Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 4- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 29 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal- stræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 50 kr. eintakið. Skref í ranga átt? Sú ákvörðun símamálayfir- valda að breyta uppbygg- ingu gjaldskrár frá og með fyrsta júlí síðastliðnum hefur sætt harðri gagnrýni af hálfu borgaryfírvalda í Reykjavík. Þessar gj aldskrárbreytingar voru gerðar í framhaldi af ósk frá samgöngumálaráðherra í lok síðasta árs um að Póst- og símamálastofnunin myndi beita sér fyrir því að kostnaður langlínu- og staðarsímtala yrði jafnaður. Breytingamar sem gerðar voru á gjaldskránni fela í sér að sekúndum í skrefí fjölgar í langlínutöxtum og boðið er upp á nýjan ódýrari nætur- og helg- artaxta auk þess sem kvöld- taxti hefst klukkustund fyrr en áður. Þessi breyting hefði að öllu óbreyttu haft það í för með sér að skrefum til innheimtu hefði fækkað um 16,5% og voru því aðrar breytingar gerðar á gjaldskránni til að vega þann kostnað upp. Skrefum þeim sem innifalin eru í fastagjaldi var fækkað úr 600 í 400 á landsbyggðinni og úr 300 í 200 þar sem notendur eru fleiri en 20.000. Tekin var upp skrefa- talning staðarsímtala, það er innanbæjarsímtala, um kvöld og helgar, en þau hafa fram að þessu verið án tímamarka, og að auki var verð á skrefí hækkað um tíu aura. Borgaryfírvöld í Reykjavík telja að þessi breyting komi verr niður á almennum heimil- um á höfuðborgarsvæðinu en öðrum notendum og hefur borgarráð krafíst þess að fallið verði frá skrefatalningu um kvöld og helgar. Til vara krefst borgarráð þess að ekki verði fækkað ókeypis símskrefum þeirra 4200 lífeyrisþega er fá fellt niður fastagjald. Þessi viðbrögð borgaryfír- valda ættu engum að koma á óvart. Skrefatalningin olli miklum deilum þegar hún var tekin upp árið 1981. Haldinn var borgarafundur og undirrit- uðu 12.000 Reykvíkingar mótmælaskjal gegn þessari breytingu á gjaldskrá Pósts og síma. Steingrímur Hermanns- son, þáverandi samgöngu- málaráðherra, sagði í blaðaviðtali eftir að þessi mót- mæli höfðu verið lögð fram: „Ég fæ ekki séð hvemig unnt er að koma á sjálfsögðum jöfn- uði milli manna í símkostnaði með öðrum hætti. Ég vil hins vegar framkvæma þessa skrefatalningu þannig, að hún raski ekki alltof mikið venjum manna varðandi símnotkun hér á þéttbýlissvæðinu, og þess vegna hef ég þegar ákveðið, að hún verði ekki viðhöfð á kvöldin og um helgar." í ljósi þessara ummæla sam- göngumálaráðherrans fyrrver- andi, sem var forsætisráðherra þegar ákveðið var að telja skref um kvöld og helgar, sætir furðu að ekki skuli hafa farið fram nein opinber umræða áður en horfíð var frá þessari stefnu. Elli- og örorkulífeyrisþegar hafa undanfarin ár fengið felld niður fastagjöld af símtækjum. Skref umfram þau sem innifal- in eru í fastagjaldi þarf þessi hópur hinsvegar að greiða sjálfur. Fækkun skrefa sem innifalin eru í fastagjaldi mun því bitna harkalega á þessum hóp. Ellilífeyrisþegar er sá hópur sem síst ætti að íþyngja með auknum fjárhagslegum út- gjöldum. Margt eldra fólk, sem erfítt á með að komast milli staða vegna elli, notar símann sem samgöngutæki og heldur þannig sambandi við ættingja og vini. Þessi notkun hefur aðallega farið fram á kvöldin og um helgar þegar skref hafa ekki verið talin fram að þessu. í þessu hefur verið falið mikið öryggi sem hætt er við að minnki ef eldra fólk veigrar sér við að nota síma í sama mæli og áður vegna peningaskorts. Svo virðist sem símamála- yfírvöld muni taka til greina þá kröfu borgaryfírvalda að fækka ekki þeim skrefum sem lífeyrisþegar fá endurgjalds- laust. Þetta er lofsvert en eftir stendur að símkostnaður þessa hóps mun vaxa vegna aukinnar skrefatalningar. Vel getur verið að nauðsyn- legt sé að lækka símkostnað á langlínusamtölum en vafa sæt- ir hvort réttlætanlegt sé að hækkanir til móts við þá lækk- un bitni á almennum heimilum í Reykjavík og sér í lagi lífeyr- isþegum sem fá fellt niður fastagjald. • • Oryggismál á Norðurslóðum: V íglí na eða vængur ? Morgunblaðið/Þorkell Háborðið á fyrsta fundi ráðstefnunnar. Frá hægri: Tönne Huitfeldt hershöfðingi frá Noregi, dr. Ingem- ar Dörfer frá sænsku herfræðistofnuninni, Michael McGwire frá Brookings Institution í Washington, Tomas Ries frá norsku utanr íkismálastof nuninni og Alan Henriksson frá alþjóðastofnun Harvard-háskóla. Embættismenn og sérfræðing- ar frá Norðurlöndunum, Banda- ríkjunum, Kanada, Skotlandi og Japan reyndu að svara þessari spurningu á ráðstefnu á Hótel Örk um helgina: Norðurslóðir: Víglína eða vængur? eða eins og hún er á ensku: The High North: A Flank or a Front? Skoðanir voru skiptar um svarið. Á það var bent, að þessi orð ættu betur við á landi en á sjó. í Mið-Evrópu er the Central Front eða meg- inlínan, sem dregin er á milli austurs og vesturs. Hingað til hefur verið talað um norður- væng NATO eða the Northem Flank og hefur það verið gert i þvi skyni meðal annars, að gefa til kynna að hemaðarlegar and- stæður milli austurs og vesturs eða spenna sé ekki jafn mikil hér á okkar slóðum og í Mið-Evrópu. Eftir ráðstefnuna i Hveragerði er spumingunni ósvarað. Flestir ræðumanna vora á þeirri skoðun, að ekki væri unnt að draga skörp skil á hafinu í nágrenni íslands milli yfirráðasvæða austurs og vesturs. Miklu nær væri að tala um athafnasvæði herafla austurs og vesturs, þar sem umsvif og spenna hefðu frekar aukist held- ur en hitt. Fyrir tveimur árum var efnt til ráðstefnu í tengslum við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum, þar sem rætt var um vaxandi hemaðarum- svif á norðurslóðum. Þar létu meðal annars ráðherrar frá Norðurlöndun- um í ljós álit sitt. Engir íslendingar sátu þá ráðstefnu. Hinn óformlegi hópur manna, sem hafði frumkvæði að fyrstu ráðstefnunni og fékk heimild skólayfirvalda í Harvard til að tengja hana nafni þess fræga háskóla, hafði fyrir nokkru sam- band við Gunnar Gunnarsson, þáverandi starfsmann Öryggis- málanefndar, og lét í ljós áhuga á að boða til fundar hér á landi. Varð niðurstaðan sú, að Félagsvísinda- stofnun háskólans varð íslenskur gestgjafi. Engir erlendir ráðherrar tóku þátt í ráðstefnunni að þessu sinni, Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, bauð mönnum hins vegar til kvöldverðar og sat morgunstund á ráðstefnunni, en fundir voru frá morgni til kvölds á laugardag og sunnudag. Dr. Gylfi Þ. Gíslason prófessor var forseti ráðstefnunnar og setti hana og sleit en Alan Henrikson prófessor frá Bandaríkjunum, sem starfar nú við Alþjóðastofnun Harvard-háskóla, var varaforseti ráðstefnunnar. í hópi fundarmanna voru sér- fræðingar, sem hafa í mörg ár fylgst með þróun mála á norðurslóð- um og sérhæft sig í rannsóknum á sjóhemaði og flotastefnum Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Þá voru einnig háttsettir starfsmenn ut- anríkisráðuneyta og vamarmála- ráðuneyta og foringjar úr heijum þátttökuríkja ásamt með sérfræð- ingum í afvopnunarmálum. Eini kunni erlendi stjómmálamaðurinn, sem sótti fundinn var Carl Bildt, formaður Hægri flokksins í Svíþjóð. Flotar risaveldanna í stuttu máli má segja, að fyrir þá, sem hafa tekið þátt í mörgum fundum af þessu tagi hafi fátt nýtt komið fram í Hveragerði. í almenn- um fréttum af ráðstefnunni héfur verið gefið til kynna, að hún hafi að verulegu leyti snúist um „nýja“ flotastefnu Bandaríkjanna. Er látið að því liggja, að Bandaríkjamenn hafi uppi mikil áform um að auka flotaumsvif sín á hafinu fyrir norð- an ísland og búist til árása á hið mikla víghreiður Sovétmanna á Kóla-skaga. Ég set gæsalappir utan um orðið „nýja“ vegna þess að ástæða er til að draga í efa, að um breytingu á flotastefnu Banda- ríkjanna sé að ræða. Á hinn bóginn er ljóst, að undir forystu Johns Lehman, sem nýlega lét af störfum flotamálaráðherra í Bandaríkjun- um, hefur verið unnið markvisst að því að efla flotann. Setti hann sér það mark að fjölga skipum í banda- ríska herflotanum úr rúmlega 440 í 600. Jafnframt stefndi hann að því að Bandaríkin ættu fimmtán flugmóðurskip og taldi, að einhver þeirra ætti að senda norður í átt að Kóla-skaganum, ef hættuástand skapaðist til þess að minna Sovét- menn á, hveiju þeir myndu mæta, ef fælingarkerfíð brysti og ófriður hæfist. Með því að lýsa hlutverki flotans á áhrifamikinn hátt taldi Lehman sig geta fengið fjárveiting- ar til skipasmíðanna. Hvort skipin í bandaríska flotanum verða nokk- um tíma 600 skal ósagt látið og einnig hitt, hvort þau verða af þeirri gerð sem Lehman óskaði. Sovétmenn hafa ætíð miðað allar sínar áætlanir við að ráðist yrði á eldflauga-kafbáta þeirra, ef til ófriðar kæmi. Til þess að tryggja öryKgl kafbátanna hefur lang- drægni eldflauganna verið aukin. Sovésku kafbátamir þurfa því ekki lengur að sækja suður fyrir ísland til að geta sent banvænan farm sinn til skotmarka í Bandaríkjunum. Barentshaf og heimskautasvæðið em felustaðir hinna stóru sovésku kafbáta af gerðunum fyphoon og Delta. Hlutverk sovéskra herskipa er að vemda og veija þessa fljót- andi skotpalla. Samkvæmt her- fræðikenningum er fælingarmáttur eldflauga um borð í kafbátum mjög mikill; þeim á ekki að vera unnt að granda og óvinurinn á að vita, að hann fær að kynnast gjöreyðing- armætti þeirra, ef allt fer úr böndum. Áf þessum sökum leggja Sovétmenn vemlega mikið á sig til að veija þessa kafbáta sína sem allra best og er það fyrsta hlutverk herflotans á Kóla-skaga. Síðan á hann einnig að leitast við að hindra siglingar á milli Norður-Ameríku og Evrópu, ef til átaka kæmi, höggva á lífæð Atlantshafsbanda- lagsins. Til þess að það takist þurfa Sovétmenn að senda flota sinn suð- ur fyrir ísland. Átökum af því tagi er lýst nákvæmlega í hinni kunnu metsölubók Rauður stormur, sem nýlega kom út á íslensku hjá bóka- klúbbi Almenna bókafélagsins. A ráðstefnunni í Hverageroi kom fram, að vegna þess að sovésku eldflauga-kafbátamir em nú norðar en áður snerti miðkerfið svokallaða, það er kjamorkuvopna-ásinn, sem vamarkerfi Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna snýst um, ekki ísland í jafn ríkum mæli og áður. Hljótum við að fagna því. Otti Sovétmanna við öflugt kafbátaeftirlit meðal ann- ars frá vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli hefur knúið þá til að halda skipum sínum norðar en ella. Yrði slakað á þessu eftirliti myndi sov- éski flotinn ekki verða lengi að fylla tómarúmið. Þá þykir ýmislegt benda til þess, að Sovétmenn hafi hægt á sér við smíði kafbáta og herskipa og haldi skipum ekki jafn mikið úti og áður. Menn em ekki á einu máli, hvað þetta boðar, og velta fyrir sér, hvort hér sé um stefnubreytingu eða tímabundna lægð að ræða. Viðkvæm staða Noregs Staða Norðmanna er viðkvæm. Þeir gera sér ljóst, að megináhersla yrði lögð á að hindra sovésk her- skip í að komast suður fyrir ísland út á Norður-Atlantshaf og því kynnu Sovétmenn að ná yfirráðum á Noregshafi og Noregur þar með að falla á bak við víglínu þeirra. Þess vegna vilja þeir, er bera ábyrgð á vömum Norðmanna, að Banda- ríkjamenn haldi úti herskipum eins norðarlega og frekast er kostur og helst allan ársins hring, einnig vilja þeir, að aðrir bandamenn í NATO geri slíkt hið sama. Finnst Norð- mönnum miður, að kanadísk stjóm- völd hafa ákveðið að breyta vamarstefnu sinni á þann veg, að ekki skuli sent kanadískt stórfylk: til Noregs á hættutímum. 1 máli manna kom fram, að besta mótvægið gegn sovéska flotanum eða hemum væri að Bandaríkja- menn létu vita af sér sem víðast í nágrenni Norðurlanda. í sömu andrá var á það minnt, að Banda- ríkjamenn yrðu á hinn bóginn að fara mjög varlega til að styggja ekki þær þjóðir, sem æskja vemdar þeirra, meira en Sovétmenn. Væri oft erfitt að finna meðalveginn í því efni en að sjálfsögðu yrðu Bandaríkjamenn að sætta sig við að einstaklingar eða stjómvöld í öðrum ríkjum létu í ljós gagnrýni á gerðir þeirra, ef ástæða þætti til þess. Ferðum bandarískra herskipa á Noregshafi fækkaði jafnt og þétt frá miðjum sjöunda áratugnum til ársins 1985. Þótt jafn mikið hafi verið talað um hina „nýju“ flota- stefnu og raun ber vitni og umsvif bandaríska flotans á norðurhöfum, er hitt staðreynd að á síðustu 10 árum hafa bandarísk flugmóðurskip aðeins verið 41 dag á Noregshafi. Hlut íslands í umræðum um bandaríska flotann hér í nágrenninu verður að meta með hliðsjón af því, sem stendur í vamarsamningn- um og sagt var, þegar hann var gerður 1951: aðstöðuna hér á landi á að nota einungis til vama en ekki til árása á önnur ríki. Þetta er í góðu samræmi við meginstefíð í vamarstefnu Atlantshafsbanda- lagsins. Hún byggist ekki á því’ að leggja undir sig lönd annarra heldur halda uppi vömum sem næst landa- mærum andstæðingsins. Sovét- menn byggja hemaðarkenningar sínar á hinn bóginn á því að beij- ast á landi andstæðingsins og leggja það undir sig. Forsendur friðar í máli manna kom fram, að kenn- ingamar um norrænt jafnvægi í öryggismálum eiga ekki lengur upp á pallborðið. Var mælt með því að þeim yrði kastað fyrir róða. Þær gæfu til kynna, að breyting á öryggisstefnu eins Norðurlanda eða framkvæmd hennar leiddu til breyt- inga annars staðar á Norðurlöndun- um. Þetta ætti ekki við rök að styðjast. Að sjálfsögðu fylgjast þjóðimar vel með þróuninni hver hjá annarri en sambandið er ekki á þann veg, að ástæða sé til að tala um norrænt jafnvægi. Hugmyndin um kjamorkuvopnalaust svseði á Norðurlöndunum hlaut almennt dræmar undirtektir þeirra, sem um hana töluðu. Vom það helst Finnar, sem mæltu hugmyndinni bót og þótti rétt að vinna að framgangi hennar. Einn ræðumanna spurði, hvers vegna menn eyddu jafn mikl- um tíma og mikilli orku og raun ber vitni til að ræða og reifa mál, sem þeir vissu að kæmist aldrei af umræðustiginu. Minnti það helst á umræður katólskra klerka um kynlíf. Undir lok ráðstefnunnar var sú staðreynd reifuð, að í 42 ár höfum við notið friðar í Evrópu, en á milli fyrri og síðari heimsstyijaldanna vom aðeins 21 ár. Spurt var: Hver er ástæðan fyrir þessu langa friðar- skeiði? Og svarað: í fyrsta lagi kjamorkuvopnin; í öðra lagi banda- lögin sem mynduð hafa verið í okkar. heimshluta og í þriðja lagi pólitísk. ur stöðugleiki í einstökum ríkjum álfunnar. Fælingarmáttur kjam- orkuvopnanna heldur þeim í skeij- um, sem ef til vill hefðu annars viljað beita valdi til að ná markmið- um sínum. Með vamarsamstarfinu við Bandaríkin innan Atlantshafs- bandalagsins hafa Evrópuríkin búið þannig um hnúta, að þau njóta öflugrar vemdar. Atlantshafs- bandalagið hefur gert fælingar- kenninguna að kjama vamarstefnu sinnar og á hún við, hvort heldur við köllum norðurslóðir víglínu eða væng. Hvort orðið við veljum til að lýsa ástandinu í öryggismálum hér á okkar slóðum, skiptir ekki sköpum heldur hitt, að þannig sé haldið.á málum, að friðurinn rofni ekki og við getum haldið áfram að búa við frelsi til orðs og æðis. Björa Bjaraason Séð yfir fundarsalinn á Hótel Örk. Atlantshafsbandalagið eru öflugnstu fríðarsamtökin eftir Gylfa Þ. Gíslason Hér birtist ræða, sem dr. Gylfi Þ. Gíslason flutti þegar hann setti ráðstefnu um öryggismál á Norðurslóðum, sem haldin var á Hótel Örk í Hveragerði á laugar- dag og sunnudag. Það er mikið ánægjuefni að efnt skuli vera til þessarar ráðstefnu hér á íslandi og að hún skuli vera sótt af jafnmörgum mikilsvirtum sér- fræðingum og raun ber vitni. Harvard-háskóli og Háskóli íslands, sem hafa átt fmmkvæði að ráð- stefnunni og undirbúið hana, eiga miklar þakkir skildar, en þetta er önnur ráðstefnan, sem Harvard- háskóli stendur fyrir um öryggi á Norðurslóðum. Ég býð alla þátttak- endur, bæði erlenda og íslenzka, hjartanlega velkomna til starfa og læt í Ijós þá einlægu ósk, að störf ráðstefnunnar megi bera mikinn árangur, efli þekkingu á því, sem um verður fjallað, stuðli að því að treysta ftíð í heiminum og færi okkur nær göfugum markmiðum. Atlantshafsbandalagið var á sínum tíma stofnað til þess að tryggja frið í þeim heimshluta, sem er starfsvettvangur þess. Atlants- hafsbandalagið em friðarsamtök, öflugustu friðarsamtök, sem komið hefur verið á fót. Auðvitað er friður keppikefli í sjálfum sér. Ófriður er eyðilegging, manntjón, þjáningar, sorg, óhamingja. Friði er ætlað að koma í veg fyrir allt þetta. En friði er ekki aðeins ætlað að koma í veg fyrir ógæfu. Honum er einnig ætlað að veita skilyrði til þess að skapa gæfu. Þær aðstæður, sem friður færir, geta verið góðar eða vondar. Þau markmið, sem unnið er að á ftíðartímum, geta verið göfug eða varhugaverð. Þegar barizt er fyrir friði, þegar gerðar em ráðstafanir og stofnað til samtaka til þess að efla frið, verður þess vegna ávallt að hafa það í huga, að hagnýta verður friðinn til þess að efla það. sem er gott og rétt og fagurt, tií þess að ná göfugum markmiðum. Auðvitað er friður eitt af megin- skilyrðum framfara. Ófriður veldur eyðileggingu, friður skapar skilyrði til hagsældar. En er meginkjami sannrar friðarbaráttu viðleitni til þess að efla velmegun? Þegar Atl- antshafsbandalaginu var við stofn- un sett það markmið að tryggja frið í okkar heimshluta, var það tilgangurinn að skapa tæknifram- fömm bætt skilyrði til þess að auka auð okkar og hagsæld? Auðvitað vitum við, hvað við eig- um nútímatækni að þakka. Ýmsar af mikilvægustu tækniuppgötvun- um nútímans hafa að vísu verið gerðar á ófriðartímum. En auðvitað réttlæta þær ekki ófriðinn. Og þeg- ar til lengdar lætur tryggir varan- legur friður ömgglega betur nýjar uppgötvanir og tækniframfarir en styijaldir. En óskin eftir hagsæld og framfömm er samt ekki megin- markmið friðarhyggjunnar, nauð- synjar á samtökum til þess að efla firið. Það er enn meira í húfi en Gylfl Þ. Gíslason hagsæld og framfarir, til em verð- mæti, sem em enn mikilvægari. í þessu sambandi koma mér í hug orð, sem Sir Winston Churchill mælti, þegar hann var sæmdur doktorsnafnbót við Tæknistofnun- ina í Massachusetts árið 1949. Hann sagði m.a.: „Sá arfur okkar, sem fólginn er í þeim traustu reglum um mann- gildi, siðferði og háttemi, sem þróazt hafa öldum saman, hin ástríðufulla sannfæring um gildi frelsis og réttlætis, sem fyllir hug og hjarta hundraða miiljóna, em okkur verðmætari en allt það, sem vísindauppgötvanir geta fært okk- ur.“ Þessi viturlegu orð ætti ávallt að hafa í huga, þegar af einlægni er barizt fyrir friði, þau ættu að vera einkunnarorð allra samtaka þjóða um að efla og treysta frið á jörð. Markmið Atlantshafsbanda- lagsins á ekki að vera það eitt að haga vömum aðildarríkjanna, hvort sem er á norðurslóðum eða annars staðar, þannig að valda jafnvægi haldist og friður sé tryggður, það verður ávallt að hafa í huga, að friðurinn á að þjóna þeim traustu reglum um manngildi, siðferði og háttemi, sem hafa verið að þróast í aldir, í lqölfar friðarins verður að sigla frelsi og réttlæti, þau verð- mæti, sem gefa lífinu æðst gildi. í þessum sjónarmiðum felst að sjálfsögðu ekki vanmat á leit að nýrri þekkingu á skilyrðum til þess að treysta frið og öryggi hvarvetna sem bezt, þeirri þekkingarleit, sem er markmið ráðstefnu eins og þess- arar. í þeim felst auðvitað ekki vanmat á þeim markmiðum sam- taka eins og Atlantshafsbandalags- ins að haga vömum aðildarríkjanna þannig, að sem minnst hætta verði á óhamingju ófriðar, né þeim ráð- stöfunum, sem grípa verður til í því skyni, að þessi markmið náist. í þessum sjónarmiðum felst það eitt, að forystumenn og fylgjendur sam- takanna mega ekki missa sjónar á, að markmið samtakanna er ekki það eitt, þótt nauðsynlegt sé, að skapa frið og öryggi, heldur einnig að hagnýta gæði friðarins með rétt- um hætti, með því að vemda þann arf, sem Winston Churchill minnti á, og taldi verðmætari en allt það, sem vísindauppgötvanir gætu fært okkur: Reglumar um manngildi, siðferði og háttemi og gildi frelsis og réttlætis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.