Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
„Ég er hræddur
við smáfiska-
drápið“
afla eða í lélegustu og ódýrustu
pakkningar. Þannig þurfa allir aðil-
ar í þessu dæmi að hafa aðhald til
þess að ýtrasta hagkvæmni og nýt-
ing verði viðhöfð og þann farveg
þarf að fínna þeirri þróun sem á
sér stað. Við þurfum markvisst að
skipuleggja alla þessa hluti betur.
Það hefur til dæmis sýnt sig að
þessi stóru frystihús hér í Eyjum
hafa haft betri afkomu upp á
síðkastið en áður þrátt fýrir minni
afla til vinnslu. Það er ekki alltaf
magnið sem segir til um afkomuna.
Það væri einnig fróðlegt að vita
hvað stórt hlutfall af gámafískinum
er í eigu frystihúsa og saltfiskverk-
enda, ég er sannfærður um að það
er yfír 50% af gámafískinum sem
þeir eiga og svo eru þessir aðilar
að úthrópa einstaklinga sem setja
sinn afla í gáma, í sumum tilvikum
físk sem þeir geta ekki selt íslensk-
um fískverkendum."
— „En hvar á að setja mörkin í
gámaútflutningnum?"
„Það er vissulega erfitt að segja
til um hvar mörkin eigi að vera.
Þeir sem eru með lítinn kvóta eru
að reyna að gera sér meiri mat úr
kvótanum og það er skiljanlegt, því
allt er þetta meira og minna happa-
drætti, en vonandi minnkar þetta
vandamál þegar fískverðið er orðið
frjálst, því þá er ég sannfærður um
að það minnkar gámafískurinn úr
landi. En í sambandi við gámafísk-
inn úr landi og stöðuna eins og hún
er væri líklega skynsamlegast að
setja mörk á afla hvers báts. Þetta
er svo erfitt við að eiga. Mannskap-
urinn vill hugsanlega senda aflann
út og það kann að stangast á við
hagsmuni þeirra sem verka í landi
eða útgerðarinnar og ekki síst hags-
muni landverkafólksins sem einnig
er inni í þessari mynd og það verð-
ur ekki hjá því komist að hugsa
um það líka, það á sinn rétt og ef
markaðurinn dettur niður erlendis
getum við ekki ætlast til þess að
vel þjálfað fólk bíði tilbúið í landi
til þess að vinna aflann í dýrustu
pakkningar og þá getur líka vel
verið að við séum búnir að tapa
dýrmætustu mörkuðunum, þannig
að það er að mörgu að hyggja í
þessu sambandi. Það er tómt rugl
að senda endalaust afla út og láta
Skipshöfn Sigurjóns í vetur en þeir öfluðu tæplega 1.500 tonna.
verðið hrynja niður. Þetta getur
borgað sig, en það verður að hafa
hönd á þessu eins^og öðru sem á
að skila árangri. í vetur sendum
við út afla í gámum og fengum
fyrir hann 16 milljónir króna, með-
alverð á kíló til skipta var 30 kr.
og 80 aurar. Skiptaverðið hér heima
miðað við verð á þessum físki hér
heima hefði verið 22,50 kr.“
Ég spurði Siguijón um veiðidag-
bókina hans sem hann er kunnur
fyrir að færa af mikilli nákvæmni,
en þar er sett á blað dýrmæt reynsla
fískimannsins, en tilfínningin sem
aflaklóin hefur verður aldrei sett í
kort, hún er gáfa sem vex með
hveijum og einum eftir því sem
landið liggur.
„Jú, ég geri veiðidagbók, sem er
hemaðarleyndarmál, sem er þó ekki
meira afgirt en svo að þeir sem
hafa beðið um hafa fengið aðgang
að henni. Aður lágu menn á þessum
upplýsingum eins og um gull væri
að ræða og ef einhver bað um upp-
lýsingar þá var það eins og menn
væru að biðja um bankabók viðkom-
andi til eigin afnota.
Þú spurðir um aflasamsetning-
una í vetur. Þetta voru um 600
tonn af þorski, en hitt var mest
ufsi og eitthvað um 140 tonn af
kolanum, en ég á eftir eitthvað um
280 tonn af þorski. Við erum byij-
aðir á snurvoðinni aftur og þar er
eiginlega allt koli. Ur 50 tonnum
fáum við eitthvað 3-4 tonn af öðrum
físki. Langlúran er nær einlit í þessu
og hún er nýtt hráefni til vinnslu,
skapar mikla vinnu, en það vantar
meiri tilþrif í sölumennskuna, því
það er hent hráefni fyrir tugmilljón-
ir króna, sandkola og öðrum kola-
tegundum sem er örugglega hægt
að selja.
Upphafíð að langlúruveiðunum
var það að blaðamaður sem fór í
róður með Kristjáni bróður mínum
á Emmunni, humarróður, fór að
velta því fyrir sér, hvort það væri
ekki hægt að selja langlúruna sem
kom upp í humartrollið. Ég held
að þessi vinni nú hjá Marbakka í
sölumennsku á fiski, en það er
ábyggilega búið að veiða um 3.000
tonn af langlúru síðan í fyrra, Gulli
á Gandí hefur veitt 700-800 tonn,
Dalaröstin annað eins og við og
fleiri með minna. Söluverðið er
80—90 kr. út, en við fáum 25 kr.
greitt fyrir kílóið hér heima, hátt í
þorskverð.
Það er engin spuming að við eig-
um mikla möguleika í sjávarútveg-
inum með meiri nýtingu og
skipulagningu og ekki síst með mun
harðskeyttari sölumennsku ogjafn-
framt verðum við að taka fyrir
smáfiskadrápið og dreifa sókninni
á nýjar tegundir sem sannað er að
geta skilað okkur miklu. Grunnur-
inn í þessu öllu saman er þorskurinn
og við þurfum að gæta þess eins
og sjáaldurs augna okkar að ganga
ekki of nærri þorskstofninum. Mér
fínnst satt að segja ganga of hægt
að taka á þessu. Ég vil að það sé
samráð við okkur, leitað upplýsinga
og álits um lokanir og friðun svæða,
að Hafrannsókn láti sína menn
fylgjast með okkur á viðkvæma
tímanum, því fískurinn hrygnir á
svo misjöfnum tíma en þessar skrif-
borðslokanir passa ekki við stað-
reyndimar f náttúrunni sjálfri og
til dæmis er þessi endalausa lokun
á Selvogsbankanum algjörlega út í
hött að mínu mati. Það hefur verið
lokað þama í 15 ár til þess að friða
þorskinn, en ef það er enginn þorsk-
ur þama þá er þetta engin friðun.
Við erum kannski að djöflast í físki
þama rétt fyrir hrygninguna og þar
með að eyðileggja fyrir framtíðina
í stað þess að hinkra aðeins á með-
an hrygningin gengur yfír.
Ég held að menn geri sér ekki
grein fyrir því hvað fískurinn er að
minnka. Hér við Eyjar var fískurinn
ri I -/
I
Auövitað er engum sama hvar hann eyöir langþráðu sumarfríi
sínu. Paö er öruggt að fríið verður eins og best verður á kosið
ef þú velur hina frábæru aðstöðu okkar á Alcudia ströndinni á
Mallorca. Ströndin er sú stærsta og besta á Mallorca, glæsileg
íbúðahótel, stórgóð aðstaða, þaulvanir fararstjórar og sérstakur
barnafararstjóri tryggja að öll fjölskyldan nýtur sumarleyfisins
eins og best verður á kosið.
Sökum mikillar eftirspurnar höfum við fjölgað ferðum tilMallorca
og eigum því laus sæti 20. júní og 6. júlí.
Aðrar ferðir eru nánast uppseldar.
Ef þér er ekki sama velur þú Alcudia með Polaris.
FERÐASKRIFSTOFAN
POLAfílS
Kirkiutnroi 4 Sími 622 011
Kirkjutorgi 4 Sími 622 011
4-