Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 3 Lánsfjárlög samþykkt fyrir næsta ár: Verulega dregið úr hlut falli erlendu lánanna Heildarupphæð lána 21,5 milljarðar en erlend lán 8,6 milljarðar _ M I ■ I RÍKISSTJÓRNIN samþykkti frumvarp að lánsfjárlögum fyrir næsta ár, á fundi sinum á miðvikudagskvöld, og er heildarupphæð lána sam- Nefnd kann- ar lyfjaverð GUÐMUNDUR Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, hefur skipað nefnd sem skila skal tillögum im hveraig lækka megi lyfjaverð og heildar- kostnað vegna lyfja. Einnig óskar ráðherra eftir áliti á því hvort aukin samkeppni í lyfjaiðn- aði geti orðið til hagsbóta fyrir neytendur. Skipun nefndarinnar er i samræmi við ákvæði stjóra- arsáttmálans Formaður nefndarinnar er Brynjólfur Sigurðsson prófessor en auk hans er nefndin skipuð Guðjóni Magnússyni aðstoðarlandlækni, Höllu Eiríksdóttur hjúkrunarfræð- ingi, Helgu Vilhjálmsdóttur lyfsala, Ingolf Petersen yfírlyfjafræðingi og Jóni Bjama Þorsteinssyni heilsu- gæslulækni. Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum fyrir áramót. kvæmt þvi 21,450 milljarðar króna. Þar af verða 8,6 miiy- arðar erlend lán en 12,9 mil\j- arða verður aflað innanlands. Birgir ísleifur Gunnarsson, sem nú gegnir embætti forsæt- isráðherra í fjarveru Þorsteins Pálssonar, sagði við Morgun- blaðið að tilgangurinn með þessu frumvarpi væri að draga verulega úr hlutfalli erlendra lána, en síðustu lánsfjárlög gerðu ráð fyrir að 8,215 miiy- arðar væru teknir að láni erlendis frá en nú stefnir í að sú tala verði 10,2 miiy'arðar á þessu ári. Samkvæmt frumvarpinu taka opinberir aðilar, aðallega ríkissjóð- ur, 6,4 milljarða að láni, þar af 1,5 milljarða erlendis frá. Gert er ráð fyrir að opinberir sjóðir taki 7 milljarða að láni, þar af 350 millj- ónir erlendis frá, og er Byggingar- sjóður ríkisins þar lang stærstur. Síðan er gert ráð fyrir að atvinnu- fyrirtæki og sjóðir taki 8 milljarða að láni og þar af verði 6,75 millj- arða aflað eríendis. Frumvarpið gerir síðan ráð fyrir að afborganir af erlendum langtímalánum verði 6 milljarðar á árinu. Fyrirhugað er að afla innlends lánsyár með spariskírteinum, 3 milljarðar; verðbréfakaupum bankakerfísins, 2,8 milljarðar; verðbréfakaupum Íífeyrssjóðanna 6,17 milljarðar og með annari inn- lendri lántöku, 1,6 milljarðar. Árásin í Austur- stræti upplýst Ágreiningur Hvals og skipveija leystur Árásarmálið í Austurstræti í lok ágúst er nú upplýst. Ekki reyndist rétt að ráðist hefði verið aftan að manni og hann skorinn á háls. Seint að kvöldi 28. ágúst slasað- it maður í Austurstræti og virtist fyrst sem ráðist hefði verið aftan að honum og hann skorinn á háls með hnífí eða rakvélarblaði. Nú hefur rannsóknarlögregla ríkisins upplýst málið og annað komið í ljós. Maðurinn átti í erjum við annan aðila þetta kvöld og hafði sá glas í hendi. Þegar ýfíngar hófust með þeim sló sá síðar- nefndi til mannsins og brotnaði glasið við það. Þannig fékk maður- inn áverkann á hálsinn. HVALBÁTARNIR héldu á miðin á miðvikudag eftir að veður var orðið þolanlegt. Hafði þá náðst samkomulag á milli Hvals hf. og sjómanna um nýtingarhlutfall og afurða- verð. Að sögn Guðmundar Hallvarðs- sonar formanns Sjómannafélags Reykjavíkur hafa undanfarið verið viðræður á milli fulltrúa sjómanna og Hvals hf. um nýtingarhlutfall og fískverð, „og voru þær viðræð- ur í góðu og allur ágreiningur leystur.“ Að því er nýtingarhlut- fall varðaði, þ. e. hlutfall þess sem fer í frystingu, mjöl eða lýsi, sagði Guðmundur að samkomulag hefði náðst um að miða við svipað hlut- fall og undanfamar vertíðar. Um afurðaverðið sagði Guðmundur að horft hefði verið til markaðsverðs, svo og tekið mið af fískverðs- hækkunum undanfarið, frá síðustu verðákvörðun verðlagsráðs. Guðmundur kvað fréttir Ríkis- sjónvarpsins um þetta mál hafa verið rangar; ekki hafi verið deilt um hlut sjómanna i þeim afurðum, sem notaðar væru til vísindarann- sókna og ekki hefði komið til neinnar vinnustöðvunar; skipin hefðu einfaldlega haldið sig í höfn vegna veðurs. Verðum góð bj örgunarsveit eftir námskeiðið Tuttugu skipveijar Akureyrinnar á slysavarnanámskeiði í Sæbjörgu SKIPVERJAR á frystitogaran- um Akureyrin EA 10 eru um þessar mundir á námskeiði í slysavöraum um borð í kennslu- skipi Slysavaraafélagsins, Sæbjörgu. Hluti nemendanna býr um borð í skipinu meðan á námskeiðinu stendur, en það tekur fjóra daga. Akureyrin er um þessar mundir í klössun í Þýskalandi. Var þá ákveðið að nota tækifærið og senda áhöfnina á námskeið í slysavömum. Tuttugu af skip- veq'um Akureyrinnar eru á námskeiðinu, en hinir sigldu tog- aranum til Þýskalands. Hákon Þ. Guðmundsson, 2. stýrimaður sagði í stuttu spjalii við Morgun- blaðið, að námskeið þetta væri einstakt tækifæri og mjög gagn- legt áhöfnin færi öll saman; þegar því væri lokið væri áhöfn skipsins bæði góð björgunarsveit og slökkvilið. „Menn voru búnir að gera sér ákveðnar hugmyndir um hlutina, en á námskeiðinu sjáum við að þær hugmyndir voru flest allar kolrangar." Nefndi hann sem dæmi meðferð manna, sem hefðu ofkælst; margir hefðu ekki gert sér grein fyrir hvemig bæri að hita mönnum. Ásgrímur Sigurðsson, háseti er einn þeirr sem gista um borð í Sæbjörgu á meðan á námskeiðinu stendur. Kvað hann aðbúnað allan vera mjög góðan og námskeiðið vera mjög gagnlegt. „Kennaramir tala tæpitungulaust og á okkar mállýsku." Ásgrímur sagðist hafa verið í 10 ár til sjós og væri í raun skammarlegt að hann skyldi ekki hafa lært neitt til slysavama fyrr; þekking þessi væri nokkuð, Hákon Þ. Guðmundsson, 2. stýrimaður. Morgunblaðið/KGA Ásgrímur Sigurðsson, háseti virðir fyrir sér línubyssu. Morgunblaðið/KGA Þorvaldur Axelsson skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna leið- beinir um meðferð manna, sem hafa ofkælst. sem menn ættu að hafa í vega- nesti þegar þeir fæm á sjóinn í fyrsta sinn. Námskeiðið í Slysavamaskól- anum tekur fjóra daga. Á fyrsta degi lærðu sjómennimir aðferðir við hjartahnoð og endurlífgun, og hvemig bregðast ætti við ofkæl- ingu. Einnig fræddust þeir um fyrirbyggjandi eldvamir og með- ferð slökkviefna. Á öðram degi var æfð reykköfun og rætt um viðbrögð við því þegar maður félli fyrir borð. Einnig var farið í lög og reglur Siglingamálastofnunar. A þriðja degi var farið í björgun með þyrlu, skyndihjálp, flutning slasaðra og meðferð handslökkvi- tækja. Á síðasta degi námskeiðs- ins era síðan æfingar í meðferð gúmbáta og flotbúninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.