Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 sé ekki stórt, aðeins milli 20 og 30 “ þúsund ferkílómetrar (eða eins og Jóhann heitinn Skaftason, sýslu- maður Þingeyinga orðaði það: „á stærð við Þingeyjarsýslur báðar!“) vita allir sem um það vilja hugsa að ferðalög eru þreytandi eigi menn að standa á söngpalli samdægurs og sýna list sinni fulla innlifun og virðingu. I þriðja lagi hafði svo kórinn að sjálfsögðu haft sínar óskir um að fá að sjá helgustu staði kristninnar. Það liggur í augum uppi að menn vilja fá að koma til Jerúsalem, Betle- hem, Nasaret, menn vilja fá að standa á bökkum Genesaretsvatns, menn vilja skoða rústir Jeríkó og leggja á sig að fara upp á Massada — ef þeii' á annað borð eru búnir að ferðast alla leið frá íslandi til Gyðingalands. ALBÚIN TIL FERÐAR! - í kulda og trekki náði ljósmyndari Morgunblaðsins þessari mynd af Hamrahlíðarkórnum áður en lagt var í Isra- elsferðina. Sumum þótti jafnvel nóg um hitann fáum dögum seinna! Dálítil ferðasaga frá landinu helga eftirHeimi Pálsson Dagana 15. febrúar til 1. mars sl. var Hamrahlíðar- kórinn á söngför um Israel. Varð að samkomulagi að undirritaður, sem var farar- stjóri og aðstoðarmaður á þessari ferð, segði lesendum Morgunblaðsins dálitla ferðasögn. Mun hún birtast í þrem hlutum hér í blaðinu næstu daga. Forsaga Það var fyrir dijúgu ári, síðla árs 1985, að Þorgerði Ingólfsdóttur kórstjora barst boð frá The Camer- an Singers í Tel Aviv um að koma með Hamrahlíðarkórinn í söngför til ísrael snemma árs 1987. Camer- an-söngvararnir eru hvort tveggja í senn blandaður kór sem nýtur mikillar virðingar í heimalandi sínu og víðar og stofnun sem séð hefur um heimsóknir margra frægra tón- iistarmanna til Israel. Stjórnandi og stofnandi Cameran Singers, Avner Itai, hafði kynnst söng Hamrahií- ðarkórsins og beitt sér fyrir heim- boðinu. Sjálfur er hann talinn einhvér besti kórstjóri ísraels og stjómar m.a. Israel Kibbutz Choir, en það er úrvalskór kibbutzanna í öllu landinu. Var það mikill heiður fyrir Hamrahlíðarkórinn og stjórn- anda hans að fá slíkt boð en lagði að sjálfsögðu líka mikla ábyrgð á herðar söngfólkinu sem nú gerðist eins og oft áður „syngjandi am- bassadorar" svo notuð séu orð Egils Friðleifssonar í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. Eins og við þekkjum vel hérlendis eru heimsóknir listamanna mikilvægur þáttur í landkynningu og þjóðarkynnningu auk þess sem þær eru hver um sig lóð á vogarskál- ar friðarins og skilningsins þjóða í milli. Kór sem fer frá Islandi í heim- sóknir um langa vegu er ekki bara að kynna sjálfan sig heldur ekki síður þjóð sína, segja öðru fólki frá menningarástandi og eðli síns fólks. Skal tekið fram þegar í upphafi að fyrir mig var það mikill heiður að fá að fara með þessum syngjandi sendiherrahópi og að njóta þeirra stunda þegar kórinn sannfærði ísra- elska áheyrendur um að þrátt fyrir skamma sögu á þeirra mælikvarða og þrátt fyrir smæð þjóðarinnar höfðum við líkaýmislegt til málanna að leggja. Vemdari allra tónlei- Ljósm./Knut Ödegard FRÉTTARITARI AÐ STÖRFUM! - Hér hefur „fréttaritari Morgun- blaðsins" hafið störf á barnaleikvelli á einum kibbutzanna sem kórinn gisti. Af svipnum að dæma er starfið erfitt, jafnvel þótt kórfélagarnir og Pétur Jónasson gítarleikari geri sitt til að auðvelda vinnuna! ISLANDSKYNNING A HEBR- ESKU - Við treystum því að þetta veggspjald segði satt og rétt frá kórnum, sem þarna er kynntur sem „norrænn fyrirburður" — eða hvernig við ættum nú að þýða „exotica"! Greinilega hafa Israelsmenn átt í erfiðleikum með íslensk nöfn! utzum, eða á heimilum þar sem við nutum gistivináttu kóra. Allt tón- leikahald var einnig að sjálfsögðu skipulagt af heimamönnum. Miða- sala hafði hafist hálfu ári fyrr en við komum. Söngskrá kórsins var viðamikil og fjölbreytt, sumpatf valin að ósk- um gestgjafanna sem báðu um að flutt væru mikilvæg nútímaverk íslensk og erlend, en sumpart líka hugsuð til þess að geta gefið nokkra hugmynd um íslenska tónlistarsögu. Fylgdi söngstjórinn þeirri sögu úr hlaði bæði í rituðu og töluðu máli á öllum tónleikum kórsins og gerði þá þannig að enn mikilvægari land- kynningu en ella hefði verið. Þegar á ferðina leið kom líka í ljós að fjöl- breytt söngskrá var nauðsynleg því áheyrendur voru sundurleitir hópar. Strax og ferðaáætlun lá fyrir var í anda Eiríks frá Brúnum Þótt veröldinni hafi verið þjappað mikið saman og þekking okkar á öðrum þjóðum og mannlífi þeirra sé aukin frá því Eiríkur á Brúnum lagði land undir fót og skoðaði út- lönd með barnsaugum sínum getur Islendingur sem leggur af stað til Austurlanda á myrkum febrúar- morgni samt næstum því sett sig í spor ferðalanga fyrri tíðar. Þegar við stóðum með stírumar í augunum á hlaðinu við Menntaskólana við Hamrahlíð á hinum klassíska brott- farartíma Islendinga, upp úr klukkan 5 að morgni, vissu fæst okkar hvað dagurinn kynni að bera í skauti sér. Farseðlar okkar náðu ekki nema tii Kaupinhafnar. Þar áttum við að fá nýja, afhenta af sérlegum sendimanni frá aðalskrif- stofu El A1 á Norðurlöndum. Við höfðum heyrt sitthvað um yfir- heyrslur, vopnaleit, nærgöngular spurningar. Og þó fáeinir í hópnum hefðu líka verið með þegar farið var á sönghátíðina Zimriya í Israel árið 1977 var mikið vatn búið að renna til sjávar síðan og fæstum ljóst hvernig ástandið kynni að vera núna. Hrollurinn sem byijaði með morgunkulinu var ekki bara líkam- legur. Það er sérkenni flestra ferðalaga íslendinga nútímans að heíja þau ósofinn á ókristilegum tíma ef farið er úr landi. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort heimsmynd okk- ar yrði ekki manneskjulegri og notalegri í alla staði ef við byijuðum ferðalög okkar í betra formi! Mann- eskjan er hvorki sérlega umburðar- lynd né elskusöm nývöknuð og úrill. Hvað sem þessu leið bar ferðahug- Ljósm./Knut Ödegard ERFIÐISVERK f SÓLSKINI - Á hálfs mánaðar ferð þurfti oft að bera töskur langan veg. Á heimleiðinni var reynt að reikna saman hve mörgum kílókaloríum hefði verið varið til töskuburðar. Talan varð svo há að við þorðum ekki að trúa henni. kanna var konsúll okkar í ísrael, Nashitz, og er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Lagði hann okkur mikið og gott lið. Slíkt hið sama mátti og segja um Henry Klauzner, tónlistarstjóra kibbutzanna og Ödu Yadlin, sem skipuleggur hljómsveit- ardeildina í kibbutztónleikum. Bæði voru þau kunningjar Þorgerðar In- gólfsdóttur frá fyrri tíð og nutum við þess öll. Heimboðið frá Cameran Singers fól í sér skipulagningu á öllu í smá- atriðum. Þannig höfðu skipuleggj- endurnir ákveðið gististaðina, sem ýmist voru á samyrkjubúum, kibb- augljóst að ferðin yrði erfið í alla staði. I fyrsta lagi var kórnum ætlað að halda ekki færri en 12 tónleika á fjórtán dögum. í öðru lagi var tónleikunum dreift um allt ísra- elsríki frá Be’er Seva í suðri til Haífa í norðri, frá Tel Aviv í vestri til Jerúsalem í austri. Þó svo landið urinn okkur áleiðis með meiri eftir- væntingu en oft áður. Hamralilíðarkórinn er ekki al- veg sama og „kór Menntaskólans við Hamrahlíð". Margir söngfélag- anna eru þegar brautskráðir og hafa hafið nám við háskóla eða jafn- vel lokið því. Þriðjungur félaganna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.