Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987
Fjóla Kristinsdóttir sigraði í eldri flokki unglinga á hestinum
Stíganda frá H[jálmholti. Þau gerðu sér lítið fyrir og urðu einnig f
öðru sæti í B-flokki gæðinga.
Albert Jónsson tekur Penna frá Arnarholti til kostanna. Þeir sigruðu
í A-flokki gæðinga
Stórmót sunnlenskra hestamanna:
Gott mót og
g’ott veður á
Gaddstaðaflötum
STÓRMÓT sunnlenskra hesta-
manna fór fram um helgina á
Gaddstaðaflötum við Heliu.
Mótið fór í alla staði mjög vel
fram og lék veðurblíðan við
áhorfendur báða dagana.
Mótsgestir voru 6—700 og
kenndu forráðamenn mótsins
veðrinu um heldur dræma að-
sókn, enda notuðu bændur
þurrkinn óspart um helgina.
Einnig fóru fjölmargir hesta-
menn og knapar utan á
sunnudagsmorguninn til þess
að fylgjast með Heimsmeist-
aramótinu í Austurríki sem
hefst f þessari viku.
Stórmótið hófst með gæðinga-
keppni í B-flokki og sýningu á
kynbótahryssum á laugardags-
morguninn. Eftir hádegi hófst
keppni í A-flokki gæðinga, ungl-
ingakeppni í yngri og eldri flokki
og undanúrslit kappreiða.
Sigfús Guðmundsson formaður
Rangárbakka s.f. setti mótið á
sunnudaginn að lokinni hópreið
hestamannafélaganna 9 sem þátt
tóku.
Tilraun var gerð til þess að
hafa úrslit kappreiðanna fyrstar á
dagskrá sunnudagsins og mæltist
það vel fyrir. Tímasetningar stóð-
ust vel og lauk kappreiðum á
augiýstum tíma.
Eftir að kappreiðum lauk voru
kynbótahryssur sýndar og dómum
lýst. Alls voru 36 hryssur sýndar
og komust 25 þeirra í ættbók.
Aðeins ein fjögurra vetra hryssa
var sýnd. Hæst dæmda hryssan á
mótinu hlaut sérstök verðlaun, en
það var Teista frá Ólafsvík, 5
vetra.
í eldri fiokki unglinga voru
fímm efstu keppendumir stúlkur.
Sigurvegarinn var Fjóla Kristins-
dóttir á hestinum Stíganda frá
Hjálmholti. Fjóla keppti einnig í
B-flokki gæðinga á sama hesti og
þar hreppti hún 2. sætið. Hún var
þriðja í forkeppninni, en hækkaði
um eitt sæti í úrslitakeppninni.
Fjóla er 16 ára gömul.
Úrslitakeppni í yngri flokki
unglinga og A- og B-flokkum
gæðinga fór einnig fram á sunnu-
deginum. Mótinu lauk síðan á
verðlaunaafhendingu og var því
slitið nokkrum mínútum fyrir aug-
lýstan tíma.
Úrslit mótsins urðu sem hér
segir:
A-flokkur gæðinga:
1. Penni frá Amarholti (Geysi).
F: Gauti 752. M: Ekja 4374. Eig-
andi: Magnús Halldórsson. Knapi:
Albert Jónsson. Eink.: 8.41.
2. Hugur frá Ási (Geysi). F:
Stjami. M: Héla. Eigandi og knapi:
Sigþór Jónsson. Eink.: 8.18.
Bladburóarfólk óskast!
Athugið: Aðeins til afleysinga !
AUSTURBÆR ÚTHVERFI
Laugavegur neðri Síðumúli
Lindargata frá 1 -40 Ármúli
Lindargata frá 40-63 Ártúnsholt
Ingólfsstræti — iðnaðarhverfi
Meðalholt Stigahlíð Eskihlíð I
VESTURBÆR HEIMAR:
Aragata Álfheimar
Nesvegur Goðheimar
Tjarnarból Gnoðarvogur
Sörlaskjól I og II KÓPAVOGUR
SELTJARNARNES Hrauntunga
Unnarbraut Kópavogsbraut
Melabraut Holtagerði Hófgerði
irb
TIömouð. fm-leg
3K01-EG HÖNNON^ ðuUM AtOW
HÚS PW" F0L" enTA ALSTáÐAB.
ra LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022