Morgunblaðið - 14.06.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.06.1987, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Grindavík A línu allt árið og afla vel Rætt við Halldór á Freyju úr Garði í Grindavík voru strákarnir á Freyju úr Garði að gera klárt fyrir siglingu. Það var búið að loka öllu og það var rétt gefinn timi tíl að skreppa heim og kveðja vini og vandamenn. Hall- dór Sveinbjöm Þórðarson skip- stjóri var í brúnni, hörku skipstjóri og aflakló. Hann missti vinstri handlegginn í slysi um borð I Viðey sem hann var á 1964, lenti með handlegginn á milli skips og ljósastaurs á bryggjunni. Tveimur mánuðum síðar tók hann við skipstjóm á litlu Freyju eins og hann orðar það, en nú er hann skipstjóri á stóm Freyju. Þetta gekk þokkalega vel í vet- ur, sagði hann, við enduðum í 730 tonnum fyrir utan það sem er í bátnum núna, en það eru um 60 tonn, mest þorskur. í vetur vorum við sitt á hvað, ýmist norður á Breiðafirði eða sunn- an við Reykjanes, en líklega vorum við nú meirihlutann af vertíðinni norðanmegin. Mest af aflanum var þorskur. Staða sjávarútvegsins leggst ekkert verr í mig, en hún hefur verið. Ég er ánægður með hana að mestu leyti, í höfuðdráttum er sjáv- arútvegsstefnan ágæt að mínu mati.Maður er svo sem ekkert vel hnútum kunnugur hjá öllum aðilum og ég þekki ekki nógu vel til hjá togurunum, en ef það er verið að moka fyrir borð allt að tugum tonna í túr af smáfiski og öðru þá er það auðvitað mjög alvarlegur hlutur og þarf að takast föstum tökum eins og reyndar ýmsir endar í fiskveiði- málunum. Við erum á aflamarki og eigum eftir talsvert af kvótanum, m.a. vegna þess að línan í janúar og febrúar er utan kvóta og að auki keila og fleira sem við fáum slatta af á línunni, en við erum á línu allt árið og erum líklega eini Morgunblaðið/Ámi Johnsen Halldór Þórðarson skipstjóri á Freyju úr Garði. báturinn á landinu af þessari stærð- argráðu sem erum á línu allt árið. Nei, það er klárt að ef það er eitthvað sem maður hefur áhyggjur af þá er það smáfiskadrápið, það er í raun og veru eina áhyggjuefnið. Fyrir mína parta vildi ég að farið yrði að athuga betur hinar ýmsu sérveiðar, humarinn og fleira, en þó sérstaklega humarinn. Það vant- ar meiri rannsóknir á því hvað er í rauninni óhætt að vinna úr sér- stofnunum. Það hefur til dæmis aldrei verið önnur eins veiði á humri og um þessar mundir og nær allur flotinn sem er á humri má segja að moki honum upp. Jú, hljóðið í mannskapnum er ágætt, ég er með unga og bjartsýna menn og ég er mjög ánægður með hvemig hljóðið er í þeim, það er frekar hvatning heldur en hitt. Nú, við verðum að öllum líkindum úti í Þýskalandi á sjómannadaginn og höldum þá upp á daginn þar. Síðan er það framundan að skvera, sinna venjulega viðhaldinu fram í ágúst og síðan er það línan aftur. Þessi bátur hefur verið nær stanslaust á línu síðastliðin 7 ár. Síldin hefur komið inn á milli. En það er klárt mál að línan skilar góðum fiski, það er ekki nokkur spuming. Við erum 6 á sjónum og það em 6 sem beita upp á akkorð. Ég er mikið með sömu mennina ár eftir ár. Freyjan er 120 tonn og þróunin er sú að byggja yfir þessa báta, það er auð- vitað allt annað að vinna undir þiljum í þessu, en við ísum alltaf í hillur og leggjum upp hjá Karli Njálssyni í Garði. Nei, ég á engin uppáhaldsmið, maður er suður í Skeijadýpi í dag og norður á Fláka á morgun, út og suður.Ég fer með 90 bala í tveggja daga róður, tvær umsetn- ingar, en það má segja að við stöndum vaktir á línunni, 4 tíma á dekki og 4 tíma í koju, þetta er ekkert svipað og áður, miklu að- gengilegra. Sem betur fer er margt í rétta átt í sambandi við sjósóknina hjá okkur, en það er vissulega margt ógert og margt sem er brýnt að gera í þá átt að fullnýta alla möguleika sem fiskveiðamar bjóða upp á. - áj. Á bryggjusporðinum í Grindavik má oft sjá bæði eldri og yngri renna færi. 1 V estmannaeyj ar „Menn eru sáttir og sælir í góðum félagsskap“ — segja þrír Eyfellingar í Eyjaflotanum, Svavar, Helgi og Sigurjón Frá vinstri: Svavar Þór Lárusson, Kristján Helgi Guðmundsson og Sigurjón Eyþór Einarsson. Morgunblaaið/Ámi Johnsen Þrír Eyfellingar stigu út úr einni flugvél Vals Andersen á Vestmannaeyjaflugvelli. Þeir voru að koma frá Skógarsandi, en Valur hefur um árabil haldið uppi flugi milli lands og Eyja á litlum vélum og nýlega keypti hann til landsins tveggja hreyfla vél fyrir sjö farþega. Eyfelling- amir þrír höfðu skroppið frá Eyjum á heimaslóð á fasta- landinu, en þeir eru allir skip- verjar á Bylgjunni frá Vestmannaeyjum, með Matta Óskars. Við tókum Eyfellingana tali, Svavar Þór Lárusson, Guð- mund Helga Kristjánsson og Siguijón Eyþór Einarsson. Svav- ar byijaði á Bylgjunni í fyrra, Helgi í vetur og Siguijón var vikugamall um borð þegar við hittum þá félaga, en í gegnum tíðina eru þeir æði margir Eyfell- ingamir sem hafa sótt sjóinn frá Vestmannaeyjum, hörkumenn og traustir. „Ég skrapp hingað út í Eyjar til þess að skemmta mér eina helgi með félögum mínum," sagði Sigur- jón, „ætlaði að vera eina nótt, en lenti á Bylgjunni." „Mér líkar vel til sjós,“ sagði Svavar, „líkar vel við sjóinn og það er gott að vera á góðum bát sem gefur góðar tekjur, en allur okkar fiskur fer í gáma. Við þremenning- amir erum allir úr sveitinni, hrein- ræktaðir sveitamenn, en okkur líkar vel í Eyjum. Það getur verið erfitt á sjónum á vetrartímanum eins og til dæmis í marz í vetur. Þá var kolvitlaust veður, en þetta venst svo sem.“ „Ég var eina vertíð á Kristbjörg- unni hjá Guðfinni," sagði Helgi og síðan er þetta önnur lotan á Bylgj- unni, en ég hætti í kringum sjómannadaginn og fer í búskapinn heima. Mér hefur líkað ágætlega héma, en sveitin kallar í mann á sumrin, heyskapurinn og allt stúss- ið í kringum þessar 120 rollur sem við eram með og kýmar auk hrossa." „Ég hafði nú hugsað mér að fara einhvemtíma til sjós, en þetta var tilfallandi eins og ég sagði áðan, það vantaði mann og ég sló til. Ég var sjóveikur í rúman sólarhring og var nú helst á því að skella mér fyrir borð á meðan það stóð yfír, maður vissi ekkert hvað var upp og hvað niður á bátnum, en mér hefur gengið tiltölulega vel að ná sambandi við sjóinn á þessum stutta tíma. Ég skaust bara heim af því að strákamir tóku sig til, þetta er fljótfarið héma yfir Eyjasund og ekki nema 7 mínútna flug að Bakka í Landeyjum. „Það liggur sem sagt vel á okk- ur, “ sagði Svavar, „það er gott hljóð í strákunum um borð, góður andi og menn sáttir og sælir í góð- um félagsskap og með góðar tekjur. Ég reikna með að fara í Stýri- mannaskólann hér í Eyjum í vetur, vantar aðeins tíma til að það gangi upp.“ Einar J. Gíslason afhendir Sigurði Georgssyni aflakóngi Vestmannaeyja verðlaun á sjómannadaginn sl. ár, en það ár varð Sigurður aflakóngur Vestmannaeyja þriðja árið í röð. Nú í ár er hann næsthæstur yfir landið en þess má geta að Einar J. Gislason hefur flutt hugvekju í þijá áratugi á sjómannadeginum í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.