Morgunblaðið - 29.04.1987, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1987
Vasi og skál
Myndlist
Valtýr Pétursson
Vasi og skál og kúla og skál
eru titlar á flestum þeim verk-
um, sem sýnd eru á leirkerasýn-
ingu ungrar listakonu á
Vesturgangi á Kjarvalsstöðum.
Það er Ragna Ingimundardóttir,
sem hér sýnir leirmuni sína í
annað sinn, en hún hefur stund-
að nám hér heima og í Hollandi
í listgrein sinni á undanfömum
árum.
Ragna stillir leirmunum
sínum upp á svolítið sérstæðan
hátt, það er að segja öllu er
parað niður og hlutimir settir í
samhengi, þannig að tvennur
myndast, og eins og listakonan
segir sjálf í viðtali hér í blaðinu:
Hver skál, vasi eða kúla og ann-
að, sem ég geri, er eitthvað
ákveðið fyrir mér, hefur ákveðna
þýðingu og er oft tengt ákveð-
inni manneskju. Það er því ekki
sama fyrir höfundinn, hvert
hlutimir fara eða hveijum þeir
tengjast, að hennar sögn. Þetta
er í sjálfu sér mjög skemmtilegt
viðhorf og mannlegt, um leið og
það gefur hugmynd um virðingu
listakonunnar fyrir því, sem hún
skapar. Þeir munir, sem til sýn-
is em að Kjarvalsstöðum um
þessar mundir, eru formhreinir.
Skreytingar eru ekki marg-
brotnar, en falla vel að forminu.
Aferð efnisins fær einnig að
njóta sín og er í samræmi við
hrjúft yfirborðið og skilar hug-
mynd um massífa muni, kúlur,
skálar og vasa. Þama má fínna
vel unnið keramík, sem hefur
persónulegan svip og þann
ferskleika, sem æskan ein getur
tjáð með lífsfjöri sínu.
A undanfömum ánim hefur
Ragna Ingimundardóttir
orðið til stór hópur af leirlistar-
fólki í þessu landi. Fyrir örfáum
árum voru ekki margir, sem
stunduðu þessa listgrein hér á
landi, en nú eru aðrir og ef til
vill merkilegri tímar. Leirker-
asmíð er fom íþrótt, sem mikið
hefur verið stunduð í nágrenni
okkar á Norðurlöndum og eru
þar finnanlegir frægir menn í
faginu. Vonandi hefur sá fjör-
kippur, sem að undanfömu
hefíir verið merkjanlegur í þess-
ari listgrein hérlendis, þau áhrif,
að um verulegan árangur verði
að ræða, sem skipi okkur á bekk
með frændþjóðunum í þessum
efnum. Þetta er persónuleg og
skemmtileg lítil sýning hjá
Rögnu Ingimundardóttur, sem
gefur hinar ágætustu vonir.
Teikningar frá U ngverj alandi
Myndlist
Valtýr Pétursson
Þeir sem fylgzt hafa með því,
sem hefur verið að gerast í mynd-
list okkar á síðustu árum, kannast
við teiknarann Sigurð Öm Brynj-
ólfsson, en hann hefur haldið
nokkrar sýningar á teikningum
sínum á undanförnum árum, og
einnig gerði hann fyrstu íslenzku
teiknimyndina, „Þrymskviðu", sem
sýnd var í sjónvarpinu á sínum tíma.
Nú hefur Sigurður lagt land und-
ir fót og heimsótt Ungveijaland og
dvalizt í þeirri merkilegu borg,
Búdapest. Þar hefur hann mundað
blýant og krítarstifti og er nú end-
urheimtur í Gallerí Borg með mikið
af skyndirissi í farteskinu. Er þama
um að ræða krítarteikningar og
svart/hvítar rissmyndir, gerðar af
mikilli íþrótt og á skemmtilegum
hraða. Þama er það fyrst og fremst
augnablikið, sem er fangað, blýant-
urinn bókstaflega flýgur eftir
myndfletinum og skilar snöggum
og ákveðnum áhrifum. Maður von-
ast ósjálfrátt eftir því, að þessar
myndir leiði að einhveiju meiru en
rissinu einu. Það er eins og ekki
sé fyllilega unnið úr sumu því, er
fyrir augun ber, en þeir sem gist
hafa þann ágæta stað Búdapest,
munu finna eitthvað úr andrúms-
lofti Ungverjalands í þessum
teikningum. Búdapest er ein af for-
vitnilegustu borgum Mið-Evrópu,
og þar er sannarlega margt að
finna, enda hefur borgin og orðið
Sigurði Erni vaki að margvíslegu
myndefni, sem nú má sjá í Gallerí
Borg, þar sem hann hefur hengt
upp tæpar íjörutíu myndir frá dvöl
sinni í Ungveijalandi.
Það er heldur sjaldgæft að sjá
sýningar á teikningum einvörðungu
hér á landi, og er Sigurður Örn
einn örfárra listamanna, sem rær á
slík mið. Hann er hressilegur teikn-
ari að eðlisfari og nær oft á tíðum
skemmtilegri kímni í myndefni sitt.
Hér eru það litlu húsin og trén, sem
segja mér einna mest, og ekki má
láta hjá líða að minnast á glæsihall-
ir Búdapestborgar og þær mektugu
brýr, sem gefa henni sinn einstæða
svip. Það er auðséð af þessu rissi
Sigurðar, að hann hefur komizt í
náin tengsl við umhverfið í Ung-
veijalandi og kunnað að umgangast
það blóðheita fólk, sem staðinn
byggir. Það er bæði frískandi og
fróðlegt að sjá þessi riss, sem
kveikja löngun áhorfandans til að
sjá frekari vinnslu á sumum þess-
ara verka.
Þjóðminjar
handa út
lendingxim
Heimurinn 1986
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Thor Magnússon: A Showcase
of Icelandic National Treasures.
Iceland Review 1978. Reykjavík
96 bls.
Enda þótt titill sé hér skráður á
énskri tungu kemur þessi bók
samtímis út á ensku og þýsku.
Þýski titillinn er: Islandische Kult-
urschátze aus archáologischer
Sicht. Ekki mun þessi bók vera
gefin út með íslenskum texta og
er hún því bersýnilega ætluð útlend-
ingum, sjálfsagt einkum ferða-
mönnum sem til landsins koma.
Bókin skiptist í tvo kafla, mjög
misstóra. í fyrri kaflanum er saga
íslands (Historical Survey) rakin í
allra stærstum dráttum á 22 bls.
Er sá kafli að því er virðist gerður
til þess að það sem á eftir fer verði
bláókunnugum skiljanlegra, þ.e.
reynt er að smíða sögulega umgerð
um þær fomminjar og menningar-
verðmæti liðinna tíma, sem sagt er
frá og sýnd eru í myndum í aðal-
hluta bókarinnar (Relics and
Treasures of Ages Past, bls.
24—9Ij. -
Inngangskaflinn er Iaglega skrif-
aður, ljós og skilmerkilegur. Honum
fylgja tíu myndir af ýmsu tagi:
kort af Iandfræðilegri legu íslands,
myndir af málverkum, ljósmynd af
sveitabæ og munum margs konar
og teikning af kaupskipi úr fornöld.
Myndir þessar eru einungis mjög
lauslega tengdar hinu sögulega
yfírliti.
I seinni bókarkaflanum er svo
breytt um frásagnarmáta. Þá er
samfelldum texta sleppt, en höfund-
ur hefur í stað þess valið margvís-
legt myndefni, sem útskýrt er í
skýringargreinum sem fylgja
myndunum. Er myndefnið hið Qöl-
breytilegasta og gefur einkar
fróðlega og skemmtilega sýn inn í
íslenska menningarsögu. Myndir
telst mér að séu alls eitt hundrað
(að meðtöldum þeim tíu sem fylgja
inngangskafla), en skýringargrein-
ar eru lítið eitt færri, þar eð tvær
myndir fylgja fáeinum greinum.
Naumast er ég dómbær á fræði-
legt gildi textans í þessari bók. En
þau mál hljóta að vera í góðum
höndum, þar sem þjóðminjavörður
hefur um vélt. Víst er um það að
öll áferð textans er hin notalegasta
og ætti varla að ofbjóða skilningi
eða þolinmæði ferðamanns þó að
hann sé á hraðri ferð og ekki meira
efi frlátuiega hnýsinn. Um val á
myndefni má að sjálfsögu endalaust
deila, því að úr miklu er að moða.
Mér fannst einkar skemmtilega og
smekklega valið.
Þór Magnússon þjóðminjavörður
Það sem sérstaklega einkennir
þessa bók er hversu fögur og aðlað-
andi hún er að öllu útliti. Hönnun
hennar er afar vel gerð af Fann-
eyju Valgarðsdóttur. Brot er
þægilegt, pappír góður, texta vel
fyrir komið, prófarkir vel lesnar.
Sérstaklega staldrar maður þó við
myndgæðin. Allar myndir eru mæta
vel gerðar, margar hveijar augna-
yndi. Hefur Páll Stefánsson, ljós-
myndari, unnið þar verk sem ber
að Jofa.
Ég hygg að þessi litla og fallega
bók hljóti að þjóna hlutverki sínu
vel. Hún ætti að vera ferðamönnum
kærkominn gestur, ef þá fysir að
skyggnast lítillega inn í íslenska
fortíð um leið og þeir skoða landið
og innbyggjara þess. Einnig er
þetta afar skemmtileg bók til að
senda vinum og kunningjum erlend-
is.
T?r» V*_; ...IJ... 1- '
11,»* ucaai ivtoihcrmíI VtttJUr "JJVl'
að mann fer að langa til að sjá
talsvert matarmeira ritverk um ís-
lenskar þjóðminjar með íslenskum
texta. Hver treystir sér í slíkt fyrir-
tæki?
Erlertdar bækur
Siglaugur Brynleifsson
State of the World 1986. A
Worldwatch Institute Report on
Progress Towards a Substain-
able Society. Lester R. Brown,
Edward C. Wolf, Linda Starke
... W.W. Norton & Company
1986.
Knaurs Weltspiegel ’86. Fakten
— Daten — Tabellen — Bilder.
Knaur 1985.
„State of the World 1986“ er
þriðji árgangur þessa ársrits, sem
ætlað er að vera einhverskonar
spegilmynd þeirra þátta í efna-
hagslífi og framleiðsluháttum, sem
móta efnislegar breytingar í mann-
heimum og umhverfi. Höfundar
rekja í nokkrum ritgerðum það sem
þeir telja skipta mestu máli. Lester
R. Brown ritar um skuldasöfnun
hinna ýmsu ríkja og þær afleiðingar
sem höfundurinn telur sig sjá fyrir,
að óbreyttri fjármagnsstefnu. Um-
hverfíshrömun og vatnsskortur
virðast ógna mannlífi og náttúru á
stórum svæðum og með stöðugri
fólksfjölgun virðist allt stefna í
blindgötu að dómi Browns og Wolfs.
í ritgerð Edwards G. Wolfs er fjall-
að um beitarbúskap og hirðingjabú-
skap. Samkvæmt skoðun höfundar
eru hin víðlendu beitarsvæði, grasi
vaxnar víðáttur í Asíu, Ameríku,
Afríku og víðar, lykillinn að aukinni
matvælaöflun mannkynsins í formi
bestu tegunda hvítu (próteina) sem
fáanlegar eru. Á þessum víðáttu-
TTaixvtu ’ ttlTCtluuí "cf uITi preiuui
milljörðum búpenings haldið til beit-
ar, nautgripum, sauðfé, geitum og
úlföldum. Á síðustu áratugum hefur
eftirspumin eftir afurðum þessara
svæða dregist saman vegna offram-
leiðslu korns í Evrópu og Banda-
ríkjunum, sem nýtt hefur verið að
hluta til fóðurs í verksmiðjubúum
þar sem búsmalinn er alinn innan-
dyra og ódýrum afurðum er hrúgað
á markaðinn. Wolf fjallar ítarlega
um beitarþol og framleiðsluhætti á
þessum svæðum og þótt ritgerðin
sé ekki nema 14 blaðsíður þá er
þar að finna upplýsingar og útlist-
anir sem eiga fullt erindi til allra
þeirra bænda hér á landi, sem
stunda hinar hefðbundnu búgreinar
og hafa ekki látið glepjast af ruglu-
kollum Stéttarsambands bænda og
fölsunarherferðum söluaðila bú-
fjárafurða.
Lester R. Brown fjallar einnig
um landbúnað í fyrstu ritgerðinni
og þar með um algjöra misheppnan
alls samyrkjubúskapar að sósíölsk-
um hætti. 011 þau ríki sem búa við
stjóm marxista verða að flytja inn
mikið magn landbúnaðarafurða,
jafnvel ríki sem voru komforðabúr
heilla álfa fyrir tíma valdatöku
marxista, svo sem Sovétríkin. Önn-
ur afbrigði samvinnurekstrar hafa
gefist jafn illa.
Meðal annarra greina em rit-
gerðir um kjamorku og raforku og
aðra orkugjafa, ritgerð er um tób-
aksneyslu og nauðsyn þess að
hamla gegn henni. Dregnar eru upp
afleiðingar tóbakssígarettureyk-
inga í hrollkenndum myndum og
loks er grein um endurhönnun ör-
yggismála.
Knaurs Weltspiegel ’86, spannar
einnig árið ’85 að nokkru. Þetta er
uppflettirit um lönd og ríki, fram-
ieiosiu og neistu atburði, sem vakið
hafa verðskuldaða athygli eða sem
snerta mannheima á einn eða annan
hátt. Þörf bók fyrir þá, sem þarfn-
ast knapps uppflettirits um þessi
efni.