Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 iS Draumur okkar í mörg ár að synda yfir Eyjafjörðinn - sagði Armann Guðmundsson, sem synti ásamt bróður sínum, yfir fjörðinn Eyj afj arðarsund bræðranna Ár- manns og Svavars Guðmundssona, sem þeir þreyttu á laugardaginn, tókst með miklum ágætum, en þeir voru um 35 minútur þessa tæplega tvo kílómetra yfir fjörðinn, sem er einni minútu lengur en Lárus Rist synti þessa sömu vegalengd fyrir 80 árum. „Þetta var búinn að vera draumur okkar bræðra í mörg ár og þegar við áttuðum okkur á því að 80 ár voru liðin á fimmtudaginn var síðan Lárus Rist, frumkvöðull sundíþróttarinnar hér á Akureyri, synti þama yfir fannst okkur ekki lengur til setunnar boðið," sagði Armann Guðmundsson, sundkappi, í samtali við Morgunblaðið. Móðir þeirra, Inga Svavarsdóttir, sagði eftir að þeir komu að landi að hún væri dauðfegin að þetta væri afstaðið að það hefði ekki verið flóafriður fyrir talinu í þeim um að synda þama yfir, en nú væri það sem sagt búið. Armann sagði að eftir sundið hefðu þeir verið fljótir að ná sér; þeir hefðu fengið að fara í sturtumar í sundlaug- inni á eftir og þar hefðu þeir fengið heita súpu og aðra heita drykki, og því hefðu þeir fljótlega jafnað sig. „Við höfð- um ekki æft neitt sérstaklega fyrir þetta sund; höfðum jú fengið að fara í innilaug- in hér, en hún er ekkert hituð upp. Eg á ekki von á að við reynum neitt þessu líkt í bráð, við látum þetta sund duga að sinni,“ sagði Armann að lokum. Akureyrarbæ gefnar tvær vatnslitamyndir AKUREYRARBÆ voru í síðasta mán- uði gefnar tvær vatnslitamyndir eftir Höskuld Björnsson, listmálara. Gefandi var Sigrún Ragnarsdóttir, Grenimel 13 í Reykjavík. Myndimar em af tveimur húsum hér í bænum, Aðalstræti 24 og Aðalstræti 52. Þær eru úr búi foreldra Sigrúnar, þeirra Ragnars og Grethe Ásgeirsson. Saga Laxárvirkjunar gefin út: „Nokkurs konar eftir- mæli um þessa virkjunu Morgunblaðið/KJS Gísli Jónsson, mentaskólakennari og ritari sögu Laxárvirkjunar, Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, og Knútur Ott- erstedt, svæðisstjóri Landsvirkjunar á Norður-og Austurlandi. Akureyringar —ferðafólk Við bjóðum daglega ný afskorin blóm. Einnig mikið úrval af pottaplöntum. Skreytingar við öll tækifæri. Bílastæði við búðardyrnar. - segir höfundurinn, Gísli Jónsson menntaskólakennari SAGA Laxárvirkjunar, rituð af Gísla Jónssyni menntaskóla- kennara, er komin út, en um það leyti sem hilti undir sameiningu við Landsvirkjun árið 1983 var ákveðið að ráðast í að láta rita sögu hennar. Gísli Jónsson sagði á fréttamanna- fundi sem haldinn var í tilefni af útkomu bókarinnar að ritið spannaði allan starfstima Laxárvirkjunar, allt fram á síðasta dag, og að reynt hefði verið eftir megni að fara hlutlausum höndum um efnið í allri umfjöllun um Láxárdeiluna svoköll- uðu, sem hófst seint á sjöunda áratugnum. „Þetta eru nokkurs konar eftirmæli um þessa virkjun," sagði hann og sagði þctta ekki vera neitt vísindarit. AKUR KAUPANGl V/ MYRABVEG 602 AKUREYRI SIMAR 24800 8. 24830 POSTHOLP 498 Meginheimildir sögunnar eru fundargerðarbækur Laxárvirkj- unarstjómar, Rafveitustjómar Akureyrar og nokkurra annarra stofnana, svo og alþingistíðindi og blöð. Meginefnisþættir hennar em eftirfarandi: Forsagan, þar sem greint er frá rafvirkjunum fyrir Akureyri og nágrenni áður en Laxárvirkjun kom til. í kafl- anum Laxá I segir frá fyrstu lögum um Laxárvirkjun og ýms- um framkvæmdum á vegum Akureyrarbæjar og Rafveitu Ak- ureyrar áður en Laxárvirkjun varð sjálfstætt fyrirtæki. Kaflínn Laxá II segir svo frá fyrirtækinu eftir að ríkið gerðist meðeigandi að því, en fram að því hafði Akur- eyrarbær átt það einn. Laxá III greinir síðan frá síðasta áfanga virkjana í Laxá, og er inn í hann fléttuð frásögnin af deilunni . miklu um hina fyrirhuguðu Gljúf- urversvirkjun. Ennfremur er í bókinni fjallað um stíflumannvirki sem gerð voru við Mývatnsósa til að koma í veg fyrir ístruflanir. Þá er í kaflanum Lífið við Laxá sagt frá lífi þeirra sem störfuðu þar og sambandi milli héraðsbúa og þeirra. Lokaþáttur- inn segir svo frá sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjun- ar, sem var ákveðin í febrúar 1981 og kom til framkvæmda 1. júlí 1983. I niðurlagi bókarinnar er síðan greint sérstaklega frá tveimur brautryðjendum á sviði raforku- mála norðanlands; Steini Steins- en og Knuti Otterstedt, og að lokum er stjómarmannatal, heimildaskrá og mannanafna- skrá. Bókin er 364 bls. í fremur stóru broti og prýdd fjölda mynda af mönnum, staðháttum og mann- virkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.