Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987
FISKI- OG
SLÓGDÆLUR
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
Hversvegna
nota tvo
þegarEINN
nægir?
SEPPFEIAGIÐ
Dugguvogi4 104 Reykjavik 91-842 55
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
IVIARAZZI
Flísar í
alla íbúðina
- ODYRU
flísarnar frá Portúgal
- og allt til flísalagna.
#Aí.FABORG?
BYGGINGAMARKAÐUR
SKÚTUVOGI 4 - SÍMI 686755
BRUMNDÆLUK
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN SlMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
<
(/)
Skrefatalningu sím-
tala burtu á kvöldin
Yfirlýsingar ráðherra haldlitlar
eftir Gísla Jónsson
Enn einu sinni hefur sannast, að
grunnt er á þjónustuhugsjóninni hjá
Pósti og síma. Forráðamönnum
stofnunarinnar hefur ekki ennþá
skilist, að Póstur og sími er ekki
einkafyrirtæki stjórnenda þess,
heldur fólksins í landi, þar sem lýð-
ræði er talið ríkja, þar Sem meiri-
hlutinn ræður, þegar ágreiningur
kemur upp. Símnotendur á höfuð-
borgarsvaeðinu eru um 60% símnot-
enda landsins. Engu að síður er
vilji þeirra hunsaður aftur og aftur.
Þegar hugmyndin um skrefa-
talningu kom upp í upphafi þessa
áratugar var barist hart gegn
henni með þeim takmarkaða
árangri, að þáverandi samgöngu-
ráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, lýsti því yfir, að
skrefatalning yrði aldrei á kvöld-
in né um helgar. Nú hefur verið
komið aftan að þeim, sem tóku
yfirlýsingu ráðherrans alvar-
lega, og skrefatalning sett á allan
sólarhringinn unndir þvi yfirsk-
ini að það hafi verið nauðsynlegt
til þess að lækka langlínusamtöl,
sem er hrein blekking. Með þess-
um svikum er mest vegið að þeim
sem síst skyldi, það er öldruðum,
fötluðum og öðrum, sem ekki
eiga heimangengt en nota
símann til að halda sambandi við
vini og ættingja.
Lækkun lang’línugjalda
lögð á einkanotkun
Ekki skal dregin í efa sú fullyrð-
ing ráðamanna Pósts og síma að
gjöld fyrir langlínusamtöl séu hlut-
fallslega of há miðað við tiikostnað,
sem hefur lækkað hlutfallsiega
vegna tækniþróunar. Hins vegar
heyrist minna um tækniþróun þétt-
býlisstöðva, en hinar nýju stafrænu
stöðvar hafa miklu meiri flutnings-
getu en eldri stöðvar, sem dregur
verulega úr þörf fyrir skrefataln-
ingu innanbæjar.
Það er alrangt að skrefataln-
ing á kvöldin og um helgar sé
nauðsynleg tíl þess að færa gjöld
af langlínusamtölum yfir á inn-
anbæjarsímtöl. Hin aukna
skrefatalning á ekkert skylt við
lækkun langlínugjalda. Lækkun
þeirra átti að framkvæma með því
að lengja langlínuskrefin og hækka
síðan skrefagjaldið. Þá hefði um-
framtilkostnaði langlínusímtala
verið dreift jafnt á alla símnotend-
ur, jafnt einstaklinga sem fyrirtæki.
Aukning skrefatalningar leiðir
hins vegar til þess, að megin hluti
niðurgreiðslu langlínusímtala
lendir á einstaklingum, sem nota
símann mest á kvöldin og um
helgar, en minnst á atvinnufyrir-
tækjum og opinberum stofnun-
um, sem nota simann aðallega á
venjulegum vinnutíma. Á það má
benda að dreifing á símnotkun milli
einstaklinga og fyrirtækja var ein-
mitt ein megin forsenda þess, að
talið var sanngjamt og mögulegt
að hafa skrefatalningu ekki á þeim
tíma sem atvinnurekstur er í lág-
marki.
Framtíðin er sú, að lengd símtala
hafi síminnkandi áhrif á tilkostnað
Pósts og síma, sem í okkar litla
landi leiðir til þess að langlínuskref-
in lengjast smátt og smátt, þar til
landið allt verður orðið eitt svæði.
Því er rétta leiðin til lækkunar
langlínusímtala nú að stíga eitt
skref í þessa átt, það er að lengja
skrefin og hækka skrefagjaldið,
eins og áður segir.
Því mismunandi skrefa-
fjöldi í fastagjaldi?
í umræðum um skrefamálið hef-
Gísli Jónsson
„Sú reikningsaðferð að
gefa aðeins upp eina
tölu um skrefafjöida
fyrir þriggja mánaða
tímabil er svo fráleit,
að engu tali tekur og
ekkert fyrirtæki nema
opinbert einokunarfyr-
irtæki kæmist upp með
slíka viðskiptahætti.
Það er sjálfsögð og eðli-
leg krafa símnotenda,
að reikningar séu þann-
ig útfærðir, að hægt sé
að sannreyna þá.“
ur dreifbýlisfólkið mikið talað um
óréttlæti og á þessu hefur Póstur
og sími smjattað. Forráðamenn
stofnunarinnar hafa nánast reynt
að etja saman dreifbýlinu og þétt-
býlinu. Að sjálfsögðu er dreifbýlis-
fólk alls góðs verðugt og jöftiun í
byggð landsins fagurt hugtak. En
í þeim umræðum heyrist nánast
aldrei talað um það, sem dýrara er
í þéttbýlinu. Þeir sem búa á höfuð-
borgarsvæðinu eiga ekki bara að
hafa ókostina, þeir eiga einnig að
fá að njóta kostanna. En eitt er
víst, að kannanir sýna að úti á
landsbyggðinni hefur fólk það síst
verra en á höfuðborgarsvæðinu.
Tii þess að taka nú þátt í barátt-
unni fyrir jöfnun í byggð landsins
hlýtur það að vera skýlaus krafa
okkar, sem búum á höfuðborgar-
svæðinu, að alls staðar á landinu
verði það sama innifalið í fasta-
gjaldi, þ.e. jafn mörg skref, en núna
eru 400 skref innifalin í fastagjaldi
annars staðar en á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem þau eru aðeins
200.
Þegar verið var að koma skrefa-
talningunni á og aftur núna, þegar
verið er að auka hana, hefur þeim
rökum verið beitt að dreifbýlisfólk
búi við mikið óréttlæti varðandi
sfmtöl við opinberar stofnanir í
Reykjavík. í fyrsta lagi er þetta
algjörlega óviðkomandi skrefataln-
ingu, heldur einungis gjaldi fyrir
langlínusfmtöl, sem lækka átti á
annan hátt en með aukinni skrefa-
talningu. í öðru lagi er reynslan sú,
að fólk úti á landi þarf ekki eins
mikið að leita til opinberra stofnana
í Reykjavík eins og af er látið, því
það hefur sína fulltrúa í héraði, svo
sem Póst og síma, rafveitu, hita-
veitu, sýslumann o.s.frv.
Frir simi aldraðra
Við þá breytingu á gjaldskrá
Pósts og síma, sem gerð var 1.
júlí sl., var verulega vegið að
þeim öldruðu, sem hafa frían
síma, ef svo skyldi kalla, enda
er Póstur og sími þegar farinn
að skammast sín og taka undir
þá sjálfsögðu kröfu að fækka
ekki þeim fáu skrefum sem hluti
aldraðra fær.
Það er mjög villandi að tala um
að aldraðir hafí frían síma. Sann-
leikurinn er sá að það er aðeins
fastagjaldið sem fellt er niður og
aðeins hjá þeim sem hafa lágmarks
ellilífeyri og búa einir eða með öðum
ellilífeyrisþega með lágmarks ellilíf-
eyri. Á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem stærstur hluti ellilífeyrisþega
býr, hafa þeir fengið 300 skref á
ársfjórðungi, sem samsvarar 2,2
sex mínútna símtölum á dag að
jafnaði, ef reiknað er með að slík
símtöl teljist að meðaltali 1,5 6kref.
Þetta hefur Póstur og sími nú skert
í 1,5 símtöi á dag. Þetta eru öll
hlunnindin til gamla fólksins, sem
nú á einnig að taka á sig lækkun
langlínugjalda, sem fyrirtækjum er
hlíft við. Á það má síðan benda,
að þeir sem hafa á heimilum sínum
gamalmenni og létta þannig veru-
lega á heilbrigðiskerfinu, fá engan
afslátt. Þar skal greiða fullt fyrir
símtöl aldraðra og núna verulega
meira en áður, eftir að skrefataln-
ingin var tekin upp á kvöldin og
um helgar.
Sundurliðaðir reikningar
sjálfsögð krafa
Sú reikningsaðferð að gefa að-
eins upp eina tölu um skrefafjölda
fyrir þriggja mánaða tímabil, er svo
fráleit, að engu tali tekur og ekkert
fyrirtæki nema opinbert einokunar-
fyrirtæki kæmist upp með slíka
viðskiptahætti. Það er sjálfsögð og
eðlileg krafa símnotenda, að reikn-
ingar séu þannig útfærðir, að hægt
sé að sannreyna þá. Segjum nú
svo, að innflutningsfyrirtæki
símlagningaefnis verðleggi allar
vörur sínar í einingum og afhendi
þær án þess að gefa upp fjölda ein-
inga hverrar vöru. Síðan sendir það
Pósti og síma reikning fyrir þriggja
mánaða úttekt, þar sem á stendur.
„Símlagningaefni 10.100 eining-
ar á 900 kr./einingn, samtals kr.
9.810.000.“ Mundi Póstur og sími
greiða slíkan reikning, sem útilokað
er að sannprófa? Nei. Mundi ríkis-
endurskoðandi viðurkenna slíkan
reikning? Nei. Eitt sinn ræddi ég
reikningsútskrift Pósts og síma við
viðskiptamann í Bandaríkjunum,
þar sem öll langlínusamtöl eru til-
greind á reikningunum, og spurði
hvemig svona reikningum yrði tek-
ið þar í landi. Svarið var einfalt:
„Þeir mundu aldrei verða greiddir."
Það eru mörg dæmi þess, að fólk
hafi fengið himinháa reikninga sem
það veit að fá alls ekki staðist.
Þetta fólk er algjörlega vamar-
laust. Þess eru dæmi að fólk hafi
neyðst til að samþykkja skuldabréf
að upphæð á annað hundrað þús-
und, sem það hefur svo verið 2—3
ár að greiða. Með nokkur slík mál
hefur verið leitað til greinarhöfund-
ar og er það síðasta hvað alvarleg-
ast. Svo kann að fara, að meira
verði íjallað um þessi mál innan
tíðar.
Þegar kvartað hefur verið undan
reikningsútskriftinni, hefur svarið
alltaf verið það sama, það er svo
dýrt að koma á sundurliðuðum
símreikningum. Það stóð ekki á
peningum fyrir skrefatalningarbún-
aðinum á sínum tlma. Það voru líka
til nægir peningar þegar byggt var
upp farsfmakerfið, sem er að verða
eins og plága I umferðinni, þar sem
megin hluti notkunar er sams konar
blaður og Póstur og sími telur sig
þurfa að draga úr með skrefataln-
ingu. Það er orðið stöðutákn að
vera með aðra hendi á stýri og
sfmtólið I hinni I einhverri verstu