Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987
Mosfellssveit verður Mosfellsbær:
Stímpill á þegar
orðinn hlut
Páll Guðjónsson bæjarstjóri gæðir sér á krásunum í grillveislunni.
MOSFELLINGAR gerðu sér
glaðan dag síðastliðinn sunnu-
dag. Tilefnið var það að Mosfells-
hreppur hlaut þar formlega
kaupstaðarréttindi og hlaut þar
með nafnið Mosfellsbær. Haldið
var upp á tímamótin allan dag-
inn; hófst dagskráin snemma að
morgni og endaði ekki fyrr en
seint og um síðir.
Árla morguns, eða um kl. níu,
afhjjípuðu Aðalheiður Magnúsdóttir
og Óskar Kjartansson, að viðstödd-
um nokkrum fjölda gesta, merki
Mosfellsbæjar, á mörkum bæjarfé-
lagsins og höfuðborgarinnar.
Merkið var hannað af Auglýsinga-
stofu Kristínar og var einnig merki
Mosfellshrepps.
Klukkustund síðar var sett golf-
mót á Kjalarvelli við Leiruvog;
boðsmót Golfklúbbsins Kjalar. Fé-
lagar klúbbsins og boðsgestir háðu
þar keppni á átján holum og urðu
Guðmundur Ragnarsson, Kili, og
Guðmundur Ragnarsson, Golf-
klúbbi Ness, sigurvegarar mótsins.
60 manns tóku þátt í mótinu og
er ætlunin að halda árlega slíkt
mót til að minnast tímamótanna.
Klukkan ellefu árdegis var hátí-
ðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju.
Góð kirkjusókn var þennan dag og
tóku verðandi bæjarfulltrúar þátt í
guðsþjónustunni. Séra Birgir Ás-
geirsson þjónaði fyrir altari og
organisti var Smári Ólafsson.
Síðasti hrepps-
nefndarfundurinn
Um kl. 14 hófst síðan hátíðar-
dagskrá í íþróttahúsinu í Mosfelli.
Fjöldi gesta var þar viðstaddur,
ráðherrar og þingmenn Reykjanes-
kjördæmis. Hljómskálakvintettinn
lék áður en athöfnin hófst og á
milli atriða. Athöfnin hófst með því
Hinir nýju bæjarfulltrúar og bæjarstjóri við merki Mosfellsbæjar: (Frá vinstri) ÞengiU Oddson, AðaI-
heiður Magnúsdóttir, Magnús Sigsteinsson, forseti bæjarstjómar, Páll Guðjónsson, bæjarstjóri, Þórdis
Sigurðardóttir, Óskar Kjartansson, Helga Richter og Oddur Gústafsson.
Lionsmenn grilla. Morgunblaíifl/KGA
að settur var síðasti fundur hrepps-
nefndar Mosfellshrepps. Magnús
Sigsteinsson oddviti stjómaði fund-
inum og voru tvö mál þar á dagskrá.
Fyrra málið var staðfesting félags-
málaráðherra á stjómun málefna
Mosfellsbæjar og hið síðara var til-
laga þess efnis, að hreppsnefndar-
menn gegndu áfram störfum sem
bæjarfulltrúar. Báðar tillögumar
vom samþykktar með samhljóða
atkvæðum. Að lokinni atkvæða-
greiðslunni flutti Magnús stutta
tölu, þar sem hann minntist þessara
tímamóta. Hann þakkaði hrepps-
nefndarmönnum samstarfíð og gat
þess jafnframt, að honum væri
nokkur eftirsjá í oddvitatitlinum,
enda fylgdi því nafni mikill virðu-
leiki. Sleit hann síðan síðasta
hreppsnefndarfundinum.
Fyrsti bæjar-
stjórnarfundurinn
Að loknum síðasta fundi hrepps-
neftidar var haldinn fyrsti fundur
nýrrar bæjarstjómar. Aldursforseti
bæjarstjómar, Aðalheiður Magnús-
dóttir, stjómaði þessum fyrsta
fundi. Fyrsta verk hennar var að
opna gjöf frá Samtökum sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu, sem
var forláta fundarhamar. Því næst
setti hún fundinn.
Fyrsta málið á þessum fyrsta
fundi var kosning forseta bæjar-
stjómar. Magnús Sigsteinsson var
kosinn forseti með fímm atkvæðum;
tvö atkvæði voru auð. Aðalheiður
afhenti Magnúsi því næst fundar-
hamarinn og tók hann við fundar-
stjóm. Næsta mál var kosning
varaforseta og var Þengill Oddsson
kjörinn varaforseti bæjarstjómar.
Þriðja málið var tilnefning í bæjar-
ráð. Helga Richter og Þórdís
Sigurðardóttir voru tilnefndar af
hálfu D-lista og Oddur Gústafsson
Pylsan virðist helst tíl stór fyrir
þennan litla munn.
af hálfu A-lista. Varamenn voru
tilnefndir Óskar Kjartansson og
Þengill Oddsson af hálfu D-lista og
Aðalheiður Magnúsdóttir af hálfu
M-lista. Fjórða og síðasta málið á
fundinum var tillaga undirrituð af
öllum bæjarfulltrúunum um stofnun
listaverkasjóðs Mosfellsbæjar.
Markmið þessa sjóðs er að bærinn
eignist gott safn listaverka eftir
bestu listamenn landsins og að gefa
bæjarbúum kost á að njóta góðrar
listar. 0,5% af útsvarstekjum hvers
árs renna í sjóðinn og stofnframlag
er ein milljón. Magnús sleit því
næst fundi.
Aukið sjálfstæði
sveitarfélaga
Að loknum fyrsta fundi bæjar-
stjómar flutti Jóhanna Sigurðar-
Mikill meirihluti bæjarbúa mættu & útigrillið við Hlégarð
Mosfellingar biðu f röðum eftir grillmatnum.