Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/Sverrir Vatnsleiðsla lögð útí Viðey Vatnsleiðslan úr Sundahöfn út í Viðey var sett á flot í Elliðavogi í gærkvöldi en þaðan var hún dregin yfir f Sundahöfn og tengd í landi. Að sögn Þórodds Th. Sigurðssonar vatnsveitustjóra var fyrirhugað að sökkva leiðslunni eftir að búið var að strekkja á henni milli lands og eyjar og átti þvf verki að vera lokið með morgninum. Leiðslan er 15 cm f þvermál og rúmur kílómeter að lengd. Könnun FÍI á atvinnuástandi: Töluverður skortur á starfsfólki í iðnaði Áhugi á erlendu vinnuafli „ALMENNT virðast fyrirtæki reikna með töluverðum skorti á vinnuafli f haust, líklega meiri en f fyrra, en þá vantaði um 6% fleiri starfsmenn f iðnaði," sagði Ólafur Davfðsson, framkvæmda- stjóri Félags fslenskra iðnrek- enda, þegar Morgunblaðið spurði hann um niðurstöður könnunar sem FÍI hefur gert á atvinnu- ástandi hjá iðnfyrirtækjum. 40-50 fyrirtæki tóku þátt í könn- uninni. „Það eru engar endanlegar tölur komnar úr könnuninni ennþá en fyrst og fremst virðist skorta ófag- lært fólk í almenn störf í iðnaði. Starfsfólk vantar í flestar greinar iðnaðar en sér í lagi matvælaiðnað og fata- og pijónaiðnað. Það tóku ekki nógu mörg fyrirtæki þátt í könnuninni til þess að hægt sé að skipta þessu niður eftir landshlut- um.“ í könnun FÍI var einnig kannað viðhorf fyrirtækja til þess að fá hingað til lands erlent vinnuafl og sagði Ólafur að hjá ýmsum fyrir- tækjum væri áhugi á að kanna þann möguleika. Banaslys á Jökuldal BANASLYS varð á Jökuldal síðastliðinn sunnudag er dráttar- vél fór út að þjóðveginum og valt skammt frá bænum Hjarðar- haga. Pilturinn sem lést hét Hjálti Már Pálsson, 14 ára, til heimilis í Hjarð- arhaga. Morgunbla/Hð/Sverrir Guðrún Sveinbjamardóttir og Kevin Smith fomleifafræðingar við göngin sem liggja frá Snorra- laug og hugsanlega til bæjar Snorra. Fomleifauppgröftur í Reykholti: Alltaf yon til þess að minjar frá tím- um Snorra finnist - segir Guðrún Sveinbjamardóttir fomleifafræðingur ÞESSA dagana fer fram forn- leifauppgröftur f Reykholti f Borgarfirði. Nú þegar hafa fundist gólf skánir, veggjaleifar og hellulögn en að sögn Guð- rúnar Sveinbjaraardóttur fornleifafræðings, sem hefur yfirumsjón með verkinu, hefur ekkert verið aldursgreint enn- þá. Guðrún sagði að nú færu fram forrannsóknir sem gerðar væru til þess að ganga úr skugga um að þama væri raunverulega eitt- hvað að finna. „Þegar leikfimihúsið var byggt héma fyrir mörgum árum komu í ljós hlaðin göng sem koma norð- an undan húsinu og hefur alltaf verið ætlunin að skoða þau og nánasta umhverfí þeirra nánar," sagði Guðrún. Aðspurð kvaðst Guðrún ekki vita hvers vegna ekki hefði verið ráðist í þessar framkvæmdir fyrr en yfírleitt réðu fjárframlög öllu um framvindu mála á þessu sviði sem öðmm. „Við höfum grafíð lítinn prafu- skurð héma á lóðinni norður af Snorralaug og fundið gólfskánir, veggjaleifar og hellulögn með hleðslum báðum megin. Þessi hellulögn er mjög iík þeirri sem er í bæjargöngunum sem liggja undan leikfimihúsinu". Okkur þykir auðvitað líklegt að eitthvað finnist á þessum sögu- slóðum en við höfum ekki nógu langan tíma til þess að gera okk- ur fullkomlega grein fyrir út- breiðslu minjanna á þessu svæði. Síðasti torfbærinn hér í Reyk- holti var rifínn árið 1940 og má búast við því að ýmsar leifar fínn- ist austan við svæðið þar sem hann stóð. Til þess að komast til botns í þessu þyrfti að opna miklu meira af þessu svæði en það hef- ur orðið fyrir miklu hnjaski í gegnum tíðina og því óvíst hvort eitthvað kæmi í leitimar." Þegar Guðrún var spurð að því hvort menn gerðu ráð fyrir því að koma niður á bæ Snorra Stur- lusonar í þessum greftri sagði hún að auðvitað væri alltaf von til þess. „Enn sem komið er getum við ekkert sagt um það hversu gamlar þessar minjar eru en þessi göng sem hér liggja gætu hugsan- lega hafa legið frá húsakynnum Snorra og út í Snorralaug. Það er alltaf spennandi að grafa á þessum slóðum og auðvitað væri gaman að fínna einhvetjar minjar frá tímum Snorra," sagði Guðrún að lokum. Guðrún við skurðinn sunnan kirkjunnar en í honum hafa fundist leifar af hleðslum sem líkjast hellulögðu bæjargöngunum sem liggja frá Snorralaug. Yfirlitsmynd af Reykholti i Borgarfírði. örin bendir á staðinn þar sem uppgröfturinn fer fram. Þessum áfanga rannsóknanna lýkur í þessari viku og óvíst er hvenær þeim verður haldið áfram. Fomleifafræðingar era einnig við störf að Bessastöðum og seinni partinn í gær komu þeir niður á hleðslu sem gæti leitt til elsta hluta konungsgarðsins. Að sögn Guðmundar Ólafsson- ar fomleifafræðings er verið að grafa á sama stað og fyrr í sumar. „Svæðið er austan megin við kirkjuna þar sem amtmaðurinn bjó. Þessi hleðsla, sem nú er fund- in, er á meira dýpi en þær minjar sem áður hafa fundist á Bessa- stöðum. Við höfum nú grafíð einn og hálfan metra niður og von- umst til þess að sú hleðsla, sem við fundum þar, leiði okkur til elsta hluta konungsgarðsins," sagði Guðmundur og virtist bjart- sýnn á framhaldið. Guðmundur sagði að á þessum slóðum hefði fundist mikið af leir- kerabrotum og öðram munum sem eftir ætti að aldursgreina en kenning Guðmundar er sú að hleðslan sem fannst í gær sé frá því á 16. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.