Morgunblaðið - 11.08.1987, Page 1

Morgunblaðið - 11.08.1987, Page 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 177. tbl. 75. árg.__________________________________ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987_______________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins Guatemala: Skæruliðar bjóð- ast til viðræðna Reuter Risaolíuskipið Texaco Caribbean, sem er í eigu Bandaríkjamanna en skráð í Panama. Var það að flytja olíu fyrir Irani þegar það rakst á tundurdufl í Oman-flóa. Fimm skip hafa rekist á tundurdufl í Persa- flóa en þetta er í fyrsta sinn, sem það gerist utan hans. Guatemalaborg, Reuter. Vinstrisinnaðir skæruliðar í Guatemala kváðust í gær reiðu- búnir til viðræðna við stjórnvöld í samræmi við nýgert friðarsam- komulag fimm Mið-Ameríku- rílga. I auglýsingum í tveimur stærstu dagblöðunum í Guatemalaborg bauðst þjóðlega byltingarhreyfíngin til að ræða við stjómvöld um vopna- hlé en vísaði hins vegar á bug þeim skilyrðum hersins, að þeir legðu fyrst niður vopn. Síðastliðinn föstudag gerðu fímm Mið-Ameríkuríki með sér sam- komulag um frið og er í því kveðið á um vopnahlé milli stjómarherja og skæruliða innan 90 daga. Hægri- sinnaðir skæruliðar í Nicaragua og vinstrisinnaðir í E1 Salvador hafa þó heitið að virða samkomulagið að vettugi. Sjá nánar um samkomulagið á bls. 24. Miklar ófar- ir Líbýuhers N’Djamena, París, Reuter. Á FIMMTA hundrað líbýskra hermanna féll um helgina þegar stjóraarherinn í Chad náði aftur á sitt vald borginni Aouzou í norðurhluta landsins. í tilkynningu frá herstjóminni í Chad sagði að 437 líbýskir hermenn hefðu fallið í árásinni á stöðvar þeirra í Aouzou og 61 verið tekinn höndum. Gaddafí Líbýuleiðtogi hef- ur hótað að hefna ósigursins og í gær vörpuðu líbýskar flugvélar na- palmsprengjum á Aouzou. Francois Mitterrand Frakklandsforseti hefur hafnað beiðni Chadstjómar um frekari hemaðaraðstoð og hafði hann raunar ráðið henni frá að ráð- ast á Aouzou. Skip rekst á tundur- duf1 utan Persaflóa Reuter. Harðfengir hermenn Svisslendingar eru friðsamt fólk eins og alkunna er en samt sem áður hafa þeir mjög harðsnúinn her og vel þjálfaðan. í ágúst á hveiju ári efna hermennirair til keppni sín í milli og er hún fólgin í þvS að hjóla 75 km á gíralausu hjóli með byssu um öxl, hlaupa 15 km, skjóta af byssunni og kasta handsprengj- um. Er þetta ekki tekið út með sitjandi sældinni eins og sjá má á myndinni, einkum þegar sólin vermir landið. Getur haft alvarleg áhrif á siglingar um nálæg hafsvæði Bahrain, London, Reuter. OLÍUSKIP S bandarSskri eigu en skráð S Panama rakst S gær á Eftirmaður Baldrige Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandarilga- forseti kvaðst S gær mundu skipa C. William Verity eftirmann Malcolms heitins Baldrige, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna. Verity, sem er sjötugur að aldri og fyrrum stjómarformaður stál- iðnaðarfyrirtækisins Armco Inc., var formaður sérstakrar nefndar, sem Reagan skipaði 1981, en hún hefur unnið að því að auka stuðning atvinnulífsins við félagsleg velferð- armál. Baldrige lést í fyrra mánuði af slysförum. tundurdufl S Oman-flóa og lask- aðist nokkuð. Er þetta i fyrsta sinn, sem skip verður fyrir tund- urdufli utan Persaflóa og er óttast, að það geti haft veruleg áhrif á siglingar um þessar slóð- ir. í gær rufu írakar 25 daga hlé og gerðu árásir á oliustöðvar í íran. Risaolíuskipið Texaco Caribbean var fulllestað íranskri olíu og stefndi til Fujairah-hafnar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar það rakst á tundurduflið. Við sprenginguna kom fjögurra metra langt gat á skipið en ekki var talin hætta á, að það sykki. Engin slys urðu á mönnum en mikil olía streymdi frá skipinu. Fimm skip hafa rekist á tundur- dufl í Persaflóa en þetta er í fyrsta sinn, sem það gerist utan hans. Er óttast, að þessi atburður eigi eftir að hafa mikil og alvarleg áhrif á siglingar um þessi svæði enda þyk- ir nú ljóst, að tundurduflin reki út úr flóanum og dreifíst um allan sjó. Algengt er, að skip varpi akkerum og taki vistir í Fujairah-höfn, ýmist eftir siglingu um Persaflóa eða á leið þangað. Eru þar að jafnaði 60 stór skip á degi hveijum. írakar réðust í gær á sex olíu- stöðvar við strendur írans en slíkar árásir hafa legið niðri í 25 daga eða síðan öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna skoraði á styijaldarþjóðimar að semja um vopnahlé. íranir svör- uðu fyrir sig með stórskotaliðsárás á íraskar olíustöðvar í botni Persa- flóa. Þijú kúvæsk olíuskip, sem komin eru inn á Persaflóa í fylgd banda- rískra herskipa, bíða enn undan ströndum Saudi-Arabíu meðan tundurdufla er leitað á siglingaleið- inni. Fannst eitt í fyrradag en búist er við, að siglingunni verði haldið áfram í dag. Bandaríkin: Kúbanskur njósna- foringi leitar hælis Washington, Reuter. Bandarískur embættismaður staðfesti í gær, að háttsettur, kúbanskur leyniþjónustumaður hefði leitað hælis í Banda- ríkjunum. Ekki vildi hann þó segja hvar Kúbaninn dveldist né hvaða upplýsingar hann hefði látið í té. Charles Redman, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði það eitt á fréttamanna- fundi í gær, að Florentino Azpillaga hefði flúið frá Tékkósló- vakíu yfír til Austurríkis 6. júní sl. en í viðtali, sem bandaríska útvarpsstöðin Radio Marti átti við Azpillaga kvaðst hann hafa verið yfírmaður kúbönsku leyniþjón- ustunnar í Prag og notað nafnið Julio Lombard. Sagðist hann hafa flúið vegna óánægju með stjóm Fidels Castro, sem hefði valdið „dauða þúsunda manna á Kúbu og dregið efnahagslífíð niður í svaðið". Azpillaga sagði, að eftir innrás Bandaríkjamanna í Grenada hefði Kúbustjóm fjölgað leyniþjónustu- mönnum upp í 2.086 og í fyrsta sinn tekið að sér njósnir í öðrum löndum en Bandarílq'unum. Hefðu þessar njósnir kostað þjóðina margar milljónir dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.