina. Meginhluti
breytinganna miðaði að því að
færa Árna Johnsen, sem skipaði
3. sæti listans, ofar, að sögn
Kristjáns Torfasonar, formanns
yfirkjörstjórnar í Suðurlands-
kjördæmi. Var það mest gert
með útstrikunum á nafni Egg-
erts Haukdal, sem skipaði 2.
sætið, og breytingum á röð
þeirra tveggja.
Flokkurinn fékk 4.032 atkvæði í
kosningunum og samsvara þeir 643
seðlar sem breytt var 16% af fylgi
flokksins. Dugar það ekki til breyt-
inga á listanum, til þess mun þurfa
um 50% kjósenda.
Hjá Framsóknarflokknum komu
fram 178 breyttir atkvæðaseðlar,
sem eru rúmlega 5% af kjörfylgi
flokksins. Breytingarnar beindust
ekki eins afgerandi í ákveðna átt
og hjá Sjálfstæðisflokknum. Minni
breytingar voru hjá öðrum flokkum,
eða 1% eða þaðan af minna.
Reiknistofa Háskólans er að fara
yfir þá atkvæðaseðla sem breytt
var í nokkrum kjördæmum, m.a.
Reykjavík, Reykjanesi og Suður-
landi, og sundurliða breytingamar.
Guðjón Steingrímsson, formaður
yfírkjörstjómar í Reykjaneskjör-
dæmi, sagði að breytingar hefðu
ekki verið meiri en áður í kjördæm-
inu, um 4—500 alls, og beindust
ekki á áberandi hátt að sérstökum
mönnum. Jón G. Tómasson, for-
maður yfirkjörstjómar í Reykjavík,
sagði að þar hefðu litlar breytingar
verið gerðar á atkvæðaseðlum, en
vildi ekki gefa upp hvernig þær
skiptust.
Borgaraflokkurínn:
Landsfundur
fyrirhugaður
innan tíðar
ÞINGFLOKKUR Borgarflokks-
ins hefur skipt með sér verkum.
Albert Guðmundsson verður
formaður hans. Júlíus Sólnes
verður varaformaður og Óli Þ.
Guðbjartsson ritari.
Fyrirhugað er að halda landsfund
flokksins innan tíðar, en dagsetning
hefur ekki verið ákveðin. Albert
Guðmundsson sagði í samtali við
Morgunblaðið, að á þeim fundi yrði
gengið frá fyrirkomulagi flokksins.
Nú væri verið að leita leiða til að
gera starfsemi flokksins lýðræðis-
legri og opnari en starfsemi gömlu
flokkanna.
„ÞAÐ VAR ekkert sérstakt sam-
þykkt á þessum fundi miðstjórn-
ar, en umræður um úrslit
kosninganna og stöðu flokksins
voru langar og ítarlegar. Það
má segja sem niðurstöðu, að
menn voru sammála um að hefja
strax nauðsynlegt starf til að
styrkja flokkinn á nýjan leik og
yfirfara vinnubrögð okkar, mál-
flutning og skipulag. Miðstjórnin
mun hittast fljótlega aftur til að
halda þessum umræðum áfram
og koma fram hugmyndum, sem
BORGARSTARFSMENN sam-
þykktu nýgerða kjarasamninga
milli Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar og borgar-
innar í allsheijaratkvæða-
greiðslu félagsmanna, sem lauk
í gær. Af 2.772 félagsmönnum á
kjörskrá greiddu 1.664 atkvæði
eða 60%. Þar af greiddu 1.124
eða 67,5% atkvæði með samn-
ingnum. Á móti voru 375 eða
22,5%. Auðir seðlar voru 165 eða
10%. Þetta var í þriðja skipti sem
borgarstarfsmenn greiddu at-
kvæði um kjarasamning við
borgina.
„Við munum í framhaldi af bréfi
sem við sendum borgarráði í dag
óska eftir sérstökum viðræðum um
launakjör fóstra áður en kemur til
þess að þær fari út af barnaheimil-
unum 1. maí næstkomandi," sagði
Haraldur Hannesson, formaður
starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar.
A fundi borgarráðs í gær var
voru ræddar á fundinum og lúta
að því að bæta vinnubrögð okkar
og skoða málflutninginn," sagði
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, í samtali við
Morgunblaðið.
Þorsteinn var spurður að því,
hvort mætti skilja þessi viðbrögð
miðstjómarinnar svo, að hún teldi
að eitthvað hefði misíarizt í kosn-
ingabaráttu flokkins.
„Menn voru sammála um það,
ætlaði flokkurinn sér að styrkja
jafnframt lagt fram bréf viðræðu-
nefndar fóstra hjá Reykjavíkurborg
þar sem óskað er eftir að málefni
þeirra verði rædd. Borgarráð sam-
„ÞAÐ er auðvitað nauðsynlegt
að koma í veg fyrir að einhver
geti neytt atkvæðisréttar ann-
ars manns og því verður að
kanna hvort ekki sé ástæða til
að herða reglur um framvísun
persónuskilríkja á kjörstað,"
sagði Jón Helgason, dómsmála-
ráðherra.
í frétt í Morgunblaðinu í gær
var skýrt frá því að Jón G. Tómas-
stöðu sína, þá yrði hann að sjálf-
sögðu að líta í eigin barm og bæta
úr því, sem aflaga hefur farið,“
sagði Þorsteinn. „Það liggur í aug-
um uppi. Umræður voru mjög á
einn veg og voru jákvæðar að því
leyti og samstaða var um hvemig
réttast væri að bregðast við þessum
úrslitum. Ég fann mikið traust til
mín í ræðum miðstjómarfulltrúa og
er þakklátur fyrir það.
Það var einnig rætt um stjómar-
myndun, sem fyrir dymm stendur,
og þá möguleika, sem fyrir hendi
þykkti að fela starfsmannastjóra
að gera þeim starfsmönnum sem
hlut eiga að máli grein fyrir sam-
þykki borgarráðs frá 14. apríl um
son, formaður yfirkjörstjómar í
Reykjavík, hefði ritað dómsmála-
ráðuneytinu bréf þar sem hann
hvetur til þess að reglur um framví-
sun persónuskilríkja verði strang-
ari því alltaf komi upp eitt eða tvö
mál í hveijum kosningum þar sem
kosið er í nafni annars manns.
„Það er hlutverk Alþingis að
taka ákvörðun um breytingu á
em. Engar ákvarðanir í þeim efnum
vom teknar. Það er ekkert komið
fram, sem gefur tilefni til þess, að
álykta um, hvernig þeppilegast
muni að skipa stjóm. Úrslit kosn-
inganna em ávísun á erfiða stjóm-
armyndun. Menn vom þó á einu
máli um það að halda umræðum
áfram og fá að sjá á spilin hjá
Kvennalistanum. Við höfum rætt
við Alþýðuflokkinn og ég hef átt
eitt símtal við talsmann Kvennalist-
ans. Lengra em þessi mál ekki
komin,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
leið og viðræður em teknar upp.
Að sögn Gunnars Eydal, skrif-
stofustjóra borgarstjóra, hefjast
viðræður við fóstmr í dag.
lögum, en ég mun að sjálfsögðu
koma þessu máli á framfæri þar,
ef ástæða er til,“ sagði dómsmála-
ráðherra.
Sjálfstæðis-
flokkurinn:
Ólafur G.
Einarsson
formaður
þingflokks
ÓLAFUR G. Einarsson var
endurkjörinn formaður
þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins á fyrsta fundi
þingflokksins eftir kosn-
ingarnar. Halldór Blöndal
var á sama fundi kosinn
varaformaður þingflokks-
ins.
Ritari þingflokksins var
kjörinn Birgir ísleifur Gunn-
arsson. Á fundi þingflokksins
vom 5 fulltrúar hans í mið-
stjóm Sjálfstæðisflokksins
ennfremur kosnir.
Þeir em Birgir ísleifur
Gunnarsson, Matthías Bjama-
son, Matthías Á. Mathiesen,
Pálmi Jónsson og Salóme Þor-
kelsdóttir.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins:
Bæta verður úr því
er aflaga hefur faríð
Vinnubrög'ð flokksins, málflutningur og skipulag yfirfarið
Verður að koma í veg fyrir
að kosið sé í nafni annars
- segir Jón Helgason dómsmálaráðherra