Morgunblaðið - 11.08.1987, Blaðsíða 13
T8GI T8Ú0Á .U nUOAaiJUlIJW .aiOAjaHUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987
Hlaupastelpa með eld
Békmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Kristin Ómarsdóttir: í húsinu
okkar er þoka. Myndir, kápa,
hðnnun: Lars Emil Árnason.
Ljósmynd: Nanna B. Reykjavík
1987.
Kristín Ómarsdóttir yrkir um
ástina í í húsinu okkar er þoka.
Hún leggur sérstaka áherslu á hið
holdlega, en segja má að ljóð henn-
ar ijalli ekki síst um það að vera
saman og þá er einsemdin líka með
i leiknum.
Ljóð eftir Kristínu Ómarsdóttur
hafa birst í blöðum og tímaritum
og leikrit eftir hana, Draumar á
hvolfi, hefur verið leikið á Litla
sviði Þjóðleikhússins. Fyrir það fékk
hún verðlaun. Með í húsinu okkar
er þoka kveður hún sér hljóðs með
eftirminnilegum hætti. Bókin er
mjög athyglisvert byijandaverk.
Það er kostur ljóða Kristínar að
þau eru einlæg og hreinskilin, laus
við uppgerð. Skáldið kemur til dyr-
anna eins og það er klætt. Ástar-
ljóðum hættir til að vera hástemmd
og stundum eru þau væmin. Ljóð
Kristínar eru ekki þannig. Þegar
hún er opinská, og það er hún yfir-
leitt, leynist í ljóðum hennar
broddur af háði og glettnin er aldr-
Tilhögun heilbrigðiseftir
er afar f lókin og margklo
- Fruikilo(WpwoI „TJ-'-TCTÍTÍ SSÍi'l:
inirur bM HoUiutuxntd ríkU» I T" ■ • »
Athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi athugasemd
frá Franklín Georgssyni gerla-
fræðingi hjá Hollustuvernd
ríkisins vegna ummæla sem höfð
eru eftir honum i frétt blaðsins
29. júlí sl.:
„Af fyrirsögn fréttarinnar, „til-
högun heilbrigðiseftirlits er afar
fiókin og margklofin", mætti draga
þá ályktun að undirritaður væri að
gagnrýna framkvæmd heilbrigðjs-
eftirlits í heild sinni hér á landi.
Það sem vakti hins vegar fyrst og
fremst fyrir undirrituðum var að
benda á að næstum engin samræm-
ing væri í almennri sýnatöku
einstakra heilbrigðiseftirlitssvæða á
matvælum og öðrum neysluvörum.
Vildi undirritaður benda á þetta,
þar sem hann telur mun meiri
árangur nást í matvælaeftirlitinu
ef eftirlitsaðilar vinni betur saman
í samvinnu við rannsóknaraðila að
þessum málum.
í fréttinni eru þau ummæli höfð
eftir undirrituðum að salmonellu-
sýklar hefðu oftsinnis fundist við
stikkprufur úr verslunum. Ekki vill
undirritaður kannast við þessi um-
mæli. Salmonellu-sýklar hafa yfir-
leitt ekki fundist í öðrum
matvælategundum en alifuglum og
svínakjöti á undanfömum árum.
Lítið er hægt að fullyrða um tíðni
salmonellu-sýkla í svínakjöti hér á
landi, þar sem rannsóknir eru af
skomum skammti. Hins vegar hafa
verið framkvæmdar sérstakar út-
tektarrannsóknir á alifuglum, sem
sýna að salmonellu-sýklar em til
staðar í litlum hluta alifuglafram-
leiðslunnar."
ei langt undan. Ótal dæmi mætti
nefna. Hlaupastelpa er með hinum
bestu. Þar em línur sem vitna um
aðferð Kristínar við að tjá tilfinn-
ingar sínar. Lítum á eftirfarandi:
Munnur minn er kræklingur.
Skaut mitt á bragðið einsog rælga.
Bijóstin hvít og mjúk
einsog gellur.
Fætumir spírur,
- alltaf á iði!
Ég er glæný hlaupastelpa
með eld í maganum
og hlaupasting í hnjánum.
Alveg nývaxin,
- óx upp í fyna!
Pabbi kallar mig blóm
og mamma skilur ekki bofs.
Nei!
Ég er ekki þurr kleina
sem þú étur með mjólk.
Ég er kræklingur,
rækja og gella.
- Ný kartafla um haust
með salti og sméri.
Húðin ísköld mjólk;
stundum volg
stundum flóuð.
Ljóðaflokkar eins og Ég er hug-
arflug og floginn og Tunga og þögn
Kristín Ómarsdóttir
búa ekki yfir alveg sömu glettni
og tilvitnað ljóð. þessir flokkar eru
SI
_____________________________13
alvörumeiri, en engu að síður flalla
þeir um ástina á óvæntan hátt,
hefðbundin sjónarmið sliga þá ekki.
Sum ljóðanna nálgast að vera
frásagnir, eru nokkuð prósaisk. Ég
nefni Stúlku við sjó, Mann og konu
og Ferðamann. Þessi ljóð eru alls
ekki fráleit, en höfundurinn ræður
ekki við þennan túlkunarmáta enn
sem komið er.
Sama er að segja um ljóðaleikinn
Hjá okkur er þoka sem hefur þó
ýmislegt til að bera. Ég freistast
til að líta á ljóðaleikinn sem tilraun
til leikritagerðar. Með það í huga
er ég hræddur um að erfítt reynd-
ist að flytja hann á sviði. En hann
er að mörgu leyti skemmtilegur
aflestrar og hlutar hans vel orðaðir.
Bestu ljóð Kristínar eru tilfinn-
ingalegs eðlis. Þau eru opin ,og
fijálsleg í tjáningu, en jaftiframt
bera þau ögun og vandvirkni vitni.
í þeim er sérstakur tónn sem Kristín
á að vísu ekki ein, en hefur ræktað
vel.
Fyrir þá sem vilja ávaxta peninga
á ömggan og áhyggjulausan hátt...
Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans:
11 -11,5% ávöxtun umfram veiðbólgu.
Sjóösbréf 1 eru fyrir þá sem eru að safna og ætla að
nota peningana ásamt vöxtum og verðbótum
einhvern tíma síðar.
Sjóðsbréf 2 eru fyrir þá sem þurfa að lifa af vöxt-
unum en þeir eru greiddir út í inars júní, september
og desember á ári hverju.
Sjóðsbréf 1 og 2 er hægt að innleysa hjá Verð-
bréfamarkaðinum þegar á þarf að halda en munur á
kaup- og sölugengi er 1%.
Ávöxtun Sjóðsbréfa 1 og Sjóðsbréfa 2 er nú 11-
11,5% umfram verðbólgu sem jafngildir um
35-36% ársvoxtum.
Með þeim vöxtum óbreyttum tvöfaldast fjárhæðin
að raunvirði á liðlega sex árum og fjórfaldast á
tæplega þrettán árum.
Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40. Heiðdís,
Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg eru reiðubúin að
veita allar nánari upplýsingar.
Verðbréfamarkaður
Iðnaðarbankans hf.
V^terkurog
L/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!