Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 52

Morgunblaðið - 29.04.1987, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 Hvítur þunnur galli frá Don Cano. íþróttagalli úr bómull frá Henson Skíðagalli frá Don Cano í tvílitu setti, en Don Cano fatnaðurinn er framleiddur í stærðum sem henta jafnt konum sem körlum. staða íslensks íþróttafatnaðar væri mjög góð hvað varðar gæði, en aukinn innflutningur á íþrótta- fatnaði á liðnum árum hefði mjög kreppt að þessari framleiðslu. „Við erum að þessu allt eins fyrir áhuga á íþróttum og sameinum hann áhuganum á fataframleiðslu, en ég get ekki séð að þetta fyrirtæki myndi bera sig með framleiðslu íþróttafatnaðar eingöngu," segir Reinhardt Reinhardtsson, hjá Alís. Halldór Einarsson lýsir þróun- inni svo: „Þegar álagning á fatnaði var gefin hér frjáls fyrir tveimur árum fóru innkaupaaðilar í auknu mæli að leita eftir framleiðslu frá ódýru löndunum.í austri og það, ásamt því að island er líklega eina Evrópulandið sem ekki hefur sett nein höft á innflutning þaðan, hef- ur verið helsti vandi okkar hér. íslendingar eru ekkert frekar að hugsa um hvar flíkin er framleidd þegar þeir kaupa hana. Við þennan innflutning hefur verið erfitt að keppa, en á móti kemur auðvitað nálægð HL okkar við markaðinn hér og það að við getum þjónustað 'ö, fólk og félög milli- 0 liðalaust og fyrir- R' varalítið. Það er g. fyrst og fremst í fe- beim efnum sem við skorum," segir „Erlendis þekkist það ekki að fólk sé að spá í tískuliti varðandi íþróttafatnað, en hér heima er allt annað upp á teningnum - íslendingar eru bara í tískunni og það skiptir þá engu hvort um er að raeða tískufatnað eða íþróttafatnað, ef flíkin samræmist ekki tískunni í efnum, sniði og litum þá er ekki litið við henni.“ fyrirtæki stór í sniðum sem fram- leiða íþróttafatnað og eitt slíkra er fyrirtækið Alís í Kópavoginum, en þar hafa eigendurnir, Reinhardt Reinhartsson og Sigrún L. Kvaran, klæðskeri, á undanförnu eina og hálfa ári framleitt íþróttafatnað sem aukagrein með tískufatnaði. Þau framleiða eftir tveimur grunn- sniðum fyrir hópa, félög og ein- staklinga, en selja ekki til verslana. Það var almennt álit manna að Þessar setningar og fleiri í sama dúr heyrðust ósjaldan þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins fór á stúfana til að kanna stöðu íslenskrar framleiðslu hvað íþróttafatnað varðar, framleiðslu sem á síðustu árum hefur mjög rutt sér til rúms á markaðnum og ekki einvörðungu fyrir íþróttafólk og keppnisvelli. „Ég mæti fólki í fatnaði frá okk- ur allt eins á Laugaveginum, á skemmtistöðum, í ferðalögum og hvar sem er,“ segir Herdís Björns- dóttir, sölustjóri hjá Scana h.f., fyrirtækinu sem framleiðir Don Cano fatnaðinn. í sama streng tek- ur Halldór Einarsson, eigandi Henson h.f., en leitað var til þess- ara tveggja fyrirtækja, sem eiga það sameiginlegt að vera með nokkuð mikla og fjölbreytta fram- leiðslu, en eru þó um margt ólík. Scana h.f. framleiðir nær eingöngu fyrir íslenskan markað og lítillega fyrir þann grænlenska, en í Dan- mörku, Englandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum eru fyrirtæki sem framleiða samskonar fatnað eftir hönnun Jan Davidson, manns- ins á bakvið merki Don Cano. Hjá Henson er á hinn bóginn um að ræða framleiðslu fyrir íslenskan markað og erlendan og fer hún bæði fram hér heima og í auknu mæli erlendis, aðallega í Portúgal og Kóreu. Ekki eru þó öll Halldór, en hann ^ 1 þ hefur verið í fram- leiðslu íþróttafatnað- / ar í 19 ár frá því hann byrjaði með að kaupa eina gamla saumavél og ráða til sín konu sem kunni á hana. Nú starfa hjá Henson um 90 manns. Hjá Henson, voru á síðasta ári framleiddar, í tveimur verksmiðj- um fyrirtækisins, 94.000 flíkur, sem skiptast í 31 grunntegund fatnaðar, sem svo skiptist enn á ný í ýmsar mismunandi tegundir. Halldór segir takmarkið að fram- leiða hérlendis um 100.000 flíkur árlega, en hann hyggur á enn meiri aukningu í framleiðslunni og það erlendis. „Ég er búinn að kyngja mínum gömlu skoðunum um að íslenskt skyldi framleitt á íslandi. Þær hafa svona aðeins brotlent. Því erum við að byrja að framleiða undir merkjum Henson í löndum þar sem margfalt ódýrara er að fram- leiða. Ég býst við að reksturinn verði í framtíðinni þannig, að æ meira verður framleitt annars staðar og flutt hingað inn og jafn- vel héðan aftur. Við ákveðum þá efni, snið, hönnun og útlit fatnað- arins, en fáum hann framleiddann Stakar stuttbuxurog vindjakki frá Don Cano Hjá fyrirtækinu Alís eru framleiddir tvílitir giansgallar eftir tveimur grunnsniðum og er þetta önnur tegundin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.