Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 ------------—----------------------í__ . . að gefa honum undir fótinn. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1987 Los Angeles Times Syndicate Þú ert harðasti sölumaður- inn sem hér hefur starfað! HÖGNI HREKKVtSI . QR.3ALAÐA BlNA RAKAR'A SFR fÓTLESöíNA-' Styttir lélegt efni end- ingu góðs viðtækis? Ágæti Velvakandi. Oft er líf manns langra stunda og þeim mun meir sem verr passar maður í þá tilveru er hann fæðist til hverju sinni. Reynir hver að bjarga sér og nú með tækni, sem maður hver er háður eins og heróín- neytandi lyfi sínu. Menn selja sjálfa sig tímabundið fyrir peninga, sem í draumi oft táknast sem saur og sýnir það álit Guðs á þessu margeftirsótta mannlega fyrirbæri. Til uppfyllingar langana er verslað, stundum sem efnahagur framast leyfír eða jafnvel þar um of. Ég Til Velvakanda. Það er mikið kvartað og fundið að en oft vill gleymast að þakka það sem vel er gert. Þetta finnst mér að hafi einkennt umræðuna í Vel- vakanda um Ríkisútvarpið að undanförnu. Framhaldsmynda- flokkamir sem sjónvarpið hefur verið með að undanförnu hafa verið sérstaklega góðir og nefni ég til keypti mér nýtt útvarpstæki fyrir skömmu. Er það gjört af þvílíkri hind að flytja má tónlist af einni spólu yfir á aðra. Er von mín að slíkt megi nú betur takast en þá er ég síðast reyndi. Ekki er nema gott eitt um það að segja að allir á heimilinu njóti góðs viðtækis. Það er hluti af lífí fólks eðlilegra lífshátta. Samt fór það í mig þegar ég heyrði að í nýja tækið hafði verið látin spóla með popplögum. Sagði ég unga fólkinu að þetta tæki væri eingöngu ætlað Rás eitt og dæmis sakamálamyndina Fjórða hæðin. Það er vönduð og spennandi mynd. Ég er sammála því að meira mætti vera um bíómýndir sérstak- lega um helgar, sérstaklega hafa sunnudagskvöldin verið dauf í vet- ur. Sjónvarpsáhorfandi klassískri tónlist! Rökstuddi ég mál mitt með því að enginn sómakær smiður léti bestu sög sína í naglaborið fúatimbur. Eða fólks- bílseigandi aki dýrum bíl sínum í hraunslóð væri hann til góðs vegar annars gjörður. Hlegið var dátt að rökum mínum og ekki var það verra að ég gat einnig hlegið, þó það sé annars frek- ar fátitt. Popplögin yfirtóku allt stofurýmið, líkt og skafrenningur gerir stundum í útihúsum. En gamla viðtækið stendur fyrir sínu. Ég gat á meðan notið Ballöðu nr. 3, op 47 eftir Fréderic Chopin. Hæfni tónskálds og píanóleikara mátti sín meira en léleg tóngæði og aukasuð viðtækis. Kostir um- fram galla — og allt var í lagi. En eftir á að hyggja: Ég er alls ekki viss um nema lélegt efni stytti end- ingu góðs viðtækis. í vönduðu tæki nýtur fagurt efni sín best. Til dæm- is söngvar frá annesjum Bretlands- eyja, ópera eftir Verdi, þjóðlag úr gljúfrum Andersfjalla eða ástaróður eftir Frans Schubert. Bjarni Valdimarsson Lélegþjón- usta á Hlemmi Til Velvakanda. Ég þarf að kvarta yfir þjón- ustunni á Hlemmi til þess að henni verði kippt í lag. Hér á ég þar við lokun salerna kl. 9. Starfsfólkið segir mér að það sé mikið kvartað undan því að salemunum sé lokað kl. 9 og segja að því geti enginn breytt nema borgarstjóri. A fólk bara að gera í buxurnar meðan það bíður eftir strætó til kl. 11.30. Þetta er til stórskammar og engin þjónusta. Þessu verður að breyta og það strax. Jóhann Þórólfsson „Fjórða hæðin er vönduð og spennandi mynd“ Góðir framhalds- myndaflokkar - hjá Ríkissjónvarpinu Víkverji skrifar að var fróðlegt að fylgjast með samkeppni sjónvarpsstöðv- anna tveggja á kosninganóttina. Víkveija þótti tölvukerfi Stöðvar 2 betra en tölvukerfi ríkissjónvarps- ins. Línuritin og myndimar, sem tölva Stöðvar 2 kom með, vora skýr- ari en tölvumyndir ríkissjónvarps- ins. Hins vegar hafði ríkissjónvarpið vinninginn í viðmælendum, eins og við mátti búast, þar sem flokks- formennimir t.d. komu fyrst í ríkissjónvarpið og síðan í Stöð 2. Þá vora tæknilegar traflanir hjá Stöð 2 óþægilegar. Hvað sem því líður er það.afrek hjá svo ungu fyrirtæki að standa jafnfætis grónu fyrirtæki í samkeppni á borð við þessa. Hitt er svo annað mál, að líklega var gamla útvarpið á undan báðum sjónvarpsstöðvunum með kosninga- fréttimar, svo að ekki lætur það að sér hæða! Þegar á heildina er litið stóðu starfsmenn þessara fjöl- miðla allra sig afburða vel og geta verið ánægðir með störf sín á kosn- inganóttina. xxx Nokkrum sinnum gerðist það augljóslega, að beðið var eftir ríkissjónvarpinu með að birta kosn- ingatölur. Þetta sást m.a., þegar myndavélum Stöðvar 2 var beint að formönnum yfirkjörstjórna með- an þeir biðu og mátti t.d. sjá þetta góða stund í Hafnarfirði, þegar fréttamaður ríkissjónvarpsins var að undirbúa útsendingu á tölum, sem formaður yfirkjörstjórnar var tilbúinn með. Er þetta ekki úrelt fyrirkomulag? Er ekki ástæða til að fréttamenn þessara miðla fái tölumar um leið og þær eru tilbúnar og geta þá sent þær út um leið og þeir era til- búnir til? Þetta er til umhugsunar fyrir næstu kosningar. að er kominn enn einn veit- ingastaður, Ópera, í gamla miðbæinn, Lækjargötu, þar sem áður var sýningarsalur. Þetta er skemmtilegur veitingastaður, mat- ur góður svo og þjónusta, eins og nú orðið er raunar á nánast öllum veitingahúsum borgarinnar. En það er kannski vandamálið! Sannleikurinn er sá, að matur er orðinn eins og þjónusta eins á öllum þessum stöðum. Líklega er ástæðan sú, að bæði matsveinar og þjónar koma frá sama skóla. En þetta veldur því, að einhæfni veit- ingahúsanna er orðin alltof mikil. Og m.a. orða: geta þjónar ekki hætt að koma sí og æ til gesta og spyrja hvernig maturinn bragðast! Sjálfsagt segja langflestir gesta að hann bragðist vel, þó ekki væri nema fyrir siða sakir. Hvað skyldu þjónarnir segja, ef fólk færi allt í einu að tala umbúðalaust um hlut- ina, því að alltaf má eitthvað að öllu finna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.