Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987
3
Lánsfjárlög samþykkt fyrir næsta ár:
Verulega dregið úr hlut
falli erlendu lánanna
Heildarupphæð lána 21,5 milljarðar en erlend lán 8,6 milljarðar
_ M I ■ I
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti
frumvarp að lánsfjárlögum
fyrir næsta ár, á fundi sinum
á miðvikudagskvöld, og er
heildarupphæð lána sam-
Nefnd kann-
ar lyfjaverð
GUÐMUNDUR Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra, hefur skipað nefnd sem
skila skal tillögum im hveraig
lækka megi lyfjaverð og heildar-
kostnað vegna lyfja. Einnig
óskar ráðherra eftir áliti á því
hvort aukin samkeppni í lyfjaiðn-
aði geti orðið til hagsbóta fyrir
neytendur. Skipun nefndarinnar
er i samræmi við ákvæði stjóra-
arsáttmálans
Formaður nefndarinnar er
Brynjólfur Sigurðsson prófessor en
auk hans er nefndin skipuð Guðjóni
Magnússyni aðstoðarlandlækni,
Höllu Eiríksdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, Helgu Vilhjálmsdóttur lyfsala,
Ingolf Petersen yfírlyfjafræðingi og
Jóni Bjama Þorsteinssyni heilsu-
gæslulækni. Stefnt er að því að
nefndin ljúki störfum fyrir áramót.
kvæmt þvi 21,450 milljarðar
króna. Þar af verða 8,6 miiy-
arðar erlend lán en 12,9 mil\j-
arða verður aflað innanlands.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
sem nú gegnir embætti forsæt-
isráðherra í fjarveru Þorsteins
Pálssonar, sagði við Morgun-
blaðið að tilgangurinn með
þessu frumvarpi væri að draga
verulega úr hlutfalli erlendra
lána, en síðustu lánsfjárlög
gerðu ráð fyrir að 8,215 miiy-
arðar væru teknir að láni
erlendis frá en nú stefnir í að
sú tala verði 10,2 miiy'arðar á
þessu ári.
Samkvæmt frumvarpinu taka
opinberir aðilar, aðallega ríkissjóð-
ur, 6,4 milljarða að láni, þar af
1,5 milljarða erlendis frá. Gert er
ráð fyrir að opinberir sjóðir taki 7
milljarða að láni, þar af 350 millj-
ónir erlendis frá, og er Byggingar-
sjóður ríkisins þar lang stærstur.
Síðan er gert ráð fyrir að atvinnu-
fyrirtæki og sjóðir taki 8 milljarða
að láni og þar af verði 6,75 millj-
arða aflað eríendis. Frumvarpið
gerir síðan ráð fyrir að afborganir
af erlendum langtímalánum verði
6 milljarðar á árinu.
Fyrirhugað er að afla innlends
lánsyár með spariskírteinum, 3
milljarðar; verðbréfakaupum
bankakerfísins, 2,8 milljarðar;
verðbréfakaupum Íífeyrssjóðanna
6,17 milljarðar og með annari inn-
lendri lántöku, 1,6 milljarðar.
Árásin í Austur-
stræti upplýst
Ágreiningur Hvals
og skipveija leystur
Árásarmálið í Austurstræti í
lok ágúst er nú upplýst. Ekki
reyndist rétt að ráðist hefði
verið aftan að manni og hann
skorinn á háls.
Seint að kvöldi 28. ágúst slasað-
it maður í Austurstræti og virtist
fyrst sem ráðist hefði verið aftan
að honum og hann skorinn á háls
með hnífí eða rakvélarblaði. Nú
hefur rannsóknarlögregla ríkisins
upplýst málið og annað komið í
ljós. Maðurinn átti í erjum við
annan aðila þetta kvöld og hafði
sá glas í hendi. Þegar ýfíngar
hófust með þeim sló sá síðar-
nefndi til mannsins og brotnaði
glasið við það. Þannig fékk maður-
inn áverkann á hálsinn.
HVALBÁTARNIR héldu á
miðin á miðvikudag eftir að
veður var orðið þolanlegt.
Hafði þá náðst samkomulag á
milli Hvals hf. og sjómanna um
nýtingarhlutfall og afurða-
verð.
Að sögn Guðmundar Hallvarðs-
sonar formanns Sjómannafélags
Reykjavíkur hafa undanfarið verið
viðræður á milli fulltrúa sjómanna
og Hvals hf. um nýtingarhlutfall
og fískverð, „og voru þær viðræð-
ur í góðu og allur ágreiningur
leystur.“ Að því er nýtingarhlut-
fall varðaði, þ. e. hlutfall þess sem
fer í frystingu, mjöl eða lýsi, sagði
Guðmundur að samkomulag hefði
náðst um að miða við svipað hlut-
fall og undanfamar vertíðar. Um
afurðaverðið sagði Guðmundur að
horft hefði verið til markaðsverðs,
svo og tekið mið af fískverðs-
hækkunum undanfarið, frá síðustu
verðákvörðun verðlagsráðs.
Guðmundur kvað fréttir Ríkis-
sjónvarpsins um þetta mál hafa
verið rangar; ekki hafi verið deilt
um hlut sjómanna i þeim afurðum,
sem notaðar væru til vísindarann-
sókna og ekki hefði komið til
neinnar vinnustöðvunar; skipin
hefðu einfaldlega haldið sig í höfn
vegna veðurs.
Verðum góð
bj örgunarsveit
eftir námskeiðið
Tuttugu skipveijar Akureyrinnar
á slysavarnanámskeiði í Sæbjörgu
SKIPVERJAR á frystitogaran-
um Akureyrin EA 10 eru um
þessar mundir á námskeiði í
slysavöraum um borð í kennslu-
skipi Slysavaraafélagsins,
Sæbjörgu. Hluti nemendanna
býr um borð í skipinu meðan á
námskeiðinu stendur, en það
tekur fjóra daga.
Akureyrin er um þessar mundir
í klössun í Þýskalandi. Var þá
ákveðið að nota tækifærið og
senda áhöfnina á námskeið í
slysavömum. Tuttugu af skip-
veq'um Akureyrinnar eru á
námskeiðinu, en hinir sigldu tog-
aranum til Þýskalands. Hákon Þ.
Guðmundsson, 2. stýrimaður
sagði í stuttu spjalii við Morgun-
blaðið, að námskeið þetta væri
einstakt tækifæri og mjög gagn-
legt áhöfnin færi öll saman; þegar
því væri lokið væri áhöfn skipsins
bæði góð björgunarsveit og
slökkvilið. „Menn voru búnir að
gera sér ákveðnar hugmyndir um
hlutina, en á námskeiðinu sjáum
við að þær hugmyndir voru flest
allar kolrangar." Nefndi hann sem
dæmi meðferð manna, sem hefðu
ofkælst; margir hefðu ekki gert
sér grein fyrir hvemig bæri að
hita mönnum.
Ásgrímur Sigurðsson, háseti er
einn þeirr sem gista um borð í
Sæbjörgu á meðan á námskeiðinu
stendur. Kvað hann aðbúnað allan
vera mjög góðan og námskeiðið
vera mjög gagnlegt. „Kennaramir
tala tæpitungulaust og á okkar
mállýsku." Ásgrímur sagðist hafa
verið í 10 ár til sjós og væri í
raun skammarlegt að hann skyldi
ekki hafa lært neitt til slysavama
fyrr; þekking þessi væri nokkuð,
Hákon Þ. Guðmundsson, 2.
stýrimaður.
Morgunblaðið/KGA
Ásgrímur Sigurðsson, háseti virðir fyrir sér línubyssu.
Morgunblaðið/KGA
Þorvaldur Axelsson skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna leið-
beinir um meðferð manna, sem
hafa ofkælst.
sem menn ættu að hafa í vega-
nesti þegar þeir fæm á sjóinn í
fyrsta sinn.
Námskeiðið í Slysavamaskól-
anum tekur fjóra daga. Á fyrsta
degi lærðu sjómennimir aðferðir
við hjartahnoð og endurlífgun, og
hvemig bregðast ætti við ofkæl-
ingu. Einnig fræddust þeir um
fyrirbyggjandi eldvamir og með-
ferð slökkviefna. Á öðram degi
var æfð reykköfun og rætt um
viðbrögð við því þegar maður félli
fyrir borð. Einnig var farið í lög
og reglur Siglingamálastofnunar.
A þriðja degi var farið í björgun
með þyrlu, skyndihjálp, flutning
slasaðra og meðferð handslökkvi-
tækja. Á síðasta degi námskeiðs-
ins era síðan æfingar í meðferð
gúmbáta og flotbúninga.