Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 Mosfellssveit verður Mosfellsbær: Stímpill á þegar orðinn hlut Páll Guðjónsson bæjarstjóri gæðir sér á krásunum í grillveislunni. MOSFELLINGAR gerðu sér glaðan dag síðastliðinn sunnu- dag. Tilefnið var það að Mosfells- hreppur hlaut þar formlega kaupstaðarréttindi og hlaut þar með nafnið Mosfellsbær. Haldið var upp á tímamótin allan dag- inn; hófst dagskráin snemma að morgni og endaði ekki fyrr en seint og um síðir. Árla morguns, eða um kl. níu, afhjjípuðu Aðalheiður Magnúsdóttir og Óskar Kjartansson, að viðstödd- um nokkrum fjölda gesta, merki Mosfellsbæjar, á mörkum bæjarfé- lagsins og höfuðborgarinnar. Merkið var hannað af Auglýsinga- stofu Kristínar og var einnig merki Mosfellshrepps. Klukkustund síðar var sett golf- mót á Kjalarvelli við Leiruvog; boðsmót Golfklúbbsins Kjalar. Fé- lagar klúbbsins og boðsgestir háðu þar keppni á átján holum og urðu Guðmundur Ragnarsson, Kili, og Guðmundur Ragnarsson, Golf- klúbbi Ness, sigurvegarar mótsins. 60 manns tóku þátt í mótinu og er ætlunin að halda árlega slíkt mót til að minnast tímamótanna. Klukkan ellefu árdegis var hátí- ðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Góð kirkjusókn var þennan dag og tóku verðandi bæjarfulltrúar þátt í guðsþjónustunni. Séra Birgir Ás- geirsson þjónaði fyrir altari og organisti var Smári Ólafsson. Síðasti hrepps- nefndarfundurinn Um kl. 14 hófst síðan hátíðar- dagskrá í íþróttahúsinu í Mosfelli. Fjöldi gesta var þar viðstaddur, ráðherrar og þingmenn Reykjanes- kjördæmis. Hljómskálakvintettinn lék áður en athöfnin hófst og á milli atriða. Athöfnin hófst með því Hinir nýju bæjarfulltrúar og bæjarstjóri við merki Mosfellsbæjar: (Frá vinstri) ÞengiU Oddson, AðaI- heiður Magnúsdóttir, Magnús Sigsteinsson, forseti bæjarstjómar, Páll Guðjónsson, bæjarstjóri, Þórdis Sigurðardóttir, Óskar Kjartansson, Helga Richter og Oddur Gústafsson. Lionsmenn grilla. Morgunblaíifl/KGA að settur var síðasti fundur hrepps- nefndar Mosfellshrepps. Magnús Sigsteinsson oddviti stjómaði fund- inum og voru tvö mál þar á dagskrá. Fyrra málið var staðfesting félags- málaráðherra á stjómun málefna Mosfellsbæjar og hið síðara var til- laga þess efnis, að hreppsnefndar- menn gegndu áfram störfum sem bæjarfulltrúar. Báðar tillögumar vom samþykktar með samhljóða atkvæðum. Að lokinni atkvæða- greiðslunni flutti Magnús stutta tölu, þar sem hann minntist þessara tímamóta. Hann þakkaði hrepps- nefndarmönnum samstarfíð og gat þess jafnframt, að honum væri nokkur eftirsjá í oddvitatitlinum, enda fylgdi því nafni mikill virðu- leiki. Sleit hann síðan síðasta hreppsnefndarfundinum. Fyrsti bæjar- stjórnarfundurinn Að loknum síðasta fundi hrepps- neftidar var haldinn fyrsti fundur nýrrar bæjarstjómar. Aldursforseti bæjarstjómar, Aðalheiður Magnús- dóttir, stjómaði þessum fyrsta fundi. Fyrsta verk hennar var að opna gjöf frá Samtökum sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, sem var forláta fundarhamar. Því næst setti hún fundinn. Fyrsta málið á þessum fyrsta fundi var kosning forseta bæjar- stjómar. Magnús Sigsteinsson var kosinn forseti með fímm atkvæðum; tvö atkvæði voru auð. Aðalheiður afhenti Magnúsi því næst fundar- hamarinn og tók hann við fundar- stjóm. Næsta mál var kosning varaforseta og var Þengill Oddsson kjörinn varaforseti bæjarstjómar. Þriðja málið var tilnefning í bæjar- ráð. Helga Richter og Þórdís Sigurðardóttir voru tilnefndar af hálfu D-lista og Oddur Gústafsson Pylsan virðist helst tíl stór fyrir þennan litla munn. af hálfu A-lista. Varamenn voru tilnefndir Óskar Kjartansson og Þengill Oddsson af hálfu D-lista og Aðalheiður Magnúsdóttir af hálfu M-lista. Fjórða og síðasta málið á fundinum var tillaga undirrituð af öllum bæjarfulltrúunum um stofnun listaverkasjóðs Mosfellsbæjar. Markmið þessa sjóðs er að bærinn eignist gott safn listaverka eftir bestu listamenn landsins og að gefa bæjarbúum kost á að njóta góðrar listar. 0,5% af útsvarstekjum hvers árs renna í sjóðinn og stofnframlag er ein milljón. Magnús sleit því næst fundi. Aukið sjálfstæði sveitarfélaga Að loknum fyrsta fundi bæjar- stjómar flutti Jóhanna Sigurðar- Mikill meirihluti bæjarbúa mættu & útigrillið við Hlégarð Mosfellingar biðu f röðum eftir grillmatnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.