Morgunblaðið - 29.04.1987, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
Bréf 113 bandarískra þingmanna til Gorbachevs:
Skora á Sovétleiðtogann
að láta WaUenberg lausan
113 bandarískir þingmenn hafa
undirritað bréf til Mikhails
Gorbachevs Sovétleiðtoga með _
áskorun um, að Raoul Wallen-
berg verði látinn laus eða gefnar
fulinægjandi og tæmandi upplýs-
ingar um örlög hans. Wallenberg
var sænskur sendiráðunautur,
sem starfaði í Ungverjalandi á
stríðsárunum og bjargaði þús-
undum ungverskra gyðinga frá
því að lenda í útrýmingarbúðum
nasista.
Wallenberg hélt til Búdapest árið
1944 að beiðni og með stuðningi
Bandarísku flóttamannanefndar-
innar. Síðustu mánuði þýska
Kínverjar
fá nafn-
skírteini
Peking, Reuter.
KÍNVERJAR munu fá nafnskír-
teini á næstunni og er búizt við,
að fyrir árslok hafi fjórðungur
þjóðarinnar þessi skjöl. Þetta
þykir tíðindum sæta þar í landi,
enda fyrirbærið óþekkt fram til
þessa. Síðan er áætlun
kínversku stjórnarinnar að
halda áfram að útbúa skírteini
af kappi. Markmiðið er að árið
1990 verði hver einasti Kínveiji
kominn með nafnskírteini upp á
vasann.
hernámsins í Ungverjalandi náði
hann íjölda gyðinga út úr flutninga-
lestum nasista og gaf út þúsundir
sænskra „vegabréfa" til að forða
fólki af gyðingaættum frá því að
lenda í gasklefunum.
Þegar sovéskur her náði Búda-
pest á sitt vald í janúar 1945, var
Wallenberg tekinn höndum. Sovésk
stjórnvöld lýstu því yfir árið 1957,
vegna ítrekaðra fyrirspurna frá
Vesturlöndum, að Wallenberg hefði
látist 10 árum fyrr. Sovéskir fang-
ar, sem leystir hafa verið úr haldi,
telja sig hins vegar hafa séð Wallen-
berg á lífi fyrir örfáum árum, og
margir álíta, að hann sé enn í fang-
elsi í Sovétríkjunum.
Það var þingmaðurinn Tom Lant-
os, annar af formönnum mannrétt-
indanefndar Bandaríkjaþings, sem
átti frumkvæðið að því að senda
Gorbachev bréfið. Lantos, sem er
gyðingur, fæddist í Búdapest og var
unglingur, er stríðið skall á. Hann
var einn þeirra, sem Wallenberg
bjargaði. Eiginkona Lantos, Ann-
ette, fæddist einnig í Ungveijalandi
og á starfi Wallenbergs sömuleiðis
líf sitt að launa.
Árið 1981 samþykkti þingið lög
að tilhlutan Lantos, en samkvæmt
þeim var Raoul Wallenberg gerður
að heiðursborgara Bandaríkjanna.
Þá vegsemd hafði aðeins einn mað-
ur hlotið áður, Sir Winston Chur-
ehill.
Meðal þeirra, sem undirrita bréf-
ið til Sovétleiðtogans, eru allir
helstu frammámenn beggja flokka
í báðum deildum Bandaríkjaþings.
CO-CHAIRMEN
Tom Lantoi (CA)
john Ed»»fd Poner (IL)
EXECLTIVE COM.MITTEE
C»ry L. AckeroM (NY)
Roben X. Dorrun (CA) (fungrcsainnal Human Sighta (Caucus
Bcnjamm A. Gilman (NY)
John r. Miiier(WA) fflaBhington. Ð.<E. 20515
Birbira A. Mikullki (MD)
Peter W Rod.no. Jr. (NJ)
James H. Scheuer (NY)
Pat Wtlliams (MT)
Frank R. Wolí(VA)
Gus Yatron (PA)
Congrtssman Tom Lantos
1707 Longworth Buildmg
Washington. D C 20513
(202) 225-J53I
Congrcssman John Edward Porter
1131 Longworth Building
Washington. DC 20515
(202) 225-4835
General Secretary Mikhail Gorbachev
Central Committee oí the
Communist Party oí the Soviet Union
Moscow, U.S.S.R
Dear Mr. Secretary,
'Ve havc watched with interest the recent developments in the human rights situation in the
Soviet Union. While we welcome the release of political prisoners, we also join with the
American people in anticipating further progress.
We would like to call to your personal attention one particular casc to which thc American
people attach great significance - the case of Raoul Wallenberg. Despite statements by
Soviet ofíicials many years ago that Wallenberg had died in a Soviet prison, there have been
a nurftber oí credible reports over the years indicating that hc is still alive and remains
imprisoned in the Soviet Union.
Bréf bandarísku þingmannanna til Mikhails Gorbachevs Sovétle’
toga.
Bílar til afgreiðslu strax
„Besti bíll í heimi“
Peugeot 205 hefur verið valinn „besti bíll í heimi" annað árið í röð
af hinu virta þýska bílablaði „Auto Motor und Sporf'.
Peugeot 205 sameinar aksturseiginleika, þœgindi, öryggi og sþarneytni
betur en nokkur annar bíll í sínum verðflokki að mati kröfuharðra
Pjóðverja.
Peugeot 205 er framdrifinn, fjöðrun í sérflokki, kraftmikill og hljóðlátur.
Komið, reynsluakið og sannfœrist.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 • Sími 42600
ÞÓRHILDUR/SlA
Saddam Hussein
Irakar
fagna
fininitugs-
afmæli
Hussein
forseta
Bagdad, Reuter.
MILLJÓNIR íraka þyrptust
fagnandi um stræti og torg í
Bagdad í gær, þriðjudag og
sungu og hrópuðu lofsyrði um
Saddam Hussein, forseta lands-
ins, en hann átti fimmtugsafmæli
í gær. Utvarps- og sjónvarps-
stöðvar léku „Hann á afmæli í
dag“ í morgunsárið og öll blöð
birtu langar og ítarlegar greinar
um „ hinn elskaða leiðtoga þjóð-
arinnar."
Vestrænir sendiráðsmenn í
Bagdad sögðu, að skrautsýningar
og margs konar hátíðahöld í tilefni
afmælisins væru sýnilega vel skipu-
lögð og undirbúin. Ætlunin með
þessu væri meðal annars að sýna,
að þjóðin stæði einhuga að baki
Hussein. Eins og kunnugt er hafa
íranir löngum talið það eitt helzta
markmið með stríðinu milli þjóð-
anna, að koma Saddam Hussein frá
völdum.
Þá bendir Reuter á, að vel sé
við hæfi, að írakar láti eftir sér að
halda hátíð, þar sem Ramadan,
föstumánuður múhammeðstrúar-
manna er að ganga í garð. Fyrsti
dagur Ramadan var í Saudi Arabiu
í gærmorgun, svo og í Bahrein,
Jórdaníu, Kuwait, Óman og Sam-
einuðu furstadæmunum. Ramadan
hefst bæði í írak og íran í dag,
miðvikudag. Fram að þessu hefur
lítið dregið úr bardögum á Ramad-
an.
A
Iranir reka
ástralska
sendiráðsmenn
Canberra, Reuter.
ÍRANSKA stjórnin hefur látið í
ljós gremju með ástralskan sjón-
varpsþátt, með því að vísa
tveimur áströlskum sendiráðs-
starfsmönnum frá Teheran. í
þættinum var Khomeini gagn-
rýndur óvægilega.
Það var sendiherra Ástralíu í
Teheran, sem upplýsti þetta á
mánudag og sagði að verzlunarfull-
trúi og stjórnunarfulltrúi við sendi-
ráðið hafi fengið fyrirmæli um að
hypja sig úr landi innan 72ja
klukkustunda frá útgáfu tilkynn-
ingarinnar. Báðir hafa starfað lengi
og við góðan orðstír í íran. Ástr-
alska stjómin hefur ekki kunngert,
hvort hún muni reka íranska sendi-
ráðsmenn frá Ástralíu vegna þessa,
en viðbúið er að svo verði.