Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987
17
umferð sem finnst í heiminum. Að
þessu hefur Póstur og sími stuðlað
en hefur enga peninga fyrir venju-
legum símalínum, sem alltaf er
skortur á eða til að koma á sjálf-
sagðri reikningsútskrift. Það er
mikið verk að vinna fyrir nýskipað-
an samgönguráðherra.
Virðingarverð viðbrögð
Reykjavíkurfoorgar
Það var ánægjulegt að sjá hve
vel stjómvöld Reykjavíkurborgar,
undir foiystu Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar borgarfulltrúa, brugð-
ust við aðfömm Pósts og síma að
borgurum þeirra. Vegna sfðustu
frétta bera að vísu margir kvíða-
boga fyrir því að þau ætli ekki að
sýna ráðamönnum Pósts og síma
nægilega festu og láta sér nægja
að innifalin skref í fastagjaldi hjá
öldruðum verði aukin aftur, en von-
andi á sá ótti ekki við rök að
styðjast.
Það vekur hins vegar athygli að
ekkert heyrist frá öðrum sveitarfé-
lögum á höfuðborgarsvæðinu. Hvað
um sveitarfélag samgönguráðherr-
ans, sem að öllum líkindum á stóran
hluta stuðnings sfns að þakka fbú-
um Stór-Reykjavíkursvæðisins utan
höfuðborgarinnar?
Nú reynir á röggsemi
Nú reynir sannarlega á röggsemi
nýskipaðs _ samgönguráðherra,
Matthísar Á. Mathiesen. Nú er á
hans valdi að sýna þegnum þessa
lands, að treysta megi orðum ráð-
herra. Það getur hann gert með því
að láta ekki blekkjast af þeim vill-
andi rökum Pósts og síma, að auka
þurfí skrefatalningu, til að hægt sé
að lækka langlínugjöld, og afnema
aftur skrefatalningu á kvöldin og
um helgar. Þannig mundi hann
stuðla að því að loforð samstarfs-
ráðherra hans, Steingríms Her-
mannssonar, reyndist marktækt.
Óánægja símnotenda á höfuð-
borgarsvæðinu, sem eru um 60%
allra símnotenda landsins eins og
áður getur, hefur iðulega verið mik-
il. Það kom m.a. greinilega fram,
þegar skrefatalningin var tekin
upp. Nú, þegar hún hefur verið
aukin, gýs óánægjan upp aftur og
virðist nú mælirinn vera fullur.
Geri samgönguráðherra sér nú
ekki grein fyrir þvi, að timi sé
tíl kominn að vilji megin þorra
símnotenda verði virtur og
bregðist skjótt við, er ekkert
framundan annað en að simnot-
endur hér á höfuðborgarsvæðinu
taki höndum saman og skeri upp
herör gegn þessu einokunar- og
einræðisfyrirtæki sem Póstur og
sími er.
Lokaorð
Að endingu skal á það bent, að
fyrir allnokkrum árum fór stjóm
Neytendasamtakanna þess á leit við
þáverandi samgönguráðherra, að
samtökin fengju til umsagnar efnis-
legar breytingar á gjaldskrám og
reglugerð Pósts og sfma, áður en
ráðherrann tæki afstöðu til þeirra.
Þessari sjálfsögðu beiðni var hafn-
að. Það er ljóst, að hefði verið fallist
á hana, hefði Póstur og sími ekki
getað komið jafn laumulega aftan
að símnotendum og þeir gerðu við
gjaldskrárbreytinguna 1. júlí sl.
Það er full ástæða fyrir Neyt-
endasamtökin, sem sótt hafa
mikið í sig veðrið að undanf örnu,
að endurtaka nú umrædda beiðni
og láta reyna á, hvort nýskipaður
samgönguráðherra virðir hana
líka að vettugi.
Höfundur er prófessor íraforku•
verkfrseði.
Þau 100 lömb, sem slátrað var,
seldust öll strax og létu menn þau
orð falla að hér væri komin ein
leið til að auka neyslu lambakjöts.
— Sig. Jóns.
Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, og Gunnar Guðbjartsson,
framkvæmdastjóri framleiðsluráðs landbúnaðarins, lýstu ánægju
með léttambið.
Léttlambið álitleg
afurð í sauðfiárbúskap
Selfossi. QJP JL
LÉTTLAMB var nýlega kynnt
í kvöldverði sem Vikurskáli f
Vík í Mýrdal stóð fyrir ásamt
Sláturfélagi Suðurlands. Það
eru sumarslátruð lömb, sem fá
þetta heiti, léttlamb. Hefur því
verið vei tekið þrátt fyrir að
verðið sé mun hærra en á veiyu-
legu lambakjöti.
Sláturhúsið í Vík var opnað
sérstaklega til þess að siátra þar
100 lömbum frá Jóhannesi Kristj-
ánssyni, bónda á Höfðabrekku.
Lömbin gengu í Höfðabrekkuhálsi
og í Háfelli.
Það voru veitingamennimir
Sigurður Garðarsson og Steinar
Pálmason, sem matreiddu létt-
lambið, og varð ekki annað séð
og heyrt en kvöldverðargestum
þetta kvöld í Víkurskála líkaði
maturinn vel. Jón Helgason, land-
búnaðarráðherra, sem var meðal
gesta, lét þau orð falla að ná-
grannaþjóðir okkar hvettu fólk
nú til neyslu náttúruafurða en
aftur væri varað við neyslu á
búröldum dýrum. í því sambandi
benti hann á kosti og gæði létt-
lambsins.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsaon
Léttlamb með lifrarkæfu komið á disk þjá Sigurði Garðarssyni
og Steinari Pálmasyni.
GM) áféfe
Dömu.
Kalkhoff V-þýska gæöahjólið var kosið hjól árs-
ins af V-þýska hjólreiðasambandinu ADFC. Við
getumnú vegna hagstæðra samninga boðið
nokkur Kalkhoff hjól á einstöku tilboðsverði.
Mjúk sæti með verkfæratösku
Bögglaberi með öryggisgliti
Stærö:
20" án gíra
24" án gíra
24" 3 gírar
26"án gíra
26" 3 gírar
Herra.
Stærð:
26” 3 gírar
Aldur:
fyrir 6-9 ára
fyrir 9-12 ára
fyrir 9-12 ára
fyrir 12 ára og eldri
UPPSELT