Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 17

Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 17 UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFÐA 16 SÍM!:6724 44 Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka. álít ég að sé ferðin vestur um haf.« Þótt Jón væri erfiðismaður og tómstundir fáar og stopular lét hann eftir sér að skrifa í blöðin þar vestra. »Aldrei hef ég haft tíma til að tvískrifa neitt, er ég hefí prenta látið,« segir hann. Hnökralaus er stíll Jóns ef til vill ekki. En fjaslaus er hann svo ekki sé meira sagt. Þessir karlar höfðu svo nauman tíma að hvert orð varð að vega fjórðung. Fleiri þættir eru í þessum Strandapósti; einnig kveðskapur. Margur, sem skrifar í rit þetta, hefur mátt horfa á byggð sína eyð- ast. Það hefur orðið hvati til að varðveita minninguna um það sem var. Þetta hefur með vissum hætti gert Strandapóstinn að því líflega riti sem hann hefur verið. Fólk hef- ur verið að bjarga því sem bjargað varð. Það er Átthagafélag Stranda- manna sem gefur út Strandapóstinn og hefur hann verið með svipuðu sniði frá upphafi. BV Hand lyfti- vagnar STORGIÆSILEG ogFJOLBREYTT SÝNING fyrir alla fjölskylduna í LAUGARDALSHÖLL SUMARIO'87 Strandapósturinn Eigum ávallt fyrirliggjandi |l hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. Bókmenntir Erlendur Jónsson Fyrir skömmu kom út 20. ár- gangur Strandapóstsins. Tuttugu ár? Svo sem enginn óratími eða hvað? Eigi að síður talsverður líftími hjá íslensku ársriti. Það er erfiðara en margur hyggur að halda úti riti af þessu tagi áratugum saman. Efni Strandapóstsins er að venju átthögum tengt. Skemmtilegastir eru í þessu hefti þættirnir Alda- mótamenn eftir Skúla Guðjónsson frá Ljótunnarstöðum. Skúli mundi sjálfur einstaklinga þá sem lifðu fram yfir aldamótin síðustu — áður en sveitalífið tók að breytast að marki. Álitið er að hver og einn hafi þá haldið sérkennum sínum betur en síðar varð og kynjakvistir hafi þá verið fleiri. Það er vafa- laust rétt. Og fásinnið gerði það að verkum að fólkið fann sér til- breyting í því að spekúlera hvert í öðru. »Ef einhver skyldi ein- hverntíma glugga í þessi blöð kynni honum að finnast sem að þar beri meira á spélni en góðu hófi gegndi,« segir Skúli. En hann bætir við að »sá sem hefur lifað og dáið án þess að hafa nokkru sinni kallað fram bros samferðamanna sinna, með orðum sínum og athöfnum, hefur farið mikils á mis í sinni hérvistar- dvöl.« í þessa veru lýsir Skúli sínum gömlu sveitungum: dálítið broslega en græskulaust. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka hefur manna mest lagt efni til Strandapóstsins en hann á hér framhald Hrútfirðingaþátta. Fetar hann í spor Skúla en er seinna á ferðinni þannig að söguhetjur hans eru, sumar hveijar að minnsta kosti, afkomendur þeirra sem Skúli segir frá. Ingunn Ragnarsdóttir segir hér sögu eyðibýlisins Gilhaga. Býli var reist þar 1862. Þá voru þrengsli að aukast á landi hér og flest byggt sem byggilegt gat talist um land allt, fólksijölgun orðin umtalsverð en Vesturheimsferðir ekki hafnar. Gilhagi er.skammt austan Mikla- gilsbrúar á Holtavörðuheiði. Hann var í byggð í rösk áttatíu ár. I kring- um stríðsárin síðari hurfu flest þessara býla úr ábúð, þau sem ekki voru farin í eyði áður, og Gilhagi þar með. Ragnheiður Viggósdóttir frá Broddanesi skrifar um Ásta-Brand sem hún segir að hafi verið einn hinna síðustu förumanna sem fóru um sveitir. Landsfrægur var hann og fór líka víða. Förumenn voru snar þáttur í sveitasamfélaginu gamla; settu enda ærinn svip á það. Þeir þágu framfæri sitt af öðrum en urðu þar af leiðandi að deila sér niður á sem flesta. Og af því stafaði flakkið. »Vandamál« voru þá ekki komin til umræðu og því var ekki verið að hugleiða hvers vegna þeir væru eins og þeir voru, heldur var hveijum og einum tekið eins og hann kom fyrir. Ragnheiður gerir hvort tveggja: að lýsa því sem sérkennilegast var í fari Brands og geta sér til hvað valdið hafí hinum kynlegu háttum hans. »Það er ekki fyrir neitt fífl að leika fífl,« hefur hún eftir honum og kann að vera sönnu nær. Ragnheiður fer mjúkum höndum um minningu þessa löngu gengna furðufugls. Ennfremur vil ég nefna Sjálfs- ævisöguágrip Jóns Einarssonar sem fluttist vestur um haf seint á öld- inni sem leið. Jón var föðurbróðir þess mikla fræðaþular, séra Jóns Guðnasonar á Prestsbakka. Frá- sögn Jóns Einarssonar markast af hreinskilni og hispursleysi. Eins og fleiri hvarf hann vestur í leit að betra lífí en mátti sannreyna er þangað kom að lífið var ekki heldur erfíðislaust þar um slóðir. Þegar hann svo síðar horfir um öxl og gerir dæmið upp verður niðurstaðan þessi: »Stærsta yfírsjón mín í lífinu Sýningin vcrður opin frá kl. 13-22 um helgar og 1. maí, virka daga frá 16-22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.