Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 177. tbl. 75. árg.__________________________________ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987_______________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins Guatemala: Skæruliðar bjóð- ast til viðræðna Reuter Risaolíuskipið Texaco Caribbean, sem er í eigu Bandaríkjamanna en skráð í Panama. Var það að flytja olíu fyrir Irani þegar það rakst á tundurdufl í Oman-flóa. Fimm skip hafa rekist á tundurdufl í Persa- flóa en þetta er í fyrsta sinn, sem það gerist utan hans. Guatemalaborg, Reuter. Vinstrisinnaðir skæruliðar í Guatemala kváðust í gær reiðu- búnir til viðræðna við stjórnvöld í samræmi við nýgert friðarsam- komulag fimm Mið-Ameríku- rílga. I auglýsingum í tveimur stærstu dagblöðunum í Guatemalaborg bauðst þjóðlega byltingarhreyfíngin til að ræða við stjómvöld um vopna- hlé en vísaði hins vegar á bug þeim skilyrðum hersins, að þeir legðu fyrst niður vopn. Síðastliðinn föstudag gerðu fímm Mið-Ameríkuríki með sér sam- komulag um frið og er í því kveðið á um vopnahlé milli stjómarherja og skæruliða innan 90 daga. Hægri- sinnaðir skæruliðar í Nicaragua og vinstrisinnaðir í E1 Salvador hafa þó heitið að virða samkomulagið að vettugi. Sjá nánar um samkomulagið á bls. 24. Miklar ófar- ir Líbýuhers N’Djamena, París, Reuter. Á FIMMTA hundrað líbýskra hermanna féll um helgina þegar stjóraarherinn í Chad náði aftur á sitt vald borginni Aouzou í norðurhluta landsins. í tilkynningu frá herstjóminni í Chad sagði að 437 líbýskir hermenn hefðu fallið í árásinni á stöðvar þeirra í Aouzou og 61 verið tekinn höndum. Gaddafí Líbýuleiðtogi hef- ur hótað að hefna ósigursins og í gær vörpuðu líbýskar flugvélar na- palmsprengjum á Aouzou. Francois Mitterrand Frakklandsforseti hefur hafnað beiðni Chadstjómar um frekari hemaðaraðstoð og hafði hann raunar ráðið henni frá að ráð- ast á Aouzou. Skip rekst á tundur- duf1 utan Persaflóa Reuter. Harðfengir hermenn Svisslendingar eru friðsamt fólk eins og alkunna er en samt sem áður hafa þeir mjög harðsnúinn her og vel þjálfaðan. í ágúst á hveiju ári efna hermennirair til keppni sín í milli og er hún fólgin í þvS að hjóla 75 km á gíralausu hjóli með byssu um öxl, hlaupa 15 km, skjóta af byssunni og kasta handsprengj- um. Er þetta ekki tekið út með sitjandi sældinni eins og sjá má á myndinni, einkum þegar sólin vermir landið. Getur haft alvarleg áhrif á siglingar um nálæg hafsvæði Bahrain, London, Reuter. OLÍUSKIP S bandarSskri eigu en skráð S Panama rakst S gær á Eftirmaður Baldrige Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandarilga- forseti kvaðst S gær mundu skipa C. William Verity eftirmann Malcolms heitins Baldrige, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna. Verity, sem er sjötugur að aldri og fyrrum stjómarformaður stál- iðnaðarfyrirtækisins Armco Inc., var formaður sérstakrar nefndar, sem Reagan skipaði 1981, en hún hefur unnið að því að auka stuðning atvinnulífsins við félagsleg velferð- armál. Baldrige lést í fyrra mánuði af slysförum. tundurdufl S Oman-flóa og lask- aðist nokkuð. Er þetta i fyrsta sinn, sem skip verður fyrir tund- urdufli utan Persaflóa og er óttast, að það geti haft veruleg áhrif á siglingar um þessar slóð- ir. í gær rufu írakar 25 daga hlé og gerðu árásir á oliustöðvar í íran. Risaolíuskipið Texaco Caribbean var fulllestað íranskri olíu og stefndi til Fujairah-hafnar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar það rakst á tundurduflið. Við sprenginguna kom fjögurra metra langt gat á skipið en ekki var talin hætta á, að það sykki. Engin slys urðu á mönnum en mikil olía streymdi frá skipinu. Fimm skip hafa rekist á tundur- dufl í Persaflóa en þetta er í fyrsta sinn, sem það gerist utan hans. Er óttast, að þessi atburður eigi eftir að hafa mikil og alvarleg áhrif á siglingar um þessi svæði enda þyk- ir nú ljóst, að tundurduflin reki út úr flóanum og dreifíst um allan sjó. Algengt er, að skip varpi akkerum og taki vistir í Fujairah-höfn, ýmist eftir siglingu um Persaflóa eða á leið þangað. Eru þar að jafnaði 60 stór skip á degi hveijum. írakar réðust í gær á sex olíu- stöðvar við strendur írans en slíkar árásir hafa legið niðri í 25 daga eða síðan öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna skoraði á styijaldarþjóðimar að semja um vopnahlé. íranir svör- uðu fyrir sig með stórskotaliðsárás á íraskar olíustöðvar í botni Persa- flóa. Þijú kúvæsk olíuskip, sem komin eru inn á Persaflóa í fylgd banda- rískra herskipa, bíða enn undan ströndum Saudi-Arabíu meðan tundurdufla er leitað á siglingaleið- inni. Fannst eitt í fyrradag en búist er við, að siglingunni verði haldið áfram í dag. Bandaríkin: Kúbanskur njósna- foringi leitar hælis Washington, Reuter. Bandarískur embættismaður staðfesti í gær, að háttsettur, kúbanskur leyniþjónustumaður hefði leitað hælis í Banda- ríkjunum. Ekki vildi hann þó segja hvar Kúbaninn dveldist né hvaða upplýsingar hann hefði látið í té. Charles Redman, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði það eitt á fréttamanna- fundi í gær, að Florentino Azpillaga hefði flúið frá Tékkósló- vakíu yfír til Austurríkis 6. júní sl. en í viðtali, sem bandaríska útvarpsstöðin Radio Marti átti við Azpillaga kvaðst hann hafa verið yfírmaður kúbönsku leyniþjón- ustunnar í Prag og notað nafnið Julio Lombard. Sagðist hann hafa flúið vegna óánægju með stjóm Fidels Castro, sem hefði valdið „dauða þúsunda manna á Kúbu og dregið efnahagslífíð niður í svaðið". Azpillaga sagði, að eftir innrás Bandaríkjamanna í Grenada hefði Kúbustjóm fjölgað leyniþjónustu- mönnum upp í 2.086 og í fyrsta sinn tekið að sér njósnir í öðrum löndum en Bandarílq'unum. Hefðu þessar njósnir kostað þjóðina margar milljónir dollara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.