Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
27
Indland:
Stefnan í kjarnorku-
málum endurskoðuð
Nýju Delhi, Reuter.
INDVERSKA stjórnin hefur
ákveðið að endurskoða stefnuna
í kjarnorkumálum vegna þeirrar
„ógnunar, sem stafar af pakist-
önskum kjarnorkuvopnum".
Varnarmálasérfræðingar á Vest-
urlöndum telja þó ólíklegt, að
með þessari yfirlýsingu sé verið
að boða smíði kjarnorkuvopna.
K.C. Pant, varnarmálaráðherra,
Þurrt Pólland
í páfaheimsókn
Varsjá, Reuter.
PÓLSKA stjórnin hefur látið það
boð út ganga, að algert áfengis-
bann verði í landinu meðan
heimsókn Jóhannesar Páls páfa
II stendur yfir, dagana 8.-14.júní
næst komandi.
Páfi prédikar í Varsjá daginn
sem hann kemur til Póllands og
síðan aftur daginn sem hann fer
og ef til vill oftar. Ekki þarf að
orðlengja að Jóhannes Páll páfi II
er pólskur að þjóðerni. Samtímis
þessari tilskipun hefur einnig verið
bann'að að selja áfengi á hátíðisdegi
verkalýðsins, l.maí.
skýrði frá þessu í fyrradag í ræðu
í neðri deild þingsins og kvaðst vilja
fullvissa þingheim um að gripið
yrði til viðeigandi ráðstafana til
mæta hættunni, sem stafaði af pak-
istönsku kjarnorkuvopnum.
Sérfræðingar á Vesturlöndum
telja ekki líklegt, að Indveijar ætii
að koma sér upp kjarnorkuvopnum
í náinni framtíð. Bæði fari það í
bága við þá ímynd, sem þeir vilja
hafa á alþjóðavettvangi, og auk
þess enginn stuðningur meðal þjóð-
arinnar við vígbúnaðarkapphlaup
af því tagi.
Ahyggjur Indveija af pakistönsk-
um kjarnorkuvopnum jukust í
síðasta mánuði þegar einn helsti
kjarnorkufræðingur Pakistana,
Abdul Quadeer, sagði í blaðavið-
tali, að Pakistanar réðu yfír kjarn-
orkusprengju og myndu nota hana
ef í nauðirnar ræki. Indverskur
uppgjafahershöfðingi hefur einnig
hvatt til að Indverjar komi sér upp
kjarnorkuvopnum og var þeirri
áskorun hans gerð áberandi skil í
Indian Express, víðlesnasta dag-
blaði á Indlandi. Hvorki Pakistanar
né Indveijar hafa viljað undirrita
alþjóðlega samninga um bann við
smíði kjarnorkuvopna.
Sl)c 'N'eVu JJork Simcs
iWiaSPLAC«
uastsnMöi
I MAIDIIICAIŒ
IBIVSMPHK
i :
imíBYSGMt
Ur.^v (.(* ik'xí’-
i :A.S.
Cflf«fiísCÍÍU»rS«I
: ’88 Contendcrf i
: Battle Jaekson \
\ ForBlack Vote
India 's Corntir ofMiæry: \
\ Bihar s Poor and Im wieas
TEST MAV iWm
WELFAREOFKICÍALSi
Míf*
Mt)i iffiiii&t t-x :
Undercover Agent. 81. Helps i
Halt NursingHome Payofis
Kvennalist-
inn á forsíðu
The New
York Times
Bandaríska dagblaðið The
New York Times birti þriggja
dálka forsíðumynd af þing-
konum kvennalista á forsíðu
á mánudag og segir í fyrir-
sögn að flokkurinn ætli að
mynda nýja stjóm á Islandi.
A innsíðum blaðsins fylgir
væn frétt um úrslit kosning-
anna. Þar er m.a. greint frá
því að kvennalistinn hafi tvö-
faldað fylgi sitt og segir
einnig að Steingrímur Her-
mannsson hafí sett efnahags-
mál á oddinn í kosningabarát-
tunni og með þeim hætti hafi
flokkur hans haldið sínu.
Ásakanimar á hend-
ur Kurt Waldheim
Washington, Reuter.
í tilkynningu bandaríska dóms-
málaráðuneytisins um að Kurt
Waldheim, forseta Austurríkis,
hefði verið bannað að koma til
Bandaríkjanna sem óbreyttum
borgara vegna aðildar hans að
ofsóknum nasista sagði, að
nægar sannanir væru fyrir sekt
hans.
Haft er eftir háttsettum emb-
Sovét-
sljórnin
styður
Waldheim
Moskvu, Reuter.
Sovétstjórnin tók í gær
upp hanskann fyrir Kurt
Waldheim, forseta Aust-
urríkis, og fordæmdi
ákvörðun Bandaríkjastjórn-
ar sem óvinsamlega í garð
Austurríkismanna.
Tass-fréttastofan sovéska
sagði, að Waldheim hefði á
sínum tíma verið kvaddur í
þýska herinn, enda búið í Aust-
urríki, sem Þjóðvetjar höfðu
innlimað, og haft þann starfa
að vera túlkur. Alkunna væri
líka, að sem framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna hefði hann
reynt að koma á samningum í
Miðausturlöndum og hefði það
farið fyrir bijóstið á síonistum í
Bandaríkjunum. Til þess mætti
rekja áróðurinn gegn Waldheiin.
I sovéskum fjölmiðlum hefur
lítið sem ekkert verið sagt um
ásakanirnar á hendur Waldheim
en þegar deilurnar risu sem
hæst í forsetakosningunum í
Austurríki birti Tass svipaða
yfirlýsingu og nú. I hvorugt
skiptið hefur þó verið tekið
þannig til orða, að Waldheim
væri saklaus af allri sök.
ættismannai, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, að sannað væri,
að Waídheim hefði tekið fullan
þátt í ofsóknum nasista á Balkan-
skaga og Grikklandi á árunum
1942 til ’45. Væri þar meðal ann-
ars um að ræða:
Nauðungarflutning óbreyttra
borgara, sem SS-sveitirnar not-
uðu til þrælavinnu.
Fjöldafiutning óbreyttra borg-
ara í útrýmingarbúðir.
Hatursáróður gegn gyðingum
þar sem m.a. var hvatt til útrým-
ingar þeirra.
Að stríðsfangar úr heijum
bandamanna hefðu verið afhentir
SS-sveitunum.
Aftöku gísla og annarra
óbreyttra borgara í hefndarskyni.
Embættismaðurinn sagði, að í
stríðinu hefði Waldheim verið
túlkur og foringi í leyniþjón-
ustunni og séð um að yfirheyra
fanga. í framhaldi af því hefði
hann leiðbeint þeim sveitum, sem
notaðar voru til að ofsækja og
handtaka óbreytta borgara. Sagði
hann, að svo mikils hefðu störf
Waldheims verið metin, að lepp-
stjóm nasista í Króatíu hefði
sæmt hann einu æðsta heiðurs-
merkinu fyrir framgönguna gegn
skæmliðum.
Waldheim (fynr miðju) í þýska hernum á stríðsárunum. Myndin
var tekin í Podgorica í Júgóslavíu i maí árið 1943 en fyrst eftir
að deilurnar um fortíð hans hófust sagðist hann hafa verið við
laganám i Vín á þeim tima.
Reiði o g hneykslun í fjölmiðlum —
Waldheim ber nokkra sök segja sumir
Vín, Reuter.
STJÓRNVÖLD í Austurríki
sögðu í gær, að ákvörðun
Bandaríkjastjórnar um að
banna Kurt Waldheim, forseta
Austurríkis, að koma til lands-
ins sem óbreyttum borgara
væri óskiljanleg með öllu.
Sögðu þau, að ásakanirnar
væru óréttmætar og hétu því
að koma honum til varnar. I
fjölmiðlum í Austurríki gætir
yfirleitt mikillar hneykslunar
en þær raddir heyrast einnig,
að Waldheim eigi nokkra sök á
því hvernig komið er.
Bandaríska dómsmálaráðuney-
tið tilkynnti í fyrradag, að
Waldheim fengi ekki að koma til
landsins sem óbreyttur borgari
vegna aðildar hans að ofsóknum
nasista í styijöldinni. Var ákvörð-
unin tekin í samræmi við
bandarísk lög en þeim hefur aldr-
ei áður verið beitt gegn þjóð-
höfðingja í ríki, sem vinveitt er
Bandaríkjunum. Yfir Austurríkis-
menn kom fréttin eins og reiðar-
slag.
„Þessi málsmeðferð eróskiljan-
leg fyrir austurrísku stjórnina,"
sagði Franz Vranitzky, kanslari.
„Engar sönnur hafa verið færðar
á ásakananirnar á Waldheim og
þess vegna vísum við þeim á bug.“
Til stendur, að Vranitzky fari í
opinbera heimsókn til Banda-
Kurt Waldhelm
ríkjanna 21. mai nk. en í gær vildi
hann ekki segja hvort hann hætti
við ferðina.
„Bandaríkin bannfæra Wald-
heim án sannana“ var fyrirsögnin
yfír þvera forsíðu austurríska
dagblaðsins Krone, sem er íhalds-
samt og mjög víðlesið, og í blaðinu
Kurier sagði í grein eftir Erwin
Frasl, að Bandaríkjamenn kynnu
ekki að gera greinarmun á þeim,
sem þjónað hefðu í þýska fasta-
hemum (Wehrmacht), og þeim,
sem starfað hefðu í stofnunum
og samtökum nasistaflokksins.
í blaðinu Salzburger Nachrieh-
ten, sem er íhaldssamt, sagði
Viktor Hermann, fréttaskýrandi
blaðsins, að Waldheim gæti sjálf-
um sér um kennt að nokkru leyti.
Hann hefði ekki sagt allan sann-
leikann um fortíð sína og orðið
margsaga um annað.
Austurríki:
Stjórnin hyggst koma
Waldheim til vamar