Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 fclk í fréttum Haldið af stað í útsýnisleiðangur- inn um New York, ekki í hjóla- stólnum að vísu, heldur á Rollsinum til hægri handar. Keuter Bretinn með sin UO ár- or el8ti núlifandi Brennu * Hughes er __________________________ imilllMÍlilÍiflll IPffl I Aumingja Harrison Ford stendur hér andspænis illúðlegum nöðrum sem Indíana Jones í myndinni Leitinni að týndu ör- kinni. Risapöddur, sporðdrekar og snákar w Ikvikmyndinni Indíana Jones og musteri dauðans þakti hann leik- konuna Kate Capshaw risapöddum. Hann kenndi Barböru Carrera að elska eitraðan snák við tökur á James Bond mynd. Maðurinn er Mike Culling, forstjóri fyrirtækisins Dýraleikarar í Norfolk í Englandi. FVrirtæki þetta útvegar sjónvarps- mynda- og kvikmyndaframleiðend- um dýr í myndir sínar, allt frá fíl ofan í tarantúlur. Mike útvegaði Spielberg líka snáka í fyrstu myndina um Indíana Jones, Leitina að týndu örkinni. Allir sem séð hafa myndina muna eflaust eftir atriðinu þar sem aum- ingja Jónsi og kvenhetjan eru afkróuð neðanjarðar með ótöluleg- an grúa af iðandi slöngum allt í kringum sig. „í upphafí færði ég Spielberg 750 snáka," segir Mike, „en þegar hann sá þá alla á iði í kvikmyndaverinu sagðist hann vilja fá milljón stykki og það innan viku.“ Mike tókst ekki að útvega nema 15 þúsund snáka, en það var nóg Gömul en fjörug á faraldsfæti Sungið af innlifun Charlotte Hughes er elsti núlifandi þegn Bretlandseyja, enda hvorki meira né minna en 110 ára. Hún lætur ekki háan árafjölda blekkja sig, veit sjálfsagt sem er að menn eru ekki eldri en þeim fínnst þeir vera, og ferðast til annarra landa til að slappa af. Þannig var hún á ferð í New York um daginn og fór þá í útsýnistúr um borgina á Rolls Royce. Varð hún stórhrifin af því sem fyrir augu bar og sagðist stundum hafa misst andann. Þessari háöldruðu heiðurskonu væri trúandi til að skreppa til Hawaii að ári. § ól breska söngvar- ans Billy Idol hækkar sífellt í rokkinu. Hefur meðal annars Witney Houston látið hafa eftir sér að hún kysi engan karlsöngvara frekar en hann til að syngja með dúett. Þykja það ekki lítil meðmæli. Billy hélt um daginn fyrstu tón- leika sína í New York í tvö ár í Madison Squ- are Garden og sést hann hér í miðju laginu „I’m dancing with my- self.“ m m b (Annonse) Islendmgur! Ekki driva dank i Reykjavik — fylja dunk i Lier. Nordmanna jorðbœrkrókur kallar arbeiósviljugir ok mjukrygga mann ok moy til plukkurdugnaör.Berre rette renáir. Fritt vatn ok brauá. Valsprákjur: Liggjande ulv fœr inkje kurven. Ropa 095/9/2/22 77 94 Islendingur! Þessi kynduga auglýsing birtist í norska dagblaðinu Aftenposten 1. ágúst síðastliðinn. Fólk í fréttum skorar á menn að reyna a<3 ráða fram úr því undarlega máli sem þar er beint til íslenskra lesenda þess merka blaðs, áður en þeir lesa lengra. Eftir því sem við komumst næst því að ráða þessar rúnir er verið að auglýsa eftir vinnuglöðum og baksterkum íslendingum af báðum kynjum til að tína jarðarber í Lier í Noregi. í stað þess að sitja með hendur í skauti í Reykjavík skuli menn fylla dúnka í Lier. Og ekki eru kjörin amaleg; bæði frítt vatn og brauð! Og þessi furðulega auglýsing inniheldur aukinheldur grískan bókstaf sem ljóslega er ætlað að koma í stað íslenska eðsins á ýmsum stöðum. Rúna- og fommálssérfræðing- um Fólks í fréttum þykir líklegt að spakmælið sem auglýsingin endar á megi finna í ritum vorum fomum og hljómi þar eitthvað á þessa leið: Sjaldan liggjandi úlfr lær of getr. Þar hafið þið það, en engin ábyrgð er tekin á því að þýðing vor sé rétt, þannig að ef einhver ferðast hið snarasta til Lier í Noregi í von um skjótfenginn gróða og helling af ókeypis vatni og brauði, en enginn kannast neitt við jarðarber frekar en gúrkur í desember, þá þýðir ekki að herma mistökin upp á Fólk í fréttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.