Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987 55 Beljavsky Elvar Guðmundsson Jóhann Hjartarson kominn í áskor- endakeppnina í Kanada í febrúar. Næstsíðasta umferðin á laugardag. Kanadamaðurinn Allan hefur ekki átt sjö dagana sæla á milli- svæðamótinu og varð að þola hvorki meira né minna en fjórtán töp. Hann hélt oft í horfinu fram í mið- tafl og átti jafnvel unnar stöður á þá Portisch og Velimirovic og setti stórt strik í reikninginn með því að ná jafntefli við þann fyrmefnda. Biðskák hans við Nunn var einnig dautt jafntefli, en Allan mundi ekki biðstöðuna rétt og rannsakaði því ranga stöðu. Það auðveldaði Nunn að snúa á hann og svíða skákina. Jóhann Hjartarson tók skákina við hann á laugardaginn því mjög alvarlega. í byijuninni tefldi Allan rólega, en Jóhann lagði of mikið á stöðuna og fékk leiðinlegt tafl. En þegar Allan gat uppskorið árangur erfíðisins síns og unnið peð kom styrkleikamunurinn í ljós. Hann lagði allt í vonlausa sókn og varð að fóma manni fyrir þijú peð til að halda taflinu gangandi. I tíma- hraki lék hann síðan skákinni endanlega af sér. Hvitt: Allan Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. Bb5+ - Bd7 4. Bxd7+ - Rxd7 5. d4 - cxd4 6. Dxd4 — Rgf6 7. Rc3 — e6 8. 0-0 - a6 9. Bg5 - Dc7 10. Hadl - Hc8 Jóhann leggur að vonum kapp á að flækja taflið og þessi og næsti leikur hans þýða að hann verður að geyma kónginn á miðborðinu. Svartur hefði hins vegar átt auð- velt með að jafna taflið með því að leika 10. — Be7 og hróka. II. Bh4 - Re5 12. Bxf6! - gxf6 13. Rxe5 — dxe5 14. De3 — h5 15. Hd3 - Be7 16. Hfdl - Hd8 17. Hxd8 - Bxd8 18. Dg3! - Dc5 19. Dg7 - Hf8 20. Dh6 - b5 21. a3 - Ke7 22. Hd3? Allan tekur alveg skakkan pól í hæðina. Þótt svarti kóngurinn sé á miðborðinu er hann vel varinn af peðum og sókn að honum er því ekki rétta áætlun hvíts. Allan hefði E.t.v. hefur Allan yflrsézt að hann tapar manni eftir 25. Dxf6+ — Ke8. Hann reynir því að ná sókn- arfærum með því að gefa manninn á annan hátt. 25. Rd5+ - exd5 26. Dxf6+ - Kd7 27. Dxe5 - Dd6 28. Dxh5 - dxe4 29. Hxf7+ - Hxf7 30. Dxf7+ Be7 31. Df5+ - De6 32. Db5+ - Dc6 33. De2 - Bf6 34. c4? Mun skárra var 34. b3, en þegar til lengdar lætur er svarta staðan vafalaust töpuð. 34. - Dd6 35. h4 - Dd3 36. Dg4+ Ke7 37. c5 - Dbl+ 38. Kh2 — Dxb2 39. Dxe4 — De5+ 40. Dxe5 — Bxe5+ og hvítur gafst upp. Það var hart barist í skák þeirra Portisch og Nunn í næstsíðustu umferðinni á laugardaginn. Þrátt fyrir æsispennar.di skák og miklar tilraunir fengust ekki úrslit svo nú verða þessir heimsfrægu og öflugu skákmenn að tefla sex skáka ein- vígi um það hvor þeirra fylgir Jóhanni og Salov í áskorendakeppn- ina. í þeirri baráttu ætti reynsla Portisch að vega þungt. Hann hefur t.d. teflt í hverri einustu áskorenda- keppni frá 1964, að keppninni 1971 undanskildri. Nunn hefur hins veg- ar aldrei áður komist áfram úr millisvæðamóti, þrátt fyrir að hann sé löngu heimsfrægur skákmaður og sérlega þekktur fyrir sóknar- skákir sínar. Hvítt: Portisch Svart: Nunn Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f3 - 0-0 6. Be3 — Rc6 hins vegar átt að hirða peðið á h5 og haft þá vænlega möguleika, því svartur hefur ekki nægar bætur fyrir peðsmissi. 22. - a5 23. Hf3? - b4! 24. axb4 — axb4 Það er nú þegar orðið ljóst að báðir ætla að láta sverfa til stáls í þessari skák. Nunn velur hvassasta svarið gegn Saemisch afbrigði Port- isch. Sennilega hefur þetta komið Portisch á óvart því upp á síðkastið Priðrik Ólafsson. á mínum ferli. Ég tók stórstígum framförum um tvítugt, kannski einum of. Það má vera að ég hafí ekki verið búinn að taka út minn þroska og því megi um kenna að ég náði ekki betri árangri en raun varð á. Þetta var feykilega sterkt mót, þama var varla snöggan blett að fínna á nokkrum manni. En eftir slíka þolraun meUir mað- ur betur eigin stöðu. Ári síðar náði ég síðan mjög góðum ár- angri í mótum og hafði þá þroskast meira," sagði hann. „Sjálfsagt bjóst enginn við því að mér gengi svona vel úti í Júgó- slavíu, fremur en Jóhanni í Ungveijalandi. Hann hefur sýnt áðdáundarvert öryggi og ákveðna taflmennsku. Þrátt fyrir að á móti blési hefur hann ekkert látið á sig fá og gengið til leiks af hörku. Ég vona bara að íslenskir skákmenn nái sem æðstum met- orðum. Við íslendingar eigum jafna möguleika á við aðrar þjóðir að eignast heimsmeistara í skák og mig skyldi ekki undra þótt að því kæmi,“ sagði Friðrik Ólafsson. hefur Nunn jafnan leikið 6.... Rbd7 með góðum árangri. 7. Rge2 - a6 8. Dd2 - Hb8 9. h4 - h5 10. Rcl Þetta er ný hugmynd, eftir að hafa leikið 9. h4 er yfírleitt teflt upp á kóngssókn og leikið 10. 0-0-0 eða 10. Bh6. Hins vegar er oft leik- ið 9. Rcl, en í því afbrigði teflir hvítur upp á stöðuyfirburði á mið- borði og drottningarvæng. Með þessari nýju leikjaröð sinni heldur Portisch því opnu hvora áætlunina hann velur. Það er einnig stór kost- ur við þessa leikjaröð hans að ef svartur leikur einhvem tíma f7-f5 hefur hvítur óskoruð yfírráð yflr g5 reitnum. 10. - e5 11. d5 - Rd4 12. Rb3 — Rxb3 13. axb3 — c5 14. b4 — b6 Drottningarvængurinn opnast hvítum í hag eftir 14. — cxb4 15. Ra4. 15. b5 — axbö 16. cxb5 — Re8 17. Bd3 - f5 18. Dc2 - Dc7 19. Kdl Portisch ætlar að geyma kónginn á drottningarvæng en vill ekki lang- hróka, því þá missir hann a lfnuna. 19. - Df7 20. Kcl - Rf6!? Nunn er farið að leiðast þófið og nú fara í hönd mikil uppskipti. 21. exf5 - gxf5 22. Bxf5 - Rxd5 23. Bg6 - De6 24. Rxd5 - Dxd5 25. Hdl - De6 26. Be4 - Bb7 27. Bxb7 - Hxb7 28. De4 - Hd7 29. Dc6 Það gæti virst svo sem hvítur sé að ná yfírhöndinni, en með peðsfóm tekst Nunn að komast út í þægilegt endatafl. 29. - e4! 30. Dxe4 Sízt betra var 30. fxe4 — Db3 og hvítur verður að leika 31. Dd5+ og skipta upp á drottningum. 30. — Dxe4 31. fxe4 — He8 32. Ha4 - d5! 33. Bg5 - d4 34. Hel — Hf7 35. Ha6 - Hf2 Það var einnig mjög freistandi að reyna að halda stöðunni með 35. — He6, en hvítur virðist geta leikið 36. Bd8!. T.d. 36. - d3! 37. Hxb6 Hd7 38. Kdl! - He8 39. Bf6 eða 38. - Hxb6 39. Bxb6 - c4 40. e5. Eftir þennan hvassa leik Englend- ingsins virðast leikir beggja þving- aðir, allt til loka skákarinnar. 36. Hxb6 - d3 37. Bd2 - c4 38. Hc6 - Bxb2+ 39. Kxb2 - Hxd2+ 40. Ka3! - Hc2 41. b6 - d2 42. Hdl - c3 43. b7 - Hcl 44. Hc8 - Hdl 45. Hxe8 Hxdl 46. Hf8+ - Ke6 47. He8+ - Kf7 48. Hf8+. Jafntefli. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Nýtt gistíheimili á Skagaströnd Skagastrðnd. NÝTT gisti- og veitingahús var opnað á Skagaströnd um verslunar- mannahelgina. Nýja gistiheimilið heitir Dagsbrún og er fyrsta gistihú- sið sem rekið er á Skagaströnd síðan gistihúsið Viðvík var lagt niður upp úr sfðustu aldamótum. I Dagsbrún eru 3 tveggja manna herbergi og 5 einstaklingsherbergi þannig að gistirúm er fyrir 11 manns í einu. Auk herbergjanna er vistlegur matsalur í Dagsbrún þar sem hægt er að taka á móti allt að 40 manns í mat í einu, tvær setustofur, mjög vel búið eldhús og baðherbergi. Að sögn hótelhaldaranna, Líneyjar Jósefsdóttur og Sveins Inga Grímssonar, á Skagstrendingur hf. gistiheimilið en þau hjónin sjá alfarið um reksturinn á Dagsbrún. Töldu þau Sveinn Ingi og Líney að með gistiheimilinu væri bætt úr brýnni þörf og sögðu að síðan opnað var hefðu um 30 manns borðað hjá þeim á dag auk mikils fjölda fólks sem kom fyrsta daginn í kaffí. Fyrstu svefngestimir komu svo strax daginn eftir að opnað var þrátt fyrir nánast enga auglýsingu á staðnum. Dags- brún mun verða opin allt árið og starfsmenn verða 3—4. Eru þau Sveinn Ingi og LSney með ýmislegt á pijónunum til að auka aðsókn að Dagsbrún en vildu ekki láta það uppi að svo stöddu að öðru leyti en því að hægt er að fá keypt hjá þeim veiðileyfi í fengsæl veiðivötn í grennd við Skagaströnd. Þá áforma þau hjónin að hafa kaffíhlaðborð um helgar og vonast þau eftir að Skag- strendingar og aðrir verði duglegir að sækja til þeirra í veitingasalinn. Einnig hafa þau sótt um vínveitinga- lejrfi sem þau telja sig fá nú á næstunni. Gisting í tveggja manna herbergi í Dagsbrún kostar 2.900 krónur með morgunmat en 2.100 krónur í ein*+ staklingsherbergi. Líney og Sveinn Ingi eru bjartsýn á að reksturinn muni ganga vel og að nýting á gisti- rými verði góð. Dagsbrún er á miðhæðinni í nýju þriggja hæða húsi sem Skagstrend- ingur hf., Hólanes hf. og Höfðahrepp- ur eiga í sameiningu. Á efstu hseð hússins eru Skagstrendingur og Hólanes með skrifstofur sínar og sameiginlegan fundarsal. Á neðstu hæðinni er svo Höfðahreppur með skrifstofu en þar er einnig ibúð fyrir hótelhaldara Dagsbrúnar og nokkuíf*" stór salur sem Búnaðarbankinn á Blönduósi hefur tekið á leigu. Allt húsið er um 825 fm eða 275 fm hver hæð. Byijað var á byggingu þess haustið 1985 og þá steyptir upp sökklar en síðan hófust framkvæmd- ir af krafti vorið 1986 og er nú um það bil að Ijúka. Áætlaður kostnaður við bygginguna með frágenginni lóð er um 36 milljónir króna. - ÓB Starfsfólk Dagsbrúnar, talið frá vinstrí: Joan, Ásta Þórhalla, Líney og Sveinn Ingi. n.k. verður farin 3ja vikna ferð til Grikklands. Norðurhlutinn, sem verður skoðaður að þessu sinni, er frábrugðinn suðurlandinu að mörgu leyti og býður upp á annarskonar tækifæri til að kynnast Grikklandi. Undir traustri fararstjórn Kristjáns Árnasonar háskólakennara kynnumst við og skoðum m.a. CC < 2 Ferdaskrifstofan (arandi Vesturgötu 5. Reykjavík * 62 24 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.