Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1987
31
Varaþingmenn úr sömu
kjördæmum og þingmenn
SAMKVÆMT lögunum, sem kos-
ið var eftir í þingkosningunum á
laugardaginn, koma allir vara-
þingmenn úr sömu kjördæmum
og þingmenn, sem þeir koma í
staðinn fyrir eða leysa af tíma-
bundið. Eldri kosningalög gerðu
hins vegar ráð fyrir því að vara-
menn landskjörinna þingmanna
kæmu af sérstökum lista iands-
kjörinna varaþingmanna og þar
með gætu þeir verið úr öðru kjör-
dæmi.
Ef tekið er dæmi úr Vestfjarða-
kjördæmi þá er Einar K. Guðfinns-
son, 3. maður á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins, fyrsti vara-
maður þingmannanna Matthíasar
Bjarnasonar og Þorvaldar Garðars
Kristjánssonar, en flokkurinn fékk
tvo kjördæmakjörna menn. Ólafur
Kristjánsson, sem skipaði 4. sæti
listans, er annar varamaður þeirra.
Á Vestljörðum fékk Alþýðuflokkur-
inn einn kjördæmakjörinn mann,
Karvel Pálmason, og einn jöfnunar-
mann, Sighvat Björgvinsson. Fyrsti
varamaður þeirra er Björn Gíslason,
sem skipaði 3. sæti listans, og ann-
ar varamaður þeirra er Unnur
Hauksdóttir, sem skipaði 4. sæti
listans.
Sama regla gildir um varamann
þess þingmanns er hlýtur 63 þing-
sætið, óbundna jöfnunarsætið (sem
fjölmiðlar hafa nefnt ,,flakkara“).
Hann kemur úr sama kjördæmi og
viðkomandi þingmaður og er næst-
ur á eftir honum á framboðslistan-
um.
Anna Kristjánsdóttir,
Bandalagi jaf naðarmanna:
Vorum að mótmæla
lýðræðisbroti
„ÚRSLITIN staðfesta það sem
við vissum raunar fyrir, að ekki
dugir einn mánuður til þess að
endurvekja stjórnmálaafl sem
reynt hefur verið að brjóta nið-
ur í þrjú ár,“ sagði Anna Kristj-
ánsdóttir, efsti mað.ir á lista
Bandalags jafnaðar lanna í
Reykjavík og talsmaður Banda-
lagsins, þegar Morgunblaðið
leitaði álits hennar á kosnin-
gaúrslitunum. Bandalag jafnað-
Anna Kristjánsdóttir
Aukið öryggi fyrir
börnin í bílum
armanna bauð fram í tveimur
kjördæmum, fékk 246 atkvæði,
eða um 0,2% greiddra atkvæða
á öllu landinu.
UMFERÐARRÁÐ hefur látið út-
búa veggspjald um öryggisbúnað
fyrir börn í bilum. Á síðastliðnum
5 árum hafa að meðaltali 47 börn
slasast árlega sem farþegar í
bílum. Ekkert barnanna var í
bílstól eða bílbelti.
Veggspjald Umferðarráðs er
meðal annars sent á dagvistar-
heimili, heilsugæslu- og lögreglu-
stöðvar. Spjaldinu er ætlað að vekja
athygli almennings á því að nú er
völ á góðum öryggisbúnaði fyrir
alla aldurshópa. Árið 1986 slösuð-
ust 45 börn yngri en 7 ára í
umferðinni, og 2 létust. Mörg þeirra
slösuðust sem farþegar I bílum, þ.e.
21 barn. Í frétt frá Umferðarráði
segir að hægt hefði verið að koma
( veg fyrir mörg þessara slysa, og
draga úr öðrum, ef börnin hefðu
verið nægjanlega vel varin.
böbn 1 pubjfa vöfN;
g: ----------, ■Qóðum öryggísbúnai
t-’1* Krir atta
47 btim slasast arlega
j mimmiíuiituiim
Fn^inr «'tti nð nitja t*us I bt'
BjöölAokKl hmttunnihafm.
I NOÖJ öfý-flgisbd'mð /
WVIFEROAR
RAO
Veggspjald Umferðarráðs
„Það sem vakti fyrir okkur kjós-
endum Bandalags jafnaðarmanna
með framboðinu nú var að mót-
mæla því lýðræðisbroti sem okkur
fannst það vera, þegar reynt var
að leggja þetta stjómmálaafl niður
án þess að halda landsfund, með
því að þingmennirnir gengu inn í
aðra þingflokka. Allt okkar starf
var unnið með uppbyggingu þessa
stjórnmálaafls í huga. Við getum
hugað að því fyrir alvöru nú eftir
kosningar," sagði Anna.
„Ég er ánægð með að fjór-
flokkakerfið virðist vera farið að
éta sig innan frá. Það hryggir mig
aftur á móti að fyrirgreiðslupólitík-
in, eins svakaleg tímaskekkja og
hún nú er, skuli fá stuðning í kosn-
ingum,“ sagði Anna Kristjánsdótt-
ir.
Sljórn Þýðingarsjóðs:
Tíu aðilar f engu
styrki til að
þýða 23 bækur
STJÓRN Þýðingarstjóðs hefur
veitt tíu aðilum styrki vegna 23
bóka að upphæð 3.547 þúsund
krónur. AIls sóttu ellefu aðilar
um styrki til Þýðingarsjóðs
vegna 32 bóka, samtals að upp-
hæð um 4 millj. kr.
Mál og menning hlaut styrk
vegna sjö bóka óg Almenna bókafé-
lagið vegna þriggja bóka. Bókaútg-
áfurnar Svart á hvítu, Setberg,
ísafold, Forlagið og Fjölvi hlutu öll
styrk vegna tveggja bóka hver. Hið
íslenska bókmenntafélag og Iðunn
hlutu styrk vegna einnar bókar
hvor og Egg-leikhúsið hlaut styrk
til þýðingar á einu leikriti.
Þýðingarsjóður var stofnaður
með lögum í maí 1981. Hlutverk
sjóðsins er að veita útgefendum
styrki eða lán til útgáfu vandaðra
erlendra bókmennta á íslensku
máli, jafnt skáldverka sem viður-
Þing’konur
eru 13
KONUR á Alþingi eru þrettán
eftir þingkosningarnar á laugar-
daginn en ekki tólf eins og
ranghermt var hér í blaðinu á
gær. Þar féll niður nafn Guð-
rúnar Helgadóttur, þingkonu
Alþýðubandalagsins í Reykjavik.
Þingkonurnar eru sex af Kvenna-
lista, tvær frá Alþýðubandalaginu
og Sjálfstæðisflokknum og ein frá
Alþýðuflokknum, Framsóknar-
flokknum og Borgaraflokknum.
Beðist er velvirðingar á þessu
mishermi.
kenndra fræðirita. Greiðslur skulu
vera framlag ríkissjóðs samkvæmt
fjárlögum hvers árs. Uthlutað var
úr sjóðnum í fyrsta skipti árið 1983-
Menntamálaráðherra skipar
stjórn Þýðingarsjóðs og eiga nú
sæti í henni Sverrir Kristinsson, til-
nefndur af Félagi íslenskra bókaút-
gefenda, Þovarður Helgason,
tilnefndur af Rithöfundasambandi
Islands, og Sólrún Jensdóttir, skip-
uð án tilnefningar.
Leiðréttar
tölur úr
Norðurlandi
vestra
í FRÉTT Morgunblaðsins í gær
um kosningaúrslitin í Norður-
landskjördæmi vestra var rangt
farið með prósentutclur um breyt-
ingar á fylgi flokka frá síðustu
þingkosningum.
Fylgi Alþýðuflokksins í kosningun-
um var 10,2% en 1983 var það 7,2%.
Munurinn er +3,0%.
Fylgi Framsóknarflokksins í kosn-
ingunum var 35,2% en 1983 var það
28,8. Ef fylgi BB-lista 1983 er tekið
með var heildarfylgið 40,4%. Munur-
inn er -5,2%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosn-
ingunum var 21,2% en 1983 var það
31,3%. Munurinn er -10,1%. Loks var
fylgi Alþýðubandalagsins í kosning-
unum 15,7% en 1983 var það 11,6%.
Munurinn er +4,1%.
Lesendur eru beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
A
„ Arangur af góðu
samstarf i í kosn-
ingabaráttunni“
- segir Sighvatur Björgvinsson, sem endur-
heimti þingsæti sitt á Vestfjörðum
„ÉG er auðvitað ánægður með
árangur okkar Alþýðuflokks-
manna á Vestfjörðum í þessum
kosningum. Það tókst að ná
mjög góðu samstarfi okkar á
milli eftir þau átök sem urðu
í prófkjörinu og menn sann-
færðust um að við ættum
möguleika á tveimur mönnum
og unnu samkvæmt því“, sagði
Sighvatur Björgvinsson, annar
maður á lista Alþýðuflokksins
á Vestfjörðum, sem endur-
heimti þingsæti sitt i kosning-
unum. „Árangur okkar er því
fyrst og fremst árangur af
nyög góðu starfi, sem unnið
var í kosningabaráttunni",
sagði hann ennfremur.
Sighvatur var fyrst kjörinn á
þing 1974 og sat á þingi til árs-
ins 1983. I prófkjöri Alþýðu-
flokksins fyrir kosningarnar
1983 lenti hann í öðru sæti, en
flokkurinn fékk hins vegar aðeins
einn mann kjörinn á Vestíjörðum
f þeim kosningum. og Sighvatur
féll út af þingi. Hann endur-
heimti nú þingsæti sitt og sagði
m.a. í því sambandi: „Úrslit þess-
ara kosninga eru auðvitað sérs-
taklega ánægjuleg fyrir mig með
Sighvatur Björgvinsson.
því að ná pólitískri endurkomu á
þing með þessum hætti."
Aðspurður kvaðst Sighvatur
einkum vilja beita sér fyrir þeim
málefnum, sem Alþýðuflokks-
menn á Vestfjörðum lögðu
áherslu á í kosningabaráttunni,
það er að afnema kvótakerfið og
gera sérstakt átak i samgöngu-
málum kjördæmisins."