Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 Fjóla Kristinsdóttir sigraði í eldri flokki unglinga á hestinum Stíganda frá H[jálmholti. Þau gerðu sér lítið fyrir og urðu einnig f öðru sæti í B-flokki gæðinga. Albert Jónsson tekur Penna frá Arnarholti til kostanna. Þeir sigruðu í A-flokki gæðinga Stórmót sunnlenskra hestamanna: Gott mót og g’ott veður á Gaddstaðaflötum STÓRMÓT sunnlenskra hesta- manna fór fram um helgina á Gaddstaðaflötum við Heliu. Mótið fór í alla staði mjög vel fram og lék veðurblíðan við áhorfendur báða dagana. Mótsgestir voru 6—700 og kenndu forráðamenn mótsins veðrinu um heldur dræma að- sókn, enda notuðu bændur þurrkinn óspart um helgina. Einnig fóru fjölmargir hesta- menn og knapar utan á sunnudagsmorguninn til þess að fylgjast með Heimsmeist- aramótinu í Austurríki sem hefst f þessari viku. Stórmótið hófst með gæðinga- keppni í B-flokki og sýningu á kynbótahryssum á laugardags- morguninn. Eftir hádegi hófst keppni í A-flokki gæðinga, ungl- ingakeppni í yngri og eldri flokki og undanúrslit kappreiða. Sigfús Guðmundsson formaður Rangárbakka s.f. setti mótið á sunnudaginn að lokinni hópreið hestamannafélaganna 9 sem þátt tóku. Tilraun var gerð til þess að hafa úrslit kappreiðanna fyrstar á dagskrá sunnudagsins og mæltist það vel fyrir. Tímasetningar stóð- ust vel og lauk kappreiðum á augiýstum tíma. Eftir að kappreiðum lauk voru kynbótahryssur sýndar og dómum lýst. Alls voru 36 hryssur sýndar og komust 25 þeirra í ættbók. Aðeins ein fjögurra vetra hryssa var sýnd. Hæst dæmda hryssan á mótinu hlaut sérstök verðlaun, en það var Teista frá Ólafsvík, 5 vetra. í eldri fiokki unglinga voru fímm efstu keppendumir stúlkur. Sigurvegarinn var Fjóla Kristins- dóttir á hestinum Stíganda frá Hjálmholti. Fjóla keppti einnig í B-flokki gæðinga á sama hesti og þar hreppti hún 2. sætið. Hún var þriðja í forkeppninni, en hækkaði um eitt sæti í úrslitakeppninni. Fjóla er 16 ára gömul. Úrslitakeppni í yngri flokki unglinga og A- og B-flokkum gæðinga fór einnig fram á sunnu- deginum. Mótinu lauk síðan á verðlaunaafhendingu og var því slitið nokkrum mínútum fyrir aug- lýstan tíma. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: A-flokkur gæðinga: 1. Penni frá Amarholti (Geysi). F: Gauti 752. M: Ekja 4374. Eig- andi: Magnús Halldórsson. Knapi: Albert Jónsson. Eink.: 8.41. 2. Hugur frá Ási (Geysi). F: Stjami. M: Héla. Eigandi og knapi: Sigþór Jónsson. Eink.: 8.18. Bladburóarfólk óskast! Athugið: Aðeins til afleysinga ! AUSTURBÆR ÚTHVERFI Laugavegur neðri Síðumúli Lindargata frá 1 -40 Ármúli Lindargata frá 40-63 Ártúnsholt Ingólfsstræti — iðnaðarhverfi Meðalholt Stigahlíð Eskihlíð I VESTURBÆR HEIMAR: Aragata Álfheimar Nesvegur Goðheimar Tjarnarból Gnoðarvogur Sörlaskjól I og II KÓPAVOGUR SELTJARNARNES Hrauntunga Unnarbraut Kópavogsbraut Melabraut Holtagerði Hófgerði irb TIömouð. fm-leg 3K01-EG HÖNNON^ ðuUM AtOW HÚS PW" F0L" enTA ALSTáÐAB. ra LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.